Morgunblaðið - 06.03.1988, Page 41

Morgunblaðið - 06.03.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 41 A DROTTINS r'KI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Asdís Emilsdóttir Séra Kristján Valur Ingólfsson Kristilegt félagsstarf gefur mikil tækifæri. Það hefur bæði fyrr og síðar gefið bæði skemmtun og festu í hversdagslegt líf. Kennum börnunum bæna- vers og biblíusögur Rabbað við Jóhönnu Zimsen Sunnudagskólabarnið, sem hafði ekki sézt í sunnudagaskólan- um eftir jólin, bremsaði við hliðina á mér og stanzaði hjólið sitt. Ég gjeymi alltaf að koma, sagði hann. Eg er alltaf að horfa á sjónvarpið á sunnudagsmorgnum. Það er bamaefni. Við smölluðum ögn og svo þaut hann. Eg færði málið í tal við hana mömmu hans þegar ég hitti hana. Elskan mín, sagði hún, bömin eru límd við sjónvarp- ið. Þetta er auðvitað ódugnaður í okkur pabba hans að minna hann ekki á sunnudagaskólann. Þá færi hann strax. Við urðum hugsi, þögðum báðar um stund. Svo hélt hún áfram. Það er nú svona. Við erum bæði af þeirri kynslóð, sem lærði aldrei neinar bænir. Hvorugt okkar var í sunnudagaskóla. Það er sjálfsagt þess vegna, sem það verður svo sem engin alvara úr því að sjá til þess að hann læri eitthvað um kristindóm þótt við höfum ekkert á móti því. Þessi stuttu samtöl urðu til þess að ég bað Jóhönnu Zimsen að vera viðmælandi okkar hér á síðunni á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Mig langaði að birta ykkur sjónarmið og lífsreynslu einhvers, sem hefði alizt upp við kristindóm heima hjá sé og í kirkjunni og spyija hvaða mark það hefði sett á lífið. Ég man sjálf eftir þeim áhrifum, sem hún og jafnaldrar hennar höfðu á yngri unglinga og böm til að efla trú þeirra. Þau áhrif höfðu aðrir borið þeim — eins og áhrif berast frá kynslóð til kynslóðar svo sem móðir sunnudagaskólabamsins var að tala um. Hvað er hægt að gera til að hjálpa foreldrum til að efla trú barnanna sinnaT Líklegt er ekkert auðvelt svar til við spumingunni. Annars væri fólk, sem hefði meiri þekkingu á þessu öllu en ég, búið að svara henni svo rækilega að þér dytti ekki í hug að spyija mig. En ég tel að það sé mikilvægt að byija á byijuninni, kenna bömunum bænavers og lesa fyrir þau biblíu- ; sögur. Ég held að margir foreldrar vilji ala bömin sín upp til að trúa en viti eiginlega ekki hvemig þeir eigi að gera það. Kannski finnst þeim þau heldur ekki hafa tíma. Ég passaði böm í nokkur ár eftir að mín eigin böm voru orðin stór. Ég kenndi þeim versin, sem ég hafði sjálf lært þegar ég var lítil. Ein mamma þakkaði mér svo inni- lega fyrir en sagðist bara ekki kunna nein vers sjálf til að kenna baminu sínu. Það er þannig um marga, þeir hafa sjálfír ekki feng- ið kristið uppeldi, og enginn gefur af því, sem hann á ekki. Hvaða ráð myndirðu gefa þessari móður, sem vildi kenna barninu en vissi ekki hvernig hún ætti að fara að þvi? Ég gat nú einfaldlega keypt bók með bænaversum og gefíð henni. Það fást ágætar bækur, sem er hægt að lesa með bömunum á kvöldin. Mér fínnst vænt um vers- in, sem mamma kenndi mér. Það vom ýmis valin bænavers úr Passíusálmunum og önnur vers. Versin og bænimar, sem mamma kenndi okkur á rúmstokknum, hafa haft ákaflega mikið að segja. Og svo er líka gott að segja böm- unum biblíusögur og til þess er líka hægt að kaupa bamabiblíur með myndum í bókabúðum. Ég vil líka hvetja foreldra til að lesa sjálf í Biblíunni með bæn um leiðsögn guðs og skilning. Þá er þeim auð- veldara að útskýra og svara þeim Jóhanna Zimsen spumingum, sem kunna að koma ffá baminu, og þau auðga jafn- framt sína eigin sál. Hvemig myndirðu ráðleggja fólki að Iesa barnabiblfuna með bömunum? Ég held að það þurfi fyrst og fremst að gefa sér tfma til þess og hafa það fyrir reglu. Böm vilja aðhald og reglusemi. Þótt það hafí verið talið um tíma að bömin vildu sem minnsta afskiptasemi. Það er hægt að sýna bömunum myndim- ar og lesa fyrir þau það, sem skrif- að er með þeim. Út frá þvf er hægt að segja þeim meira ef við getum, en annars er alveg nóg að lesa fyrir þau kaflann og biðja frá eigin bijósti einfaldar bænir með orðum, sem bömin skilja. Jóhanna er dóttir Önnu Zimsen og Knud Zimsen, sem var borgar- stjóri í Reykjavík. Hann var einn af forystumönnum KFUM og stofnandi sunnudagaskólans þar. Þá var hér enginn sunnudaga- skóli. Um þessar mundir, 8. mars, em 85 á síðan sunnudagaskóli KFUM var stofnaður. Jóhanna segist hafa farið þangað með pabba sínum og verið þar lengur en kannski ella vegna þess að hánn var þar. Eins hafa hennar böm farið með föður þeirra, sem spilaði undir sönginn í sunnudagaskólan- um. Maður hennar er Hilmar Þór- hallsson, sem hefur líka tekið mik- inn þátt í félagsstarfí KFUM í ára- tugi. Telurðu mikilvægt að foreldr- ar fari með börnunum f sunnu- dagaskóla? Það er áreiðanlega mikilvægt. En kannski skiptir það mestu máli að foreldramir séu opnir fyrir þvf, sem bömin em að gera, hvetji þau og tali um það við þau. Ég veit að margir foreldrar gera það. Pabbi hlýddi okkur alltaf yfir það, sem við lærðum í sunnudagaskó- lanum þegar við komum heim. Það hafði mikið að segja að bæði hann og mamma fylgdust með því, sem við vomm að gera. Það er einn af kostum þess að alast upp á trúðu heimili. Gaztu talað við mömmu þfna og pabba um það, sem þú varst að hugsa? Já, og það var afskaplega mikil- vægt, sérstaklega þegar ég var unglingur og þurfti oft að vega og meta hvað mér fannst ég eiga að gera og hvað ég ætti alls ekki a gera, hvemig ég ætti að lifa í samræmi við þá trú, sem ég vildi lifa eftir. Pabbi sagði mér að ég skyldi hugsa málið í ró og næði og tala um það við Guð,- Það var gott að eiga föður, sem ég gat talað við. Heldurðu að trúaður ungling- ur leggi enn sama mælikvarða á líf sitt og þér var kennt að gera? Ég hugsa að það hafi breyzt á einhvem hátt og það er auðvitað óhjákvæmilegt. En margt hefur ekkert breyzt. Ég held að fólk ætti að vega og meta betur hvað trúað fólk má leyfa sér. Þér emð bréf Krists, stendur í Biblíunni. Ég tel að það hafí verið góð og holl stefna, sem fylgt var í sunnu- dagaskólanum og svo áfram í ungl- ingadeildunum, að allt starfíð og boðunin stefndi markvisst að því að leiða hveija manneskju til Krists. Það var margt fólk í starf- inu, sem sýndi mikinn kærleika og þolinmæði f því. Þessi persónulega umhyggjusemi er einmitt svo sérs- taklega mikilvægt tæki til að leiða fólk til persónulegrar trúar á Jes- úm. Ég gerði mér ekki grein fyrir því strax að bamatrúin, sem ég eignaðist heima og í sunnudaga- skólanum, dygði mér til sáluhjálp- ar. Ég þurfti að tileinka mér hjálp- ræðisverk Jesú. En þegar mér skildist það mætti ég Kristi og hann varð persónulegur frelsari minn. Hvers virði var þér það fé- lagsstarf, sem þér stóð til boða í KFUK? Það var óskaplega gaman að vera í þessu öllu. Það gaf mér svo mikið að ég þurfti ekki mörg önn- ur áhugamál. Ég var 15 ára þegar ég fór að taka þátt í unglingastarf- inu í KFUK og svo í KSS, Kristileg- um skólasamtökum. Þetta starf var allt mjög öflugt. Ég kenndi f sunnudagaskólanum, varð sveitar- stjóri og varð snemma stjómar- meðlimur í starfínu í Vindáshlíð. Snúum okkur aftur að sunnu- dagaskólanum. Segðu okkur frá sunnudagaskólanum í KFUM og K þegar þú varst þar og kennd- ir. Það var stór og vandaður sunnu- dagaskóli. Mér fannst gott að hafa flokkaskiptingu. Um miðbik hvers sunnudagaskólatfma var bömun- um skipt í flokka eftir aldri. Kenn- ari uppfræddi hvem hóp eftir því sem honum hæfði og fór vandlega gegnum textann, sem var búið að lesa fyrir alla saman í salnum. Kennarinn okkar hét Egilfna og hélt okkur vel saman, hafði líka fundi með okkur í miðri viku. Ég kenndi fyrst með henni. Mér fannst það mjög erfítt að bera ábyrgð á því að boðskapurinn kæmist rétt til bamanna i upphafi. Ástráður Sigursteindórsson var þá forstöðu- maður og kallaði kennarana saman einu sinni í mánuði til að fara með þeim yfir textann. Fyrstu áratug- ina vom textafundir í hverri viku. Geturðu orðað það fyrir okk- ur hvaða gildi trúin hefur haft í llfl þínu? Hún hefur verið mér allt. Ég get ekki komið orðum að því á annan hátt. Hún hefur verið mér mikill styrkur í öllu, sem hefur mætt mér í lífinu. Ég veit að ég er heppin að vera af þeirri kyn- slóð, sem gaf sér tfma til að kenna okkur vers, bænir og biblíusögur. En við þurfum áreiðanlega ekki að óttast að það sé bara liðin tfð. Ég vona að sú kynslóð, sem við f dag skilum út í lffið, eigi einnig eftir að þakka Guði fyrir það, sem við gáfum henni í veganesti. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: 5. Mós. 8.2-3 Mánudagur: Róm. 5.1-6 Þriðjudagur. Jóh. 6.1-16 Miðvikudagun 2. Mós. 16.11-18 Fimmtudagun 2. Pét. 1.2-11 Föstudagur: Jóh. 6.35-51 Laugardagun Jóh. 6.52-65

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.