Morgunblaðið - 06.03.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 06.03.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Verðlagsstofnun áréttar um verð á eggjum og kjúklingum: Samráð óheimilt VERÐLAGSSTOFNUN hef ur sent sambandi eg-gjaframleiðenda, fé- lagi alifuglabænda og félagi kjúkl- ingabænda bréf þar sem tilkynnt er að samráð um verðlagningu á eggjum og kjúklingum sé áfram óheimil meðan sexmannanefnd hefur ekki ákveðið verðið. í kjðlfar bréfs þessa hafa Neyt- endasamtökin gefið út fréttatilkynn- ingu. Þar segir að hið háa verð á eggjum og kjúklingum sé ólöglegt. Gísli G. Isleifsson yfirlögfræðingur Verðlagsstofnunar sagði að ástæða fyrir því að framleiðendunum hafi verið sent þetta bréf sé sú að vitn- eskja hefði borist til stofnunarinnar um að þessir aðilar væru enn með samráð sín á milli um verð. Gísli sagði að ef til vill héldu þeir að vegna þess að þeir hafa óskað eftir því að sexmannanefnd verðleggi afurðir þeirra hafi þeir frelsi til að gera hvað sem þeir vilja. Það hefðu þeir þó ekki á meðan nefndin hefði ekki ákveðið verðið. Jón Gíslason fyrrverandi formaður Sambands eggjaframleiðenda sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi að ekki væri lengur um neitt samráð um verð að ræða hjá fram- leiðendum eggja. Hann sagðist vita til þess að framleiðendur seldu egg til verslana á mjög mismunandi verði, en aftur á móti hefði hann tekið eft- ir því að verð á eggjum í verslunum væri mjög svipað. Framkvæmdaframlag K-byggingar skert: Torveldar starf- semi spítalans segir Árni Björnsson, formaður læknaráðs Landspítala Stjórn Læknaráðs Landspítala mótmælir harðlega fyrirhuguðari skerðingu á fjárlagaframlagi - um 20 milljónir króna á þessu ári - til K-byggingar Landspítala, sagði Árni Björnsson, formaður læknar- áðsins í viðtali við Morgunblaðið. Mótmælin eru reist á þeim grunni, sagði Árni, að fjárveiting til byggingarinnar, samkvæmt fjárlögum og fyrir þessa ráðgerðu skerðingu, var svo naumt skömmtuð, að tvísýnt var um að hægt væri að fylgja eftir ráðgerðri byggingaáætl- Ámi sagði, að í fyrsta lagi hefði verið áætlað, að krabbameinsdeild K-bygginar yrði tekin í notkun fyr- ir áramót. Ráðgerð skerðing veikti mjög líkur á að því markmiði verði náð. í annan stað útilokaði þessi skerðing framkvæmdafjár að hægt verði að flyQ'a rannsóknarstofur á þessu ári í þann hluta K-bygging- ar, sem þegar er risinn, eins og áætlanir stóðu til. í þriðja lagi seinkaði þessi gjömingur Qölmörg- um tilfærslum í starfsemi spítlal- ans, sem ætlað var að leysa úr brýn- um húsnæðisvanda margra starf- seininga, er háð hefði starfsemi þeirra. Það þarf engan að undra þó að þessi skerðing áður samþykktrar Qárveitingar vekji mikla óánægju meðal starfsfólks spítalans, sem hafði gert sér vonir um einhverjar úrbætur á starfsaðstöðu á þessu ári, sagði Ámi. Þegar svona ráð- stafanir eru gerðar getur skapast trúnaðarbrestur milli stjórnenda spftalans og starfsfólksins, sem getur haft alvarlegar afleiðingar, bæði varðandi það að halda starfs- fólki - sem og að ná í nýtt starfs- fólk, en skortur er á starfsfólki í sumum greinum Landspítali er stærsta sjúkra- stofnun landsins og stærsti kennsluspítalinn. Hann á að veita þjónustu á landsvísu í sérhæfðri læknisfræði. Með þessum ráðstöf- unum er honum gert erfiðara um vik en vera þyrfti að rækja þetta mikilvæga hlutverk sitt, sagði Ámi Bjömsson, formaður læknaráðs Landspítala. Morgunbladið/Sverrir íslenska þingmannanefndin. Talið frá vinstri eru Eiður Guðnason, formaður menningarmálanefndar, Óli Þ. Guðbjartsson, samgöngumálanefnd, Valgerður Sverrisdóttir, félags- og umhverfismálanefnd, Ólafur G. Einarsson, forsætisnefnd, Guðrún Helgadóttir, félags- og umhverfismálanefnd, Páll Péturs- son, efnahagsmálanefnd, Sverrir Hermannsson, laganefnd. Olafur G. Einarsson og Eiður Guðnason eiga einnig sæti i fjárhags- og endurskoðunarnefnd. Norðurlandaráðsþing hefst á mánudaginn: Afstaða Norðurlanda til EB verður mikið í umræðunni ÞING Norðurlandaráðs, það 36. í röðinni, hefst í Ósló á mánudag- inn. Fyrir hönd íslands munu sækja fundinn þau Ólafur G. Einars- son, Sjálfstæðisflokki, Páll Pétursson, Framsóknarflokki, Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, Sverrir Hermannsson, Sjálfstæðis- flokki, Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, Guðrún Helgadóttir, Alþýðu- bandalagi og Óli Þ. Guðbjartsson, Borgaraflokki. Olafur G. Einars- son, sem er fyrir íslensku þingmannanefndinni, sagði á blaðamanna- fundi, að búast mætti við því að mikið yrði rætt um afstöðu Norður- landanna til Evrópubandalagsins á þinginu. Þingið stendur til föstu- dags Á mánudaginn og þriðjudaginn verða almennar umræður en síðan taka við málefni einstakra nefnda. Einnig verða lagðar fram tillögur ráðherranefndar og einstakra þing- manna. Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs verður einnig út- hlutað við hátíðlega athöfn þriðju- dagskvöld klukkan 19 en þau hlaut að þessu sinni Thor Vilhjálmsson. Álls munu 87 þingmenn sitja þingið auk þess sem allir ráðherrar eiga þar seturétt. Sex ráðherrar frá íslandi munu sækja Norðurlanda- ráðsþing að þessu sinni. íslensku fulltrúamir héldu í gær blaðamannafund þar sem væntan- legt þinghald var kynnt og sagði Ólafur G. Einarsson, sem sæti á í forsætisnefnd, að afstaða Norður- landanna til Evrópubandalagsins yrði mikið í umræðunni á þinginu. Ólafur G. sagði að á vegum ráðsins væri starfandi nefnd er fjallaði um Við getum ekki samið um frekari kostnaðarhækkanir — segir Þórarinn V. Þórarinsson, f ramkvæmdastj óri VSI „Við töldum og teljum enn að með þeim samningum sem við gerð- um við Verkamannasambandið hefðum við teygt okkur eins langt og framast væri unnt og kannski heldur lengra en köld rökhyggja leyfði. Það virðist einkum vera fiskvinnslufólk í verkalýðsfélögun- um, sem telur sinn hlut fyrir borð borinn, en það er einmitt í fisk- vinnslunni sem erfiðleikar í efnahagslífinu kristallast með hvað gleggstum hætti," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands íslands aðspurður um þá stöðu sem skapast hefur eftir að mörg verkalýðsfélög hafa fellt kjarasamning- ana við Vérkamannasamband íslands. Hann sagði að fískvinnslan hefði með kjarasamningnum við Verka- mannasambandið tekið á sig skuld- bindingar um launahækkanir, sem næmu að meðaltali um 18% á samn- ingstímanum. Fyrir hefði hún verið rekin með tapi og efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinar nægðu ekki til þess að koma á jafnvægi. Fiskverkendur hefðu samt verið tilbúnir til þess að taka áhættuna af kjarasamning- unum, ef það mætti vera til þess að leggja grundvöllinn að lækkandi verðbólgu og betra jafnvægi í efna- hagsmálum. Þar væri ekki á vísan að róa og fiskvinnslan hafi tekið á sig byrðar sem ekki yrðu auknar. „Það vekur hins vepar athygli að í opinberri umræðu er því enn haldið á lofti að laun fiskvinnslu- fólks séu á bilinu 30 til 32-33 þús- und krónur. Við höfum kannað þetta og niðurstöður okkar eru að á íjórða ársfjórðungi 1987 hafí tekj- ur fískvinnslufólks verið um 54 þúsund krónur á mánuði að meðal- tali með átta yfirvinnustundum í viku. Samningamir hækka þessu tölu í liðlega 59 þúsund krónur á mánuði strax og í enda samnings- tímabilsins í um 64 þúsund krónur. Þetta eru aðrar tölur en þær sem haldið er á hólunum. Þetta er sann- leikurinn um meðaltekjur físk- vinnslufólks fyrir 48 stunda vinnu- viku, enda vinna allir meira hérlend- is en dagvinnuna eina og sér,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að sér sýndist að kynningin á samningunum, einkum hvað varðaði breytingu á vinnutí- manum, hefði verið með afbrigðum léieg í verkalýðshreyfíngunni. Til dæmis sæi hann það á viðtölum við fískvinnslufólk í Morgunblaðinu í gær að þar væri mikið um rang- færslur og ranghugmyndir. Hann kenndi því um að samningurinn hefði ekki verið kynntur fólki eins og efni stóðu til. „Við munum að sjálfsögðu ræða við þá sem vilja ræða við okkur, en það er alveg Ijóst að við getum ekki samið um frekari kostnaðar- hækkanir en felast í þessum samn- ingi. Við Htum svo á að ríkisstjóm- in hafi með efnahagsaðgerðum sínum markað stefnu um jafnvægi í gengismálum, sem við höfum ekk- ert um að segja. Við munum ekki fara fram á það að gengið verði þynnt enn frekar til þess að unnt sé að magna hér upp verðbóignar og gengisfelldar krónutölur. Það eru hvorki hagsmunir launafólks né atvinnulífs, heldur þvert á móti,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson að lokum. alþjóðamálefni og myndi hún gera tillögur um viðhorf Norðurlandanna til alþjóðastofnana, ekki síst EB. Þingmennimir kynntu síðan þau málefni sem nefndir þeirra eru að starfa að. Af málum sem munu koma til umræðu á þinginu má nefna sameiginlegt líftækniverkefni fyrir Norðurlöndin og samstarfs- áætlun í menningarmálum, en í henni felast m.a. aukin nemenda og kennaraskipti. Gert er ráð fyrir að háskólanemar geti farið milli landa og fengið nám sitt að fullu metið. Einnig má nefna að Guðrún Helgadóttir hefur lagt fram fyrir- spum til ríkisstjóma Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands um hvað valdi því að þau hafi ekki enn staðfest Alþjóða hafréttarsátt- málann. Eiður Guðnason sagðist líka ætla að leggja fram fyrirspum þar sem leitað væri eftir stuðningi Norðurlandanna um að við gætum hugsanlega fengið að halda heims- meistarakeppnina í handknattleik árið 1994. Sú breyting verður einnig eftir þetta þing að Íslendingar munu ekki lengur gegna formennsku í menningarmálanefndinni þar sem formennskan flyst milli landa. Eiður Guðnason hefur gegnt þar for- mennsku undanfarið en mun nú taka við formennsku í laganefnd- inni. Slysavarnarskóli sjómanna: Nefnd geri tillögu að starf sreglum Samgönguráðherra hefur fa- lið nefnd, sem fjallað hefur um öryggismálanámskeið fyrir sjó- menn, að gera tillögu að starfs- reglum til að tryggja stöðu Slysa- varnarskóla sjómanna. Nefndin hefur þegar hafið störf. Er það gert í framhaldi af heim- sókn samgönguráðherra til Slysa- vamarfélgasins 26. febrúar, svo og með hliðsjón af minnisatriðum sem afhent voru á fundinum, segir í frétt frá ráðuneytinu. Þar var rætt um nauðsyn þess að tryggja stöðu Slysavamarskóla sjómanna til framtíðar. Ráðuneytið vill ennfremur taka fram að það sé reiðubúið til sam- starfs við Slysavamarfélagið og að setja Tilkynningaskyldunni starfs- reglur eftir því sem þurfa þyki. En í minnisatriðunum um Tilkynninga- skyldu íslenskra skipa segir: „Fé- lagið teldi æskilegt að komið verði á föstum skipulagslegum tengslum milli Samgönguráðuneytisins og þess vegna Tilkynningaskyldunnar, t.d. með stofnun samstarfsnefndar sem fjalli reglulega um málefni hennar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.