Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 65
Miiming: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Guðrún K. Benedikts- dóttirfrá Sauðakoti Fædd 23. febrúar 1900 Dáin 18. febrúar 1988 Kötturinn Bláskjár læðist að mjólkurskálinni á tröppunum og baldursbrámar standa í fullum blóma við litla húsið með rauða þakinu. Við krakkamir eigum það til að slíta hvít krónublöðin af baldursbránum og borða síðan gul hvirfilblómin. Þau eru næstum því eins góð á bragðið og kleinumar hennar Gunnu eða sandkakan á fína diskinum. Hún Gunna Bensa á heima í velmálaða hvíta húsinu og auðvitað hann Krist- mundur líka. Okkur krökkunum fínnst að hún Gunna muni búa þarna um alla eilífð, eins og hún hefur allt- af gert, í það minnsta frá því við fæddumst, öll tólf, og að hún muni alltaf verða eins, hvorki gömul eða ung, bara hún Gunna Bensa í Suður- koti. Margt flaug í gegnum huga okkar systkinanna jarðarfarardaginn henn- ar Gunnu. Við hlógum dátt af gleði yfír góðum minningum um ljúfa bamgóða konu sem aldrei skipti skapi þó krakkaskarinn hlypi æpandi yfír hlaðið, daginn út og daginn inn. Munið þið eftir blómagarðinn hennar sem alltaf var vandlega lok- aður með rauðmáluðu hliði? Litli blómagarðurinn var ca. 40 fm með rifsbeijarunnum, venusvagni og hryggjarlið úr hval til þess að sitja á. Rifsberin þorðum við aldrei að snerta án leyfís en af venusvagninum plokkuðum við eitt og eitt krónublað í laumi og sugum sætuná*úr aldininu sem var næstum því eins góð og ískalda mjólkin úr könnunni hennar Gunnu, þessari með bláa rósar- mynstrinu, könnunni sem hafði brotnað einhvem tímann í fymdinni og síðan límd nostursamlega saman. Þessi einstaka mjólkurkanna var sótt inn í búrið, inn í það allra heilag- asta, þegar litlir nágrannar komu í heimsókn. Prúð og stillt sátum við í gljálökkuðu eldhúsinu og þáðum veit- ingar, mjólk, kökur og kandísmola. Það var alltaf til kandís í búrinu. Stórir drönglamir sem héngu á spotta voru dregnir upp úr brúnum bréfpoka og brotnir niður í hæfilega mola fyrir gestina sem störðu hug- fangnir á aðfarimar. Allt var í röð og reglu í Suður- koti, hvergi rusl né ryk, allt á sínum stað, meira að segja hann Krist- mundur var líka á sínum stað, á dívaninum í herberginu inn af eld- húsinu, alltaf lesandi í bók. „Puntu- handklæðið" á eldhúsveggnum hlaut óskipta athygli, svona líka vel stífað með mynd af konu með kaffiketil. Blár gufustrókurinn stóð fram úr stútnum o g bláa konan breyttist aldr- ei, var alltaf jafn fín og góðleg og hún Gunna Bensa. Munið þið ekki eftir því að hún var alltaf með stóra svuntu? Svuntan var með smekk og krossböndum, hvít og stífuð. A mánudögum, þvottadögum, var öðruvísi svunta framan á Gunnu, sú var mjúk og úr mislitu efni. Og munið þið ekki líka eftir því að rósarleppamir í skón- um hennar voru alltaf eins og ný- pijónaðir? Fótatakið hennar Gunnu var alltaf svo létt og hljóðlátt að aldrei var troðið á neinu sem gert var af guðs eða manna höndum. Hurð var lögð hljóðlega að störfum og hendi strauk blíðlega um dýrasnoppu eða bama- skinn. Öllu var gert jafn hátt undir höfði, bæði stóru og smáu. Munið þið ekki eftir því þegar við hjálpuðum henni að flytja hænumar, vor og haust? Þær vom settar í strigapoka, ein í hvem poka, og svo varð maður að gæta þess að draga ekki pokann eftir túninu, þó freist- ingin væri mikil. Stundum voru litlir handleggir svo kraftlausir og hræðsl- an við gaggið og gogginn svo sterk að pokinn var skilinn eftir á túninu, miðja vegu. Gunna strauk bara vang- ann á aumingjanum og sagði: „Sei, sei, enginn verður óbarinn biskup. Þú hjálpar mér bara næsta sumar." Um hver jól færðu þau Kristmund- ur okkur súkkulaði og bijóstsykur. Stóra pakka af Síríussúkkulaði og poka með fylltum bijóstsykri, alla- vega litum. Okkur stelpunum gáfu þau stundum fínustu búðarúlpur eða kjólefni og þegar mamma hafði saumað kjólinn var skokkað með stolti milli bæjanna til þess að sýna Gunnu dýrðina, Já, það var margs að minnast á jarðarfarardaginn hennar Gunnu í Suðurkoti og það var ekki hlegið að öllu þann dag. Samviskupúkinn, að vísu mismunandi stór, settist á hveija öxl og hvíslaði í hvert eyra: „Þið hafið víst ekki launað gott með góðu, eða er það? Fæst ykkar litu inn til hennar öll árin sem hún var á Garð- vangi, eða tímann sem hún lá á Sjúkrahúsi Keflavíkur, eins og það hefði nú glatt hana mikið að sjá bömin sem hjálpuðu henni að flytja hænumar. Sem betur fór átti hún marga góða að þó svo þið væmð ekki í þeim hópi.“ Blómabúöin vor AfLStuiveri Sími 84940 Blómaskreytiiigar viðoll tækifæri. VisaogEnro Svona er lífið og svona er hjarta- hlýjunni misskipt milli manna. Gunna var alltaf góð, alltaf' kát og sinnti vel þeim sem minna máttu sín, hún virtist svo innilega laus við alla gall- ana sem hijá okkur hin. Með æðm- leysi beið hún eftir kalli Guðs. Fyrir nokkmm ámm sagðist hún hafa beð- ið nógu lengi og bætti svo við: „En ég ræð víst minnstu um það, allt er þetta í hendi guðs.“ Nú er hún loks- ins búin að hitta manninn á mynd- inni fyrir ofan rúmið hennar á Garð- vangi, hann Bjama, sem dmkknaði árið 1928, tveimur vikum eftir brúð- kaupið þeirra Gunnu. Takk fyrir góðar æskuminningar. Sesselja Guðmundsdóttir frá Lyngholti. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Teldð er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Skreytum við öll tækifæri IHM.I. Reyttjavikurvegi 60, sfmi 53848. ÁHhehmim 6, «mi 33978. Bnjerttrauni 26, timi 50202. Blómostofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvötd til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. .TírV iHTtojT’ Legstelnar Framleiðum altar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMHUA SKavtAWHGI 48 SiMI 76877 t (nnilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU LOUISE JÓHANNSDÓTTUR, Ljósheimum 2. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-b á Landspítalanum. Slgrfður Lúthersdóttir, Eglll Ásgrímsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sigurður H. Oddsson, Hafdfs Lúthersd. Grundtman, Jan Grundtman og barnabörn. 65 ‘ t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG GUÐBRANDSDÓTTIR, Kúrlandi 13, Reykjavfk, lézt 4. marz. Margrét Þorsteinsdóttir, Elfn Þorsteinsdóttir, Sæmundur Nikulásson, Halla Valdimarsdóttir, Örn Ævarr Markússon, Sigrún Valdimarsdóttir, Björn Dagbjartsson og barnabörn. t Móðir min, GUÐRÚN Á SÍMONAR óperusöngkona, Reynimel 51, lést á heimili sínu 28. febrúar sl. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en bent er á dýraverndunarfélög. Ludvig Kári Forberg. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR JÓHANNESSON húsasmfðameistari, Akurgerði 9, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum 3. mars. Sigurvin J. Sigurgeirsson, Ólafur Sigurgeirsson, Auður Ingólfsdóttir, Ingigerður Sigurgeirsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR frá Stóru-Völlum f Landsveit, verður jarösungin frá Skarðskirkju í Landssveit þriðjudaginnn 8. mars nk. kl. 2 e.h. Rúta frá BSl kl. 11 f.h. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir minn, MARINÓ TRYGGVI ERLENDSSON sfmvirki, Unnarbraut 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. mars kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir mina hönd og annarra aðstandenda. Unnur Ertendsdóttir. t Faðir okkar, BJARNI G. GUÐMUNDSSON húsasmfðamefstari, Dvergabakka 12, Reykjavfk, sem lést í Borgarspítalanum 28. f.m. verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu þriöjudaginn 8. mars kl. 13.30. Árni Bjarnason, Guðmundur Óli Bjarnason, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Margrót Bjarnadóttir, Sigurður Bjarnason. t Útför móður okkar, SVANDÍSAR VILHJÁLMSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. mars kl. 13,30. Helga Benediktsdóttir, Zíta Benediktsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SVANHVÍTAR LOFTSDÓTTUR. Þórða Kristfn Þórðardóttir, Sigursteinn Guðbrandsson, Þórunn Pótursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.