Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 9 HUGVEKJA Hveiju truir þú? eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON ■ 3. sd. í jostu Jóh. 2; 13.-22. Það er rétt, ég er að spyija þig og biðja þig um að hugleiða stutta stund hveiju þú svarar. Ég veit ekki svarið en hitt þykist ég vita að spumingar og svör um trúmál eru næstum feimnismál hjá mikl- um meirihluta þjóðarinnar. Það er einhver frumþörf í okkur öllum sem leitar trúar og við reynum svo oft að svara þeirri frumþörf með því að leita til einhvers sem við höldum að séu vísindi, áþreif- anlegar staðreyndir um fortíð og framtíð, sem snerta okkur, sem sé því auðveldara að fjalla um. Hér á ég við ýmis konar dul- hyggju sem styðst við meistara eða spámenn, sem bækur eru skrifaðar um eða jafnvel eftir þá sjálfa og þar er ævinlega tíundað nákvæmlega hvemig allt á að koma fram, hvort sem það eru stjömuspádómar eða önnur fræði þeim tengd eða draumaráðningar, spádómar í allskonar spil, í bolla, í hendi eða íhugun með mörgum hliðarsporum að Austurlandasið, klætt í ný föt fyrir okkur á Vest- urlöndum. Þessi dulvísindi, ef ég má nota það orð, eru vafalaust oft til ánægju og veita tímabundinn til- gang, en veita þau ekki jafn oft vonbrigði? Kristin trú byggir á allt öðm. Hún byggir á persónu- legu sambandi við Jesúm Krist, við lestur ritningarinnar og við bæn, þar sem öllu skiptir hveiju sinni hvemig við komum fram á stundinni sem er að líða við ná- unga okkar. Kristin trú er einnig „fullvissa um það sem við von- um“, um lífíð handan við þetta jarðlíf, um lífið sem hann flutti okkur fagnaðarboðskap um, þeg- ar hann sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa,“ um lífíð, sem páska- dagsmorgunn eftir föstudaginn langa leiddi í ljós. Þennan fagnaðarboðskap eig- um við kristnir menn að flytja áfram með trú okkar og fram- komu til hverrar nýrrar kynslóð- ar, sem vex upp. Fyrsti sunnudagur í mars hefur í mörg ár verið helgaður æsku þessa lands, þar sem við sem eldri erum reynum á sérstakan hátt að ná til hinna ungu með ábending- um og vamaðarorðum og reynum einnig að kalla eftir þeirra skoð- unum og þeirra trú. Kjörorð æsku- lýðsdagsins er: Verið glöð í Drottni og auglýsing sýnir hlaup- andi kirkju. Hvort tveggja á að segja okkur frá gleði þess að starfa og þjóna í kirkju, sem er félag manna, sem vill koma öðrum til hjálpar svo fljótt að við þurfum að hlaupa til að missa ekki af tækifærinu. Forsenda þess að við hlaupum til starfa til góðs og í kærleika er að við eigum kristna trú. Þessa trú getur enginn gefíð öðrum, en það er hægt að sá til hennar með handleiðslu foreldra eða annarra vandamanna til bamsins sem spyr, barnsins sem heyrir og bamsins sem sér. Það er ekki nóg fyrir foreldra að ætla skólanum að sjá um trúar- uppeldi bama sinna. Skólarnir hafa breyst. Nýtt námsefni hefur tekið við í kristindómsfræðslu, sem reynir mjög á hæfni kennara til leiðsagnar. Ef kennarar bregð- ast því hlutverki er námsefnið verra en það sem áður var, því þá kunna bömin ekki skil á krist- inni trú og þekkja ekki einu sinni til dæmisagna Jesú Krists. Að auki hefur ný skólalöggjöf aukið svo mjög námsefni og bætt við nýjum valgreinum, að kristin- dómsfræðsla hefur orðið að hopa, því ekki er hægt að lengja skóla- tímann hvem dag og skólastjórar verða að leysa þennan óleysanlega vanda með því að minnka eða ein- falda kennsluna í öðmm greinum. Er nema von að það bitni á kristindómsfræðslu? Kennarar geta sagt að trúarfræðsla eigi að vera að mestu leyti í höndum for- eldra, það sé trúfrelsi og kennar- anum sé aðeins skylt að kenna bömunum ýmsar siðareglur, því skólalöggjöfín tali aðeins um ábyrgð skólans til uppeldis í sið- gæðisþroska. Spumingin hljómar því til okk- ar allra í dag, á öllum aldri: Hverju trúum við? Hvaða vega- nesti viljum við gefa baminu okk- ar út í lífíð, út í baráttuna þar sem allir virðast vera á hlaupum eftir því veraldlega. Það dugar ekki að segja við bamið: Ég vildi óska að þú yrðir betri en ég, trú- aðri en ég, sannkristnari en ég. Það þýðir ekki heldur að halda bömum að kristinsdómsfræðslu með skipunum — kenna því bæn- ir en láta það síðan komast að því að við biðjum ekki bænimar sjálf á kvöldin. Ég er ekki að lá neinum neitt en minni á að barn- ið gengur þá leið sem foreldrið gengur, að fordæmi er það eina sem bamssálina mótar. Hand- leiðsla, en ekki skipun, lotning og virðing, en ekki afskiptaleysi, þátttaka í bæn en ekki innantóm orð. Látum bömin okkar finna að það sé okkur mikið alvörumál, að kristin trú sé farsælli leið til lífshamingju en allar aðrar leiðir. Verum með þeim í bænaiðkun, göngum með þeim til kirkju og látum þau finna að við trúum því að Guð sé til, að Drottinn Jesús Kristur sé í lífi okkar og að við sigrum alla erfíðleika og þjáningu um síðir, því að lífíð haldi áfram, sigur Jesú sé sigur okkar og líf hans líf okkar. Orð ritningarinnar í dag segir frá þvi þegar Jesús talaði við fólk- ið um musterið sem hann mundi reisa á þremur dögum. Þar segir: „En hann talaði um musteri líkama síns. Þegar hann því var upprisinn frá dauðum, minntust lærisveinar hans, að hann hafði talað þetta og þeir trúðu ritning- unni og því orði, sem Jesús hafði talað.“ Hveiju trúir þú? Lærisveinar Jesú trúa enn ritningunni og því orði sem hann talar. Þeir þurfa ekki að leita annað og þeim ber að fræða bömin sín um þennan fagnaðarboðskap. Það er hveiju sinni æskulýðsdagur. VÖRN GEGN VERÐBÓLGU KJARABRÉF - Ávöxtun : 12 - 14%*umfram verðbólgu TEKJUBRÉF - Ávöxtun: 12 - 14%*umfram verðbólgu MARKBRÉF - Ávöxtun: 13 - 16%*umfram verðbólgu BANKABRÉF - Ávöxtun: 9 - 10% umfram verðbólgu SPARISKÍRTEINI - Ávöxtun: 7,2 - 8,5% umfram verðbólgu ee w VAXTAKJORIN I DAC Hér að ofan geturðu séð hvernig TALADU VID OKKUR Sérfræðingar Fjárfestingarféiagsins vaxtakjörin eru í dag. Þess ber þó að gæta að tölurnar eru birtar eru alltaf til viðtals í Kringlunni og í Hafnarstræti 7. Þeir veita R án tillits til sölulauna eða innlausnargjalds. Fjárfestingarfélagið þér góð ráð um ávöxtun peninganna þinna, innlausn spari- g er alltaf reiðubúið til þess að veita þér upplýsingar um bestu skírteina, kaup og sölu verðbréfa, gengi verðbréfa, aðstoð við f kosti verðbréfamarkaðsins hverju sinni. fjárfestingar og annað sem þú þarft að vita. í dag er nauðsynlegt * Áœtluð raunávöxtun nœstu nánuði 30 Sér aðst°ð Þeirra Sem Þekkja markaðinn. GENGl 4. MARS______________ KJARABRÉF 2.679 TEKJUBRÉF 1.368 MARKBRÉF 1.390 FJÖLÞJÓÐABRÉF 1.268 Símsvarinn okkar er í vinnu allan sólar- Tólf ár í fararbroddi! hringinn. Hann veitir þér upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa. SÍMANÚMER SÍMSVARANS ER 28506 FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK, S (91) 689700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.