Morgunblaðið - 12.02.1988, Page 29

Morgunblaðið - 12.02.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 Áburðarverðið hækkar um 22,5% Rekstrarkostnaður Aburðarverk- smiðjunnar hækkaði um 4% á heilu ári ÁBURÐARVERÐIÐ hækkar í vor að meðaltali um 22,5% frá því verði sem gilti síðastliðið vor. Meirihluti hækkunarinnar, eða 18,5%, er vegna Iækkunar á nið- urgreiðslu ríkisins á áburðar- verði en aðeins 4% eru vegna hækkunar á rekstrarkostnaði Áburðarverksmiðjunnar i Gufu- nesi. Stjórn Áburðarverksmiðjunnar Húsfyllir var i Bióborginni á fundi Dagsbrúnar i gær. Fjölmennur fundur Dagsbrúnar: Verkfallsheimild samþykkt með yfírgnæfandi meirihluta lagði til að áburðurinn hækkaði um 22,5% og ^taðfesti Jón Helgason landbúnaðarráðherra hækkunina í gær eftir að hafa kynnt málið í ríkisstjórninni í gærmorgun. Hákon Björnsson framkvæmda- stjóri Áburðarverksmiðjunnar sagði að eftir hækkunina myndi áburðar- tonnið kosta að meðaltali 14.276 krónur. Hann sagði að áburðarnið- urgreiðsla ríkisins lækkaði úr 120 milijónum í 20 milljónir kr. og hefði það eitt í för með sér 18,5% hækk- un áburðarins. Afgangurinn, eða 4%, væri vegna kostnaðarhækkana. Sagði Hákon að þessi litla hækkun kostnaðar á heilu ári væri aðallega vegna hagstæðrar gengisþróunar fyrir fyrirtækið og lækkun launa- kostnaðar vegna fækkunar starfs- fólks. En einnig hefði fjármagns- kostnaður minnkað vegna þess að tekist hefði að greiða skuldir fyrir- tækisins verulega niður á undan- fömum árum. Reiðubúnir til átaka, segir Guðmundur J. Guðmundsson ALMENNUR félagsfundur í verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík samþykkti heimild til stjórnar og trúnaðarmannaráðs að boða til verkfalls ef kjarasamn- ingar takast ekki í komandi samn- ingaviðræðum. Ekki var kveðið nánar á um tímasetningu verk- falls, en í máli Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamannasambands íslands og Dagsbrúnar, kom fram að verk- Guðmundur Valdimarsson Frá reykköfunar- og björgunaræfingu skipsmanna af Beskytteren um borð í vs Óðni sl. mánudag. Landhelgisgæslan: Sameiginleg leitaræf- ing með Beskytteren og Yarnarliðinu Landhelgisgæslan, danska varðskipið Beskytteren og Varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli standa að sameiginlegri leitar- og björgunaræfingu i dag. Æfingin átti að hefjast með þvi, að Beskytt- eren setti út gúmbjörgunarbát um miðnættið. Báturinn átti reka og leit síðan skipulögð að honum með birtingu. Fyrr i vikunni æfðu Landhelgisgæslan og Beskýtteren björgun úr brennandi skipi. Æf- ingar þessar eru liðir i auknu sam- starfi þessara aðila, einkum varð- andi björgunar- og eftirlitsstörf á hafinu milli Islands og Grænlands. Það eru Fokker flugvél Landhelg- isgæslunnar, TF SYN, og þyrlan, TF SIF, sem taka þátt í æfingunni af Islands hálfú. Frá danska sjóhemum koma varðskipið Beskytteren og Grumman Gulfstream flugvél og Vamarliðið sendir þyrlu og Orion P-3 flugvé]. Æfingunni er stjómað frá stjómstöð Landhelgisgæslunnar. Við skipulagningu leitarinnar verður not- uð tölva, sem forrituð er til að raða leitartækjum niður á svæðið og skipuleggja yfirferð þeirra og leitar- staðsetja leitarsvæðið miðað við strauma, vinda, og sfðustu kunnu staðsetningu bátsins. Þá segir tölvan til um það, hve mörg og hvers konar tæki þarf til að leita á svaeðinu, sem til greina kemur. Landhelgisgæslan og Beskytteren héldu aðra sameiginlega æfingu síðastliðinn mánudag. Þar æfðu Dan- imir að taka skip í tog og drógu varðskipið Óðin. Um leið æfði áhöfn danska skipsins björgun úr brenn- andi skipi, sendir voru reykkafarar og slökkvitæki um borð í Óðin og æfð björgun manns úr reykfullu vél- arrúmi. Aðalhvatamaður að þessum æf- ingum er skipherrann á Beskytteren, Axel Fiedler, en hann hefur unnið ötullega að því að koma þeim á, allt frá því'hann var yfirmaður í dönsku Flotastöðinni í Grennedal á Grænl- andi fyrir tveimur ámm. Þessar sameiginlegu æfingar þjóð- anna þriggja era liðir í umfangs- meira samstarfi en verið hefur um leitar- og björgunarstörf. Áætlað er, að fleiri æfingar verði á næstunni og er tilgangur þeirra að samhæfa aðgerðir, auk þess sem þær veita fallsboðun myndi ráðast af við- brögðum og undirtektum vinnu- veitenda við þeim kröfum, sem VMSÍ hefur nú sett fram. Hús- fyllir var í Bíóborginni þar sem fundurinn var haldinn, og var verkfallsheimild samþykkt af öll- uni þorra fundamanna, en tveir voru á móti. í upphafi fundarins gerði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, grein fyrir gangi kjarabar- áttunnar á undanfömum misseram og kjmnti nýjar tillögur að> kjara- samningi, sem samþykktar voru á formannafundi VMSÍ á miðvikudag. í máli Þrastar kom meðal annars fram að ákveðið hefði verið að fara nýjar leiðir nú, þar sem reynslan í síðustu samningum hefði sýnt að yfirlýst stefna um hærri laun handa hinum lægst launuðu hefði ekki náð fram að ganga, heldur þvert á móti. Því væri í hinum nýju tillögum lögð áhersla á ýmis atriði til hliðar við beinar kauphækkanir, svo sem starfsaldurshækkanir, greiðslu til launajöfnunar, lífaldursákvæði, kaupmáttartryggingu og svo kjara- bætur sem önnur félög hafa fengið en VMSÍ ekki, svo sem desember- uppbót og orlofsframlag. Eftir að tillaga um verkfalls- heimild hafði verið borin undir at- kvæði og samþykkt sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson að verkföll væra neyðarúrræði og að verkfallsheimild yrði að beita með varúð. „En ef henni er beitt þá verður að gera það með hörku. Ef vinnuveitendur fara að ræða við okkur í alvöru verður Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ og Dagsbrúnar, í ræðustól. henni að sjálfögðu ekki beitt, en ef afstaða þeirra verður eins og hún hefur verið að undanförnu verðum við að búa okkur undir hörð átök,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að sú samstaða, sem Dagsbrúnarmenn hefðu sýnt með því að fjölmenna á þennan fund, væri afar þýðingar- mikið veganesti í komandi kjara- samningum. „í þessu félagi býr það reginafl, sem getur skipt sköpum í þessari baráttu og við höfum sýnt það í dag að við eram reiðubúnir til átaka," sagði Guðmundur ennfrem- ur. Aðrir úr hópi félagsmanna, sem kvöddu sér hljóðs á fundinum, lýstu allir yfir samstöðu með forystusveit VMSÍ í komandi kjarasamningum. Tónleikum frestað vegna veikinda EKKI getur orðið af tónleik- um bassasöngvarans Paata Burchuladze sem áttu að vera í þessari viku vegna veikinda. Söngvarinn er staddur á landinu og hefur hann ákveðið að fresta tónleikum í París í næstu viku og halda tvenna tónleika hér í staðinn. Hann syngur hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík í Háskólabíói kl. 19,15 miðvikudaginn 17. febrúar og með Sinfóníuhljóm- sveit íslands laugardaginn 20. febrúar kl. 14,30. Hafnarf| ör ður: Fjölgnn í Finkirkjumii Vegna fréttar í blaðinu um fjölda í trúsöfnuðum hefur sr. Einar Ey- jólfsson prestur í Fríkirkjusöfnuðin- um í Hafnarfirði óskað að koma á framfæri að í söfnuðinum hefur meðlimum fjölgað úr 1676 í 1905 eða um 14% á árunum 1980 til 1987. hraða. Tölvan aðstoðar einnig við að leitarmönnum góða þjálfun. Athyglisverðustu auglýs- ingarnar valdar í kvöld ÍSLENSKI markaðsklúbbur- inn, ÍMARK, efnir í kvöld, föstudag, til auglýsingahátíðar að Broadway og þar verður þeim auglýsingum sem athygl- isverðastar þóttu á síðasta ári veittar viðurkenningar, Gjall- arhornið svonefnda. Flokkamir sem athyglisverð- ustu auglýsingamar era valdar úr eru alls átta. Sérstök dóm- nefnd, skipuð fulltrúum ímark, Sambands ísl. auglýsingastofa og Háskólans, hefur tilnefnt fimm athyglisverðustu auglýsingarnar í hveijum flokki, og ein af þeim mun hljóta Gjallarhomið sem at- hyglisverðasta auglýsingin fyrir þann tiltekna flokk. Þannig verður veitt viðurkenn- ing fyrir athyglisverðustu dag- blaðaauglýsinguna, fyrir athyglis- verðustu tímaritaauglýsinguna, fyrir athyglisverðasta veggspjald- ið, fyrir athyglisverðasta dreifi- ritið, fyrir athyglisverðustu út- varpsauglýsinguna, fyrir athyglis- verðustu auglýsingaherferðina, fyrir athyglisverðustu sjónvarps- eða kvikmyndaauglýsinguna og loks fyrir þá auglýsingu úr ein- hveijum þessara framangreindra flokka sem óvenjulegust þykir. í flokknum um athyglisverð- ustu dagblaðaauglýsinguna á síðasta ári keppa þannig eftirtald- ar auglýsingar: Ekki láta næsta frí verða þitt síðasta, sem auglýs- ingastofan Svona gerum við, gerði fyrir Landlæknisembættið og heil- brigðisráðuneytið, Listadún var og er með AR tryggingu frá Sjóvá, sem sama auglýsingastofa gerði fyrir Sjóvá, Byltingarafmæli sem Áuglýsingaþjónusta GBB gerði fyrir Stöð 2, Til hamingju RÚV, áfram RÚV sem GBB gerði einn- ig fyrir Stöð 2 og loks Gott eftir góða törn sem GBB gerði fyrir Sól hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.