Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 39

Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 39 iónaóarmenrt lW^hr Sæmundur Dúason kennari - Minning dvelja hjá þeim. Afi útbjó sérstakt rúmstæði handa mér í einu hominu á herberginu þeirra. Það var eins og lítill bás, bara fyrir mig. Svo smíðaði hann litla hnfu, sem pass- aði mér. Mér fannst ég vera lítil prinsessa. Þetta var góður og skemmtilegur tími. Síðan fluttu þau til Sigluíjarðar. Þar áttu mamma, pabbi og við systkinin heima. Afi fór að kenna við bamaskólann þar. Ófáar ferðimar fór ég út í Bakka í hvemig veðri sem var. Það var í lagi ef ég komst þangað, því afí fylgdi mér heim. Það vissi ég. Eftir að ég flutti til Akureyrar með for- eldrum mínum 1953 fór ég á hvetju sumri til þeirra á meðan þau bjuggu þar. 1959 fluttu þau til Reykjavíkur og dvöldu þar til ársins 1965 að þau fluttu til Akureyrar og bjuggu með móður minni, Mögnu, eftir það. Það var mikið ián fyrir okkur að fá að vera samvistum við þau. Afí var mikill kennari og heill hafsjór af fróðleik. Þegar við þurft- um að vita eitthvað þá var farið til afa. Við höfðum þá trú að hann vissi allt. Við kölluðum hann al- B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Fæddur 10. nóvember 1889 Dáinn 4. febrúar 1988 „Fölvast æska, fymast þrár, færist margt úr skorðum. Nú er orðinn elligrár, ungur var ég forðum." Þessi staka er eftir Sæmund Dúason og birtist í 1. bindi ævisögu hans, „Einu sinni var“. Fáir hefðu getað sagt þessi orð af meiri skiln- ingi og þekkingu' en einmitt hann sem lifði í 98 ár. Mig langar sérstaklega að minn- ast Sæmundar afa míns þar sem líf mitt tengdist honum svo náið í uppvexti mínum, er við bjuggum saman fjölskyldumar, fyrst í Grímsey, síðan á Siglufirði og loks í Kópavogi. Hann var einn af þess- unf einstöku öfum sem öll böm dreymir um að eiga. Hann minnir mig á marga lund á Bjöm í Brekku- koti. Sæmundur var um langt skeið fasti punkturinn í tilveru minni. Á heimili þeirra hjóna, Guðrúnar Þor- láksdóttur og Sæmundar, ríkti sá friður og hlýja að þangað hlutu böm að sækja. Öryggið og eilífðin bjuggu í þeirra húsi. Slíkt fólk er gott að eiga að. Sæmundur var fræðimaður og sfleitandi að fróðleik alla ævi. Hann var mikill unnandi íslenskrar tungu og íslenskra fræða. Hann hafði gaman af tungumálum og í tóm- stundum sínum lagði hann stund á frönsku, þýsku og esperanto. Minn- isstæðast er mér esperanto-nám hans og man ég þá tíð að lítil stúlksj. úti í Grímsey gat ekki farið að sofa nema að hafa „Látlu gulu hænuna" á esperanto undir koddanum. Sæmundur Dúason fæddist í Langhúsum í Fljótum 10. nóvember 1889. Foreldrar hans voru Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Krist- ján Grímsson, bóndi þar. Systkini hans sem upp komust vom: Dr. Jón Dúason, Karl Dúason og Katrín Dúadóttir. Tvö systkini hans dóu í bemsku, Grímur Þorlákur og Katrín Sigríður. Sæmundur ólst upp við algéng störf til sjávar og sveita. 11. maí 1910 kvæntist hann Guðrúnu Valdnýju Þorláksdóttur. Sæmundur taldi það sjálfur hafa verið sitt mesta gæfuspor í lífinu er hann kvæntist Guðrúnu. Sambúð þeirra stóð {60 ár og vom þau hjón- in mjög samhent. Guðrún lést 13. maí 1980. Sæmundur og Guðrún eignuðust sex böm og komust fjögur þeirra til fullorðinsára. Þau em: Magna Sæmundsdóttir, Karl Sæmundsson, Jón Sæmundsson og Hrafn Sæ- mundsson. Tveir drengir dóu í bemsku, Dúi og Þorlákur. Afkom- endur þeirra hjóna em nú 81. Þau hjón ólu upp tvö fósturböm. Þau vom Æsa Karlsdóttir og Sæ- mundur Baldvinsson. Auk þess dvöldust um lengri og skemmri tíma á heimili þeirra mörg önnur böm og ungmenni. Sæmundur og Guðrún bjuggu sín fyrstu búskaparár á Krakavöllum í Fljótum og ólu þar upp eldri böm sín. Stundaði Sæmundur sjó með búskapnum og var hann bæði á fiski- og hákarlaskipum. Sæmundur og Guðrún bragðu búi árið 1914 og fór hann þá til náms í Verslunarskóla í Reykjavík en hún lagði stund á saumaskap. 19 ámm síðar fer hann aftur til náms en þá í Kennaraskóla íslands og lýkur þaðan námi 1934. Sæmundur reyndi fyrir sér við verslunar- og viðskiptastörf, en það átti illa við hann. í kennslunni fann hann sjálfan sig. Hann átti mjög gott með að umgangast böm og ungmenni og miðla öðram af þekk- ingu sinni. Nutu mörg ungmenni góðs af því, bæði skyld og vanda- laus. Hann kenndi fyrst í Fljótum, síðan í Grímsey og loks á Siglufirði. Hér hef ég lítillega stiklað á stóra um ævi og starf Sæmundar. Mér er ljóst að ótal margt verður hér útundan sem ástæða hefði verið til að nefna. En hér verður ekki rituð ævisaga Sæmundar Dúasonar. Hann lifði tímana tvenna og bjó yfir ótrúlegri lífsreynslu sem sjó- maður á hákarlaskipum, bóndi, verslunarmaður og kennari. Eins og áður er sagt ritaði hann ævisögu sína, bókaflokk sem heitir „Einu sinni var“. Þar segir hann einnig frá fomum búskaparháttum og hefur hann í bókum sínum vafa- lítið bjargað frá gleymsku ýmsu frá menningar- og atvinnuháttum okk- ar upp úr aldamótum. Er aldurinn færðist yfir þau hjón, Sæmund og Guðrúnu, áttu þau ömggt skjól á heimili Mögnu dóttur sinnar á Akureyri. Síðustu 3 árin dvaldi Sæmundur vegna sjúkleika á Kristneshæli. Þáttur Mögnu í umönnun þeirra hjóna var einstakur og verður henni aldrei fullþakkað fyrir þá nærgætni og hlýju sem hún sýndi þeim alla tíð. Nú er afí minn allur. Minningam- ar hópast að, minningar um mann sem var mér bæði afi og vinur. Nú er stóllinn hans auður, langri ævi er lokið en við eigum öll góðar minn- ingar um Sæmund Dúason. Guðrún Jónsdóttir Sæmundur Dúason afi minn er dáinn. 98 ára varð hann 10. nóv- ember sl. Margt hefur drifið á daga manns sem náði svo háum aldri. Ég er ekki þess megnug að geta rakið þá sögu, enda er það ekki ætlunin. Fyrsta minning mín um afa var þegar ég fékk að vera hjá honum og ömmu, Guðrúnu Þorláksdóttur, ■ í Grímsey. Hann var kennari þar í 10 ár. Þá var ég bara lítil stelpa og þótti mikið ævintýri að fá að OfTlROn AFGREIÐSLUKASSAR fræðibókina okkar. Það brást held- ur ekki, en oft sagði hann ef hann var ekki alveg viss: „Mig minnir...“ og svo kom svarið. Við gátum alltaf treyst því að það væri rétt. íslenskumaður var afi mikill og þeir sem lærðu íslensku hjá honum vom vel í stakk búnir í þeim efnum. Bömin mín áttu því láni að fagna að fá að vera honum samtíða. Og öllum þótti svo vænt um langafa. Margan fróðleik sóttu þau til hans sem seint gleymist. Hann fór með heilu ljóðabálkana fyrir okkur án þess að hika þegar hann var 97 ára. Mörg heilræðin gaf hann okkur í veganesti. Eitt sinn sagði hann við mig, þegar honum þótti ég held- ur fljót að svara í bræði: „Margrét frænka, lokaðu munninum og teldu hægt upp að tíu í huganum. Ef þig langar að segja sömu orðin eftir það, þá segðu þau.“ Oftar en ekki var mesta reiðin mnnin af og þá sagði maður eitthvað allt annað en í upphafi var ætlað. Sjálfur var hann ákaflega varkár í orðum og hugsaði áður en hann talaði. Minningin um góðan afa muh fylgja okkur. Hann náði ekki að verða 100 ára eins og hann sagðist alltaf ætla að verða. Nú er hann búinn að hitta ömmu aftur. Hún lést 13. maí 1980. Tveim dögum áður, eða 11. maí, höfðu þau verið gift í 70 ár. Ég veit að hún hefur tekið vel á móti Sæmundi sínum. Þegar dóttir mín sagði syni sínum fjögurra ára að langilangi væri dá- inn, þá sagði hann: Þá er hann kominn til Guðs. Svo hrein og sann- færandi er bamstrúin. í þeirri trú kveð ég afa minn og þakka honum fyrir allt. Margrét Emilsdóttir BRAUNVÖRUR LOKS Á VENJULEGU EVRÓPUVERÐI Allt að 46% lækkun á búðarverði SEX SLAANDI DÆMI System 1-2-3 Vasarakvélin Aður 8.980 Áður 2.200 Nú 4.980 ■iNú 1.280 Skeggsnyrtir Krullujárn Áður 5.480 m 3.680 HNú 720 Hárblásari Kaffivél Aður 1.980 Áður 3.380 Nú 1.140 HNú 2.360 Samkvæmt sérstakri könnun okkar er verðið hjá okkur lægra en á öðrum Norðurlöndum og Hollandi. Það er því óþarfi að kaupa þessa hluti erlendis. ÞETTA ERU ÁNÆGJULEG TÍÐINDI Verslunin Kringlunni og Borgartúni 20 - og betri raftækjasalar um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.