Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 4

Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 Aðgerðarleysi stjómvalda má líkja við eignaupptöku - segir Ólafur M. Ólafsson stjórnarfor- maður f iskvinnslunnar hf. á Seyðisfirði Sambandið: Ráðinn fulltrúi forstjóra ERLING Aspelund hefur verið ráðinn fuiltrúi forstjóra Sam- bandsins. Hann tekur til starfa 15. febrúar nk. Hlutverk Erlings í fyrstunni verður m.a. að skipuleggja starfs- menntun í tengslum við hin nýju tölvukerfí Sambandsins. Jafn- framt mun hann vinna að skipu- lagningu á þjálfun og fræðslu starfsfólks með auknu námskeiða- haldi í tengslum við áamvinnu- skólann Bifröst. Loks mun Erling vinna að nýjum stöðlum í starfs- mannamálum, hafa umsjón með gerð starfslýsinga og framkvæmd frammistöðumats. Erling, sem er fæddur 28. fe- brúar 1937, hefur sl. þijátíu ár Erling Aspelund starfað hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum og hefur auk þess verið mjög virkur í félagsmálum ýmiss konar. Hann er kvæntur Kolbrúnu Þórhallsdóttur og eiga þau fjögur böm. (Fréttatilkynning) „ÁSTANDIÐ er svo bölvað í frystingunni, að líkja má að- gerðarleysi stjórnvalda við eignaupptöku. Við töpuðum 800.000 krónum í janúar. Marg- ir hafa vafalaust tapað meiru. Siðan vindur þetta allt upp á sig og dæmið verður vonlaust. Nú þyrftu menn að hafa þrek til að hætta rekstrinum og lofa fólki að sjá hvaðan það fær gjaldeyrinn. Sjá af hverju það lifir,“ sagði Ólafur M. Ólafsson, stjórnarformaður Fiskvinnsl- unnar hf. á Seyðisfirði, í sam- tali við Morgunblaðið. „Allir, sem í þessu eru, vita að menn eru að þrauka í þeirri bjart- sýnu von að þetta lagist einhvem tíma. Rekstrargrundvöllurinn hvarf í júlí eða ágúst á síðasta ári og staðan fer hríðversnandi. Þessi atvinnuvegur varð fyrir feikilegum áföllum á ámnum 1983 og 1984. Þá vom málin leyst með skuld- breytingum. Nú er staðan enn verri en þá, en ekkert virðist eiga að gerast. Ég skil því ekki að menn skuli láta bjóða sér að halda rekstrinum áfram við svona von- lausar aðstæður. Ég kann ekki að leysa þessi mál, en til þess ættum við að eiga nóg af fræðingum, sem reyndar hafa gert krónuna að engu á átta ámm. Rekstrarafkoman er hryllileg hjá frystihúsunum. Það hlýtur að fara að koma að lokun þeirra allra. Við vomm 800.000 krónum undir strikinu í janúar. Við slíkar að- stæður halda menn ekki lengi áfram og fleiri eiga bágt en við. Það verður að stoppa þetta, menn verða að hafa þrek í sér til að hætta rekstrinum, ef ekki er búið að að sjúga það allt úr þeim. Verði ekkert gert, er bezt að við hættum og látum menn sjá á hveiju þeir lifa. Það mætti þá alveg eins af- henda ríkinu þessi fyrirtæki til eignar og rekstrar. Þá emm við komin á kaf í kommúnismann og það er kannski ekkert verra en þessi hálfkommúnismi, sem við búum við. I það minnsta er ekki hægt að segja annað, en að með núverandi stöðu er ríkið að gera eignir frystingarinnar upptækar. Það hlýtur að vera kominn tími til að huga að pennastrikinu hans Ólafs Thors. Strika yfir skuldimar. Þá má ekki gleyma markaðnum í Bandaríkjunum. Ef við ætlum að glata honum vegna heimatilbú- ins vanda og verðbólgu, sem stjómmálamennimir ráða ekki við, er fiskiðnaður okkar kominn tæpt á brún hengiflugsins," sagði Ólaf- ur M. Ólafsson. I/EÐURHORFUR í DAG, 12.2.88 YFIRLIT í gær: Yfir Norður-Grænlandi er 1.012 mb hæð en hæg- fara 980 mb lægð skammt suður af Jan Mayen. Skammt suöur af Vestmannaeyjum er 983 mb lægð á leið aust-suð-austur. Vax- andi lægð langt suð-vestur í hafi ó hreyfingu norð-austur. Kalt verður áfram. SPÁ: Áfram verður norð-vestlæg eða breytileg átt, víðast gola eða kaldi. Él á Norð-Austurlandi og á stöku stað með suðurströndinni en víðast þurrt annars staðar. Frost á bilinu 2—14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Norð-austanátt með snjókomu eða slyddu austanlands, óljum norðanlands en þurru veðri suö-vestan- lands. Frost 0—8 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Norðan- og norð-vestanátt með éljum norðanlands en björtu veðri syðra. Áfram frost um allt land, víðast á bilinu 4—10 stig. ó N: x Norðan, 4 vindstig: 10 Hitastig: ^ Vindörin sýnir vind- 0 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * ■ V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning — Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 Súld • Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * -4- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hltl +6 4« veður skýjað akýjað Borgen 3 akýjað Helainki 1 snjókoma Jan Mayen 1 slydda Kaupmannah. 3 skýjað Narssarssuaq +18 lóttskýjað Nuuk +10 alskýjað Osló 3 rigning Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 1 aký|að Algarve 18 skýjað Amsterdam 6 lóttskýjað Aþena vantar Baicelona 13 skýjað Berlln 8 skýjað Chlcago +7 anjókoma Feneyjar 8 lértskýjað Frankfurt 8 hálfskýjað Glasgow 8 úrfcoma Hamborg 4 súld Las Palmas 18 skýjað London 6 skýjað Los Angeles 14 heiðskfrt Lúxemborg 0 snjóél Madrid 8 mlstur Malaga 16 léttskýjafi Mallorca 16 skýjað Montreal +14 akýjað NewYork +3 hálfskýjað Paria 7 alakýjað Róm 13 háKskýjað Vín 8 skýjað Washlngton +2 Þokumóða Wlnnipeg vantar Valencia 16 léttskýjaö Kvosarskipulagið: Töfin veldur óþægind- um og kostar mikið fé — segir Fnðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna VEGNA tafa sem orðið hafa á afgreiðslu skipulags í mið- bænum, Kvosarskipulags, hafa fyrirhugaðar byggingarf ram- kvæmdir Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna við Aðalstræti 8 dregist um fjóra mánuði, að sögn Friðriks Pálssonar for- stjóra. „Á meðan Kvosarskipulagið fæst ekki staðfest, gerum við ekk- ert,“ sagði Friðrik. „í haust áttum við von á að geta hafíst handa innan nokkurra daga þegar skipu- lagið í heildina fór að þvælast um í kerfinu. Það er búið að draga okkur á svari allan þennan tíma og hefur komið sér illa fyrir okk- ur. Við ætluðum að vera búnir með bygginguna. Töfín hefur valdið miklum óþægindum og kostað okkur mikið fé að auki.“ Lögreglan í Reykjavík: Upplýsingar veitt- ar um umferðarlög LÖGREGLAN í Reylqavík ætl- ar að veita þeim, sem vilja fræð- ast um ný umferðarlög, upplýs- ingar i síma virka daga frá kl. 14-16. Þessi símaþjónusta lög- reglunnar hefst á mánudag, 15. febrúar, og stendur til mánaða- móta, en þá ganga nýju um- ferðarlögin i gildi. Lögreglumennimir við símann svara spumingum sem varða beinlínis þátt löggæslunnar í nýju lögunum. Ef ekki reynist unnt að gefa fullnægjandi svör um leið, verður nánari upplýsinga aflað og þeim komið til fólks síðar. Síminn hjá þessari upplýsingaþjónustu lögreglu er 68-36-35 og sem fyrr segir er byrjað að svara í símann á mánudaginn. Þ ingmannanefnd sett í refamálin RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveð- ið, að tillögu Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra, að skipa þingmannanefnd með fulltrú- um stjómarflokkanna til að ræða vanda refabænda. Jón Helgason segist hafa beðið for- menn flokkanna að tilnefna sem fyrst menn í nefndina þannig að hún gæti fljótlega hafið störf. Jón sagði að búið væri að vinna töluverða undirbúningsvinnu og vonaðist hann til að nefndin gæti komist að sameiginlegri niður- stöðu sem fyrst. Aðspurður um hvað helst kæmi til greina að gera sagði landbúnaðarráðherra að annars vegar þyrfti að lækka rekstrarkostnað, til dæmis fóður, og hins vegar'að stuðla að verð- meiri framleiðslu. INNLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.