Morgunblaðið - 12.02.1988, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
Margrét Kristjáns
dóttir - Minning
Fædd 3. júlí 1898
Dáin 8. febrúar 1988
Kveðja:
Guðmundur Jósefsson
t
Mér er það bæði ljúft og skylt
að minnast föðursystur minnar,
Margrétar Kristjánsdóttur, sem lést
á Sólvangi í Hafnarfírði, aðfaranótt
8. febrúar.
Þar var hún búin að dvelja síðast-
liðin 4 ár og hafði notið frábærrar
umönnunar starfsfólksins. Eru því
færðar bestu þakkir.
Gréta, eins og hún var kölluð af
frændfólki og vinum, var fædd að
Reyðará í Lóni, Austur-Skaftafells-
sýslu, 3. júlí 1898. Hún hefði því
orðið 90 ára nú í júlí.
Gréta var dóttir þeirra mætu
hjóna, Guðnýjar Eyjólfsdóttur og
Kristjáns Eiríkssonar. Guðný lést
árið 1939 en Kristján í hárri elli
1965. Guðný og Kristján eignuðust
7 böm. Gréta var þeirra elst, næst
komu Eyjólfur, Eiríkur, Sigurbjörg,
Guðný, Bjöm og ýngst Guðlaug.
Lifa nú þqú systkini systur sína,
Sigurbjörg, Bjöm og Guðlaug. Fjöl-
skyldan bjó á Núpi á Berufjarðar-
strönd, en þaðan fluttist hún 1927
suður að Norðurkoti á Vatnsleysur
strönd. Þar bjó hún um nokkurra
ára skeið en fluttist svo inn í Voga.
Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur.
Gréta giftist aldrei né varð bama
auðið. Foreldrum sínum fylgdi
Gréta ætíð og hélt með þeim heim-
ili. Oft var gestkvæmt á heimilinu.
Eg get fullyrt að böm systkina
Grétu minnast hennar með þakk-
læti. Hún var þeim traustur vinur
þó stjómsöm væri.
Eftir lát móður sinnar bjó Gréta
áfram með föður sínum, afa mínum.
Var hann lengi dyravörður við
Austurbæjarskólann í Reykjavík
eða á árunum 1939—60. Gréta vann
heima, einkum við pijónaskap. Oft
var erilsamt og mikil vinna hjá
Grétu og þá gjaman fram eftir
nóttu, ef svo bar undir, því klára
varð það sem búið var að lofa. Gréta
lagði líka fyrir sig sauma. Hafði
hún meðal annars lært karlmanna-
fatasaum.
Svo langt sem ég man bjuggu
afí og Gréta í lítilli íbúð. Það aftr-
aði ekki gestagangi, þó þröngt
væri. Var oft glatt á hjalla hjá þeim
feðginum, þegar fjölskyldumar
hittust. Segja má að samgangur
var alltaf mikill á milli systkinanna
og Ijölskyldna þeirra. Var það meira
hér áður fyrr, á meðan menn gáfu
sér tíma til að setjast niður og tala
um daginn og veginn. Það var unun
að heyra Grétu segja frá æsku-
stöðvunum.
Gréta átti við smá fötlun að
stríða, hún hafði fengið lömunar-
veiki sem bam, en þrátt fyrir hana
lét hún það ekki aftra sér frá dag-
legu amstri. Kom það sér þá vel,
hve sálarsterk hún var.
Þrátt fyrir að nóg væri að gera
gaf Gréta sér tíma til að fara til
útlanda, meðal annars fór hún til
Norðurlandanna með strandferða-
skipinu Heklu.
Árið 1960 skiljast leiðir afa og
Grétu, hann flyst til yngstu dóttur
sinnar, er hjá þeim hjónum og böm-
um þeirra í góðu yfírlæti uns yfir
lauk.
Þá er það sem Gréta flyst til
frændfólks og vina. Var hún alltaf
jafn ánægð hvert sem hún fór og
þá helst ef hún gat rétt hjálparhönd.
Síðari ár var Gréta að mestu háð
systmm sínum, þeim Sigurbjörgu
og Guðlaugu, og gat hún ávallt leit-
að til þeirra. Enn einu sinni opna
Guðlaug og Eiríkur heimili sitt og
taka Grétu til sín og er hún hjá
þeim í nokkur ár áður en hún fer
að Sólvangi. Segir þetta sína sögu
um heimilisfólkið á Borgarholts-
braut 34, það er ætíð tilbúið að
rétta hjálparhönd.
Að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skylda mín þakka Grétu fyrir það
sem hún reyndist okkur ætíð.
Guðný K. Eiríksdóttir
I dag er til moldar borinn tengda-
faðir minn, Jón Ingimar Jónsson
múrari frá Hafnarhólmi við
Dranganes í Kaldrananeshreppi.
Jón Ingimar fæddist að Hafnar-
Fæddur 4. ágúst 1919
Dáinn 2. febrúar 1988
Kveðja frá barnabörnum:
„Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
hólmi 12. janúar árið 1917. Foreldr-
ar hans voru Jón Konráðsson bóndi
og smiður og Guðbjörg Gestsdóttir
húsfreyja, og var Jón næstelstur
tólf bama þeirra hjóna. Eru níu
þeirra enn á lífi.
Jón lagði leið sína ungur til höf-
uðborgarinnar, eins og tíðkaðist
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgj’í friðarskaut."
(Vald. Briem.)
Elsku amma, við biðjum góðan
guð að styrkja þig og styðja á þess-
um erfíðu stundum og um alla
framtíð.
gjaman á þeim tíma. Þar ástundaði
hann múraraiðn við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk þaðan sveins-
prófí árið 1955. Við iðn sína starf-
aði hann allt til haustsins 1981 uns
hann varð að láta af störfum vegna
heilsubrests.
Jón Ingimar kynntist tengda-
móður minni, Helgu Charlotte
Klitch frá Hannover í Þýskalandi,
árið 1949 og giftu þau sig sama
ár. Þeim varð fímm bama auðið.
Elstur er Reynir Hólm, þar á eftir
komu Sigrún Hólm, Haukur Frans,
Jón Ingimar og yngstur er Stefán.
Fjögur þeirra em gift og bamaböm-
in em þegar orðin átta talsins.
Viðkynning okkar Jóns varð
sumarið 1970 er ég kynntist elsta
syni hans. Þrátt fyrir að Jón væri
dulur á tilfinningar sínar tókst strax
með okkur einlæg vinátta. Ári síðar
kom í heiminn nafni hans og elsti
sonarsonur. Frá upphafi höfðu þeir
mikið dálæti hvor á öðmm sem
sýndi sig í miklum samskiptum
þeirra og sterkri vináttu allt fram
á hinstu stund.
Það hefur alltaf verið gott að
sækja Jón og Helgu heim og tíðum
verið glatt á hjalla þegar öll fjöl-
skyldan hefur verið þar saman kom-
in, ekki síst þegar böm og bama-
böm ásamt þeim dvöldu nokkrar
vikur hvert sumar í sumarbústað
þeirra við Hafnarhólm, á æsku-
stöðvum Jóns sem áttu sterk ítök
í honum.
Á 71. afmælisdegi sínum, 12.
janúar síðastliðinn, veiktist svo Jón
aftur og andaðist að kvöldi 5. febrú-
ar í Borgarspítalanum í Reykjavík.
Með þessum orðum mínum vil
ég þakka Jóni Ingimar Jónssyni
samveruna í þessum heimi og um
leið votta hans nánustu mína inni-
legustu samúð.
Anna Stefánsdóttir
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Söriaskjóli 82,
Reykjavik,
lést á gjörgæslu Landspítalans 10. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurjón Hallbjörnsson,
Halldóra Sigurjónsdóttir, Baldur Karlsson,
Erna Sigurjónsdóttir, Guðmundur Konráð Arnmundsson,
Berglind Baldursdóttir, Sigríður Baldursdóttir,
María Guðmundsdóttir, Jessica Bringham.
t
Útför fósturföður míns og tengdaföður,
EYÞÓRS HALLSSONAR,
fyrrverandi skipstjóra,
, Siglufirði,
verður gerð frá Siglufjarðárkirkju 13. febrúar kl. 14.00. Þeir sem
vilja minnast hins látna er bent á minningarsjóö um drukknaða
sjómenn á Siglufirði. Minningarspjöld liggja frammi í Sparisjóði
Siglufjarðar.
Karólina Hallgrímsdóttir,
Haraldur Árnason.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GtJÐMUNDUR JÓSEFSSON
fyrrv. húsvörður Hallveigarstöðum,
Hátúni 4,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar
kl. 15.00.
Þeir sem vildu minnast hins látna eru beðnir að láta Sjálfsbjörgu,
fólag fatlaðra, eða Hjartavernd njóta þess.
Kristín Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Óskar Þ. Sigurðsson,
Þóra Björgvinsdóttir, Jón Haraldsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSDÍS KATRÍN EINARSDÓTTIR,
er lést sunnudaginn 7. febrúar verður jarðsungin frá ísafjarðarkap-
ellu laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00.
Jón Kr. Jónsson, Sigríður Aðalsteins,
Anna Jónsdóttir, Lúðvík Kjartansson,
Elfsabet Jónsdóttir, Sveinn H. Valdimarsson,
Unnur Brynjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona min,
RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR NORÐDAHL,
lést í Borgarspítalanum 11. febrúar. Jarðarför auglýst síðar.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Grímur S. Norðdahl,
Úlfarsfelli.
t
Faöir okkar,
ÁRSÆLL JÓHANNSSON
bóndi,
Ljótarstöðum,
Austur-Landeyjum,
sem andaðist í Landspítalanum 8. febrúar, verður jarðsunginn frá
Akureyjarkirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00.
Börn hins látna.
t
Minningarathöfn um eiginmann minn og föður okkar,
GRÉTAR HALLDÓRSSON,
Hábæ,
Vestmannaeyjum,
sem fórst í Bandaríkjunum þann 19. september 1987, verður
haldin laugardaginn 13. febrúar í Landakirkju, Vestmannaeyjum,
kl. 14.00.
F.h. varidamanna;
Guðný Bóel Guðbjartsdóttir,
Guðbjartur Grétar
og Sigrún Harpa Grétarsbörn.
Guðmundur Örn, Haraldur,
Magnús Þór, Kristín, R. Þór-
unn og María Júlia.
Jón I. Jónsson
múrari -Minning
Fæddur 12. janúar 1917
Dáinn 5. febrúar 1988