Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Atak til umferðaröryggis: Kveikjum ljós tillitsseminnar — segir Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður Á árabilinu 1966-1986 létust 475 íslendingar í umferðarslys- um, þar af 223 i strjálbýli en 252 í þéttbýli. Á þessu tímabili létust 139 manns í umferðar- slysum f höfuðborginni einni saman. Ótaldir eru þeir sem hlutu örkuml eða meiðsl, meiri eða minni, en þeir vóru fjöl- margir. Á árinu 1987 urðu rúmlega 9.800 umferðarslys með eigna- tjóni (7.666 1986). Slys með meiðsium á fólki vóru 956, þar af alvarleg slys 382. 24 létust í umferðarslysum á árinu 1987 — eða tveir í mánuði að meðal- tali. Jafnmargir iétust í um- ferðarslysum 1986 og raunar einnig 1985. Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er Salome Þorkelsdóttir, sjötti þingmaður Reyknesinga, sem svarar fyrirspum blaða- manns um tíðni umferðarslysa með framangreindum orðum. Salome hefur um langt árbil haft frumkvæði um sitt hvað í starf- semi löggjafarsamkomunnar sem lýtur að fyrirbyggjandi slysavöm- um í umferðinni. Það þótti því við hæfí nú, þegar hert ákvæði í umferðarlögum koma til fram- kvæmda (1. marz 1988), að fá fram viðhorf hennar. Það er óneitanlega fagnaðar- efni að við, í svo sttjálbýlu landi, skulum vera orðin ein mesta bíla- þjóð heims með einn bfl á hveija tvo íbúa. En það er sorgleg stað- reynd að þessu hefur fylgt stór- aukin tíðni umferðaróhappa. Fjöldi slasaðara og látinna er óhugnanlegur og eignatjón gífur- legt. Það er löngu kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Tíðni umferðarslysa er í raun þjóðfélagsvandamál, heldur Salome áfram. Mikilvægt er að efla fyrirbyggjandi aðgerðir. Þar má nefna: 1) aðlögun gatnakerfís að sívaxandi umferðarþunga, 2) aðlögun umferðarreglna að breyttum aðstæðum, samanber nýju umferðarlögin, 3) aukna áherzlu á ökukennslu og þjálfun ökumanna, 4) og síðast en ekki sízt að stórauka gagnkvæma til- litssemi í umferðinni, það er að sýna öðrum þá háttvísi sem við gerum kröfur til að þeir sýni okk- ur. Það er of seint að iðrast þegar slys er orðið. Aldur og umferð Það er athyglisvert, sagði Salome, að á sama tíma og dreg- ið hefur nokkuð úr umferðarslys- um á bömum og unglingum í nágrannalöndum okkar hefur slíkum slysum flölgað hér. Hér á landi em böm og unglingar stærstu áhættuhópamir f um- ferðinni, sama hvort um er að ræða gangandi vegfarendur, fólk sem slasast á reiðhjólum eða vél- hjólum eða ökumenn bifreiða, t.d. er 17-18 ára ökumönnum hættara en öðrum. Ég vil nefna eitt atriði sérstak- lega, sagði Salome, og það er LÁTNIR í UMFERÐARSLYSUM 1966-1986 FJÖLOI 40-------- --------------------------40 19 20 6 12 20 21 23 25 20 33 19 37 27 27 25 24 24 18 27 24 24 Látnir í umferðarslysum. Árin 1968 (hægri umferð) og 1983 (Norrænt umferðaröryggisár) vóru færri dauðaslys en önnur ár. Reynsla þessara ára sýnir að umferðarf ræðsla og samátak stjórn- valda og almennings bera árangur. HLUTFALLSLEG ALDURSSKIPTING SLASAORA OG LÁTINNA 1986 21-24 11.7% -20 ÁRA 23.7% ||UgFBII»R 65 ÁRA OG ELDRI 6.6% 25-64 ÁRA 35.5% 7-14 ÁRA 8.3% 15-16 ÁRA 8.5% ALDURSSKIPTING SLASAÐRA OG LÁTINNA í UMFERÐARSLYSUM 1978-1986 0-6 7-14 15-16 17-20 21-24 25-64 ALDUR, ÁR ^|^EnÐA,, Skýringarmyndir úr skýrslu umferðarráðs um umferðarslys árið 1986. Salome Þorkelsdóttir, alþingis- maður. öryggi bama og unglinga á leið milli heimila og skóla. Þar er margt að athuga. Nefna má hug- myndina um „grenndarskóla", það er fleiri skóla og smærri, stað- setta í íbúðarhverfum, sem næst heimilum litlu bamanna. Einnig skipulag umferðar í næsta ná- grenni skóla sem og aukinn rétt skólabifreiða í umferðinni, saman- ber nýju umferðarlögin, hraða- hindranir, umferðarljós og gang- brautarverði. Umferðarfræðsla hefur í mörg ár farið fram í grunnskólum, a.m.k. hér í Reykjavík, auk Um- ferðarskólans á vegum Umferðar- ráðs fyrir böm frá 3ja ára aldri. Hinsvegar er minna um slíka fræðslu í framhaldsskólum, þó eru tilraunir hafnar í nokkrum þeirra með kennslu til undirbúnings 1. áfanga ökuprófs. Mín skoðun er sú að ökunám eigi að færa inn í framhaldsskól- ana, t.d. í 9. bekk og fyrr vegna vélhjólaaksturs. Samræmd slysaskráning' — notkun ljósa. Salome sagði að nokkurs mis- ræmis gætti í slysaskráningu í umferð, annarsvegar hjá lögreglu, hinsvegar hjá heilbrigðiskerfínu. Nú er unnið að samræmingu á þessu tvennu. Þú spyrð um afskipti mín á þingi af umferðarmálum. Um- ferðaröryggi hefur verið eitt af mínum hugaðarefnum frá því að ég tók sæti á Alþingi, og fyrir 5 árum hóf ég baráttu fyrir notkun ökuljósa allan ársins hring. Nú er málið í höfn með nýju um- ferðarlögunum. Við höfum haft 1 árs aðlögunartíma, sem ökumenn hafa notað vel, því athugun í febr- úar rétt fyrir gildistöku laganna sýnir að yfír 90% ökumanna not- uðu ljósin að degi til. Höfuðkostur viðvarandi ljósa- notkunar er tillitssemin við ná- ungann, sagði Salome. Þegar ekið er með ljósin kveikt úti á þjóðvegi sér bifreiðastjóri fyrr og betur umferð sem kemur á móti honum. í þéttbýli eru ökuljós viðvörun til gangandi vegfarenda. Þegar ég flutti þetta mál fyrst var það ekki sízt fyrir hvatningu frá vinum mínum Oddi Ólafssyni og Halldóri Rafnar, sem höfðu fyrst og fremst sjónarmið öryrkja og sjóndapurs fóiks í huga. Bílbeltin og persónufrelsið Bflbeltin hafa sannað gildi sitt sem öryggstæki. Reynsla þjóða, sem náð hafa lengst í fyrirbyggj- andi aðgerðum, fer öll $ einn far- veg að þessu leyti. Það eru nokk- ur ár síðan notkun bflbelta var lögleidd hér á landi, en alltof margir ökumenn og farþegar í framsætum létu notkun þeirra lönd og leið, töldu það jafnvel „skerðingu á persónufreisi" að lögleiða notkun bflbelta. En í upp- hafí skyldi lyktir skoða. Ætli skerðing persónufrelsis verði ekki meiri og átakanlegri þegar fólk kemst ekki ferða sinna nema í hjólastói — vegna þess að það notaði ekki bflbelti á réttu augna- bliki. Því miður hafa of margir upplifað reynslu af því tagi. Það er eins með bílbeltin og ljósin. Það þarf að venja sig við hvort tveggja — og gera að „föst- um liðum" í akstursháttum hvers og eins. Þjóðarátak i umferðaröryggi Alþingi samþykkti — að frum- kvæði Salome — þingsályktun um þjóðarátak í umferðaröryggi á þinginu 1986-87. Tillagan fól ríkisstjóminni að skipa sjö manna nefnd, sem nú er að störfum, til að vinna að undirbúningi þjóðará- taks til umferðaröryggis. í greinargerð með tillögunni sagði m.a.: „Tilgangur þjóðarátaks í um- ferðaröryggi er að gjörbreyta hegðun Islendinga í umferðinni, jafnt ökumanna sem gangandi vegfarenda, þannig að tillitssemi við aðra vegfarendur og kunnátta, sem greiði fyrir umferð og auki umferðaröryggi, verði sjálfsagður þáttur í daglegri hegðan. Með þessu móti má nánast útrýma þeim umferðarslysum sem stafa af vankunnáttu, þjálfunarleysi og tillitsleysi við aðra vegfarendur." Núverandi dómsmálaráðherra skipaði nefndina síðastliðið haust. Það er þessi nefnd, sagði Salome, sem vinnur nú að kynningu á nýju umferðarlögunum. Formaður nefndarinnar er Eiður Guðnason, alþingismaður. Rannsókn umferðarslysa Salome vék síðan að heimildar- ákvæði sem væri í nýjum um- ferðarlögum um skipan sérstakrar rannsóknamefndar umferðar- slysa, sem starfí á vegum Um- ferðarráðs. Gert er ráð fyrir að nefndina skipi sérfróðir aðilar í umferðarskipulagi, löggæzlu, tryggingamálum, slysalækning- um, bifreiðaeftirliti o.sv.frv. Salome sagði að hér væri um hlið- stæðu að ræða við rannsóknar- nefndir flugslysa og sjóslysa, sem taldar væru sjálfsagður þáttur í öryggismálum. Umferðarslys eru heilbrigðis- vandamál, sagði Salome, þó að þessi málaflokkur heyri undir dómsmálayfírvöld, því óhöpp í umferðinni leiða því miður á stundum til alvarlegra slysa og jafnvel dauða, eins og þjóðin fær hörmuleg dæmi um alltof oft. Til þess að hægt sé að vinna mark- visst að fyrirbyggjandi aðgerðum og koma frekar í veg fyrir um- ferðarslys er nauðsynlegt að áreiðanlegar og ítarlegar upplýs- ingar liggi fyrir í aðgengilegu formi um flesta þætti þessara mála. Rannsóknamefnd umferð- arslysa getur orðið mikilvægur hlekkur við undirbúning og skipu- lagningu slysavama í umferðinni. Ný lög — ný viðhorf Ég vil hvetja alla landsmenn til að kynna sér vel efni fræðslubæklings, sem sendur hef- ur verið inn á hvert heimili í landinu. Nú er gott tilefni til þess að taka hegðun sína í umferðinni fostum tökum og temja sér nýja siði. Það er hægt. Það sýna dæm- in frá 1968 (hægri umferð) og 1983 (norrænt umferðaröryggis- ár). Gemm árið 1988 að umferða- röryggisári. Og síðan hvert árið af öðm. — sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.