Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 63 Lögreglumenn, sem slasast við störf sín: Ríkissjóður bótaskyld- ur ef tjónvaldur er óþekktur eða eignalaus HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt lögregluþjóni rúmar 600 þúsund krónur í bætur, auk vaxta frá árinu 1979, vegna meiðsla sem hann varð fyrir við störf sín. Taldi rétturinn, að fébótaábyrgð ríkissjóðs sé til vara ef tjónvaldur er óþekktur eða ef ekki tekst að heimta bætur úr hendi hans. Þar sem tjónvaldur var í þessu til- felli eignalaus var talið að greiðsluskyida ríkissjóðs yrði virk. Tveir dómarar skiluðu sér- atkvæði, en þeir telja að í lögum sé kveðið á um beina fébótaáby- urgð ríkissjóðs á tjóni sem lög- reglumenn verða fyrir vegna starfs síns. Lögregluþjóninn slasaðist þegar hann lenti í átökum við mann, sem óskað hafði verið eftir að lögreglan fjarlægði úr húsi. í málinu var tek- ist á um, hvernig túlka bæri þá grein laga um lögreglumenn, sem kveður á um að lögreglumenn eigi rétt á bótum fyrir meiðsli og tjón, sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Meirihluti Hæstaréttar, eða hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen og Guðmundur Skafta- son og Sigurður Líndal, prófessor, töldu að skýra bæri greinina svo, að fébótaábyrgð ríkissjóðs sé til vara, eins og áður er á minnst. Þar sem tjónvaldurinn í þessu tilviki væri eignalaus þætti það eins og á stæði í þessu máli, nægja til að greiðsluskylda ríkissjóðs yrði virk. Því var fallist á niðurstöðu héraðs- dómara um óskipta greiðsluskyldu ijármálaráðherra og tjónvaldsins, þ.e. mannsins sem lögregluþjónninn lenti í átökum við. Tveir hæstaréttardómarar, Guð- mundur Jónsson og Guðrún Er- lendsdóttir, töldu hins vegar að skýra bæri ákvæði laganna þannig, að með því væri kveðið á um beina fébótaábrygð ríkissjóðs á tjóni sem lögreglumenn verða fyrir vegna starfs síns. Samkvæmt því töldu þau að lögregluþjónninn ætti þegar af þeirri ástæðu rétt á að fá bætur dæmdar óskipt úr hendi fjármála- ráðherra og tjónvalds. Með vísan til þessa lýstu dómararnir sig sam- þykka dómsorði meirihluta- dóm- enda. Slóð afbrota þriggja ungmenna: Stálu bifreiðum, brutust inn og unnu skemmdarverk ÞRJÚ ungmenni, tveir piltar og ein stúlka á aldrinum 16 og 17 ára, ollu miklum skemmdum þeg- ar þau voru á ferð á Breið- dalsvik fyrr i vikunni. Þau fóru þangað frá Reykjavík á stolinni bifreið, stálu þar þremur bifreið- um og skemmdu þá fjórðu mikið þegar þau gerðu það að leik sínum að aka á hana, svo hún fór út af veginum. Ungmennin, sem eru frá Reykjavík og Hafnarfirði, lögðu upp í ferð sína frá Reykjavík á sunnu- dagskvöld, eftir að hafa stolið fólks- bifreið. Þau óku sem leið lá á Höfn í Homafirði og þaðan til Breið- dalsvíkur. Aðfaranótt þriðjudags brutust þau inn í Esso-skálann þar í bæ og stálu um 9 þúsund krónum, auk varnings. Þá ákváðu þau að aka yfir Breiðdalsheiði, en töldu tryggara að verða sér úti um jeppa. Jeppann fundu þau skammt frá Esso-skálanum og fóm á báðum bifreiðunum inn í sveit, þar sem þau festu fólksbifreiðina með vilja utan vegar. Þá tókst eki betur til en svo að jeppinn festist líka. Ungmennin fóm að næsta bæ og stálu bifreið þar, fóm síðan aftur til Breið- dalsvíkur og stálu jeppa. Á honum óku þau upp á heiði. Þegar þau vora komin skammt á leið urðu þau að snúa við þar sem heiðin var ófær. Svo virðist sem mótlætið hafi hleypt í þau illu blóði, því þau skemmtu sér við það á bakaleiðinni að aka niður vegstik- ur, samtals um 50 stykki. Þá óku þau jeppanum viljandi á bifreið, sem hafði verið lagt fyrir neðan sveita- býli, og ýttu henni út fyrir veg og að girðingu. Bifreiðin skemmdist töluvert við þetta. Að þessu búnu héldu þau aftur til Breiðdalsvíkur, lögðu jeppanum Akureyrarkirkja: Jón Sigurðs- sonflyturræðu í FRÉTT um fimmtándu kirkju- vikuna i Akureyrarkirkju í Morg- unblaðinu á föstudaginn féll nið- ur að aðalræðumaður þriðju- dagskvöldið 8. mars verður Jón Sigurðsson skólastjóri Sam- vinnuskólans á Bifröst. Biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á þessum mistökum. r * m » ii m m ■ m * m. w c- m m** * n aj» ». « & ^ rn.3rt.3um við hesthús og sváfu í bifreiðinni það sem eftir lifði nætur. Þar fund- ust þau um morguninn og lögreglan kom í veg fyrir að för þeirra yrði lengri. Þau hafa nú verið send til síns heima, en eiga sjálfsagt eftir að svara til saka. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Eskifirði voru ungmennin allsgáð við iðju sína. Morgunblaðið/Kr.Ben. Ruslakassinn var staðsettur á framhlið skólans við aðalinn- gang. Grindavík: Ruslakassi úr þykku harðplasti eins og sá sem var sprendur. Sprengdu ruslakassa með rörasprengju Gríndavfk, — ÞRÍR unglingar hafa viðurkennt við yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglunni í Grindavík að hafa sprengt fyrir nokkru röra- sprengju í ruslakassa sem var á framhlið grunnskólans. Rusla- kassinn sáldraðist í sprenging- unni. Að sögn Sigurðar Agústssonar fóm unglingamir eftir lýsingu í blaði við gerð sprengjunnar eftir að fréttir vom birtar af sprenging- unni í Hafnarfírði á dögunum. „Mesta mildi var að ekki urðu slys þegar sprengjan sprakk því hún var geisiöflug,“sagði Sigurður.„A- stæða er til að vara unglinga við slíkum leikaraskap og biðja foreldra að vera á varðbergi til að fyrir- byggja að slys hljótist af. Kr.Ben. Sprengjubrot úr rörsprengjunni. Konungur zydeco- tónlistarinnar ___________Blús_______________ Ámi Matthíasson Eins og áður hefur verið getið í þessum dálki er zydeco- tónlist danstónlist litra Suð- urríkjabúa í Louisianafylki í Bandaríkjunum sem er mótuð af franskri cajuntónlist og svörtum blús. Fremstu zydeco- tónlistarmennirnir leika á harmonikku, hljóðgerfil fyrri ára, og fremstur þeirra allra var Clifton Chenier, sem rétti- lega var nefndur konungur zydecotónlistarinnar. Clifton Chenier lést 14. des- ember síðastliðinn eftir langvar- andi veikindi, eftir að hafa verið í fremstu röð zydecotónlistar- manna allt frá því hann tók upp sitt fyrsta lag 1954, en alls lék hann inn á yfir 100 hljómplötur. Clifton fæddist í Opelousas í Louisiana í júní 1925. Faðir hans var tónlistarmaður sem kenndi drengnum að leika á gamla harm- onikku sem hann gaf honum fyrir rest. Clifton og Cleveland eldri bróðir hans fóm þegar að leika saman tónlist; Clifton á harmon- ikkuna en Cleveland hélt taktinn á þvottabretti. í fyrstu héldu þeir bræðurnir sig við að stæla menn eins og fyrsta zydecotónlistár- manninn Amadie Ardoin og Sid- ney Babineaux og samstarfíð stóð allt til þess að Cleveland fluttist að heiman 1944. 1946 fetaði Clift- on í fótspor bróður síns og flutti til Lake Charles í Louisiana hvar hann fór að vinna við olíuhreins- unarstöð með hanum. Þeir bræður tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið í tónlistinni en nú var Clift- on farinn að hlusta á blústónlistar- menn eins og Clarence Garlow og Lowell Fulson. 1954 tók Clifton síðan upp sín fyrstu lög, sem vom cajunblendin zydecotónlist. Ekki urðu þau til að gera hann frægan og ári síðar reyndi hann aftur fyrir sér og var nú nær rytmablúsnum. Það gekk öllu bet- ur í plötukaupendur, enda auð- veldara að selja rytmablúsinn en zydecotónlistina sem var svæðis- bundnari hvað vinsældir áhrærði. Hann ferðaðist um Suðurríkin með hljómsveit sinni og lands- frægð virtist innan seilingar. Clifton komst á samning hjá Spec- ialty og þaðan fór hann til Chess en þar gekk hvorki né rak, enda virtist sem Chessbræður hefðu ekki mikinn áhuga á að koma honum á framfæri. Það vom því ekki gefin út nema tvö lög með honum á þeirra vegum og þaðan 5 fór hann til smáfyrirtækis Jay Miller í Crowley í Louisiana. Þar lifnaði yfír tónlistinni og hún færðist nær zydecotónlist á ný, en ekki dugði það til að endur- heimta vinsældirnar. Um þetta leyti, 1960—61, var Chris Strachwitz búinn að stofna útgáfufyrirtækið Arhoolie í Berkl- ey í Kalifomíu. Hann var sérlega áhugasamur um zydecotónlist og fékk Clifton til að snúa sér að fullu að zydeco. Þetta varð til þess að Clifton endurheimti vin- sældir sínar þó á öðmm forsend- um væri en þegar hann var vin- sæll rytmablússöngvari og Ar- hoolie gaf út hveija plötuna á , fætur annarri með honum, tólf alls. Clifton fór aftur að ferðast um Bandaríkin, en nú með kórónu í farteskinu og Cleveland með þvottabrettið. Þeim hætti hélt hann allt til þess að hann varð að draga sig í hlé vegna vanheilsu 1979. 1981 virtist þó sem hann hefði náð sér að fullu og hann fór aftur á kreik með harmonikkuna og kórónuna en það stóð ekki lengi. Það stendur enginn Clifton á sporði sem tónlistarmanni þegar zydecotónlist er annars vegar, enda var hann með afbrigðum snjall harmonikkuleikari og fyrir- taks söngvari. Hann á sér mapga sporgöngumenn, þeirra fremsta Rockin’ Dopsie, Femest Arcene- aux og Buckwheat, en hann verð- ur alltaf konungurinn. Af plötum Cliftons má benda á Arhoolie plöt- urnar Bogalousa Boogie og Classic Clifton sem em dæmi um það hvemig zydecotónlist getur best orðið og einnig plötuna Clift- on Chenier Sings the Blues sem Arhoolie gaf út stuttu fyrir dauða hans, en á þeirri plötu em upptök- ur frá 1969 sem em nær hreinn blús. Það er engu líkt að heyra blúslag sem í er leikið af fíngmm fram á harmonikku. Einnig má geta hér pm plötum- ar Zydeco Blues 1 og 2 frá Flyr- ight hljómplötuútgáfunni sem fengist hafa hér á landi til skamms tíma. Þar er að finna zydecoblús sem Clifton tók upp á vegum Jay Miller og getið er hér að ofan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.