Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 1
72 SÍÐUR B 69. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Málefni Afganistan ber á góma í Washington: Skrifað verði und- ir friðarsáttmála áður en herliðið fer Washington, Reuter. EDÚARD Shevardnadze, utanrikisráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær að stjórnin i Moskvu vildi að samkomulag yrði undirritað i friðarvið- ræðunum um Afganistan i Genf áður en brottflutningur sovésks her- liðs frá landinu hæfist. Sagði ráðherrann þetta er hann ræddi við blaðamenn i upphafi seinni fundar hans með George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Stangast þessi ummæli á við það, sem haft var eftir talsmanni sovéska utanrikisráðuneytisins i Moskvu, að sovéskt herlið yrði flutt brott þótt slitnaði upp úr samninga- viðræðunum sem standa yfir í Genf. „Það væri betra að gengið yrði frá samningum í Genf,“ sagði Shev- ardnadze við blaðamenn þegar verið var að taka myndir af þeim Shultz áður en fundur þeirra hófst í gær. Var þetta svar ráðherrans við spum- ingu um ummæli talsmanns sovéska utanríkisráðuneytisins, Vadíms Pfrífílíjevs, í síðustu viku þess efnis að sovéskt herlið yrði kallað á brott þótt ekki hefði tekist að semja í Genf. Sagðist Shevardnadze raunar ekki hafa vitað að talsmaðurinn hefði sagt þetta. „Við sjáum hvað setur,“ bætti hann við. Viðræður Shevardnadzes og Shultz, sem hófust á mánudag og lýkur í dag, hafa snúist um undirbún- ing fjórða fundar Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gor- batsjovs leiðtoga Sovétríkjanna. Þrátt fyrir að afstaða Bandaríkja- manna í málefnum Afganistan hafi farið harðnandi að undanfömu og Reuter Sovésk tíska Efnt var til tískusýningar í Moskvu nýlega til þess að vekja athygli á að hafin er útgáfa á nýju tískublaði, Sjúr- nal Mod, i Sovétríkjunum. Þessi samkvæmiskjóll var framlag hönnuðarins Víjatsj- eslavs Zaítsovs til sýningar- innar sem að sögn viðstaddra var afar glæsileg. mikið beri á milli í afstöðu ríkjanna til Nicaragua gaf Shevardnadze í skyn á mánudag að Sovétmenn væm reiðubúnir að ákveða dagsetningu fyrir næsta leiðtogafund sem halda á í Moskvu, að öllum líkindum í maí. Shevardnadze mun í dag snæða hádegisverð með Ronald Reagan. Persaflóastríðið: Reuter Mitterrand kemur til frönsku sjónvarpsstöðvarinnar Antenne 2, þar sem hann tilkynnti um framboð sitt. Mitterrand sækist eftúr endurkjöri París, Reuter. FRANCOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, tilkynnti í gær- kvöldi að hann mundi sækjast eftir endurkjöri i forsetakosn- ingunum 24. apríl og 8. maí næstkomandi. Mitterrand er 71 árs og jafnað- armaður. Skoðanakannanir að undanfömu hafa sýnt að hann nýtur mun meira fylgis en helztu keppinautar hans, hægrimennim- ir Jacques Chirac, forsætisráð- herra, og Raymond Barre, fyrrum forsætisráðherra. Hann var kos- inn forseti Frakklands árið 1981. í hitteðfyrra minnkuðu völd hans er hægrimenn unnu þingkosning- ar og veltu ríkisstjóm jafnaðar- manna úr sessi. íraski herinn sakaður um notkun efnavopna Nikosíu, Reuter. ÍRANIR segja að írakar hafi varpað efnasprengjum á þijá bæi norð- arlega í íran í gær. íranir segja jafnframt að margir hafi látið lífið og særst í efnaárásum íraka. íranskir byssubátar skutu á skip á Persaflóa í gærmorgun, þar á meðal norskt flutningaskip, Hav- glimt, sem er í eigu útgerðarfélagsins Havtor í Singapore og gríska tankskipið Stavros. Talið er að tveir menn hafi látið lífið og 10 særst í árásunum á Persafióa. Árás var gerð á bæi í grennd við írönsku landamærin nálægt bænum Marivan í gær, að sögn fréttastof- unnar IRNA. Fréttir frá Teheran herma að 5.000 íraskir kúrdar hafi látist að undanfömu af völdum efnavopna sem írakar hafi beitt. Að sögn íranskra heimildarmanna bjuggu flestir hinna látnu í landa- mærabænum Halabja og nálægum bæjum í norðausturhluta íraks. Útvarpið í Teheran sagði að írak- skar þotur hefðu varpað efna- sprengjum á þorp í grennd við Marivan tvisvar í síðustu viku, margir létu lífið í þessum árásum. Á mánudag fór utanríkisráðherra írans, Ali Akbar Velayati, þess á leit við samband 46 þjóða múslima að þau fordæmdu það sem hann kallaði „aukna notkun efnavopna íraka“. Sarna dag bauð innanríkis- ráðherra írans, Hojatoleslam Ali Akhbar Mothashemi, forstöðu- manni flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna að heimsækja og ræða við kúnia sem særst hefðu í efnaárásum íraka. Erlendir frétta- menn fengu að tala við kúrda á sjúkrahúsi í íran á mánudag sem að sögn lækna báru merki sinneps- gass-eitrunar. Sameinuðu þjóðimar hafa ásakað íraka um að nota efna- vopn í stríðinu gegn írönum, en írakar hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Skömmu eftir að íranar ásökuðu íraka um að beita efnavopnum í styijöldinni skutu byssubátar þeirra á grískt tankskip á Persaflóa. Gríska skipið, Stavros, var í ljósum logum eftir árásina í gær. Ekkert mannfall varð í árásinni en bandarísk og bresk skip komu mönnunum um borð til bjargar. Síðar tókst að hefta eldinn og fóm skipveijar yfir í gríska skipið aftur. Tíu klukkustundum áður höfðu íranir skotið á norska skipið Hav- glimt og þijú önnur skip á Persa- flóa, létust tveir menn í þeirri árás. Norsk útgerðarsamtök hafa varað skipafélög við að senda skip í gegn- um Hormuz-sund inn á Persaflóa næstu daga, en 46 menn létu lífið í árás við Kharg-eyju á laugardag. Bandaríkjamenn for- dæma tilboð Noriega Washingfton, Reuter. TALSMAÐUR Hvíta hússins for- dæmdi ítrekað í gær tilboð Manu- els Antonios Noriega herforingja um að hann afsalaði sér völdum. Hvatti talsmaðurinn Panamabúa til að hafa orð Noriega að engu, aðeins með því mætti tryggja borgaraleg réttindi í landinu. Noriega herforingi hafði fmm- kvæði að því á mánudag að bjóðast til að láta af störfum sem yfírmaður hersins í Panama fyrir kosningamar, sem eiga að fara fram á næsta ári. í staðinn vildi hann að hafnar yrðu samningaviðræður milli stjómar Manuels Solis Palma og stjómarand- Reuter Manuel Antonio Noriega. stæðinga. Tilboði hans var hafnað bæði af Bandaríkjastjórn og stjómar- andstæðingum, hvorir tveggju vilja að Noriega fari úr landi. „Yfirlýsingin frá í gær, þar sem farið var fram á samstarf ólöglegra stjómvalda í Panama og stjómarand- stæðinga, var augljóslega ekkert annað en brella til að reyna að fá stjóm Palma lýsta lögmæta," var haft eftir talsmanni Bandaríkjafor- seta Marlin Fitzwater í gær. „Af- staða okkar er sú sama og áður, við emm reiðubúnir til viðræðna um leið og Noriega tilkynnir að hann fari úr landi," sagði forystumaður stjóm- arandstæðinga, Pierre Leighdenier. Krabbameinslækningar: Dauðsföllum gæti fækkað um helming Daytona í Florída, Reuter. Krabbameinsmeðferð, sem nú er verið að rannsaka, gæti fækkað dauðsföllum vegna lungnakrabbameins um helm- ing, að því ér bandariskur lyfjafræðingur sagði i gær. Meðferðin byggist á þvi að fá ónæmiskerfi Iikamans til að eyða æxlum. Ariel Hollinshead, við lækna- miðstöð George Washington- háskóla í Bandaríkjunum, sagði í gær að 63 af hundraði þeirra sjúklinga með lungnakrabbamein, sem fengu þessa meðferð væm enn í tölu lifenda fimm ámm eft- ir uppskurð, en til samanburðar lifðu einungis 33 af hundraði þeirra sem aðeins væru skomir upp. Meðferðin byggist á því að í sjúklinginn em sprautuð hreinsuð mótefni, sem virðast gera ónæm- iskerfið virkt og fá það til að ráð- ast á krabbameinsfrumur og æxli. Frank Rauscher, varaforseti rannsóknadeildar bandaríska krabbameinsfélagsins, sagði að langur tími gæti liðið þar til hægt yrði að beita þessari meðferð í vemlegum mæli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.