Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Leikstjórinn, Louis Malle. Louis Malle, annar frá vinstri í næstefstu röð, á bekkjarmynd sem tekin var í aprU árið 1944. Bless krakkar yfirmanns Gestapó í héraðinu. Einhver sagði yfirmanninum frá Bonnet og hann kom borgaralega klæddur í skólann en með einkennis- klædda hermenn sér við hlið. Þeir strunsuðu inn í skólastofu Malles að framfylgja „skyldum" sínum sem voru að hafa uppi á gyðingum, sér- staklega útlendum gyðingum, og fé- lögum í frönsku andspyrnuhreyfing- unni. í Petit College d’Avon fundu þeir þijá gyðingadrengi, Bonnet og tvo aðra, sem þeir handtóku. Og þeir handtóku líka föður Jean (Jac- ques í raunveruleikanum) en loka- kveðja hans til nemendanna sem safnað hafði verið saman í skólaport- inu, er notuð sem heiti á myndina. „Au Revoir les Enfants" er per- sónuleg mynd Malles, byggir á reynslu hans og er bundin einvörð- ungu við það sem Julien vissi sjálfur þessa fáu mánuði sem Bonnet var skólabróðir hans. Hún er augnablik- slýsing, skyndimyndir ríkulega búnar . smáatriðum af Julien, Bonnet, föður Jean og öðrum. En myndin segir ekkert frá því hvað á undan gekk og það sem á eftir kom er aðeins rakið í örstuttum eftirmála. Þeir sem eiga eftir að sjá myndina eiga líka eftir að vilja fá að vita nákvæmlega hver Hans Helmut Michel var. Hvað- an kom hann og hvemig lenti hann í skóla Malles? Og hver urðu afdrif hans og þjáningabræðra hans úr skólanum eftir að þeir voru teknir þaðan? Sjálfur hefur Malle getað aflað sér upplýsinga um þá, sumra frá öðrum nemendum Petit College sem reyndu að fínna út eins mikið og þeir gátu um hina látnu skólabræður sina. Hans Helmut Michel var þýskur gyðingur. Faðir hans var læknir í Frankfurt sem framdi sjálfsmorð árið 1933 þegar gyðingaofsóknirnar voru að hefjast. Móðir Hans flúði til Louis Malle gerir meistaraverk sitt byggt á atburðum sem hann upplifði í skóla þar sem gyðingadrengur var falinn fyrir nasistum Rétt nafn drengsins var Hans Helmut Michel. Hann var fæddur í Frankfurt í Þýskalandi 6. júní árið 1930. Hans litli spilaði á píanó og var greindasti nemandinn í Petit College d’Avon sem er um 75 kílómetra suður af París. í skólanum gekk hann undir nafninu Bohnet og þar var hann í felum fyrir nasistum í gyðingaleit. Einn góðan veðurdag í janúarmánuði árið 1944 ruddist Gestapo inní skólastofuna hans og hafði hann á brott með sér og innan nokkurra vikna, eftir eina af þessum hryllilegu lestarferðum sem áttu sér stað í Evrópu á þessum tíma, var hann kominn til Auschwitz þar sem hann dó. Úr myndinni Bless krakkar; Malle hefur í mörg ár reynt að endur- skapa hina sorglegu atburði í kvikmynd en ekki tekist fyrr en nú. Raphael Fejtö leikur Bonnet og Gaspard Manesse leikur Julien. Alveg frá því þetta gerðist hefur Bonnet lifað sterkt í minningu skólabræðra sinna og kannski sérstaklega eins þeirra sem seinna átti eftir að verða þekkt- ur franskur kvikmyndaleikstjóri. Hann heitir Louis Malle og nýjasta mynd hans, „Au Revoir les Enfants" (Bless krakkar), er byggð á minning- unni um gyðingadrenginn. Malle skrifar sjálfur handrítið að henni, leikstýrir og framleiðir og þótt hann hafi áður fengist við hemám nasista í Frakklandi í myndum sínum („Lacombe, Lucien") er Bless krakk- ar hans persónulegasta mynd til þessa og sú sem franskir gagnrýn- endur og aðrir hafa viljað kalla meist- araverk hans. Malle hafði velt þessum grimmi- lega atburði fyrir sér og reynt að skapa eitthvað úr honum í áratugi án árangurs. í myndinni, sem hann loksins gerði og fmmsýnd var í Frakklandi í fyrra en í Bandaríkjun- um í febrúar (Regnboginn hefur tryggt sér sýningarréttinn hér), á skólastrákurinn Julien Quentin að vera Malle á unga aldri. Quentin kemst að uppruna Bonnets og ving- ast við hann, ekki áreynslulaust, og verður vitrn að því hinn eftirminni- lega janúardag þegar Gestapó safnar skólakrökkunum saman í skólaport- inu og leiðir Bonnet og nokkra aðra í burtu. „Au Revoir les Enfants" er ein af þessum sjaldgæfu bíómyndum sem segir dramatískari og kynngimagn- aðri sögu en nokkur skáldskapur getur mögulega orðið einmitt vegna þess, eins og Malle segir í lok mynd- arinnar, að hún rekur atburði sem gerðust í raun og veru — atburði raunar sem varla er á færi ímyndun- araflsins að upphugsa. Það eru auð- vitað smáatriði í frásögninni sem eru skálduð. í einu atriði fara Juliempg Bonnet á veitingastað með moðúr Juliens þar sem þau verða vitni að því þegar franskur hermaður og sam- verkamaður nasista ræðst á aldraðan gyðing. Bonnet fór aldrei á veitinga- stað þennan dag og Malle varð ekki vitni að árásinni, þótt vinur hans hafi sagt honum frá sliku atviki sem gerðist annarstaðar. Malle tók sér einnig skáldaleyfi þegar hann bjó til hið „raunverulega" nafh drengsins sem hann lét vera Kippelstein. En hann skýrði það þannig að rétta nafn drengsins, Michel, hafi verið of franskt til að nokkum færi að gruna að hann væri gyðingur vegna þess. í mynd- inni finnur Julien nafnið Kippelstein í bók í fataskáp drengsins og þeir siást út af því þegar hann nefnir það við hann. I raunveruleikanum kom- ust eldri nemendur skólans einhvem- veginn að hinu rétta nafni Bonnets og þannig barst það til eyma yngri strákanna. Það var aldrei nein bók í fataskáp. Og Julien og Bonnet töluðu heldur aldrei um foreldra Bonnets — faðirinn er sagður stríðsfangi en móðirin í felum. Þrátt fyrir vaxandi vinskap drengjanna tveggja, sem byggður er á sameigin- Iegum áhuga á bókum og þeirri stað- reynd að þeir vom bestir í bekknum, trúði Bonnet aldrei hinum unga Malle fyrir því hver hann í rauninni var. „Hann var mjög þroskaður dreng- ur,“ sagði Malle, „sem þegar hafði séð meira af lífinu en hinn vemdaði Julien gat vitað um.“ Hinn raun- verulegi Bonnet talaði sumsé ennþá minna um sjálfan sig en hinn þögli og leyndardómsfulli Bonnet I mynd- inni. Hin harmsögulega mynd Malles er þó eins og heimspekingamir mundu segja, sönn í aðalatriðum. „Ég endurskapaði fortíðina í leit að nagandi, ótimabundnum sannleika," sagði hann. Hún er fyrst og fremst saga Malles sjálfs og segir til að mynda hvers vegna hann af öllum leikstjórum Frakklands — kannski að Marcel Ophuls undanskildum — hefúr fjallað svo mikið um líf Frakka á hernámsárunum, efni sem Frakkar hafa rejmt að forðast að fialla um. Mikilvægustu atburðir myndarinnar áttu sér stað. Hin alltof stutta, vand- ræðalega, þögla og erfíða en vax- andi vinátta drengjanna tveggja; uppgötvun Juliens á illsku mannanna (sem Malle sagði að hefði verið enda- lok sinnar eigin bemsku); og at- burðir dagsins 15. janúar þegar Bonnet var leiddur f burtu í fylgd Parísar með bömin sín tvö en Hans átti systur sem heitir Laure og er sú eina í Qölskyldunni sem lifði af stríðið. Hún býr nú í Frakklandi. Einn af svörtustu dögunum í sögu Frakklands á 20. öldinni er 16. júlí 1942 þegar um 16.000 gyðingum, þ.m.t. 4.000 foreldralausum bömum, var smalað saman af frönsku lögregl- unni í París. Aðgerðin var upphaf fjöldaflutninga gyðinga frá FVakk- landi til útrýmingarbúða í Póllandi og franska lögreglan, sem vildi sýna hinum nýju herrnrn sínum að hún gæti axlað meiri ábyrgð í Frakk- landi, framkvæmdi hana. Michel- flölskyldan var í hópi þessara gyð- inga og móðir Hans var flutt í dauða- búðimar en einhver vörðurinn vor- kenndi Hans, opnaði fyrir hann dym- ar og henti honum út á götu, eftir því sem Guy de Vogué, fyrrum nem- andi við Petit College sem kannað hefur afdrif allra drengjanna þriggja er teknir voru úr skólanum, segir. Strákurinn, sem talaði lýtalausa frönsku, komst til kirkju heilags Sulpice á vinstri bakkanum í París. Þar sagði hann föður Devaux hver hann var og faðirinn kom honum fyrir í klaustri sem hét Notre-Dame de Zion, miðstöð flóttahjálpar fyrir gyðingaböm. Þaðan var hann sendur í skóla Malles ásamt tveimur öðrum gyðingastrákum og var í honum þar til Gestapó sótti þá alla. Vogué, sem lét Malle í té allar þær upplýsingar sem hann hafði aflað, auðnaðist einnig að komast að því hver afdrif drengjanna urðu eftir að þeir vom teknir úr skólanum. Eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.