Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 21 samheitaorðabók kæmi sér nú vel. Þetta þýðir að tvískrifa þarf allar ritgerðir og vanda frágang. Stafsetn- ingarkennsla ætti að fara fram sam- hliða ritgerðarsmíðinni. Stafsetningarbækur sem nú eru notaðar eru að mínum dómi skaðleg- ar vegna þess að þegar villur eru settar í textana, þá er verið að skemma fyrir þeim sem hafa sjón- minni. Kennarar leggja mikla vinnu í leiðréttingar án mikils árangurs. Þó skðmm sé frá að segja þá lærði ég engar stafsetningarreglur fyrr en ég þurfti að fara að kenna þær. Sjón- minni mitt hefði verið skemmt hefði ég verið látinn leiðrétta mikið af texta fullum af villum. Nú er kominn tlmi til þess að auka kennslu í bókmenntum, en I skólum er notaður alltof lítill tími til að skoða alla innviði. Taka þarf upp aftur kennslu í ljóðalærdómi. Það skerpir minnið og það er svo margt sem þarf að muna að ekki veitir af því að þjálfa minnið. Vitað er að til eru skólar á fram- haldsstigi þar sem islenska er ekki kennd og aðeins byggt á þeim undir- búningi sem nemendur fá og koma með sér úr grunnskólanum. Sé þetta rétt þá bera þeir ráðamenn takmark- aða virðingu fyrir íslenskri menn- ingu. Sá sem skilur og talar daglegt mál getur ekki fengið lægra en 5 í íslensku. Prófin eru borin saman eft- ir einkunnagjöf, en ekki eftir þyngd þeirra eða kröfum sem gerðar eru. Nemandi sem fær til dæmis 8 í ensku og 4 í íslensku, hlýtur að draga þá ályktun að leggja beri fslenskuna niður. Hún sé bæði leiðinleg og tor- lært tungumál. Það er vonlaust að kenna íslensku í grunnskólanum ef kerfið er svo njörvað niður að nær vonlaust er að ná nokkrum árangri. Einnig mætti hafa það I huga að próftíminn fyrir þetta langa próf er aðeins tveir og hálfur tími. Nemend- ur sem eru seinvirkir fá ekki að njóta sín. Próf eru ekki nein ákvæðisvinna. Ég veit að það er erfítt fyrir okk- ur sem búsett erum á landsbyggð- inni að tjá okkur um skólamál og þaðan er lítils að vænta að margra áliti. Um prófíð sjálft í 9. bekk vil ég segja þetta: Prófinu skal vera þar tvískipt. f fyrrihluta bókmenntanna, það er próf í fombókmenntum, skal vera í seinnihluta janúarmánaðar og hafi einhverjir ekki náð 5 í íslensku í 8. bekk skulu þeir fá leyfi til þess að endurtaka prófið. Einnig skal nú vera próf í útdrætti. Gæti ég hugsað mér að nemendur fengju að hlusta á texta af bandi og skrifa svo aðalat- riðin eftir minni. Á vorprófi ættu að vera til með- ferðar nútfmabókmenntir, ljóðaskýr- ingar, ritgerð um ákveðið efni í ákveðinni lengd og bragfræði. Nú held ég að búið sé að skipta niður efninu f viðráðanlegar annir. Vitað er að flestir nemendur taka ekki nema við ákveðnu efnismagni á hverri önn. Skólamir mega ekki kveðja nemendur sína með kjafts- höggi eins og nú er gert hvað varðar stefnuna f fslenskukennslunni. Að senda frá sér úr grunnskólan- um fólk sem telur vonlaust að tjá sig á tungu okkar er fullkomið ábyrgðarleysi. Þetta fólk verður móttækilegra fyrir „ís-enskunni“ og sé hægt að rekja þau mistök til skóla og fræðsluyfirvalda er illt f efni. MITSUBISHI LANCER 4WD SKUTBÍLL MEÐ SÍTENGT ALDRiF, SEM HÆGT ER AÐ LÆSA □ Aflstýri □ Rafdrifnar rúðuvindur □ Rafstýrðir útispeglar □ Samlæsing á hurðum □ Rúllubílbelti í öllum sætum □ Barnalæsingar □ Hæðarstilling á ökumannsstól □ Snertulaus kveikja □ Dagljósabúnaður (samkvæmt nýju umferðarlögunum) Ennþa aöeins kr. 698.000 (Samkv. núverandi gengi kr. 737.000) Til afgretðsiu strax BILL FRA HEKLU BORGAR SIG HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Höfundurer kennarí við Reyk- hAUalrAla Hœ, krakkar Takið þið nú gömlu hjónin með ykkur til Hollands ■ Þar er fullt af listasöfnum og svoleiðis sem þið getið geymtþau á, meðan þið farið í dýragarðinn, tívolí, Philips tœkjasafnið, smáhúsaborgina eða út á vatn að sigla ■ McDonalds hamborgararnir eru meiriháttar í Amsterdam. PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.