Morgunblaðið - 06.03.1988, Side 32

Morgunblaðið - 06.03.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Leysir Licio Gelli, yfirmaður P2, frá skjóðunni? LICIO GELLI, illræmdur ítalskur fjármálamaður, sem hefur verið ákærður í sambandi við einhverja mestu glæpi á Italíu á síðari árum, hefur verið framseldur ítölskum yfirvöldum og þess er beðið með eftirvæntingu hvort hann mun leysa frá skjóðunni. Gelli var leiðtogi illa þokkaðrar leynistúku frímúrara, P2, sem reyndi að ná undirtökunum í stjórnkerfinu á Italíu og hafði svo mikil áhrif að hún var kölluð „ríki í ríkinu“. Hann hafði ráð félagsmanna í hendi sér og kallaði sig il burattinaio „leikbrúðustjórnandann“. Maðurinn sem veft of mikið ari“ og var ávarpaður „háæruverð- ugur“ í virðingarskyni. Starfsemi sinni stjórnaði hann frá veglegu sveitasetri frá 16. öld, „Villa Wanda“, í hæðum Toscana-héraðs, rétt fyrir ofan bæinn Arezzo, og glæsilegri íbúð í Excelsior-hótelinu í Róm. Hann fæddist í Pistoia, fyrir norðan Flórenz, 21. apríl 1919, var rekinn úr skóla 17 ára gamall og barðist með fasistum á Spáni og í heimsstyrjöldinni 1939-1945. Eftir stríðið flúði hann til Argentínu, þar sem hann kynntist mörgum áhrifa- mönnum og varð trúnaðarvinur Juan Peróns einræðisherra. Með hjálp þessara manna tókst honum að koma á fót öflugri fyrirtækja- samsteypu í Argentínu og Uruguay. Þegar Gelli sneri aftur til Italíu fékk hann starf í gormdýnuverk- smiðju og varð brátt framkvæmda- stjóri hennar og forstjóri nokkurra skyldra fyrirtækja. Árið 1966 gekk hann í P2, sem er skammstöfun og táknar Propaganda Due (Áróður tveir). Starf stúkunnar var svo leynilegt að aðeins stórmeistari hennar vissi hverjir væru í henni og hún hélt ekki fundi. Sjö árum síðar varð hann sjálfur yfirmaður P2. Helztu „leikbrúður" Gellis voru Michele Sindona, spilltur en fágað- ur, sikileyskur fjármálamaður í Róm og íjármálaráðunautur Páfa- garðs um og eftir 1970, og Roberto Calvi, formaður bankaráðs Banco Ambrosiano, stærsta einkabanka Ítalíu. Að beiðni Gellis kynnti Sin- dona Calvi fyrir vini sínum, Paul Marcinkus erkibiskupi, forstöðu- manni banka Páfagarðs, IOR (Istit- uto per la Opere Religiose), sem varð síðar helzti viðskiptabanki Ambrosiano-bankans. Þegar banki Sindona, Banco Privata Italiana í Mflanó, varð gjaldþrota 1974 tók Calvi við hlut- verki hans sem helzti fjármálaráð- gjafl Páfagarðs og hlaut viðumefn- ið „bankastjóri Guðs“. IOR átti 26 milljóna dollara innistæðu í banka Sindona og seinna sama ár varð banki hans í New York, Franklin National, einnig gjaldþrota. Árið 1978 skipulagði Sindona opinbera rógsherferð gegn Calvi til að reyna að kúga út úr honum fé, en Gelli fékk þá til að sættast. Sin- dona hafði þá flúið til New York og til stóð að handtaka hann. Sama ár hóf Italíubanki rannsókn á fjár- reiðum Ambrosiano-banka. Dómar- inn, sem stjómaði rannsókninni, var skotinn til bana í Mflanó í janúar 1979. Um sumarið var skiptafor- stjóri banka Sindona í Mílanó, Giorgio Ambrosoli, myrtur skömmu áður en hann átti að leggja fram skýrslu sína. Hann hafði m.a. upp- götvað tengsl Sindona við Marcink- us. Sindona var dæmdur í 25 ára fangelsi í Bandaríkjunum 1980 fyr- ir 45 milljóna dollara flárdrátt. Lítill vafi leikur á því að hann var mikilvægur tengiliður glæpasam- taka á Ítalíu og í Bandaríkjunum. í marz 1981 neyddist Gelli til að flýja til Argentínu vegna tengsla við Sindona, Calvi og fleiri menn, sem höfðu flækzt í hneykslismál. Flótti Skömmu eftir flótta Gellis gerði lögreglan leit í „Villa Wanda" vegna rannsóknarinnar á gjaldþroti Sin- dona og fann mikið skjalasafn, sem svipti hulunni af leynineti P2. Nöfn Sindona, Calvis og 980 annarra manna var að finna á grunsamlegri skrá, sem reyndist vera félagatal P2, og auk þess fundust skjöl með ítarlegum upplýsingum um marga félagsmenn. I ljós kom að félagar P2 voru kjami hægrimanna á Ítalíu og í þeirra hópi reyndust vera fjór- ir ráðherrar, yfírmenn heraflans og beggja leyniþjónustustofnana ítal- íu, 50 herforingjar og aðmírálar, 38 þingmenn, dómarar, umsvifa- miklir iðnrekendur, auðugir kaup- sýslumenn, embættismenn og 24 kunnir blaðamenn, þeirra á meðal ritstjóri helzta dagblaðs íhalds- manna á Ítalíu. Samsteypustjóm Amaldos Forl- ani hrökklaðist frá völdum og marg- ir valdamiklir embættismenn neyddust til að segja af sér, þeirra á meðal yfírmenn leyniþjónustunn- ar. Hinn 18. júní 1982 fannst Calvi hengdur undir Sva.rtmunkabrúnni í Lundúnum. Daginn áður hafði einkaritari hans svipt sig lífí, tveim- ur klukkustundum eftir að sjóm Ambrosiano-bankans hafði sagt af sér og beðið ítalska seðlabankann að taka bankann til rannsóknar. Calvi hafði flúið frá Ítalíu viku áður og beið lokaniðurstöðu áfrýjunar- réttar um fangelsisdóm vegna gjaldeyrissmygls. Tveimur mánuðum síðar varð Banco Ambrosiano gjaldþrota. Þetta var mesta gjaldþrot einka- banka í sögu Ítalíu og í ljós kom að 1,3 milljarðar dollara höfðu „horfið". Enn er ekki vitað hvar þetta fé er niðurkomið, en Calvi var sakaður um að hafa komið milljón- um dollara úr bönkum í Bretlandi og víðar til Gellis í Argentínu, þar sem hann naut enn mikilla áhrifa vegna vináttu sinnar við Perón. Féð frá Banco Ambrosiano var látið berast til Gellis um gervifyrirtækið- „Bellatrix" í Panama, sem var í eigu Páfagarðs, og Gelli notaði það til að styrkja herforingjastjómina í Argentínu og kaupa Exocet-eld- flaugar. Því var haldið fram að Gelli, Calvi og fleiri leiðtogar P2 hefðu dregið sér 320 milljónir doll- ara frá Ambrosiano með þessum hætti. „Týndu milljónirnar“ Calvi hafði verið kappsmál að auka ítök Banco Ambrosiano í Róm- önsku Ameríku með liðsinni Gellis, sem hann taldi ómetanlegt. Hann hélt því fram að Gelli hefði smám saman náð æ meiri tökum á fjár- málum hans og fengið sig til að Margir af auðugustu, frægustu og valda- mestu mönnum ít- alíu vora félagar í P2 og þar með „leikbrúður" Gellis, sem kom sér upp viðamiklu safni upplýsinga um þá með stuðningi leyniþjónustunnar, beitti suma þeirra fjárkúgun og hagnaðist vel. Til þess að komast áfram á Italíu er jafnmikilvægt að njóta fyrir- greiðslu og pólitískrar vemdar og að hafa eitthvað til branns að bera og hann taldi mönnum trú um að hann gæti hækkað þá í tign vegna áhrifa sinna. Undir stjóm Gellis varð P2 eitt flóknasta spillingar- og undirróð- ursnet, sem um getur. Hann var orðaður við helztu fjármálahneyksli á Ítalíu áranna 1970-1980, sem hafa verið kölluð „blóðugi áratugur- inn“. Hryðjuverkamenn Rauðu her- deildanna óðu þá uppi og Gelli not- aði P2 til að mynda nokkurs konar „skuggaráðuneyti" hægrimanna, sem virðast hafa verið þess albúnir að gera stjómarbyltingu. „Leikbrúðumar“ Gelli bar nafnbótina „stórmeist- Éftir sprengingfuna í BoÍogná'(1980): fjárstuðningur frá Gelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.