Morgunblaðið - 06.03.1988, Page 46

Morgunblaðið - 06.03.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Andrew Lloyd Webber Hann þótti aldrei efni í mikinn mann, hvað þá stórstjörnu í himinháum heimi tónlistarinn- ar. Hann þykir enn ósköp venjulegur hvað allt útlit varðar, en hans sterkasta persónuein- kenni er tilhneiging hans til að söngla með sjálfum sér eitthvert lag, eða bara lagstúf, sem hann hefur þegar samið eða er að vinna að þá stundina. Andrew Lloyd Webber á það nefnilega til að gleyma stað og stund þegar hann hefur fundið rétta tóninn. Hann er aðeins 39 ára gamall en er engu að síður eitt mikilhæfasta og eftirsóttasta, og þar með vinsælasta, tónskáld okkar daga. Enginn núlifandi listamaður getur státað af þeim afrekum sem Webber hefur unnið. „Jesus Christ Superstar" setti allt á annan endann um heim allan árið 1971 „Evita" varsýnd ífjögur ár samfleytt. „Cats“ hefur verið sett upp í nítján löndum síðan 1983 og ganga ellefu sviðsetningar enn fyrir fullu húsi. „Starlight Ex- press“ varfyrst sýnt 1984 en þykir ekki með því besta sem Webber hefur samið. Og nýj- asta verkið hans „The Phantom of the Opera" (eða „Vofan í óperunni“) var frumsýnt í London í október 1986 og í New York seint í janúar síðastliðnum, og hefur enginn söngleikur hvorki fyrr né síðar vakið jafn mikla eftirvæntingu, enda hefur hann sett nýtt aðsóknarmet. Nokkru fyrirfrumsýninguna 26. janúarhöfðu selst miðarfyrir 18milljónir dala. „Vesalingarnir" sem enn ganga þar fyrir fullu húsi átti gamla metið, 12 milijónir dala. Vinsæll en ekki tekinn alvarlega Það er því ekkert skrítið þótt Webber þurfí að þjóta heimshoma á milli til að fylgjast með allri þeirri starfeemi sem fram fer í nafni hans. Hann flýgur í einkaþotu sinni, Haw- ker Siddley 125, til staða þar sem verið er að setja upp nýjan söngleik eða til að ganga úr skugga um að gömlu verkunum sé sýnd tilhlýðileg virðing. A milli ferða gefur hann sér tima til að fylgjast með viðgerð á „Palace Theater" í London sem hann keypti fyrir 60 milljónir árið 1983. Eða slappar af á bóndabýlinu sem hann keypti í Hampshire eða þá stóru íbúðinni sem hann festi kaup á á Manhattan fyrir hvorki meira né minna en 6 milljónir dala. Nú, ef það nægir ekki þá getur hann alltaf skroppið til Saint-Jean- Cap-Ferrat við suðurströnd Frakk- lands en þar á vinurinn lítinn nota- legan kofa af dýrari sortinni. Allt þetta og meira hefur hann keypt fyrir þær tekjur sem hann hefur af tónlistinni. Tónlistin er honum allt en hann er einfaldlega svo heppinn að fólki líkar tónlistin sem hann semur. En samt er hann ekki ánægður. Hann á allt sem hugurinn gimist, nema eitt. Og það kvelur hann svo mikið að mesta velgengni dregur ekki hið minnsta úr sársaukanum. Hann á enn eftir að vinna hug tónlistargagnrýnenda sem hafa ekki séð ástæðu til að taka hann alvarlega sem tónskáld. Allar götur síðan „Jesus Christ Superstar" tröllreið heimsbyggðinni með rafmagnsgíturum og frun.leg- um efnistökum hefur það verið ienska að afgreiða Andrew Lloyd Webber sem tónskáld er höfðar til lágkúrulegra og ómerkilegra hvata hópsálarinnar í ábataskyni. Það er skopast að tónlist hans og hún sögð meira eða minna stolin frá öðrum stærri skáldum og meiri; hann er sagður skrifa einskonar stælingu á tónverkum annarra, eins og til dæmis Rodgers eða Puccinis. Lloyd svarar þessum ásökunum þannig: „Fólk talar um tónlist mína sem hreina og klára kaupsýslu, en staðreyndin er að ég berst gegn henni í tónlistinni. Astæðan fyrir því að fólk kann að meta tónlist mína er einfaldlega sú að hún er góð.“ Ahorfendur og áheyrendur um allan heim virðast vera á sama máli. „Hann er ef til vill enginn Mozart eða Beethoven í augum Þjóðveija,“ segir Edda Sels, tals- maður leikhópsins sem setti „Cats“ upp í Hamborg, „en hann kann að sameina sígilda tónlist og vinsæla þannig að hún höfðar til fólks sem vill hvort tveggja, skemmtilega tón- Andrew Lloyd Webber kvæntist Söru Brightman árið 1983, strax og hann fékk skilnað frá æskuástinni sinni, Söru Hugill, en þau höfðu þá verið gift i tólf ár. Enn einn söngleikur hans, „The Phantom of the Opera“ slær í gegn „Jesus Christ Superstar" var á forsíðum blaða og tímarita um allan heim. Sarah Brightman og Michael Crawford leika aðalhlutverkin í nýjasta songleik Andrews Lloyds Web- bers, „Vofan í óperunni“, sem frumsýndur var í London 1986 en sýningar i New York hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum. Ekkert leikhúsverk hefur vakið upp eins mikla eftirvæntingu og „Vofan“, enda miðar seldir mánuði fram í timann löngu fyrir frumsýningardaginn. list og alvarlega." Keita Asari, sem setti upp „Jesus Christ Superstar", „Evitu“ og „Cats“ í Japan, telur Webber einfaldlega snilling í því að tengja lög eða laglínur við hinar ýmsu tónlistarstefnur í heiminum, gamlar og nýjar, og þar sé ástæð- una fyrir vinsældum hans að fínna. Hann var ekki nema þriggja ára þegar hann lærði á fíðlu, svo á píanó, enda fæddist hann inn í sann- kallaða tónlistarfjölskyldu. Faðir hans Charles, sem lést 1982, var tónskáld og stjómaði tónlistar- háskólanum í London árum saman. Móðir hans Jean kenndi á píanó. Bróðir hans Julian er nú virtur selló- leikari. En það var fjölskylduvinur- inn John Lill sem beindi áhuga hins unga Vebbers að óperunni. Andrew Lloyd fór í tónlistarskóla í Oxford, því hann hafði heyrt að þaðan kæmu efíiilegustu textahöf- undar Breta. Hann var ákveðinn í að finna þar færan starfemann. Andrew var því ekki lítið hissa þeg- ar hann kynntist Tim Rice, lög- fræðinema, sem var snokinn fyrir poppmúsík. Webber og Rice. Það hljómaði ágætlega, enda fóru þeir að starfa saman. En ólíkir voru þeir að öllu leyti. Rice var hávaxinn og mikill fyrir sér og skrifaði beinskeytta og kald- hæðna texta. Webber var hins veg- ar hokinn og mikið inní sér og samdi hugljúfar laglínur. Þeirra fyrsti söngleikur, „The Likes of Us“, komst aldrei á svið, enda sagði Rice að söngleikurinn sá hefði verið stirður og gamaldags. Engu að síður héldu þeir sig við gamaldags efnivið þegar þeir byijuðu á næsta söngleik; Gamla testamentið. Sá söngleikur var skrifaður árið 1967 og var einskonar tilhlaup að þeim sem gerði þá fræga. Hann nefndist „Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat" og tók ekki nema 25 mínútur í flutningi. En af tilviljun sá gagnrýnandinn Derek

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.