Morgunblaðið - 12.02.1988, Page 20

Morgunblaðið - 12.02.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 Teká þessu eins og óþurrkasumri - segir Vífill Búason á Ferstiklu sem reiknar með að þurfa að slátra upp úr sjókvíum sínum vegna kuldans „ÉG bíð átekta, veðrið er það slæmt eins og er og ekki borgar sig að eiga við fiskinn. Ég geri ráð fyrir að þurfa að slátra öll- um fiskinum og hef þegar feng- ið ágætt tilboð í hann,“ sagði Vífill Búason bóndi á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd, en hann er með sjókvíaeldi sem aukabú- grein með kúabúi sínu. Vífill sagðist vera með regn- bogasilung og laxa í kvíunum, Selfoss: Sverrir gestur á þorrablóti Sverrir Hermannsson alþingis- maður verður gestur á þorrablóti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, en það verður haldið í Inghóli á Sel- fossi laugardaginn 13. febrúar nk. Blótið hefst klukkan 20 og verður dansað fram eftir nóttu. líklega rúmlega 10 tonn. Hann sagðist vera búinn að selja silung- inn til Evrópu fyrir ágætt verð. Laxinn væri í smærra lagi, eða 1—2 kg að þyngd, og þó hann hefði fengi ágætt tilboð í hann frá Frakklandi væri hann mun ódýrari vara en lax sem hægt væri að ala yfír 3 kíló. Taldi hann að laxinn væri að miklu leyti lifandi en líflftill. Ekki borgaði sig að hreyfa við honum því minnsta hreyfing gæti orðið til þess að hann dræpist alveg. Því myndi hann biða betra veðurs og reiknaði með að slátra þá upp úr kvíunum. Vífíll hefur minnkað kúabúið á undanfömum árum og tekið upp fískeldi sem aukabúgrein til að vega upp tekjutapið. „Ég sé fram á að verða kauplaus í fiskeldinu þessi tvö árin sem ég hef verið með það. En ef ég hefði getað slátrað við eðlilegar aðstæður hefði ég haft góð laun. Ég er þó ekkert banginn við að halda þessu áfram. Maður verður áð taka á þessu eins og óþurrkasumri, maður hættir ekki búskap út af þvi,“ sagði Vífíll. Morgunblaðið Arnór Sveit Alan Sontag varð í öðru sœti á bridshátíð í fyrra, talið frá vinstri Alan, Billy Eisenberg, Granovetter-hjónin og Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, sem afhenti verðlaun mótsins. Bridshátíð 1988 hefst í kvöld: Færri útlending- ar en oft áður Heildarverðlaun nema 10 þúsund dölum Bridshátíð hefst i kvöld kl. 20. á Hótel Loftleiðum. Um 250 spilarar taka þátt i mótinu, þar af 6 erlend pör, sem er nokkuð minni þátttaka en undanfarin ár. Hins vegar eru þetta allt þekktir spilarar i bridsheimin- um sem koma á Brídshátíð ár eftir ár eins og Zia Mahmood og Alan Sontag. Þá má og nefna sænska landsliðið, P.O. Sundelin, Anders Morath, Tommy Gullberg og Hans Göt- he en þeir hafa allir spilað á Brídshátíð áður. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, setur mótið kl. 20 en strax á eftir hefst tvímenn- ingskeppnin með þátttöku 48 para. Aætlað er að henni ljúki um kl. 18 á morgun, en á sunnudag kl. 13 hefst Opna Flugleiðamótið, sem er sveitakeppni. Þar eru 48 sveitir skráðar til leiks,. sem er hámarksþátttaka vegna þess að húsnæðið tekur ekki fleiri. í þess- ari keppni gefst hinum almenna bridsspilara kostur á að etja kappi við góða bridsspilara, erlenda sem innlenda þ.e.a.s. ef heppnin er með þeim í leiknum því spilað er eftir Monrad-kerfí. Verðlaun í mótinu eru mjög vegleg - samtals 10 þúsund dalir. í tvímenningskeppninni eru verð- launin 6200 dalir og 3800 dalir í Opna mótinu. í tvímenningnum eru fyrstu verðlaun 1800 dalir, önnur verðlaun 1200 dalir, þriðju verðlaun 800 dalir þá 600, 500, 400, 300 dalir og fyrir 8.-10. sætið eru verðlaunin 200 dalir. I sveitakeppninni eru þrenn verð- laun, 2000, 1200 og 600 dalir. Góð aðstaða verður fyrir áhorf- endur og verða leikir í Flugleiða- mótinu sýndir á sýningartöflu og sjónvarpsskermum í ráðstefnusal. Agnar Jörgensson verður keppn- isstjóri en hopnum til aðsatoðar Jakob Kristinsson. Reiknimeistari er Vigfús Pálsson en mótsstjóri Sigmundur Stefánsson. Morxunblaðið/RAX Starfsmenn Strandar hf. i Hvalfirði vinna við slæm skilyrði að und- irbúa háfun á laxi úr sjókvi i fyrradag. Loðnuskip- in að skipta umnætur NÆR allur loðnuflotinn er um þessar mundir að skipta yfir á grunnnót, þar sem loðnan er komin upp á 60 faðma dýpi í Berufjarðaráli og á Papa- grunni. Skipin hafa því mörg hver faríð inn með slatta um leið og þau hafa skipt um nót. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, voru eftirtajin með afla á miðvikudag: Gísli Ámi RE 640 og' Húnaröst AR 600 til Homafjarð- ar, Júpíter RE 1.100 til Reykjavík- ur, Dagfari ÞH 250 til Grindavík- ur, Eskfirðingur SU 530 til Eski- ^arðar, Þórður Jónasson EA 670, löndunarstaður óákveðinn, Hilmir II SU 580 og ísleifur VE 730 til Vestmannaeyja. Síðdegis á fímmtudag voru eft- irtalin skip búin að tilkynna afla: Keflvkingur KE 510 til Hafnar- fjarðar, Jón Kjartansson SU 550 til Eskifjarðar, Hrafn GK 650 til Grindavíkur, Börkur NK 300 til Neskaupstaðar, Gísli Ámi RE 530 til Homaijarðar, Kap II VE 200, Bergur VE 530 og Sighvatur Bjamason VE 440 til Vestmanna- eyja. Sjókvíar: Frostið í Hvalfirði fór í 1,6 stigí gær Lax byrjaður að drepast hjá Snælax í Grundarfirði FROSTIÐ í sjónum í sjókvíum Strandar hf. I Hvalfirði fór niður í 1,6 stig í gær, að sögn Finns Garðarssonar stöðvarstjóra, og eru laxaseiði farín að drepast í stórum stíl til viðbótar matfiskin- um. í gær tókst starfsmönnum fyrírtækisins að ná á land þeim laxi sem eftir var i þeirrí sjókví sem reynt var að slátra upp úr í fyrradag. Laxalónsmenn hafa ákveðið að slátra ekki upp úr kvíum sínum í Hvammsvík en Vífill Búason á Ferstiklu reiknar með að þurfa að slátra sínum laxi þegar veður skánar. Sjórínn við kvíar Snælax hf. í Grundar- firði snöggkólnaði í vikunni og hefur lax í einni kvi drepist. Hjá Strönd hf. eru komin 3—4 tonn af laxi á land og er meirihluti hans óblóðgaður. Fiskurinn er sölu- vara þrátt fyrir það, en verðminni. Var unnið að pökkun hans á Akra- nesi í gær en búið er að selja laxinn til Frakklands. Finnur sagði að slátrað yrði upp úr hinum kvíunum þegar veðrið batnaði. Hann sagði að enginn físk- ur þyldi það frost sem nú er í Hval- Ottó Wathne ENN er lítið framboð að ferskum fiski í Bretlandi og verð því gott. Brælur í Norðursjó hamla veið- um heimabáta og hér hefur afli verið tregur og því lítið sent ut- an. Ottó Wathne NS seldi á fímmtu- dag 102 tonn, nær allt þorsk í Grimsby. Heildarverð var 8,8 millj- ónir króna, meðalverð 86,83. Ottó er eina íslenzka skipið, sem selur afla sinn f Bretlandi í þessari viku og aðeins voru þar seld um 640 tonn úr gámum. firðinum og sagði að nú væru seið- in í sjókvíunum farin að fljóta upp í stórum stíl. Stjómendur Strandar eru nú að athuga hvort hægt sé að gera verðmæti úr þeim, til dæm- is með niðursuðu. Stjómendur Laxalóns hafa ákveðið að hreyfa ekki við regn- bogasilungnum og laxaseiðunum sem em í sjókvíum fyrirtækisins í Hvammsvík í Hvalfírði. Ólafur Skúlason framkvæmdastjóri sagði að ekki væri vinnandi vegur að slátra upp úr kvíunum nema leiga stórt skip og væri það of dýrt. Þá væri viðbúið að þeir fískar sem enn væru lifandi dræpust við minnsta stress og því best að láta þá í friði og vona að eitthvað af físki lifði af. Þeir fískar gætu orðið vísir að stofni sem betur þyldi kuldann. Ólafur sagði þeir hefðu verið við- búnir því að þurfa að slátra snögg- lega upp úr kvíunum ef hitastigið færi svona langt niður en ísinn sem lagðist að kvíunum hefði komið í veg fyrir það í þetta sinp. Laxalón er með regnbogasilungsseiði í eldi í stöð sinni á Fiskalóni í Ölfusi og verða þau sett í sjókvíamar í Hvammsvík í vor. Sjórinn í kvíum Snælax hf. í Grandarfírði hefur kólnað að und- anfömu og hefur lax í einni kví drepist. Guðmundur Smári Guð- mundsson sagði að aðfaranótt mið- vikudags hefði sjórinn snöggkólnað úr 2 stiga hita í V2 stigs frost. Við það drápust laxar í kví sem er upp við land en í henni vora 200 fiskar sem kreistir vora til klaks í haust. Guðmundur Smári sagði að þeir Snælaxmenn væra hálf uggandi vegna kuldans en þeir vonuðu það besta. í gær var hitastigið við sjó- kvíamar við frostmark. Hitastigið við kvíamar á Sundun- um við Reykjavík var rétt yfir frost- marki í gær og hefur verið það undanfama daga. Einar Sigurjóns- son stöðvarstjóri Haflax hf., sem er með kvíar í Eiðisvík, sagði að hitastigið hefði ekki áður farið svona neðarlega þann tíma sem fyrirtækið hefði verið með kvíar þama. Hann sagðist ekki gefa lax- inum, til að forðast óþarfa stress, fískurinn ætti nóg með að halda í sér lífinu. Hjá Mánalaxi í Norðfirði er sjáv- arhitinn 2—3 stig að sögn Gylfa Gunnarssonar framkvæmdastjóra. Hann sagði að fiskurinn hefði það fínt og taldi að engin hætta væri á ferðum nema ef hafísinn kæmi. Þá væri allt ónýtt. Að sögn Páls Gústafssonar fram- kvæmdastjóra ÍSNO hf. er ekki nein hætta á ferðum í sjókvíastöðv- um fyrirtækisins. Sjávarhitinn væri eðlilegur á báðum stöðum, 3 stig í Lónum í Kelduhverfi og 6 stig við V estmannaeyj ar. Bókmennta- kynning á Kjarvals- stöðum í TILEFNI af sýningunni Sjálfsmyndir, efna Kjarvals- staðir til bókmenntakynning- ar á sjálfs- ævisögum íslenskra rithöf- unda. Þar verður lesið úr verkum Þórbergs Þórðarsonar, Hall- dórs Laxness og Sigurðar A. Magnússonar, auk þess sem rithöfundamir Ámi Bergmann og Pétur Gunnarsson koma og lesa úr verkum sínum. Dagskráin hefst kl. 15.00 á morgun, laugardaginn 13. fe- brúar, á Kjarvalsstöðum. (Fréttatilkynning) seldi erlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.