Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 31 um 5,3 milljónir iítra. í þessu magni af léttöli eru 210.940 1 af hreinu alkóhóli. Það þýðir að hver Islendingur, 15 ára og eldri, en þeir voru 183 þúsund í des. ’87, hafi drukkið sem svarar ti\ 28,8 lítra af léttbjór eða pilsner á síðasta ári, það er 0,580 1 eða rúman hálfan lítra af hreinu alkóhóli með „óáfenga ölinu“. Þessi blanda er samkvæmt lögum leyfileg, en getur hún verið skaða? Jón Ottar Ragnarsson segir í bók sinni, „Næring og heilsa", að maður sem vegur 70 kg megi aðeins drekka sem svarar 20 ml af hreinum vínanda, eða sem svarar einum og hálfum sjúss af sterku víni, eða einu og hálfu glasi af borðvíni, án þess að eiga á hættu að missa ökuleyfið. Það er raunar ekki erfítt að reikna út, hvað tvöfalt alkóhólmagn sem er í einni dós af sterkum bjór, gerir grannholda hálfvöxnum ungl- ingi, sem vanur er að innbyrða fyrir- hafnarlítið 1—2 dósir af pilsner sem væri hann „Trópí“. En myndum við treysta honum fyrir heimilisbílnum ef hann hefði áður drukkið tvöfald- an whisky-„sjúss“, en það er svipað og einn sterkur bjór? Gera menn sér raunverulega grein fyrir því hve mikið magn af alkóhóli er í einum bjór? Vita menn hve mikið af alkóhóli er í „óáfengum" pilsner, bjór eða í maltöli, sem börnin okkar drekka eins og gosdrykkur væri? Það hefur mikið verið um slys hér að undanförnu, bæði á sjó og á landi. Skýring á þeim liggur ekki fyrir, en það er ljóst að umferðar- slysin í höfuðborginni stafa ekki af þrengslum á götum, heldur fremur af sljóleika og röngu mati á aðstæð- um. Það er tímabært að velta þessum áhættuþáttum fyrir sér, því verði bjórfrumvarpið samþykkt getur það verið of seint að íhuga hvort í raun bjórinn muni reynast þjóðinni böl eða bijóstbirta. Höfundur er blaðamaður. Vilhelmína Ólafsdóttir píanóleik- ari og Dóra Reyndal sópransöng- kona sem halda tónleika í Norr- æna húsinu á þriðjudaginn. Tónleikar í Norræna húsinu DÓRA Reyndal sópransöngkona og Vilhelmína Ólafsdóttir pianó- leikari halda ljóðatónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 8. mars kl. 20.30. Á efnisskránni verða lög eftir Alban Berg, Richard Trunk, Maurice Ravel, Henri Dupark og William Walton. (Fréttatilkynning) 0°|úðWssívR Uglan: NÝR KILJUPAKKI UGLAN — Islenski kiljuklúb- burinn hefur sent frá sér bóka- pakka, þann áttunda í röðinni. I pakkanum eru þrjár bækur, Glæpur og refsing (seinna bind- ið), Pottarím eftir Sigrúnu Dav- íðsdóttur og Purpuraliturinn eftir Alice Walker. Glæpur og refsing er þýdd beint úr frummálinu og er það verk Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Bókin er 232 blaðsíður að stærð, prentuð hjá Nörhaven bogtrykkeri. Teikn hann- aði kápu, en kápuna skreytir hluti úr málverki eftir Emil Nolde. Pottarím eftir Sigrúnu Davíðs- dóttur byggir á matreiðsluþáttum sem hún birti í Morgunblaðinu fyrir fáeinum árum. Höfundur ræðir m.a. um matargerð á fyrri tímum hér og erlendis og hefur hún frá mörgu að segja. Bókin er 235 blaðsíður að stærð, myndskreytt af Sigrúnu Eldjám og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Teikn hannaði kápu. Purpuraliturinn eftir Alice Wal- ker fjallar um blökkukonu í Suð- urríkjum Bandaríkjanna sem bæði er kúguð vegna kynferðis síns og Kiljur þær sem Uglan hefur sent frá sér: Glæpur og refsing, Pott- arím og Purpuraliturinn. hörundslitar. Ólöf Eldjárn þýddi mörku hjá Nörhaven bogtrykkeri söguna. Bókin er prentuð í Dan- og er hún 263 blaðsíður. Mars Ijud. Sunnud. ($) /ikud. Mánud. 0 imtud. Þriöjud. / tud. Miövikud. í gard. Fimmtud. X:;. Föstud. Apríl (j?) Miðvikud. Mánud. Laugard. Fimmtud. Þriðjud. . Laugard. Fimmtud. Þriðjud. Sunnud. Föstud. Miðvikud. I 0 (J) ^ Sunnud. Föstud. Miðvikud. Mánud. Laugard. Fimmtud. 9MÍ Mánud. Laugard. Fimmtud. Þriðjud. Sunnud. Föstud. % X ■! i - .........^ Þriðjud. Sunnud. Föstud. Miðvikud. Mánud. Laugard. ■it : ■.. •■:' Það er óþarfi að bíða eftir góða veðrinu langt fram á sumar. . . Gerðu páskana eftirminnilega og komdu með okkur til Mallorka 30. mars — 13. apríl. Örfá sæti laus. (mmrTMc FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SÍMAR 28388 - 28580 — 44S.1988*.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.