Morgunblaðið - 06.03.1988, Síða 68

Morgunblaðið - 06.03.1988, Síða 68
NÝTT FRÁ KODAK RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST JMtogunWiifrtfe FERSKLEIKI MESTÁ REYNIR SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Morgunblaðið/RAX Spjallað á bæjarhellunni SYSTURNAR Guðrún og Margrét Einarsdætur spjalla við unga stúlku, sem átti erindi við þær á dögunum. Myndin er tekin á tröppum heimilis þeirra systra, Skólavörðustíg 35. Mikil ásókn 1 sólarlandaferðir: Engu mínní eftirspum heldur en metárið í fyrra Ferðaskrifstofur byrjuðu að bóka í sumarleyfisferðir af full- um krafti í byrjun síðasta mánað- ar. Af bókunum og fyrirspurnum undanfarið virðast síst fœrri Is- lendingar hyggja á sólarlanda- ferðir í sumar en á síðasta ári, sem var metár. „Straumurinn liggur tvímæla- laust til sólarlanda í ár,“ sagði Helgi Magnússon forstjóri ferða- skrifstofunnar Utsýnar í samtali við Morgunblaðið. „Eftirspurnin er mikil og bókanir hafa verið með besta móti það sem af er. Þetta fer betur af stað í ár en í fyrra sem var þó metár. Ástæðurnar eru ýms- ar, ferðalög skipa sífellt stærri sess í lífsmynstri almennings og þá virð- ist fólk almennt ta'ka ákvarðanir um sumarleyfi sitt fyrr með hvetju r- -árinu sem líður. Þetta er hliðstæð þróun og í nágrannalöndum okkar. Mest er sóst eftir ferðum til Spán- ar, Portúgal, Ítalíu og Kýpur en einnig er sótt í sumarhús í Svarta- skógi svo dæmi séu tekin,“ sagði Hejgi Magnússon hjá Útsýn. í sama streng tóku fulltrúar ann- arra ferðaskrifstofa. Auður Bjöms- ■^•óttir deildarstjóri hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn sagði eftirspum- ina mesta eftir ferðum til Mallorka og Benidorm. Þá væri Grikkland ofarlega á vinsældalista fólks og sumarhúsin í Evrópu nytu sívax- andi vinsælda. Auður sagðist ekki hafa orðið vör við minnkandi fjárráð almennings en margir notfærðu sér afborgunarkjör sem í boði væru. Karl Sigurhjartarson forstjóri ferðaskrifstofunnar Pólaris sagði eftirspurnina mesta til sólarlanda og greinilegt að fólk vildi hafa tímann fyrir sér við skipulagningu sumarleyfísins í ár. Ingibjörg Sverr- isdóttir sölustjóri hjá ferðaskrifstof- unni Úrvali sagði strauminn mundu liggja til Mallorka og Kýpur í sum- ar. Karl Ingólfsson fjármálastjóri Úrvals kvað eftirspumina heldur meiri en á sama tíma í fyrra, þó langt væri í endanlegan samanburð á milli ára. Allir voru viðmælendur Morgunblaðsins sammála um að fjárráð almennings virtust engu minni en á síðastliðnu ári. „Ferða- skrifstofurnar em þó alltaf í sam- keppni við aðra aðila verslunar og þjónustu um ráðstöfunarfé almenn- ings, því fólk hefur ekki ótakmörk- uð íjárráð,“ sagði Helgi Magnússon hjá Útsýn. Fiskverð: Lítil hækk- un til að halda frið? YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur fundað títt um nýtt fiskverð síðustu daga og í gær var fundur klukkan 11. Sjó- menn og útgerðarmenn krefjast hækkunar á verðinu til að vinna upp áhrifin af gengislækkun krónunnar um 6% og bæta af- komu vertíðarflotans, sem nú er talinn rekinn með um 5,5% tapi. Fiskvinnslan leggur áherzlu á óbreytt fiskverð, en líklegast er að lítil hækkun verði samþykkt til að halda friðinn. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur LÍÚ, er fulltrúi útvegs- manna í yfirnefndinni. Hann sagði að nauðsynlegt væri að áhrifin af gengislækkuninni kæmu jafnt til allra. Nú kæmu þau strax til frysti- togara og siglingaskipa auk þeirra, sem seldu fiskinn ferskan utan í gámum. Þá kæmu áhrifin einnig fram á fiskmörkuðunum, þar sem þar væri keyptur fiskur til útflutn- ings. Yrði fískverð óbreytt sæti stór hluti útgerða eftir án tekjuaukning- ar. Jafnframt yrði að leiðrétta strax 5,5% taprekstur á vertíðarflotanum. Tveir eldri menn fórust í eldsvoða TVEIR eldri menn fórust í elds- voða í Búðardal á föstudags- kvöld, þegar eldur kom upp í gömlu húsi, sem annar þeirra bjó i. Hinn maðurinn, sem einnig er úr Dalasýslu, var gestkomandi hjá honum þennan dag. Það var um kl. 19 sem slökkvi- liði Dalasýslu barst tilkynning um að eldur væri í húsi við Ægisbraut í Búðardal. Húsið er gamalt, for- skalað timburhús á einni hæð. Þeg- ar slökkviliðið kom á vettvang var eldurinn mjög útbreiddur og var farið að loga með útidyrum. Mikinn reyk og hita lagði af húsinu. Slökkvistarf gekk greiðlega miðað við aðstæður, en húsið mun vera ónýtt eftir. Þegar slökkviliðið braust inn í húsið fundust íbúi hússins og gestur hans og voru þeir þá látnir. Þeir voru báðir einhleypir og barnlausir. Ekki er unnt að birta nöfn þeirra að svo stöddu. Ljóðaverðlaun Morgunblaðsins í tilefni 75 ára afmælis blaðsins í TILEFNI af 75 ára afmæli Morgunblaðsins 2. nóvember nk. hefur blaðið efnt til verðlaunasamkeppni um ljóð. Verðlaun verða veitt fyrir tvö kvæði sem dómnefnd telur bezt að þeim komin, tvö hundruð þúsund krónur fyrir hvort kvæði. Blaðið hyggst í tilefni af afmæli sínu birta þau ljóð sem verðlaun hljóta í sam- keppninni og kynna höfunda þeirra. Skilafrestur er til 15. sept- ember nk. Morgunblaðið hefur birt bæði mikið af smásögum og ljóðum í gegnum tíðina, einkum í Lesbók, en þó einnig í blaðinu sjálfu og upp á síðkastið í sérblaði sínu um menningu og listir, þar sem Ijóð hafa birzt annað veifið. Ljóðlistin fylgdi landnámsmönnum út hing- að til íslands og hefur verið rækt- uð æ síðan og fylgt þjóðinni fram á þennan dag. Með samkeppninni vill Morgunblaðið minna á mikil- vægi ljóðlistar fyrir tungu okkar og menningu og leggja áherzlu á hlutverk ritaðs máls á umbrota- tímum, þegar.tungan á undir högg að sækja vegna erlendra áhrifa. Með þessari samkeppni vilja ráða- menn blaðsins ekki sízt hvetja til umhugsunar um listir okkar, menningu og þá ekki sízt tungu okkar og bókmenntir. í dómnefnd eru þijú skáld, auk framkvæmdastjóra Rithöfunda- sambands íslands, Rannveigar G. Ágústsdóttur, sem einnig er bók- menntafræðingur og gagnrýn- andi, en skáldin eru Þóra Jóns- dóttir, Kristján Karlsson bók- menntafræðingur og Matthías Johannessen ritstjóri Morgun- blaðsins. Sjá auglýsingu frá Morg- unblaðinu á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.