Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 37 1878 var kirkjan orðin hrörleg. Á háaloftinu eru m.a. geymd skrifpúlt frá Bókmenntafélaginu. I kirkjunnar þágn Eftir því sem árin liðu var það æ ljósara að Dómkirkjusöfnuðurinn þurfti einhvetja aðstöðu fyrir sitt starf. Bókmenntafélagið flutti því ofan af kirkjuloftinu 1962 og það var tekið í notkun til fundarhalda og annarrar starfsemi í þágu safn- aðarins. Kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar hefur nú aðstöðu á loft- inu og ennfremur hafa fermingar- bömin gengið þar til spuminga. Þar að auki heldur sóknamefndin þama fundi og Dómkórinn heldur þar æfingar. Á árunum 1965-66 var skipan herbergja á loftinu breytt og 1969 var gerður öryggisstigi frá kirkju- loftinu að norðaustan niður á hliðar- svalir. Dómkirkjuloftið sjálft ofan við kirkjupallana er alls 182 fermetrar en þar yfir er geymsluloft, 62 fer- metrar. Eins og nú háttar á kirkju- loftinu er fundarsalur í austurenda. Um miðbik og í vesturenda kirkju- loftsins em herbergi, salemi og aðstaða til að hita kaffi. Ur vestur- enda er gengið inní tuminn og uppá háaloftið. Á háaloftinu em geymdir ýmsir þeir munir kirkjunnar sem hætt er að nota. Skjaldarmerki o g spýtubakkar Fulltrúi Morgunblaðsins átti tal við kirkjuvörð Dómkirkjunnar, sr. Andrés Ólafsson, og bað hann, að le'iða sig um kirkjuloftið. Þá komið er í fundarsalinn í vesturenda ber fyrst fyrir augu tréskildi tvo, út- skoma og málaða í hvítum lit og bláum. Annar skjaldanna er með fangamarki Kristjáns konungs átt- unda. Var hann framan á kirkju- tuminum frá 1847 fram á miðja þessa öld. Hinn skjöldurinn sýnir verðugt tákn íslands, flattan þorsk. Annað sams konar skjaldarmerki er einnig á öðmm stað á loftinu. Skildir þessir vom utan á hliðum kirkjutumsins fyrstu áratugina eft- ir endurbæturnar 1847-48. í lofti em þrír gaslampar sem enn gegna því upphaflega hlutverki að lýsa til á kirkjuloftinu en nú hafa þeir skipt um orkugjafa og em tengdir rafmagni. Það vakti athygli blaðamanns að á veggjum sést móta -fyrir fömm eftir bókahillur sem minna á fomt menningarhlutverk kirkjuloftsins. Undir leiðsögn Andrésar var klifrað upp á háaloftið. Kirkjuvörð- ur vakti athygli blaðamanns á skrif- púltum tveim sem þar em, þau munu vera frá tíð Bókmenntafé- lagsins. Á háaloftinu var einnig töluvert úrval af gömlum ljósastæð- um frá þeirri tíð er Reykvíkingar notuðu gas til lýsingar. Þar gaf einnig að líta svarta gluggahlera. Andrés sagði skrifara Morgun- blaðsins að sú saga gengi að í eina tíð hefðu menn kosið að hafa skugg- sýnt við útfarir. Innst á háaloftinu rakst fulltrúi Morgunblaðsins á tré- kassa með 15 bökkum og fjölda skála með gati í miðju. Morgun- blaðsfulltrúanum kom það fyrst í hug að hér myndi vera um að ræða einhvers konar blómsturpotta elleg- ar öskubakka. Svo reyndist ekki vera. Andrés kirkjuvörður upplýsti blaðamann um að hér væm komnir svonefndir spýtubakkar eða hrákadallar kirkjunnar. Sem kunn- ugt er, eiu bakkar þessir ætlaðir* til að spýta í tóbakshráka. Ein- hverra hluta vegna mun þessi forni siður, að taka upp í sig, hafa lagst að mestu af. Bakkarnir em því óþarfír í kirkjunni. Eftir að hafa svalað forvitninni á háaloftinu lá leiðin upp í kirkju- tuminn. Fyrst varð fyrir gangverk klukkunnar sem segir vegfarendum til um tímann. Klukkan var sett upp í tuminum 1897 af Magnúsi Benj- amínssyni úrsmið. Klukka sem áður hafði þama verið var gefin til Keflavíkurkirkju. Á hæðinni þar fyrir ofan em kirkjuklukkurnar sem lengi hefur borið fyrir eym en síður augu Reykvíkinga. Era þær tvær og á annarri má lesa ártalið 1777. Það má telja næsta líklegt að klukk- ur þessar séu báðar úr Víkurkirkj- unni gömlu sem stóð í Aðalstræti en getið er um þijár klukkur í pró- fastsvísitasíu frá 19. ágúst 1794. Vonir standa til að Dómkirkjan eignist safnaðarheimili í einhveiju af nærliggjandi húsum og e.t.v. rennur aftur upp sá tími að söfn verði geymd á kirkjuloftinu. Texti: PLE Myndir: Sverrir Baráttufund- ur kvenna að Hallveig- arstöðum Baráttufundur kvenna verður haldinn að Hallveigarstöðum þann 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Fundurinn hefst kl. 20.30. Að fundinum standa; Menningar- og friðar- samtök íslenskra kvenna, Sam- tök kvenna á vinnumarkaði, Samtök um Kvennalista og Kon- ur í Alþýðubandalaginu. Ávörp á fundinum flytja: Margrét Bjömsdóttir verkakona, Lilja Ey- þórsdóttir bankamaður og Laufey Jakobsdóttir amma. Þá les Bríet Héðinsdóttir leikari upp og Kjur- egej Alexandra syngur við undirleik Mattíasar Kristiansens. Fundar- stjóri verður Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarfulltrúi. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! (gauknEcht kæliskápar «§$► Frigor frystikistur (Bauknecht frystiskápar FALLEG»STERK»SPARNEYTIN kælitæki í úrvali KVC2811 256 I. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 160 x 55 x 58,5 T 1504 1251. geymslur. mál ísm. (hxbxd). 85x46x60 KRC1611 1631. geymslur. mál í sm. (hxbxd) 85 x 55 x 60 TV 1706 1731. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 85 x 60 x 60 TV 1424 GA 1221. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 85 x 50 x 60 SR 2606 2491. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 133x55x60 KVC2411 2161. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 140 x 55 x 58,5 KGC2511 2131. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 139 x 55 x 60 Litla eldhúsið Vaskur, eldavél og ísskápur. mál í sm. (hxbxd): 90 x 100 x 60 PC2924GA 2551. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 167x55x60 fA\ GKC2911 243 I. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd) : 160x59,5x60 PCT3526 3051. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 180x60x60 B460 4301. nettó geymslur. mál í sm.: | 89 x 150x65 GKC2411 2031. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 140x60x60 GKC1311 1071. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 85x55x60 GKC2011 1631. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 120x60x60 Gott verð! Engin útborgun! Greiðslukjör: 2ár! íhAji SAMBANDSINS B380 3501. nettó geymslur. mál I sm. (hxbxd): 89 x 128x65 B275 2501. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 89 x 98 x 65 ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0-68 /266 B200 170- 1701. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 89 x 73 x 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.