Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 43 Grænár kvenna- morðinginn gengur enn laus FÓRNARLÖMBIN í ÞAÐ MINNSTA49 Það var fyrir tæpum sex árum að iögreglan var fyrst kvödd að drunga- legum stað á bökkum Grænár sem fellur út í Puget sundið rétt við hafnarborgina Seattle í Washingtonríki á norð- vesturhorni Banda- ríkjanna. Tvö börn í hjól- reiðatúr höfðu fundið lík 16 ára stúlku fljótandi í ánni. Á næstu vikum áttu lögreglumenn eftir að gera sér margar ferð- ir á þessar slóðir til að slæða upp fleiri lik af þessum fyrstu fórn- arlömbum Grænár kvennamorðingjans, skæðasta og viðsjálasta fjöldamorðingja Banda- ríkjanna. Reyndar kalla Bandaríkjamenn hann ekki fjöldamorðingja (mass murderer) heldur raðmorðingja (serial kill- er). Til þessa er hann opinberlega sakaður um morð á 49 konum. Margar þeirra voru unglingsstúlkur, flestar þeirra stunduðu vændi við Sea- Tac (Seattle- Tacoma) kaflann á Kyrrahafsþjóðveginum sem liggur suður eftir Kyrrahafsströndinni. Fyrir þremur árum virt- ist morðinginn hafa hætt þessari ógnvæn- legu iðju sinni. En nú óttast íögregian að hann sé á ný kominn á kreik. Wendy Coffield, 16 ára, var sú fyrsta sem fannst í Græná. Á næstu vikum fundust fimm lík til viðbótar og morðinginn hlaut viðurnefnið Grænármorðinginn. A klukkutíma fresti þræð- ir flugvallarrúta númer 174 krókótta leið sína framhjá gömlu verk- smiðjunum í úthverfi Seattle sem nú eru ekki lengur í rekstri. Sex kílómetrum áður en komið er að endastöðinni er sveigt inn á ljósum prýddan Sea-Tac kaf- lann þar sem nuddstofur eru beggja vegna þjóðvegarins, flöldi mótela þar sem herbergin eru leigð út í eina klukkustund í senn og opin svæði fyrir hjólhýsi. Við stoppistöðvar rú- tunnar eru hópar komungra vændis- kvenna sem bjóða fram skyndiþjón- ustu sína í bílum viðskiptavinanna fyrir 20 doilara. Á baksviðinu em svo eiturlyflasalar að bíða eftir að til þeirra verði leitað. Þessi kafli þjóð- vegarins er svo nærri Seattle- Tacoma (Sea-Tac) flugvellinum að hávaðinn frá þotunum giymur sifellt í eyrum, en vegarspottinn iðar af lífi. Endalausar raðir bíla fara þar hjá á leið til og frá flugvellinum. Þegar rökkva tekur og ökuljósin lýsa upp veginn breytir umferðin um svip og vændiskonumar verða 'ágengari gagnvart viðskiptavinum sem þama em að leita að kynmökum gegn greiðslu. Hulinn í mannfjöldanum, ósýnileg- ur bak við ökuljós bilanna, er níðings- legasti morðinginn í sögu Banda- ríkjanna, mannskepna sem myrti 49 konur, en hætti svo að því er virð- ist. Nú, eftir þriggja ára hlé, er Grænármorðinginn á ný mættur til leiks. „Ég er dauðhrædd," segir Marie, 19 ára vændiskona sem stundar iðju sfna þama við þjóðveginn. „Það _er ógnvelqandi að vera þama úti. Ég hafði aldrei neinar áhyggjur þar til ég varð fyrir slæmri reynslu fyrir nokkmm vikum. Ég fór með mann inn á mótel og hann reyndi að kæfa mig, kyrkja mig.“ Það má heyra skelfinguna í rödd hennar. „Margar stúlknanna sem fundust látnar höfðu verið kyrktar. Ég öskraði af skelf- ingu. Hann heyrði í einhveijum við dymar og hætti." Yfirmaður starfshópsins sem vinnur að lausn Grænármorðanna er Gregory Boyle. Hér er hann í aðalstöðvum lögreglunnar, en á bak við hans sjást myndir af nokkrum fóraarlambanna. Marie hefur fulla ástæðu til að vera óttaslegin. Svo til öll fómarlömb Grænármorðingjans vom vændis- konur sem óvitandi fóm inn í bíl morðingjans einhversstaðar á þess- um kafla Kyrrahafsþjóðvegarins. Vændiskonumar vom ungar, flestar undir 18 ára aldri, sumar 14 og 15 ára, stúlkur sem ekki höfðu náð full- orðinsaldri, böm alin upp í heimi eit- urlyfja, melludólga, ofsafenginna viðskiptavina með annarlegar þarfir, áreitni lögreglunnar og afskiptaleysi almennings. Andlit þeirra, sum fal- leg, önnur meðtekin og fráhrind- andi, blasa við uppi á veggspjaldi í lögreglustöð hveifrsins. Eftir því sem lögreglan kemst næst vom stúlkumar allar kyrktar og þeim misþyrmt kynferðislega á hrottalegan hátt í sumum tilfellum hafði líkunum verið stillt upp í klám- fengnum stellingum til að fiillnægja einhveijum sjúklegum tilfinningum morðingjans, eða þá með einhveijum framandi trúartáknum. Rosie Kurran var óstýrilátt bam. 12 ára var hún orðin eiturlyfjaneytandi og þjófur og var hætt að sækja skóla. Þegar hún var 13 ára var hún orðin óviðráðan- leg og tíður gestur á uppeldisheimil- um. Hún gjöreyðilagði bfl móður sinnar þegar hún var 14 ára og hún giftist þegar hún var 16 ára. Hún var ístöðulaus unglingur sem aldrei gat sætt sig við skilnað foreldranna eða við nýja stjúpföðurinn. „Hún vildi vera sjálfstæður ein- staídingur í eigin augum, en ekki bara dóttir einhvers," segir Kris Kurran, móðir Rosie, sem er 36 ára og varð sjálf móðir aðeins 16 ára að aldri. „í mínum huga varð hún aldrei fullorðin. Hún hafði ekki þá heilbrigðu skynsemi eða dómgreind sem þarf til að teijast fullorðin." 26. ágúst í fyrra skrapp Rosie, sem var mjög smávaxin, 152 sm. há og aðeins 38 kíló, frá heimili móður sinnar í norðanverðri Seattleborg. Hún bjó þá hjá móðurinni meðan eiginmaðurinn, 16 ára gamall, sat í fangelsi. Fjölskyldan hafði nýlega látið taka af sér myndir f skyndi- myndabás næstu kjörbúðar. Rosie hlakkaði til að sjá myndimar og skildi eftir miða þar sem hún sagðist koma um kvöldið til að líta á þær. Móður hennar fannst bjartari horfur framundan. Rosie væri að fullorðn- ast. Rosie kom aldrei aftur. Lík hennar fannst f nærbuxum einum klæða f skurði skammt frá Kyrrahafsþjóð- veginum pakkað inn í ruslapoka úr plasti. „Hann hlýtur að hafa stungið ~ henni ofan í pokann og skilið hana þama eftir. Enginn verðskuldar svona dauðdaga," segir Kris Kurran. En Rosie og tveimur öðmm konum sem myrtar hafa verið við Sea-Tac á síðustu tveimur mánuðum - Debbie Gonsales, 14 ára, og Dorothea Pre- sleigh, 24 ára - hefur ekki verið bætt á listann yfir fómarlömb Græn- ármorðingjans. Formlega er sagt að síðasta morð Grænármorðingans hafi verið framið fyrir fjómm ámm þegar lögreglan í King sýslu hóf að hand- taka viðskiptavini vændiskvennanna við þjóðveginn og fældi morðingjann á brott. Ástæðan fyrir því að listanum hefur verið lokað er afar einföld. „Ef nýju morðunum verður bætt á listann kippir það fótunum undan rannsókn málsins því við þyrftum að viður- kenna að Grænármorðinginn væri á ný kominn til sögunnar," segir Dick Larson, talsmaður starfshópsins sem vinnur að Grænármálinu. Eftir 49 morð, 12 milljón dollara kostnað, yfirheyrslu 15.000 gm- naðra, tölvuvæðingar sem kostaði 200 þúsund dollara og stofnun sam- starfshóps 55 sérþjálfaðra lögreglu- manna, kærir Grænár starfshópurinn sig ekki um að þurfa að segja sam- borguram sfnum í Seattle að „meist- ~ ari raðmorðanna" í Bandaríkjunum sé meðal þeirra á ný. Þægilegra er að ræða um liðna tíð, um daginn fyrir fimm og hálfu ári - 15. ágúst 1982 - þegar tvö böm í hjólreiðaferð sáu lík ungu vændiskonunnar Wendy Coffield fljótandi á lygnu yfirborði Grænár um 10 mfnútna gang frá þjóðveginum. í þá daga var hún aðeins einn þeirra 19.485 Bandaríkjamanna sem myrtir vom á árinu 1982. Wendy var vændiskona að atvinnu og hafði orð „ á sér fyrir að koma viðskiptavinum sfnum í hendur ræningja, en þarmeð hafði hún skipað sér í áhættuflokk með þeim sem hagtölur sýna að oft verða fómarlömb morðingja. Wendy var aðeins 16 ára, eins og Rosie. Lík hennar þekktist á húð- flúrinu, fiðrildunum tveimur á vinstra bijósti og einhymingnum fyrir neðan naflann. Höfundur húðflúrsins var kvaddur á vettvang til að bera kennsl á líkið. Fimm morð til viðbótar fylgdu strax í kjölfarið, og fimm konulík vom slædd upp úr Græná. Allar höfðu konumar verið kyrktar og sumum þeirra misþyrmt. Allar höfðu síðast sézt á lífi á Sea-Tac kaflanum. Morðinginn hlaut nafnið Grænár morðinginn. Tveimur mánuðum síðar virtist sem morðunum hafi verið hætt. Lög- reglunni hafði ekkert orðið ágengt, málið flæktist vegna ágreinings um hvemig að rannsókn ætti að standa, og það var mikill léttir fyrir lögregl- una þegar hlé varð á morðunum. „Allt benti til þess að morðinginn hlyti að vera viðskiptavinur, en þeir gerðu ekki nokkum skapaðan hlut til að kanna það,“ segir Tomas Guil- len blaðamaður hjá Seattle Times. „I hálft annað ár var bmgðizt rang- lega við. Þeir leituðu ekki meðal við- skiptavinanna, þeir vom á eftir vændiskonunum. Vændiskonur myrða ekki vændiskonuri" í árslok 1982 var málinu svo til lokið. Lögreglan hafði engar nýjar visbendingar og áhugi almennings á dauða „mslaralýðs" var hverfandi. Borgarbúar f Seattle vildu herferð gegn eiturlyfjum og afbrotum á göt- um úti. En sagan var rétt að byija. Þann 11. ágúst 1983 klifraði einn íbúa hverfisins yfir limgerði til að tína epli. Undir eplatréinu, innan um rotnandi ávextina, lágu jarðneskar leifar Shawnu Summers, 17 ára stúlku sem hafði horfið frá þjóðvegs- spottanum aðeins þremur mánuðum eftir að Wendy Coffield hvarf. Við leit á svæðinu fannst meira af mannabeinum. Kjarri vaxið svæðið umhverfis lóðimar þama í úthverfinu hafði morðinginn notað til að koma fyrir líkum margra fómarlamba sinna - táknrænt atferli raðmorð- ingja. A næstu tveimur ámm fundust æ fleiri svona geymslustaðir. Stundum hafði morðinginn ekið meira en 50 kílómetra leið til áð losa sig við líkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.