Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 25

Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 25
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 25 Páll Óskar Hjálmtýsson, Málfríður G. Gísladóttir og Gunnar H. Pálsson í hlutverkum sínum. Skemmtileg liringferð um jörðina Leiklist Hávar Sigurjónsson Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlið: Umhverfis jörðina á 80 dögum Höfundur: Jules Verne Leikgerð: Bengt Ahlfors Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð Umhverfis jörðina á 80 dögum er eitt þeirra leikverka sem standa og falla með góðri leik- stjóm. f sjálfu sér er verkið einf- alt, svo einfalt reyndar að hafi leikstjórinn ekki rifandi hug- myndaflug og kimnigáfu, má búast við silalegri sýningu. Ta- kist hins vegar vel til verður úr lífleg sýning, hröð og skemmti- leg með ótal uppákomum. Sagan um Fíleas Fogg sem veðj- ar aleigunni við félaga sína um hvort hægt sé að komast umhverf- is jörðina á 80 dögum er mörgum kunn. Þó eru vafalaust enn fleiri sem ekki hafa komist í tæri við þessa sögu og gætu þvi sem best notað tækifærið núna í MH. Fíleas Fogg og þjónn hans Passpartout lenda í ýmsum raunum á hringferð sinni eins og búast má við I við- burðaríkri sögu. Valgeir Skagfjörð leikstjóri hef- ur unnið sérstaklega gott verk sem leikstjóri þessarar sýningar. Yfir- bragð hennar er fagmannlegt, en þó um leið nógu ftjálslegt til að verka ekki þvingandi. Leikmynd og leikmunir renna saman í eina heild, sérstaklega einfalt allt sam- an, en vel hugsað og þjónar til- gangi sínum ágætlega. Þó er mest um vert að leikstjórinn hefur sett sýningunni ákveðinn stíl og heldur honum frá upphafí til enda. Ef gefa á þessum stíl eitthvert nafn væri það kannski „leikhúsleg ein- feldni", í sjálfu sér vel þekkt að- ferð og ekki ný af nálinni, en Val- geir blæs í þetta nýjum anda með aragrúa skemmtilegra lausna og þó sumar séu kunnuglegar eru þó enn fleiri frumlegar. Valgeir á einn- ig hrós skilið fyrir að skóla leikend- ur í textameðferð, textinn komst enda nokkum veginn allur óbren- glaður til skila. Nákvæmni við hreyfingar og staðsetningar var einnig eftirtektarverð. Þá þótti mér gaman að sjá þá áherslu sem Val- geir hefur lagt á að sýningin gengi fyrir sig án aukahljóða. Fótatak, skrölt og fyrirgangur var ekki til. Ég tel þó galla á yfirbragði sýning- arinnar að alltaf skuli myrkva svið- ið á milli atriða. Þetta verður þreyt- andi til lengdar. Aðrar lausnir eru til. Leikendur standa sig undan- tekningarlaust með prýði. Það er einn af höfuðkostum sýningarinnar að enginn leikenda er slakur; sum- ir eru meira að segja afbragðs- góðir. Ber þar fyrstan að nefna Pál Óskar Hjálmtýsson í hlutverki Fíleasar Fogg, en Aðalbjöm Þó- rólfsson, Gunnar H. Pálsson og Málfríður G. Gísladóttir gáfu hon- um lítið eftir. Leikstjórinn Valgeir hefur greinilega eytt miklum tíma með þessum leikendum og fágað persónumar svo þær glansa bæri- lega. Valgeir skrifar síðan ágæta hug- leiðingu í leikskrá um tilgang leik- listar í framhaldsskólum og gagn það sem ungt fólk hefur af leiklista- riðkun. Hann hefur greinilega góð- an skilning á tilgangi vinnunnar með slíku fólki. Hitt er óþarfi að teygja lopann um fómfysi og vinnuálag; hér er verið að biðja áhorfendur um að taka viljann fyr- ir verkið, ef þeim ekki líkar afrakst- urinn. Þess konar baktryggingar eiga ekki við leikhúsi og það hlýtur Valgeir að vita. Merkilegir tónleikar Tónlist JónÁsgeirsson Fred Kameny heitir bandarískur píanóleikari er hefur sérlega lagt sig eftir að flytja píanótónlist eftir Messiaen og m.a. stundað nám hjá eiginkonu tónskáldsins, Yvonne Loriod. Erindi Kameny til íslands var að flytja eitt lengsta píanóverk sem samið hefur verið, Vingt Reg- ards sur l’Enfant — Jésus (Tuttugu ásýndir Jesúbamsins), eftir Mess- iaen. Verkið er í tuttugu þáttum og tekur tvær klukkustundir í flutn- ingi. Fyrir utan lengd þess, er verk- ið á köflum mjög erfitt svo að flutn- ing þess hér á landi verður að telja vera þó nokkur tíðindi, því varla er þess von að íslenskir píanistar muni leggja út í flutning þessa verks, fyrst þeir hafa ekki enn reynt sig við Messiaen, eftir því sem tónleikahald þeirra segir til um. Fred Kameny lék verkið af miklu öryggi. Þrátt fyrir að Messiaen endurtaki sömu hljómasamböndin oftlega, verkar það ekki eins og hugmyndalega stöðnun heldur sem ítrekun er fær aukið vægi, þegar hann tekur að vinna sig frá endur- tekningunni. Þá verða gömul og klassísk „Da Capo“ fyrirbæri sér- kennilega sterk og að ekki sé talað um einfaldar stefhugmyndir, allt að því eins og dægurlög, sem gægj- ast í gegnum þykka hljómunina er fá fyrir það á sig sérkennilega dularfullan blæ. Þrátt fyrir ýmiss konar leik með talnakerfi og útreikninga með hljóðfall og tónlengdir er það fyrst og fremst tónlistin og boðskapur hennar sem skiptir máli og þar er tónlist Messiaens sérkennilega áhrifamikil. Fred Kameny er kraft- mikill píanóleikari og var leikur hans á köflum stórbrotinn. Flutn- ingur þess verks er því meiriháttar viðburður, bæði vegna verksins og flutnings Kamenys og á félags- skapurinn Musica Nova þakkir skildar fyrir þetta mikilvæga fram- tak sitt. Fred Kameny Utanríkisráðherra- fundur Norðurlanda Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda verður haldinn í Tromsö í Noregi 23. til 24. mars nk. og mun Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, sitja hann fyrir íslands hönd. Á fundinum verður m.a. rætt um ástand alþjóðamála, afvopnun- armál, Sameinuðu þjóðimar, ör- ygg> °g samvinnu í Evrópu, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, Suður-Afríku, Mið-Ameríku, um- hverfísmál og kjamavopnalaust svæði á norðurslóðum. Jafnframt verður í Tromsö hald- inn fundur þeirra ráðherra Norð- urlandanna sem fara með þróunar- samvinnumál. Utanríkisráðherra mun einnig sitja þann fund. Þar verður m.a. rætt um stofnun sam- starfsráðs ráðherranna, norræna þróunarsamvinnusjóðinn, svæðis- bundna samvinnu við - Mið- Ameríku og ástandið í suðurhluta Afríku. (Fréttatilkynning) SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖD 2 mánudagskvöldið 21. mars 1988. Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hver að verðmæti kr. 50.000,00., frá HLJÓMBÆ, , TEGUNDXZ1: 51,5, 27, 14, 46, 74, 26, 50, 44, 85, 9, 77, 86, 22, 6, 34, 89. SPJALD NR. 18808. Þegartajan 89 kom upp var HÆTT að spila á aukavinningana. Þegar spilað var um BÍLINN komu eftirfar- andi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur, (eitt spjald): 1 3, 67, 43, 1 6, 73, 52, 66, 40, 82, 54, 32, 83, 25, 53, 71,47, 35, 8, 21,63, 49, 31,75, 7, 59, 30, 61,1 0, 23, 4, 57, 88. SPJALDNR. 12588. OGUR STYRKTARFELAG SÍMAR 673560 OG 673561 p jttgpmH Metsölublað á hveijum degi! % í Limasol á suðurströnd Kýpur er fjölskrúðugt mannlíf, jafnt að nóttu sem degi. Það er því engin tilviljun að æ fleiri af yngri kynslóðinni telja Kýpur einn skemmtilegasta sumar- leyfisstaðinn við Miðjarðarhafið. 2-3 vikur, áætlunarflug um Amsterdam, íslenskur fararstjóri. Verð frá 40.916 kr.* 4 í íbúð 48.336 kr. 2 í íbúð 51.516 kr. FERÐASKRIFSTOFAN NYR STAÐUR * Hjón með 2 börn 0-12 ára. Suðurgötu 7 S. 624040

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.