Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 20

Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Hin sameiginlega eign okkar - tungan eftírSvein Guðmunds- son, Miðhúsum. íslendingar eiga eina sameign og miklu verðmætari en íslandsklukku þá er hékk fyrir gafli lögréttuhússins á Þingvöllum, en það er íslensk tunga. Við getum selt sjálfstæði okk- ar og fengið það aftur en glötum við tungumáli okkar er ekki hægt að endurheimta það. Það eru til nokkrir islendingar sem vilja leggja niður íslenskt mál og taka upp enska tungu í staðinn. Þó nokkrir eru famir að tala og skrifa „ís-ensku“ en stofnanamál okkar er angi af henni. Við hrukkum dálítið við síðasta vor þegar einkunnir í íslensku fóru að meðaltali niður fyrir _5 í 9. bekk grunnskólans. Eins og íslendingum er tamt þarf alltaf að hengja ein- hvem eða einhverja og verðlauna aðra. Við Vestfirðingar vomm taldir heimskastir alira og með lélegustu kennarana og ég tala nú ekki um leiðbeinenduma. í sjálfu sér er það ekki stórmann- legt að kasta auri í leiðbeinendur vegna þess að þar er oft um mjög hæft fólk að ræða og þeir vinna yfir- leitt störf sín vel og jafnvel betur en sumir kennarar. Við vitum að allar stéttir hafa misgóða menn innan sinna vébanda. Góður hirðir veit að í hjörð vilja einhverjir einstaklingar fóðrast illa, en því færri sem aðgæsl- an er meiri. Erindið með þessum línum er að tala um íslenskukennslu i þremur efstu bekkjum skólans og hvort hægt sé að bæta árangurinn. í raun og vera er íslenska margar samtengdar námsgreinar sem settar era saman í eina kennslugrein. Einn góður nemandi sagði við mig: Þegar við eram búin að læra einhveija að- ferð er byijað á nýrri og svona er þetta allan veturinn og þá vill allt renna saman. Enginn tími er ætlaður til upprifjunar undir próf og svo verð- ur útkoman eftir því. Við skulum byija á málfræðinni og er hún kenn í nær öllum bekkjum grunnskólans. Málvísin er um 40% af íslensku- prófinu og til þess að geta svarað þeim spumingum er þar koma verður nemandinn að hafa vald á flestum þáttum málfræðinnar. Setningafræði. Þar skal nemand- inn þekkja framlag, umsögn, andlag, sagnfyllingu, nafnlið, sagpilið, for- setningarlið og atvikslið. Ennfremur að kunna skil á beinni og óbeinni ræðu. Bak við hvem þátt í setningafræði liggur mikil vinna í kunnáttu í mál- fræði. Hljóðfræði og talað mál. Nemend- ur átti sig á hlutverki talfæranna við að skýra mótun málhljóða og kunna skil á eftirfarandi atriðum: Sérhljóð- um og helstu flokkun samhljóða. Auk þess þekki þeir helstu staðbundin framburðarafbrigði. Nú er venjulega spurt um hvar þessi og þessi framburður sé til stað- ar. Ef hljóðvillan svonefnda er tekin með þá heyri ég hana oftar í Reykjavík en meðal Austfirðinga. Hljóðvillan kemur sennilega austur í kringum sfðustu aldamót og verður þar að tískufaraldri. Afí minn og amma í föðurætt vora Austfírðingar og vora bæði óhljóðvillt. Afi og amma f móðurætt vora ættuð að norðan og amma mfn var óhljóðvillt. Móður- afi minn var dáinn fyrir mitt minni. Foreldrar mínir vora bæði hljóðvillt og þó móðir mín meira og hefði hún þó frekar átt að sleppa. Sannleikurin er sá að þegar sjávarþorpin fóra að byggjast upp komu margir innflytj- endur frá Suðumesjum og þeir komu með hljóðvilluna með sér. Þá er það valþáttur, þá eiga þau að lýsa einhveiju og þar er metin hæfni nemandans til þess að tjá sig í rituðu máli. Einnig má gera útdrátt, en þar á að koma fram aðalatriði frásagnar og röklegt samhengi. Þá er prófað í lesskilningi og hann er oft býsna þungur í skauti. Prófað er úr Gísla sögu Súrssonar og svo má velja á milli 5 bóka sem tilheyra frekar nútímanum. Þá koma ólesnir textar sem era venjulega heldur erfíðir viðfangs fyr- ir unglinga vegna þess að textamir era ekki valdir með tilliti til þess að unglingar fjalli um þá. Ljóð verða þau að geta skilið, kunna skil á lfkingamáli, túlkun og orðavali. Stundum hafa kvæðin verið valin þannig að þau virðast ekki ætluð nema þroskuðustu nemendun- um. Nú kemur laust mál. Þar reynir á skilning og merkingarlegt samhengi máls. Reynt á skilning á orðfæri texta, til dæmis koma þar máls- hættir, orðtök (myndhverf orðtök), margræðni orða, blæbrigðamunur, samheiti, andheiti, nýyrði ogtökuorð. Lengd prófanna er mjög mikil þegar miðað er við aldur og þroska. Ekki er óalgengt að sjá 14 til 16 vélritaðar sfður. Auðvitað er hér fljótt farið yfir sögu, en bak við hvert atriði liggur mikil vinna og utanaðbókarlærdóm- Sveinn Guðmundsson „Sá sem skilur og talar daglegt mál getur ekki fengið lægra en 5 í íslensku. Prófin eru borin saman eftir ein- kunnagjöf, en ekki eftir þyngd þeirra eða kröf- um sem gerðar eru. Nemandi sem fær til dæmis 8 í ensku og 4 í íslensku, hlýtur að draga þá ályktun að leggja beri íslenskuna niður. Hún sé bæði leið- inleg og torlært tungu- mál.“ ur. Setningafræði Bjöms Guðfinns- sonar hefur ráðið hér ríkjum og ver- ið handhæg kennslubók. Indriði Gfslason reyndi nýja aðferð sem fékk nafnið kvíslgreining eða krossfest- ing. Adam var ekki lengi í paradís og þykir mér sennilegt að mesti gall- inn á kvíslgreiningunni var sá að það var frekar auðvelt að fá flesta nem- endur til þess að finna kjama hverr- ar setningar, sem er í raun aðalatrið- ið. Þessi lausn var góð fyrir marga og hún var líka lausn fyrir þá sem vildu kafa dýpra. Hins vegar gat enginn kennt kvíslgreiningu nema að þekkja vel Bjöm Guðfinnsson. Búið er að fordæma þessa aðferð, en hvers vegna veit ég ekki. Kennslubækur með henni er for- dæmdar. Hafi Indriði þökk fyrir til- raun sína. Ég hygg að hún eigi eftir að koma aftur til sögunnar. Kvíslgreiningin hefur marga kosti fram yfir „hrísluna" og skipta setn- ingu í framlags- og umsagnarhluta. Ekki spyr ég sjálfan mig hvort ég eigi að fara í umsagnarstökk og byija næstu setningu á sögn í per- sónuhætti. Detti mér það ailt í einu í hug þá framkvæmi ég það án þess að hugsa um að að ég sé að fara í umsagnarstökk. Nú hef ég farið yfir hvað 15 til 16 ára unglingur verður að kunna í íslensku tij grannskólaprófs í stóram dráttum. íslenska er svo sem ekki ein a dagskrá skólanna og í þeim línum sem eftir era ætla ég að leggja orð í belg, hvemig best muni verða að ná árangri í grannskólanum. Við vitum að sagt er að allir kenn- arar grannskólans eigi að vera íslenskukennarar. Falleg orð en gagnslítil. Ekki er ég inn á þvf að auka mik- ið við tímafjölda í íslensku eða þyngja. Ég hygg að betri og meiri árangur náist ef grannskólaprófinu er skipt á milli 8. og 9. bekkjar. Lokapróf ætti að vera upp úr 8. bekk í málfræði og setningafræði og bæta þar við nýrri grein en það er framburðarkennsla. í 9. bekk er líka nóg að gera. Kenna þarf nemendum bragfræði, þannig að nemendur læri ljóðstafa- setningu, kveður og rím. Það er slæmt að skila fólki frá grannskól- anum án þess að það viti hvað ljóð- stafir era. Hins vegar ber að forðast að gera kennsluefnið of flókið. Bæta má alltaf við ef undirstaðan er traust. Kenna þarf nemendum að gera út- drátt og æfa nemendur í að gera fundargerðir. Ritgerðarsmíði þarf að kenna og er það sennilega þarfari kennsla en margt annað og nú þarf að kenna nemendum að nota orðabók svo að sem fæstar villur verði og „Höfum víð efni áþví að greiða góðum kennurum góð laun?“ Opið bréf frá Bjarna Ólafssyni tíl Jóns Baldvins Hannibalssonar Kæri Jón! Fyrir nokkram dögum boðaðir þú til blaðamannafundar vegna þess að samningar kennara era lausir og framundan var atkvæða- greiðsla um verkföll á vördögum í skólum landsins. Þér til hægri hand- ar hafðirðu embættismann þinn, Indriða H. Þorláksson, formann samninganefndar ríkisins, og var sá ekki glaður í bragði, handlang- aði tölur til þín og andrúmsloftið var þrungið ábyrgð og hneykslun yfír kröfum kennara. Kennarar hafa áður séð framan í Indriða og búast ekki við neinni kátínu af hon- um en var það rétt sem mér sýnd- ist af skjánum? Leið þér verr í flóðbirtu sjónvarpsvélanna en endranær? Satt að segja kæmi mér það ekki á óvart. Þú hefur ekki gegnt starfi fjármálaráðherra nema tæpt ár. Þú varst lengi kennari við gagnfræða- skóla og svo skólameistari í Menntaskólanum á ísafirði. Síðar varðstu þingmaður eins og alþjóð veit og því ekki undarlegt að kenn- arar teldu sig geta átt þar hauk í homi. Enda kom það á daginn. Þegar kennarar stóðu í ströngu í mars 1985 kom mál þeirra til um- ræðu utan dagskrár á hinu háa al- þingi og urðu ýmsir til að leggja orð í belg. Einn þeirra var Jón Baldvin Hannibalsson, þá utan ríkisstjómar. Ég sat á þingpöllum ásamt fleiri kennurum en hér þarf ekkert að treysta minninu því að ræða þín er prentuð í heild í Al- þingistíðindum eins og allt sem sagt er á þingi, en hún tekur þar heila blaðsíðu. í ræðu þinni 14. mars 1985 er heldur betur stungin tólg og verður að ráðleggja mönnum að lesa hana í heild því að hér gefst ekki rúm til að taka langa kafla úr henni. Þú lýsir þar m.a. hvemig „einhver besti starfskraftur sem ég hef nokk- um tíma haft í starfi þar sem ég hef haft mannaforráð" er nú að hverfa úr kennslu og ráða sig hjá „litlu fyrirtæki í Reykjavík í einka- geiranum". Og auðvitað fyrir þre- föld kennaralaun. Fyrirsögn þessa bréfs sæki ég í ræðu þína. Ég held að öllum hljóti að þykja fróðlegt eins og mér að lesa eftirtalda bjóra úr ræðunni undir lok hennar og því tek ég hér orðrétt upp: „ . .. Þegar svo er komið að ríkis- valdið er svo nánasarlegur at- vinnurekandi að því helst ekki á góðu fólki og hefiir ekki skilning á nauðsyn þess að manna skólana með góðu fólki, þá er ekki von á góðu. Ég óttast það ekki að kennar- ar verði á flæðiskeri staddir. Það vill svo til að þeir munu allir eiga þess kost að taka upp miklu bet- ur launuð störf þar sem þekking þeirra og starfshæfni verður metin til launa. Það vill bara svo til að það er íslenska ríkið sem telur sig ekki hafa efni á því að greiða þeim laun sem nægja til framfærslu flölskyldu. Spuming- in er síðan: Eru til peningar til þess að greiða þeim laun? Höfum við eftii á því að greiða góðum kennurum góð laun? Við gætum eins orðað þessa spumingu á annan veg: Höfum við efni á því að greiða þeim ekki almennileg laun? Þeir sem eru kunnugir ríkisbúskapnum geta spurt sjálfa sig einnar spumingar. Halda menn að það þurfi að leggja á‘ nýja skatta eða halda menn að til séu þeir liðir í fjárlögum ríkis- ins þar sem auðvelt er að sýna fram á að peningum er illa varið, þar sem mætti flytja þá til ann- arra og þarfari hluta, m.a. til þess að greiða góðum kennuram góð laun? Það er ekki mikið vandamál að benda á þá liði. M.ö.o., vandamálið er ekki það að ekki séu til peningar.... Menn þurfa ekki að óttast það að þetta þjóðfélag fari á hvolf vegna verðbólgu þó að ríkisvaldið settist niður í alvöra og reyndi að móta sér stefnu um það hvem- ig það ætlar að brúa bilið milli hins opinbera geira og markaðs- kerfísins og hvað það vill á sig leggja og hvað það vill greiða til þess að skólunum haldist á hæf- um kennurum. Það á að gera strangar kröfur til kennara og það á að gera strangar kröfur til skóla. En það á líka um leið að borga markaðs- laun fyrir störf hæfra kennara. Við höfum ekki efni á öðra.“ (Alþt. 17. hefti 1984-85.) Éftir þennan lestur velta menn sjálfsagt ýmsu fyrir sér. Getur þessi ræða verið eftir sama manninn og þann sem sat við hlið Indriða á blaðamannafundinum fyrir nokkr- um dögum og veifaði meðaltölum sem Indriði hefur reiknað af yfir- vinnu og rektorslaunum og við vit- um ekki hveiju og kallar svo meðal- laun kennara? Þetta er gamalkunn- ur blekkingaleikur sem hver fjár- málaráðherrann á fætur öðrum hef- ur fengið þennan embættismann til að annast fyrir sig og miðar að því að festa í sessi láglaunastefnu og yfirvinnufargan í skólum. Var það Bjarni Ólafsson „Getur þessi ræða verið eftir sama manninn og þann sem sat við hlið Indriða á blaðamanna- fundinum fyrir nokkr- um dögfum og veifaði meðaltölum.“ ekki einmitt þetta sem þú varst að gagnrýna í þinni skeleggu ræðu þar sem þú barst hag kennara svo mjög fyrir bijósti fyrir þremur árum? Talar þú þá aðeins eftir því hvernig vindurinn blæs og snýst eins og vindhani á burst eftir því hvort þú ert í rikisstjórn eða ekki? Slíkt er lýðskrumara háttur. Eða ætli þau stakkaskipti hafi orð- ið á kjörum kennara sem þingmað- urinn Jón Baldvin lýsti eftir í mars 1985? Mér sýnist að þú verðir að halda því fram ef þú átt að geta vænst þess að nokkur maður taki mark á þér eftir þessa kúvendingu. Öllum sem vita vilja er kunnugt um að kennarar hafa gengið inn í skólana aftur eftir vinnustöðvanir sínar án þess að hafa fengið þær kjarabætur sem þú og aðrir virtust sammála um að þeim bæri. Þeir hafa fallið fyrir „bókunum“ um að réttsýnar matsgerðir, kannanir og skýrslur gerðar af óvilhöllum aðil- um ættu að færa kennuram stór- bætt kjör. Síðast tók fjármálaráðu- neytið sjálft þátt í að vinna að tillög- um sem byggja skyldi endurreisn skólakerfisins á. En þegar komið er að því að opna budduna segir þú að rennilásinn sé ryðgaður fast- ur. Ætlarðu þá að kokgleypa stóru orðin frá 1985? Til samræm- is væri þá eðlilegt að mælast til þess að kennarar kyngi bókunum og skýrslum rétt einu sinni og láti það verða sína magafylli. Þá hefur ekki annað gerst en að einn ráð- herra héti lýðskrumari og nokkur hundruð kennarar mættu heita skaplausir menn. Haldir þú á hinn bóginn fast við það að kröfur þínar fyrir hönd kennara frá því í mars 1985 hafi nú verið uppfylltar og það hafi einmitt verið núverandi ástand sem þú varst að biðja um, þá er ekki annað eftir en að biðja þig að útskýra tvö smáatriði fyrir mér og öðrum lesendum. Þau era þessi: 1. Hvemig stendur á því að skól- amir halda ekki góðum og vel menntuðum kennuram í sam- keppni við hinn almenna vinnu- markað og því helst ekki nema lítill hluti þeirra, sem nýlega hafa lokið kennaranámi, við kennslu? 2. Telur þú það til góðs fyrir menntun í landinu að kennarar vinni þá gegndarlausu yfírvinnu sem nú þekkist í skólum landsins samkvæmt upplýsingum emb- ættismanna þinna? í von um greinargóð svör. Höfundur er kennari ÍHinu íalenaka kennarafélagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.