Morgunblaðið - 06.03.1988, Page 2

Morgunblaðið - 06.03.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Rannsóknarskipum fjölgað úr 3 í 700 Bátaflotinn virkjaður í þágu fiskifræðinnar NU ER verið að ýta úr vör verk- efni Hafrannsóknastofnunar, sem felst í skráningu upplýsinga um afla fiskiskipaflotans, afla á sóknareiningu, breytingar á afla- brögðum og flestu því, sem veið- arnar varðar. Nú er verið að senda dagbækur um borð í báta, stærri en 10 tonn, alls um 550 og verða upplýsingar úr þeim siðan færðar inn hjá Hafrann- sóknastofnun og notaðar meðal annars við mat á stofnstærð fiskistofna og við tillögur um hámarksafla. I bréfi, sem fylgir Reykjavíkiirskákmótið: Síðasta umferðin tefld í dag ELLEFTA og síðasta umferð Reykjavíkurskákmótsins verður tefld á Hótel Loftleiðum i dag. Jón L. Ámason var efstur eftir níundu umferð með sjö og hálfan vinning en þá hafði hann tapað sinni fyrstu skák í viðureign sinni við Grikkjann Kotronias. Kotronias var í öðru sæti með sjö vinninga og Dolmatov í þriðja sæti með sex og hálfan vinning. Þröstur Þórhallsson var með sex vinninga ásamt þeim Gurevic, Ad- orjan, Dzidar og Carsten Höi. dagfoókunum, segir að með þess- ari aðferð verði rannsóknaskip- um i raun fjölgað úr þremur í 700, en margir togarar og skip á sérveiðum senda inn sambæri- legar upplýsingar. Verkefni þetta er styrkt með _7_ milljóna króna framlagi frá LÍÚ. Forsaga þessa máls er sú, að lengi hefur verið ljós þörfín á beztu fáanlegu upplýsingum um gang veiða og breytingar á aflabrögðum, og að þær fást ekki nema um borð í fískiskipunum sjálfum. í bréfinu segir, að kostnaður og umfang verkefnis, sem felist í skráningu þessara upplýsinga um borð í fiski- skipunum hefði verið metinn og sótt um íjárveitingu til Alþingis í samræmi við það á síðasta ári, en beiðninni hafi verið hafnað. Stjóm LÍÚ hafi hins vegar talið verkefnið það brýnt, að hún ákvað að styrkja það með 7 milljónum króna, sem dreifist á þijú ár. Bjöm Ævarr Steinarsson, verkefnisstjóri, segir, að án þessa framlags hefði ekki verið mögulegt að hefjast handa. Næsta skrefið sé síðan að vinna úrtak úr bátaflotanum 5 til 10 tonn af stærð og auka skýrsluskil togar- anna. Jafnframt verði verkefnið kynnt sjómönnum með fundahöld- um og viðtölum. Fyrsta verkið hefur verið að út- búa dagbækur fyrir hvert veiðar- færi, troll, net, handfæri og línu. Bækumar verða nú sendar um borð í sérhvem bát, stærri en 10 tonn og en^kipstjórar þeirra beðnir að fylla þær út og koma upplýsingun- um til Hafrannsóknastofnunar. 40 til 50 togarar hafa lengi haldið svip- aðar dagbækur, svo og bátar, sem stunda humarveiðar, rækjuveiðar, síldveiðar og veiðar í dragnót. Jafnframt því, að skýrslur þessar eða dagbækur verða notaðar við fiskveiðiráðgjöf, er ætlunin að vinna úr þeim aðrar þær upplýsingar, sem sjómenn telja áhugaverðar, svo sem yfirlit yfir sókn og afla einstakra báta eftir mánuðum og landshlut- um. Þannig verður yfirlit sent hveiju skipi reglulega, en ennfrem- ur verður skipstjómarmönnum heimilt að fá aðrar upplýsingar. Á þennan hátt er vonazt til að sam- starf geti skapazt milli stofnunar- innar og sjómanna, þannig að báðir aðilar hafi gagn af. Upplýsingar úr skýrslum hvers báts fær enginn nema skipstjóri hans og farið verð- ur með allar upplýsingar sem trún- aðarmál. Ekki skylda strax VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær, um að skylt sé að hafa a.m.k. einn viðvörunarþríhym- ing í hverri bifreið, er rétt að taka fram, að þetta á við um bif- reiðir, sem skráðar em fyrsta sinni 1. janúar 1989 eða síðar. Að sjálfsögðu er ekkert sem mælir gegn því að ökumenn allir fái sér slíka viðvörunarþríhyminga og auki þar með öryggið í umferð- inni. Auglýsing í tilefni af 75 ára afmæli sínu 2. nóvember 1988, efnir Morgunblaðið til verðlaunasamkeppni um ljóð. Verðlaun verða veitt fyrir tvö kvæði, sem dómnefnd telur bezt að þeim komin, tvö hundruð þúsund krón- ur fyrir hvort kvæði. Þátttakendur sendi einungis eitt kvæði hver, áður óbirt. Skilafrestur er til 15. september 1988. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun til höf- unda, en Morgunblaðið áskilur sér birtingarrétt á ljóðunum gegn venjulegum ritlaunum. Dómnefnd mun velja ljóðin, og skipa hana Rannveig G. Ágústsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Kristján Karlsson og Matthías Johannessen. Ganga skal frá handriti í lokuðu umslagi, merktu kjörorði, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu, ógegnsæju umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Þegar úrslit hafa verið birt, má vitja handritanna á ritstjóm Morgunblaðsins. Þá verða jafnframt afhent óopnuð umslög með nafni og heimilisfangi, eins og kjörorð á handriti segir til um. ililll .Iþlfebib Hitaveita Suðurnesja: Morgunblaðið/RAX Værðarlegur í vætutíð Svanurinn á myndinni lét ekki annir föstudagsins raska ró sinni þó gusumar gengu yfir hann í rigningunni. Hagnaður 250 millj- ónir króna 1987 Gríndavík. HAGNAÐUR af rekstri Hitaveitu Suðuraesja á síðasta ári nam 250 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi en ársreikn- ingur fyrirtækisins var nýlega lagður fyrir stjóraina. Að sögn Júlíusar Jónssonar fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs kemur í ljós, þegar varanlegir rekstrarfjár- munir hitaveitunnar eru endur- metnir og reiknuð áhrif almennra verðlagsbreytinga á peningalegar eignir og skuldir, að neikvætt eigið fé að frátöldum stofnframlögum nam 478 milljónum króna í árslok 1987. Heildarskuldir veitunnar námu 1715 milljónum króna og eig- ið fé 1.040 milljónum króna eða um 33% af heildarfjármagni. Þetta hlutfall var 23% í árslok 1986. „Hagnaðinum, 250 milljónum króna, er varið til að mæta rekstr- artapi fyrra ári en ennþá vantar verulega á að það hafi verið jafnað. Mikið misvægi milli almennra verð- lagsbreytinga innanlands og geng- isbreytinga hefur veruleg áhrif á ársreikninginn og er að teknu tilliti til erlendra verðlagsbreytinga fært á gengisjöfnunarreikning sem er ætlað að draga úr þessu misvægi en hann var fyrst myndaður 1982,“ sagði Júlíus og bætti við að á síðasta ári störfuðu 73 starfsmenn hjá hita- veitunni og námu launagreiðslur samtals um 84 milljónum króna. Kr. Ben. Rfldsendurskoðandi og heilsugæslulæknar: „Áfrýja ekki en at- huga lagabreytingu“ Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði fógeta i deilu hennar við lækna um aðgang að gögnum Heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ. Fóg- eti taldi, að i lögum um ríkisend- urskoðun væri ekki að finna heimild til sliks aðgangs. Halldór V. Sigurðsson, ríkisendur- skoðandi, segir að nú verði athugað hvort ekki sé ástæða til að breyta lögunum og hefur hann rætt þann möguleika við forseta sameinaðs Alþingis og beggja þingdeilda. - Þann 15. janúar sl. fór ríkisend- urskoðandi þess á leit við fógeta að starfsmenn ríkisendurskoðunar fengju aðgang að sjúklingabókhaldi Heilsugæslustöðvarinnar til að sannreyna efni reikninga fyrir læknaverk, sem læknar stöðvarinn- ar hafa framvísað og fengið greidda hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og Tryggingastofnun ríkisins. Lækn- amir kröfðust þess hins vegar að beiðninni yrði hafnað. Fógeti komst að þeirri niðurstöðu þann 1. febrú- ar, að ekki væri að finna heimild í lögum um ríkisendurskoðun til að veita þennan aðgang. Skipti í því sambandi ekki máli þótt beiðnin hafi takmarkast við þau gögn, sem varða viðskipti Tryggingastofnunar og Sjúkrasamlagsins við Heilsu- gæslustöðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.