Morgunblaðið - 06.03.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 06.03.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 33 Marcinkus: Sindona kynnti hann fyrir Calvi að beiðni Gellis. kaupa meirihluta í Rizzoli-fyrirtæk- inu, sem átti áhrifamesta dagblað Ítalíu, Corriere Della Sera. Fjöl- skylda Calvis er sannfærð um að hann hafi verið myrtur vegna þess að hann hafí ætlað að skýra frá því hvert „týndu milljónirnar" hefðu farið. Rannsókn leiddi í ljós að Gelli hefði líklega verið viðriðinn tvö samsæri hægrimanna laust eftir 1970, herferð „svörtu hryðjuverka- mannanna", Terroristi Neri, og sprengjuárás þeirra á járnbrautar- stöðinni í Bologna 1980. Áttatíu og fimm biðu bana í þeirri árás, sem var mannskæðasta hryðjuverk í Evrópu frá stríðslokum. Gelli var sakaður um að hafa skipulagt árás- ina í Bologna ásamt öðrum hægri- öfgamönnum til að grafa undan ríkinu og veitt fé til fleiri hryðju- verkaárása á Italíu. í maí 1983 sagði þingnefnd í skýrslu að P2 hefði laumazt til áhrifa í fjölmiðlum, stjómmála- flokkum, verkalýðsfélögum, herafl- anum og yfirstjóm leyniþjónustunn- ar, beitt fjárkúgun og notað tengsl við áhrifamenn til að koma sínum mönnum í mikilvæg embætti í stjómkerfinu, bönkum og heraflan- um. Nefndin sagði að tilgangur P2 hefði verið að „hafa ókunn og leyni- leg áhrif“ á stjórnkerfið, en einn af fv. samstarfsmönnum Gellis í P2, Francesco Siniscalci, fullyrti að lokatakmark hans hefði verið að efna til hægribyltingar. Annar f lótti Árið 1982 skrapp Gelli til Sviss frá Suður-Ameríku og hugðist nota fölsuð skjöl til að leysa út 60 millj- ónir dollara, sem dótturfyrirtæki Banco Ambrosiano höfðu komið fyrir í svissneskum banka. Hann var handtekinn, en 10. ágúst 1983 flúði hann úr rammgerðu fangelsi í Genf, Champ-Dollon, með því að múta fangaverði, Edouard Ceresa, með 20.000 svissneskum frönkum. Ceresa ók honum yfir landamærin til flugvallar í bænum Annecy í Frakklandi, þar sem leiguþyrla beið hans. Flugmaðurinn, Eric Roynard, flaug með Gelli og tvo aðra ítala til Monaco og Gelli virðist hafa flú- ið þaðan í lystisnekkju. Þegar Gelli flúði hafði æðsti dóm- stóll til meðferðar beiðni frá ítölum um að Gelli yrði framseldur og sam- þykkti hana viku síðar. Skömmu eftir flóttann sást til Gellis á Spáni. Seinna bárust frétt- ir um að hann hefði sézt á ýmsum stöðum, allt frá Monte Carlo til Montevideo, en hann virtist alltaf eiga auðvelt með að komast hjá handtöku, þótt Interpol og yfirvöld margra landa Evrópu legðu meira kapp á að hafa hendur í hári hans en nokkurs annars eftirlýsts manns. í marz 1986 lézt Sindona þegar hann hafði drukkið eitrað kaffi í fangelsi í Mílanó. Hinztu orð hans voru: „Þeir hafa byrlað mér eitur.“ Annað hvort gerði hann sér grein fyrir því að óvinir hans höfðu þagg- að niður í honum, eða hann hefur viljað flækja rannsókn málsins með því að láta líta út fyrir að hann hefði verið myrtur. Dómstóll komst kveðja Gelli sem vitni í málum, sem ekki er getið um í framsalssamn- ingnum. Itölsk yfirvöld vona því að hann geti varpað ljósi á dularfullan dauða Calvis og ljóstrað upp um fleiri leyndarmál „Villa Wanda". Ef hann leysir frá skjóðunni kunna fleiri áhrifamenn að neyðast til að segja af sér og margir stjómmála- menn, kaupsýslumenn, blaðamenn og embættismenn í Páfagarði, sem hann þekkir frá gamalli tíð, eru uggandi. Hvað nú? Tina Anselmi, þingmaður kristi- legra demókrata sem stjómaði þriggja ára rannsókn þingnefndar á P2, sagði nýlega: „Gelli kann að hafa nógu miklar sannanir úr leyni- skjalasafni sínu til þess að geta hótað að koma upp um menn úr P2, sem hafa enn mikil áhrif, og neytt þá til að beita áhrifum sínum til þess að hann verði látinn laus.“ Hugsanlegt er að Gelli geti komizt að samkomulagi við ákær- endur með því að lofa að bera vitni um gjaldþrot Ambrosiano, „týndu milljónirnar", P2-félaga, sem not- uðu Ambrosiano til að koma fyrir fé í erlendum bönkum og losna þar með við að greiða tekjuskatt, og dauða Calvis. Ef honum tekst það kann svo að fara að hann geti feng- ið Svisslendinga til að leyfa honum að taka út 260 milljónir dolíara, sem talið er að hann eigi í svissneskum bönkum. Óvíst er að Gelli verði lengi í fangelsi. Hann er 69 ára, þjáist af að þeirri niðurstöðu að hann hefði fyrirfarið sér, en margir Italir töldu að hann hefði verið myrtur til að koma í veg fyrir að hann segði frá viðkvæmum leyndarmálum og sögðu að ef einhver hefði getað smyglað eitri inn í klefa hans hefði það verið Gelli. Margir þeir sem höfðu ástæðu til að óttast Sindona voru beint eða óbeint tengdir P2 og hann vissi margt um P2 og 500 eða fleiri kunna ítali, sem hann kvaðst hafa hjálpað að koma fyrir fé erlendis. Hann vissi nákvæmlega um rausn- arlegar gjafir sínar til ítalskra stjómmálaflokka og um óviturleg ævintýri Págafarðs í heimi alþjóða- fjármála, sem kunna að hafa kostað kirkjuna 300 milljónir dollara. í september sl. kom Gelli til Sviss frá Brazilíu og gaf sig fram við Jean-Pierre Trembley, dómara í Genf. Ýmislegt bendir til þess að þeir hafi komizt að óformlegu sam- komulagi og Trembley hefur verið sakaður um að hafa farið út fyrir verksvið sitt. Framseldur, Gelli hafði fengið hjartaáfall fjór- um árum áður og sagði við komuna að hann vildi fá aðhlynningu á góðu sjúkrahúsi. Hann kvaðst ekki vilja ljúka ævinni í útlegð, hundeltur af réttvísinni, og hélt því fram að hann væri saklaus. „Mér hefur verið kennt um öll vandamál Ítalíu, jafn- vel jarðskjálfta," sagði hann. „Ég sæti pólitískum ofsóknum . . . Ég vona að mér vinnist tími til að hreinsa mannorð mitt, sem hefur verið atað auri.“ Hann kvaðst telja sig ættjarðarvin, sem hefði barizt af ósérplægni fyrir föðurlandið til að koma í veg fyrir valdatöku kommúnista. „Ég á skilið að fá orðu,“ sagði hann, „ekki fangelsis- dóm.“ Klukkan 5.30 f.h. 17. febrúar sl. var Gelli fluttur frá Champ-Dollon- fangelsi í Genf til Martigny. Um nóttina höfðu þijár sams konar bif- reiðir og honum var ekið í farið frá fangelsinu til að villa um fyrir blaðamönnum og hugsanlegum ár- ásarmönnum. Frá Martigny fór hann með Parísar-Mílanó-lestinni til lítillar landamærastöðvar, Pregl- ia di Crevolandossola, sem er ekki venjulegur viðkomustaður, og þar var hann framseldur án þess að forvitnir áhorfendur, blaðamenn og ljósmyndarar væru viðstaddir. Tvö hundruð svissneskir og jafn- margir ítalskir lögreglumenn voru á verði á landamærunum og segja má að Gelli hafi snúið aftur til It- alíu með glæsibrag. Honum var ekið í skotheldri bifreið til Mílanó, en var fluttur í aðra bifreið áður en þangað kom til að villa um fyrir óvinum hans, sem kunna að hafa veitt honum eftirför. Um hádegis- bil kom hann til Parma og fékk til umráða þriggja herbergja íbúð í fangelsisálmu, þar sem kennsla fangavarða fer fram. Þar eru hafð- ar gætur á honum dag og nótt í sérstöku sjónvarpskerfi. Læknir er alltaf til taks vegna veikinda hans. Gelli neitar því að hafa framið nokkum glæp á Italíu og telur sig hafa litla ástæðu til að óttast ítalska réttvísi, en óttast að reynt verði að ráða hann af dögum. I desember sl. dæmdi dómstóll í Flórenz hann í átta ára fangelsi að honum fjar- stöddum fyrir að styrkja hryðju- verkamennina, sem stóðu að árás- inni í Bologna 1980. Þetta var fyrsti dómurinn, sem hann hafði fengið á Ítalíu, en lögfræðingar hans virðast hafa búið svo um hnút- ana að hann þurfi ekki að afplána hann. Svisslendingar samþykktu að framselja hann eingöngu vegna ásakana um að hann hefði svikið fé út úr Anbrosiano-bankanum og settu það skilyrði að hann sætti ekki pólitískum ákærum. Ef hann verður fundinn sekur um fjársvik á hann 10 ára fangelsi yfir höfði sér. Hins vegar verður hægt að ólæknandi sjúkdómi, glæpir hans eru tíu ára gamlir og fyrirætlanir, sem eru uppi um að náða hryðju- verkamenn frá síðasta áratug, kunna að bjarga honum. Hvað sem þessu líður á dæmt fólk eldra en 65 ára rétt á að vera í stofufang- elsi skv. nýjum ítölskum lögum. Á Ítalíu er hafin mikil barátta fyrir því að liðsmenn Rauðu her- deildanna og aðrir hryðjuverka- menn verði náðaðir til að „stuðla að sáttum". Nú þegar hafa yfirvöld sleppt 300 hryðjuverkamönnum, látið 40 „iðrandi" félaga Rauðu herdeildanna lausa gegn dreng- skaparorði og tala nú jafnvel um almenna sakaruppgjöf. Margir þeirra sem eru í fangelsi eru börn stjómmálamanna og embættis- manna, sem fara fram á að „gáfað- ir og afvegaleiddir, ungir hugsjóna- menn“ verði leystir úr haldi. Upp- gjöf saka kann líka að blíðka komm- únistaflokkinn, sem nýtur stuðn- ings þriðjungs kjósenda. Fjöldi „iðr- andi“ hryðjuverkamanna hyggst snúa aftur til Italíu, ef náðun verð- ur fyrirskipuð. Gelli kann að vona að slík náðun muni ná jafnt til hægri- sem vinstrimanna og verði honum til bjargar. GH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.