Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
23
Aðild leiðtoga Panama að kókaín-smygli til Bandaríkjanna:
Noríega hefur leikið tveim
skjöldum til að auðgast
HEAD
SPORT5 WEAR ■■■■
HEADer
ódýrara á íslandi
- segir fyrrum aðstoðarmaður hans Jose Blandon
Washington, Reuter.
JOSE Blandon fyrrum aðstoðar-
maður Manuels Noriega hers-
höfðingja, þjóðarleiðtoga í Pan-
ama, lýsti honum sem „mang-
ara“, sem hefði notfært sér
skoðanaágreining milli ná-
grannalandanna til að auðgast.
Sagði Blandon að Noriega hafi
leikið tveim skjöldum í þeim til-
gangi að hafa fé af sem flestum.
Blandon hefur verið yfírheyrður.
í tvo daga af nefnd skipaðri banda-
rískum öldungadeildarþingmönn-
um, sem flalla á um aðild Noriega
að kókaín-smygli til Banda-
ríkjanna, en hann var ákærður
fyrir aðild að víðtæku smygli í
Florída í síðustu viku.
Blandon segir Noriega hafa:
Þénað milljónir Bandaríkjádala
með því að aðstoða eiturlyfja-
smyglara frá Kolumbíu við að
smygla kókaíni óg marijúana til
Bandaríkjanna.
Att náin samskipti við eiturlyfja-
deild bandarísku lögreglunnar
(DEA) sem hafi talið hann vinna
ötullega að því að koma í veg fyr-
ir eiturlyflasmygl til Banda-
ríkjanna.
Séð uppreisnarmönnum, sem beij-
ast gegn stjóminni í E1 Salvador
sem Bandaríkjamenn styðja, fyrir
vopnum, gegn ríflegri þóknun.
Leyft kontra-skæruliðum að þjálfa
hermenn í Panama eftir að Oliver
North þáverandi ráðgjafi í Hvíta
húsinu hafi farið þess á leit ~við
Noriega.
Beðið Fidel Castro leiðtoga Kúbu
að beiðni George Bush, um að ráð-
ast ekki á bandarískar hersveitir
við innrásina í Grenada.
Farið þess á leit við Castrð að
þyrlum, peningum og tækjum sem
tekin voru af eiturlyfjasmyglurum
. yrði skilað.
Aðstoðað Kúbani við að afla há-
Reuter
Floyd Carlton flugmaður fer með eiðstafinn við vitnaleiðslur vegna
rannsóknar á aðild Noriega leiðtoga Panama að eiturlyfjasmygli til
Bandaríkjanna í gær. Vegna öryggis hefur Carlton hettu á höfði.
tæknibúnaðar frá Bandaríkjunum
og selt fyrir þá rækju og tóbak,
þrátt fyrir 27 ára viðskiptabann.
Átt nána samvínnu við leyniþjón-
ustumenn í Bandaríkjunum, meðal
annars hafi hann hitt fyrrum yfir- -
mann bandarísku leyniþjónustunn- -
ar, William 'Casey, í Washington <
og fengið leynilegar upplýsingar.
Noriega hefiir skýrt frá því opin-
berlega að ásakanirnar séu upp-
spuni og ætlaðar til þess að bola
honum frá völdum svo Bandarílcj-
mepn geti framfylgt þeirri áætlun
sinni að ná yfirráðum yfir Panama-
skurðinum fyrir árið 2000. George
Bush hefur neitað að hann hafi átt
umrædd samskipti við Noriega.
Bandaríska leyniþjónustan (CIA)
neitar að hafa veitt honum upplýs-
ingar, enda varði það við lög.
Hundafárið á Grænlandi:
Bandarískí flug-
herinn aðstoðar
Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbiaðsins.
BANDARÍSKI flugherínn ætlar að veita aðstoð vegna hinna stór-
felldu vandræða, sem nú steðja að í nyrstu byggðum Vestur-
Grænlands, þar sem hundafár (,,distemper“) hefur lagt nærri helm-
ing sleðahunda að velli. Mun flugherinn fljúga með vistir, olíu ,og
snjósleða til vetraraðseturs veiðimannanna.
Veiðimennimir í- Thule komast
ekki til veiða án sleðahunda, og
eru samningaviðræður í gangi um,
að flugherinn flytji til þeirra nýja
hunda, sem keyþtir yrðu sunnar L
landinu. Landstjómarmennirnir
Kaj Egede og Emil Abelsen eiga
í samningaviðræðum um þetta efni •
við yfirmann bandarísku herstöðv-
arinnar, William Pine.
Grænlenska landstjómin hefur
hleypt af stokkunum fjjirsöfnun til
styrktar veiðimönnunum, og í ráði
er að fljúga með. matvæli til þeirra.
Veiðimennimir og fjölskyldur
þeirra hafa takmarkaðar matar-
birgðir og eru illa sett, þegar ekki
er hægt að fara til veiða.
Yfirdýralæknisembættið hefur
fyrirskipað bólusetningu gegn
hundafárinu, og er ætlunin að
bólusetja alla sleðahundá á Grænl-
andi, um 30.000 talsins. Kostnað-
urinn verður um 1,8 milljónir dan-
skra króna (um 10 millj. ísl. kr.),
og eru hafnar viðræður milli land-
stjómarinnar og danskra stjórn-
valda um skiptingu hans. Heil-
brigðisþjónusta á Grænlandi heyrir
undir danska ríkið. '
í Danmörku er nú unnið að því
á hinum pólitíska vettvangi að efla
dýralæknisþjónustuna á Grænl-
andi. Hans Pavia Rosing, eini
grænlenski þingmaðurinn sem . á
sæti á danska þjóðþinginu, hefur
lagt málið fyrir heilbrigðisráðher-
rann með ósk um, að komið verði
á fót föstu embætti dýralæknis í
sleðahundahéruðunum. Aðeins
tveir dýralæknar em nú í Grænl-
andi, yfirdýralæknirinn í Nuuk og
dýralæknir, sem aðsetur hefur á
Suður-Grænlandi og sinnir einkum
sauðfjárbúskapnum. .
Talið er, að hundafárið hafi bor-
ist til Grænlands frá Kanada, þar
sem sjúkdómurinn hetjaði í nóv-'
embermánuði síðastliðnum. Yfír-
dýralæknirinn í Nuuk, Sören
Holck, hefur beitt sér fyrir auknu
samstarfi við kanadíska dýralækna
í því skyni að þessir aðilar geti
gert hvorir öðrum viðvart, þégar
farsóttir skjóta upp kollinum.
Opiðfrákl. 10-4 laugardag.
LAUGARDAGSKVOID I SÚLNASM
(ft'cÁki' cázuÁuA/
Söngieikurinn byggist á
tónlist MagnúsarEiríkssonar. Sagan um íslenska
dægurstjörnu, frægðarleit og drauma. Og um
raunveruleikann sem tekur við af draumum.
Aðalhlutverk: Palmi Gunnarsson, Johanna Linnet,
Eyjólfur Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir.
Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð.
Næturgalakvöld í Súlnasal er leikhúsferð,
danssýning, skemmtikvöld, matarveisla og ball; allt
einum ógleymanlegum pakka.
Miðaverð aðeins kr. 3200.
Munið helgarpakkana, og nýjung a Hotel Sogu:
helgargistingu fyrir höfuðborgarbúa.
PÖNTUNARSIMI
1»