Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Kæra félagsmála- ráðherra Svo sem kunnugt er, hefu'r Jó- hanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sent siðanefnd Blaðamannafélags íslands bréf, þar sem óskað er úrskurðar siða- nefndar um frétt í Þjóðviljanum hinn 25. febrúar sl. Fréttin er byggð á „heimildum Þjóðviljans í félagsmálaráðuneytinu". í bréfi ráðherrans segir m.a.: „Óviðunandi er gagnvart starfsfólki ráðuneytis- ins, sem engan hlut á að máli, að geta um heimildarmann innan ráðuneytisins án þess að skýra nánar frá því í fréttinni, hver hann er. Hefur framsetning blaða- mannsins á heimildarmanni í frétt- inni vakið mikla reiði meðal starfs- fólks. Á það ber að líta í þessu sambandi, að á opinberum starfs- mönnum hvílir rík trúnaðarskylda og iiggur refsing við, sé hún brot- in.“ Jóhanna Sigurðardóttir vísar síðan til 3. greinar siðareglna blaðamanna, þar sem segir: „Blaðamaður vandar upplýsinga- öflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasöm- um málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki, sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Félagsmálaráðherra telur í bréfí sínu, sem birt var í heild í Morgun- blaðinu í gær, að blaðamaður Þjóð- viljans hafi brotið gegn ákvæðum 3. greinar siðareglna með frétt Þjóðviljans frá 25. febrúar sl. Morgunblaðið fjallaði um vænt- anlega kæru Jóhönnu Sigurðar- dóttur í forystugrein hinn 1. marz sl. Þá hafði ráðherrann upplýst í samtali við Þjóðviljann, að slík kæra yrði lögð fram, en hins vegar var hún ekki komin fram og þar með ekki heldur formlegur rök- stuðningur ráðherrans. Sú gagn- rýni, sem fram kom í þeirri forystu- grein Morgunblaðsins á Jóhönnu Sigurðardóttur, var byggð á því, að ráðherrann mundi vísa til 2. greinar siðareglna blaðamanna. Nú er komið í ijós, að svo er ekki og sú gagnrýni, sem þá var sett fram á afstöðu ráðherrans á því ekki við. Þessi misskilningur Morg- unblaðsins á forsendum félags- málaráðherra er hér með leiðrétt- ur. Hins vegar telur Morgunblaðið að kæra ráðherrans með tilvísun til 3. greinar siðareglna sé ekki síður gagnrýnisverð, en ef kæran hefði byggzt á 2. greininni. Að mati Morgunblaðsins leggur ráð- herrann of þröngan og raunar rangan skilning í 3. grein siða- reglna, þar sem blaðamönnum er ætlað að „sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki, sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða van- virðu." Þessi grein siðareglna hlýtur að eiga við um allt önnur tilvik en þau, sem félagsmálaráðherra vísar til. Fjölmiðlar standa stundum frammi fyrir vandasömum ákvörð- unum um birtingu á frétt eða fréttamynd t.d., þegar um slys er að ræða og aðstandendur eiga um sárt að binda t.d. vegna dauða- slyss. Á síðasta ári birti Morgun- blaðið t.d. mynd af slysstað, þar sem ungur maður beið bana. Myndin var birt, ef það mætti verða til þess að vara aðra við, en það var ljóst, að birting myndar- innar olli miklum sársauka hjá aðstandendum. í þessu tilviki stóðu forráðamenn Morgunblaðsins frammi fyrir erfiðu vali og má út af fyrir sig segja, að hvor niður- staðan sem var, gæti verið hin rétta. Það er Ijóst, að 3. grein siða- reglna hlýtur að vera ætlað að veita fjölmiðlum aðhald í erfiðum ákvörðunum af þessu tagi. Þótt stjórnmálaþras geti vissu- lega valdið óþægindum og sárs- auka eru þó allir væntanlega sam- mála um, að þau óþægindi eða sárindi, sem af slíku leiða, eru af öðrum toga spunnin og léttvægari en ástvinamissir t.d. Bæði stjórn- málamenn og opinberir starfsmenn mega búast við því, að starf þeirra valdi því, að þeir geti orðið fyrir óþægindum í fjölmiðlum. Þess vegna mega þessir aðilar ekki ganga of langt í því að reyna að hefta starfsemi fjölmiðla. Það er svo önnur hlið á þessu máli, að meðferð Qölmiðla á ónafn- greindum heimildarmönnum er afar vandmeðfarin og býður raun- ar upp á misnotkun. Það er ekki hægt að segja, að fjölmiðlar á ís- landi hafi allt á hreinu í þeim efn- um. Það er líka mikill munur á því að segja, að frétt sé byggð á örugg- um heimildum eða segja, að hún sé byggð á heimildum á ákveðnum vinnustað. Slíkur fréttaflutningur kallar umsvifalaust fram tor- tryggni og rekistefnu á þeim sama vinnustað. Það hefur vafalaust gerzt í félagsmálaráðuneytinu og út af fyrir sig er hægt að skiija, að starfsmönnum þar þyki slík til- vísun óþægileg, þótt hún geti ekki að mati Morgunblaðsins verið grundvöllur kæru til siðanefndar, með tilvisun til greinar í reglum, sem á við um alvarlegri málefni. Það má líka segja, að það sé skortur á tillitssemi fjölmiðils við heimildarmann, sem ekki er nafn- greindur að vísa til hans á þann veg, að mjög hljóti að þrengja að honum. Þótt Morgunblaðið geti ekki fallizt á þær forsendur, sem kæra félagsmálaráðherra byggir á, er það út af fyrir sig af hinu góða, að fjölmiðlar og starfsmenn þeirra búa nú við vaxandi aðhald frá umhverfí sínu. Ekki veitir afí Undanfarna daga hafa borizt fréttir um, að hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru hafi fellt kjarasamninga þá, sem gerðir voru fyrir skömmu milli Vinnu- veitendasambandsins og Verkamannasambandsins. Fyrstu merki þess, að samningunum yrði ekki vel tekið voru viðtökumar á Dagsbrúnarfund- inum sl. mánudag, þegar samningamir voru samþykktir með 23 atkvæða mun og sú atkvæðagreiðsla síðan kærð til mið- stjómar ASI. Það er óvenjulegt, svo að ekki sé meira sagt, að forysta Dagsbrúnar geri kjarasamning, sem fær slíkar viðtökur í félaginu. Síðan hafa samningamir verið felldir í nokkmm félögum og samþykktir t.d. í Hlíf í Hafnarfirði með eins atkvæðis mun, eftir að atkvæðagreiðsla hafði verið endurtekin. Hér er um víðtækari óánægju að ræða en svo, að hægt sé að yppta öxlum og láta sem ekkert hafí gerzt. Kjaramálin em í uppnámi eftir þessa afgreiðslu í mörgum félögum og ómögulegt að segja til um, hvert framhaldið verður. Þau félög önnur, sem vom að búa sig undir að gera svipaða samninga og Verkamannasambandið, halda að sér höndum og bíða átekta. Morgunblaðið birti í gær, föstudag, við- töl við verkafólk í Grindavík og í Garðinum en á báðum þeim stöðum vom samningam- ir felldir. Viðtöl þessi vom tekin til að grafast fyrir um, hvers vegna samningarn- ir væm felldir. Jón Hjálmarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Gerða- hrepps, sagði í viðtali við blaðamann Morg- unblaðsins, að „það færi fyrir bijóstið á fólki hvemig starfsaldurshækkanirnar em útfærðar, að það þurfi að hafa unnið hjá sama vinnuveitanda í 12 ár til að fá þá •hækkun. Fólk, sem hefur 12 ára starfsald- ur og flyzt á milli, kannski þegar fyrir- tæki em lögð niður eða sameinuð, fer nið- ur í sjö ára taxtann. Það nær ekki nokk- urri átt. Svo fer það fyrir bijóstið á mönn- um, þótt enginn sé að fárast yfír laiinum byggingaverkamanna, að 16-17 ára ungl- ingar í byggingavinnu hafa hærri laun en fólk eftir 7 ára starf í fískvinnu." Benóný Benediktsson, formaður Verka- lýðsfélags Grindavíkur, sagði m.a.: „En það má segja, að ekki hafi verið óeðlilegt, að þessi samningur hafí verið felldur, þeg- ar búið er að taka það til baka með einu pennastriki, sem um hafði samizt eftir langa og stranga fundi. Gengið hefur ver- ið fellt um 5%. (Hið rétta er 6% — innskot Mbl.) Búvöraverð er að hækka. í dag emm við að fá hingað mkkanir um 60% eða jafnvel enn meiri hækkun bílatrygginga. Við þessi skilyrði er ekki við ,því að búast, að fagnaðarlæti bijótist út yfir þessum samningi. Það var greinilegt á fundinum, að þessi gengisfelling hleypti mjög illu blóði í fólk, það má segja, að hún hafí riðið baggamuninn. Ég held, að sú tíð sé liðin, að fólk geri sér þetta að góðu.“ Anna Hulda Júlíusdóttir, Rut Eygló Amardóttir og Sigríður Bachmann Andra- dóttir vinna allar í frystihúsi í Garðinum. Þær greiddu atkvæði gegn samningunum. Þær sögðu í viðtali við blaðamann Morgun- blaðsins: „Við emm allar með 172 krónur á tímann í gmnnlaun, það er miðað við 3 ára starfsaldur. Nýi samningurinn hefði gefíð 181 kr. á tímann í gmnnlaun. Það er engin hækkun. Við emm búnar að vinna hér í 5 ár og emm með lægra kaup en 16 ára strákar, sem em að byija í bygging- arvinnu." Hjördís Ólafsdóttir í Grindavík sagði: „Að ætla sér að hækka launin um 5,1% og fella svo gengið um 6% er fáránlegt. Hver getur lifað af 32 þúsund krónum? Bónusinn á ekki að telja með, það er auka- vinna, sem við leggjum á okkur til að geta lifað af laununum okkar. Og við vilj- um fá sama skattafslátt og sjómennimir. Við hefðum átt að vera búin að fá hann fyrir áratugum síðan." Eins og sjá má af þessum tilvitnunum fínnst þessu starfsfólki í fískvinnslu kaup- ið einfaldlega vera of lágt, ákvæði samn- inganna um starfsaldur fara fyrir bijóstið á því, samanburður við unga pilta í bygg- ingarvinnu sömuleiðis og svo hafa það augljóslega verið mistök hjá ríkisstjóminni að koma með efnahagsaðgerðir beint ofan í samningana, a.m.k. ef marka má við- brögð þessa fólks. Misrétti Það er alltaf erfítt að komast til botns í því, hvað ræður afstöðu fólks í launamál- um. Það er auðvelt að sýna fram á það með tölum, að það sé ekkert vit í því fyr- ir verkafólkið, sem hefur fellt kjarasamn- ingana, að leggja út í verkföll. En stundum stjómast fólk af tilfinningum en ekki skyn- semi eða tölulegum röksemdum og í sjálfu sér engin ástæða til að áfellast fólk fyrir það. Öllum, sem hafa með launamál að gera, ber saman um að samanburður á milli stétta og starfshópa ræður miklu um afstöðu fólks til launamála. Þetta kemur raunar skýrt fram í viðtölum Morgun- blaðsins við verkafólkið, sem áður var vitn- að til, þar sem samanburður við launakjör 16-17 ára pilta í byggingarvinnu vegur greinilega þungt í hugum fiskvinnslufólks. Með sama hætti má búast við, að saman- burður almennt á lífskjömm í landinu hafi áhrif á afstöðu launþega. Svo vill til, að Sjálfstæðismenn á Suður- landi héldu nýlega fund um launamisréttið og var rækilega skýrt frá þeim fundi í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Það segir auðvitað sína sögu, að Sjálfstæðismenn í kjördæmi formanns Sjálfstæðisflokksins, skuli yfírleitt telja ástæðu til að efna til umræðna um launamisréttið. Slíkur fundur væri ekki haldinn á vegum flokksins ef forystumenn hans teldu að ekki væri til- efni til þess. Á þessum fundi sagði Stella Steinþórs- dóttir, verkakona frá Neskaupstað m.a.: „Launamunur í þessu landi er orðinn alltof mikill, milli stétta, milli kynja og milli landshluta. Mikilvægt er að rétta þetta af. Það er erfitt að hafa það sífellt á tilfinning- unni að vera annars eða þriðja flokks borg- ari í landinu. Fáir útvaldir fá nú stærri skerf af þjóðarkökunni en þeir eiga að mínu mati. Það er brýn nauðsyn að rétta hag gmnnatvinnuveganna og gera þeim kleift að greiða mannsæmandi laun. Verkafólk og landsmenn em orðnir lang- þreyttir á yfírvinnuþrældómi og lágum launum. Konur em orðnar langeygar eftir jafnréttinu. Við væntum úrbóta." Grétar Pétursson, verkamaður frá Þor- lákshöfn, sagði, að „gildismat vinnu væri einkennilegt hér á landi. Fiskveiðar og vinnsla skapaði 80% af gjaldeyristekjunum og þó væri fólk þar á lægstu töxtunum. Sér fyndist að fólk, sem ynni í fiski, ætti að hafa hæsta kaupið og aðrir hefðu kaup í samræmi við það, sem eftir væri.“ Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á þess- um fundi. Ræða hans sýndi, að hann ger- ir sér grein fyrir því, að launamisrétti er til staðar. Hann sagði m.a.: „Lýðræðisþjóð- félagið byggir þó ekki einungis á frelsi, heldur einnig samkomulagi og sáttum og það er ekki síður mikilvægt, að sú megin- regla sé viðurkennd, þar sem óhóflegur mismunur á kjömm er óásættanlegur og grefur undan meginstoðum lýðræðisins. Það er vandi og ábyrgð samningsaðila að fínna þama hinn gullna meðalveg en ávallt em uppi mismunandi skoðanir á hvað teljist réttlátur launamunur." Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins og Dagsbrúnar, var einnig á þessum fundi Sjálfstæðis- manna á Suðurlandi. Hann sagði að „þjóð- félagið hefði mikið breytzt á undanfömum ámm úr lítið stéttskiptu þjóðfélagi, sem bændur, sjómenn og verkamenn hefðu sett meginsvipinn á, í það að vera þjóð- félag sérfræðinganna og sérhæfðs fólks af ýmsum toga. Eitt einkenni á þessum hópum, en innan þeirra væm margir góð- ir einstaklingar úr ýmsum flokkum, væri kröfuharka án tillits til aðstöðu og kjara annarra. Hann vildi kalla þessa hópa kaupkröfuklúbba og hann óttaðist, að þeir væm að ýmsu leyti orðnir sterkari aðili í þjóðfélaginu en almennt verkafólk, sem jafnframt því að beijast fyrir sínum kjör- um, reynði að tryggja kjör gamals fólks MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 35 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. mars Hilmir SU rneð fullfermi af loðnu. Morgunblaðið/Snorri Snorrason. og bamafólks til dæmis. Verkalýðshreyf- ingin hefði á undanfömum ámm breytt þessu þjóðfélagi mikið, þótt oft á tíðum fyndist fólki það ganga hægt. Ef ræstinga- kona hækkaði um 13% í launum skyldi það ganga upp allan launastigann, hvort sem launin væm 250 eða 500 þúsund." Landsbyggðin Inn í þá mynd, sem hér er verið að draga upp, blandast landsbyggðin og byggða- stefnan almennt. Á fundi Sjálfstæðis- manna á Selfossi, kom hvað eftir annað fram, að ræðumenn töldu, að launamunur gæti farið nokkuð eftir byggðarlögum. Áður hefur verið vitnað til orða Stellu Steinþórsdóttur, sem taldi launamun m.a. byggjast á því hvar fólk byggi á landinu. Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík í Mýrdal, sagði „að Suðurlandskjördæmi væri sennilega mesta láglaunasvæði lands- ins, jafnvel þótt Vestmannaeyjar væm teknar með. Hann sagðist álíta mikið laun- amisrétti á íslandi og það sem verra væri, það færi vaxandi frekar en hitt. Aðalorsök- in væri erfíð staða framleiðslugreinanna, þar sem væm lægstu launin og minna svigrúm en oft áður vegna hárra vaxta og fastgengisstefnunnar." Sæmundur Runólfsson í Vík í Mýrdal sagði einnig á þessum fundi, að launamisrétti væri mikið á milli landshluta. Staða mála á landsbyggðinni í heild sinni veldur áhyggjum. Sveitir, sem áður vom blómlegar, em að fara í eyði. Þorpin, sem byggðust upp á þjónustu við landbúnað- inn, em ekki svipur hjá sjón. Þetta er stað- reynd, sem ekki verður umflúin og kallar á miklar þjóðlífsbreytingar á næstu ámm og áratugum. Kaupfélögin, sem hafa í áratugi verið burðarásinn í þjónustu við landbúnaðinn, standa af þessum sökum frammi fyrir stórfelldum vandamálum í rekstri. Raunar er hægt að fullyrða, að þeim hlýtur að fækka vemlega á næstu ámm. Nú bætist það við að telja verður að gmndvallarvandi sé á ferðinni í frystihúsa- rekstri landsmanna. Mörg sjávarplássin byggjast upp í kringum útgerðina og frystihúsin. Þær breytingar, sem orðið hafa í útgerð og hafa leitt til aukins út- flutnings á ferskum fiski og skilar útgerð- armönnum og sjómönnum miklum tekjum, þýða, að staða fiskvinnslunnar er veikari en áður. Þessi veika staða kallar á samein- ingu frystihúsa víða á landsbyggðinni. Slík sameining leiðir aftur til byggðaröskunar, sem getur orðið tilfínningalega erfíð fyrir fólk. Þessir erfiðleikar í atvinnulífinu á lands- byggðinni til sjávar og sveita kalla á við- brögð stjómvalda og stjómmálaflokka. Af þeirra hálfu hefur farið lítið fyrir hug- myndaríkum umræðum um vandamál landsbyggðarinnar. En það er augljóst, að samdráttur í atvinnulífí á landsbyggðinni leiðir til þess, að tekjur fólks fara minnk- andi á þessum stöðum og þá koma fram raddir um launamisrétti eftir landshlutum, eins og minnt var á á fundinum á Sel- fossi. Þess vegna verður að líta svo á að landsbyggðarpólitíkin sé hluti af þeim vanda, sem við er að fást í launamálum um þessar mundir. Guðmundur J. Guðmundsson orðaði þetta á þann veg á Selfossfundinum, að „tvær þjóðir væm farnar að búa í landinu. Víða út um land, til dæmis í Borgarnesi og á Hellu, væri fólk ekki með nema um 500 þúsund krónur í árslaun. Hjón eða sambýlisfólk ynnu bæði úti myrkranna á milli og unglingar fæm út á vinnumarkað- inn strax og þeir gætu.“ Lánskjaravísitalan Lánskjaravísitalan kemur óhjákvæmi- lega til sögunnar í umræðum um kjara- mál. Á Selfossfundinum sagði Olafía Margrét Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Sel- fossi, m.a., að hún hefði oft velt því fyrir sér, hvað yrði um ágóðann af framleiðsl- unni, hvort einhvers staðar væri stór ófreskja, sem gleypti ómælt fjármagn. Síðan sagði Ólafía: „Nýlega rann upp fyr- ir mér ljós. Ófreskjan er rækilega merkt lánskjaravísitala stómm stöfum." Hún sagðist hafa „tekið lífeyrissjóðslán að upp- hæð 87 þúsund krónur árið 1981 til þess að eignast þak yfír höfuðið. í dag stæði lánið í 488 þúsund krónum, þó hún borg- aði á hveiju ári tugi þúsunda í afborgan- ir. Hún teldi ekki eftir sér að borga það, sem hún tæki að láni, en öðm máli gegndi um að skuldimar hækkuðu alltaf hlutfalls- lega meira en launin." Lífeyrissjóður verzlunarmanna var sennilega meðal fyrstu lífeyrissjóðanna, sem buðu félagsmönnum sínum upp á verðtryggð lán. Þegar þau vom kynnt fyr- ir tæpum áratug, var lögð áherzla á, að afborganir og vextir yrðu alltaf nánast sama eða svipað hlutfall af launum lántak- enda. Um þessar röksemdir má m.a. lesa í Morgunblaðinu frá þeim tíma. Hér skal ekkert fullyrt um það, hvernig þessi verð- tryggðu lán koma út, þegar á heildina er litið og yfír langt tímabil. Hitt fer ekki á milli mála, að sú ákvörðun ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar sumarið 1983 að taka kaupgjaldsvísitöluna úr sambandi en halda lánskjaravísitölunni varð mörgum dýrkeypt næstu árin á eftir og er áreiðan- lega höfuðástæðan fyrir því, að launþegum fínnst lánskjaravísitalan vera ófreskja, eins og hún var nefnd á Selfossfundinum. Þótt grandvallarsjónarmiðið að baki henni sé það að fólk eigi að borga til baka sömu verðmæti og það tók að láni. Hvað er til ráða? Hér hefur verið leitazt við að fjalla um þær ástæður, sem geta legið að baki því að kjarasamningar hafa verið felldir í svo mörgum félögum og kjaramálin em nú í uppnámi og þar með staða atvinnulífsins í landinu og raunar pólitíkin í heild sinni. En hvað er til ráða? Það fer ekkert á milli mála, að þjóðarbúskapurinn leyfír ekki stórfelldar kauphækkanir nú. Hér í Reykjavíkurbréfí var fyrir hálfum mánuði fjallað um vanda frystihúsanna og sett fram sú skoðun, að gengisbreyting ein mundi ekki leysa vanda þeirra, heldur yrði frystiiðnaðurinn að taka sjálfan sig taki og vinna að endurskipulagningu, sem mundi leiða til stóraukins hagræðis í rekstri. Núverandi ríkisstjórn hefur verið býsna athafnasöm frá því að hún tók við völdum. Hún hefur verið óhrædd við að leggja á þjóðina margvíslega skatta til þess að ná tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar. Staðreyndin er hins vegar sú, að yfirbygg- ingin á þjóðfélagi okkar er orðin gífurlega mikil. Eyðslan og sóun fjármuna í þessari yfírbyggjngu er miklu meiri en fólk órar fyrir. Að sumu leyti em ráðamenn þjóðar- innar orðnir svo nátengdir þessu kerfi, að þeir taka ekki eftir því. Aðrir gefast hrein- lega upp við að framkvæma einhveija hreingemingu, þegar þeir komast í valda- stóla, þegar þeir finna vanþóknun kerfis- ins. Það er ekki endalaust hægt að halda þeim röksemdum að lægstlaunaða fólkinu, að það geti ekki fengið meir vegna þess að engu sé að skipta á sama tíma og þessi sóun fer fram í opinbera kerfinu. Hér skal fullyrt, að ef núverandi ríkis- stjóm tekur sér fýrir hendur að skera á þessa eyðslu og sóun mun hún fljótlega verða þess vör, að hún nýtur öflugs stuðn- ings þess fólks, sem nú er að fella kjara- samninga í hveiju verkalýðsfélaginu á fætur öðra. Það verða margir tilbúnir til þess að taka á sig einhveijar byrðar og fómir, ef þeir sannfærast um, að þeir, sem ráða ferðinni, gera ekki síður kröfur til sjálfra sín en annarra. Það, sem höfðin- gjamir hafast að .... „En það er aug- ljóst, að samdrátt- ur í atvinnulífi á landsbyggðinni leiðir til þess, að tekjur fólks fara minnkandi á þess- um stöðum og þá koma fram raddir um launamisrétti eftir landshlut- um, eins og minnzt var á á fundinum á Sel- fossi. Þess vegna verður að líta svo á, að landsbyggð- arpólitíkin sé hluti af þeim vanda, sem við er að fást í launa- málum um þessar mundir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.