Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 28

Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 28
28 MORGUNBLAJMÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ1988 Armenía: Róstumar ná há- marki á laugardag - segja leiðtogar þjóðernissinna Moskvu, Reuter. ARMENAR flykktust í gær út á götur Jerevan, höfuðborgar Armeníu, til að krefjast þess að Azerbajdzhan-svæðið í Nag- orno-Karabakh verði sameinað Armeníu, að sögn armenskra fréttamanna. Dagblaðið Izvestia, málgagn sovésku stjórnarinnar, greindi frá því að Armenar hefðu ákveðið að halda fjöldafund á laugardag og boðað að hann gæti orðið mjög róstusamur. Armenar höfðu frestað frekari aðgerðum til næsta laugardags eftir að Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, hafði lofað að athuga kröfur Armena sérstaklega. í blaðinu segir að fundur hafi verið haldinn í Jerevan á sunnudag, þar sem 700 manns hafí verið við- staddir. Blaðið vitnar í ræðumenn á fundinum og segir að þeir séu sekir „um hrikalegt ábyrgðarleysi í tali og hugsunum." Þeir hafí not- að orð eins og „við stöndum frammi fyrir hörmulegum atburðum," og „við ætlum að beijast þótt það kosti okkur lífíð." í blaðinu segir að um þrjú þús- und manns hafí hlustað á ræðu ígors Muradjans, leiðtoga arm- ensku mótmælendanna, á torgi fyr- ir utan fundarstaðinn. Næstum allir fundarmannanna hafí samþykkt, „með svo að segja öllum greiddum atkvæðum", tillögu sem Muradjan hafí lagt fram í fjórum liðum. Muradjan lagði til að þess yrði krafist að miðstjóm sovéska komm- únistaflokksins hætti að „rægja armensku þjóðina," og að komið yrði á skipulegum flutningum Arm- ena og flóttamanna frá Sumgajt til Nagomo-Karabakh. Þá yrði þess krafíst að Alþjóðadómstóllinn í Hag fengi kröfur Armena um Az- erbajdzhan til umfjöllunar, og að send yrði yfírlýsing um „Karabakh- -harmleikinn," til ríkisstjóma, þjóð- þinga og ýmissa samtaka. Ennfremur segir í blaðinu að ræðumenn hafí ennfremur lagt til að efnt verði til almenns hungur- verkfalls og „að því verði jafnvel lýst yfír að Armenía eigi að vera flokkslaust lýðveldi í Sovétríkjun- um.“ Reuter Allsherjarþing- Sameinuðu þjóðanna: Zehdi Terzi, fulltrúi PLO á Allsherjarþingi Sþ, (t.v.) ræðir við Jos- eph Reed, aðstoðarframkvæmdastjóra Sþ og Clovis Macsoud, full- trúa Arababandalagsins, (t.h.). Myndin var tekin í fyrradag meðan á umræðum um lokun skrifstofu PLO stóð. Skorað á Bandaríkj stj órn að loka ekki skrífstofu PLO '0 INNLENT Sameinuðu þjóðunum. Amman. Reuter. HART hefur verið deilt á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna (Sþ) á þá ákvörðun Bandarikja- þings að skrifstofu sendinefndar Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) hjá Sþ í New York, skuli lokað. Lög um þetta eru nú að ganga í gildi en þau voru sett i óþökk George Shultz, utanrikis- ráðherra, sem hins vegar þarf að framfylgja þeim. Allsheijarþingið var kailað sam- an til aukafundar á fostudag vegna gildistöku bandarísku laganna. Á fundum þess síðan hefur hver full- trúinn af öðrum skorað á Banda- ríkjamenn að breyta ákvörðun sinni um skrifstofu PLO. Ályktunartillagan á vettvangi Sþ hefur tekið miklum breytingum frá þvi hún var fyrst lögð fram og í gærkvöldi var jafnvel talið að hún ætti enn eftir að breytast. í gær hljóðaði tillagan á þá leið, að þingið fordæmdi Bandaríkin fyrir að upp- fylla ekki ákvæði stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna frá árinu 1947 og skorað var á Bandaríkjastjóm að hætta við aðgerðir, sem brytu í bága við skrána. Bandaríkjastjóm ákvað í des- ember sl. að loka skrifstofu sendi- nefndar PLO, sem opnuð var í New York árið 1974. Var það gert á grundvelli laga um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi. Lögin tóku gildi í fyrradag. Bandaríska dóms- málaráðuneytið hefur ákveðið að lögsækja PLO til að knýja sendi- nefndina til að fara úr landi. Til stóð að leggja stefnu fram í gær, en samkvæmt bandarískri réttar- venju hefði það í för með sér að skrifstofa sendinefndarinnar gæti starfað fram í miðjan apríl, eða í 20 daga frá því stefna er lögð fram. Álykti Allsherjarþingið um málið kemur það í hlut Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra, að fylgja ályktuninni eftir og reyna að gera þær lagalegu ráðstafanir, sem hann telur færar til þess að koma Lveg fyrir lokun skrifstofu PLO. Óljóst er til hvaða ráða hann grípur, en þó liggur fyrir að hvorki Sþ né PLO vilja leita til bandarískra dóm- stóla. Ifyrr í þessum mánuði samþykkti Allsheijarþingið að óska eftir álits- gerð frá Alþjóðadómstólnum í Haag um það hvort Bandaríkjamenn væru bundnir af ákvæði í samningi um höfuðstöðvar Sþ um að láta deiluna um skrifstofu PLO í gerðar- dóm. Bandaríkjastjóm segir það ekki þjóna neinum tilgangi að setja deiluna í gerð og að hún verði að taka landslög fram yfír stofnskrá Sþ. Kínverjar selja Saudi-Aröbum öflugar eldflaugar: ísraelar telja öryggis- hagsmunum sínum ógnað Peking, Tel Aviv, Reuter. KÍNVERJAR hafa selt Saudi- Aröbum mjög öflugar eldflaug- ar og segja vestrænir stjómar- erindrekar þeta sýna. vaxandi hlutdeild Kinveija í alþjóðlegri vopnasölu. Andvirði vopnanna er sagt nema milljörðum Bandarikjadala. ísraelar hafa lýst áhyggjum sínum vegna eld- flauganna og sagði einn aðstoð- armanna Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, nú nýverið að ísraelar kynnu að sjá sig tilneydda til að ráðast á Saudi-Arabíu af þessum sökum. Daglaðið Jerusalem Post hafði það eftir Yossi Ben-Ahron að Isra- elar væru „ekki vanir að bíða þess að hugsanleg ógnun verði raunveruleg" og vom ummæli hans túlkuð á þann veg að verið væri að hóta því að leggja til at- lögu við Saudi-Araba vegna kínversku eldflauganna. Ummæli þessi birtust síðastliðin laugardag og herma fréttir að stjómvöld í Bandaríkjunum hafí mótmælt þeim við yfírvöld í ísrael. Munu Bandaríkjamenn hafa ætlað að freista þess að telja Saudi-Araba á að Qarlægja eldflaugamar þegj- andi og hljóðalaust. „Ummæli Ben-Ahrons vom óheppileg. Við emm að reyna að Ieysa málið svo lítið beri á,“ sagði bandarískur embættismaður í viðtali við frétta- mann Reuíers-fréttastofunnar. Talsmenn ísraelska utanríkisráðu- neytisins kváðust hins vegar ekki kannast við að Bandaríkjamenn hefðu mótmælt þessu með form- legum hætti. Öflugar eldflaugar ísraelar hafa tvívegis gert árás- ir á nágrannaríki sín á á þeim forsendum að vígvæðing þeirra ógnaði öryggi ísraels. Árið 1981 gerðu þeir loftárásir á kjamakljúf einn nærri Baghdad í írak og rétt- lættu árásina með tilvísun til þess að þar hefði verið unnið að smíði kjamorkuvopna. Ári síðar réðust ísraelar gegn loftvamarflug- skeytum Sýrlendinga í Bekaa-dal í Líbanon. Kínversku eldflaugamar, sem em af gerðinni CSS-2, draga um 3.200 kílómetra og munu Kínveij- ar aldrei áður hafa selt svo öflug vopn úr landi. Með eldflaugum þessum gætu Saudi-Arabar hæft skotmörk að vild á landsvæði ísra- ela í handbók bandarísku leyni- þjónustunnar (CLA) segir að eld- flaugar Kínveija þessarar gerðar séu búnar kjamahleðslum. Hygg- ist Kínveijar að líkindum beita þeim gegn skotmörkum í mið- og austurhluta Sovétríkjanna brjótist út átök. Ónefndur vestrænn vígbúnaðarsérfræðingur sagði eldflaugar þessar mun öflugri en kínversk „Silkworm“-flugskeyti sem íranir hafa tiltæk við Persa- flóa. Benti hann og á að unnt væri að koma efnavopnahleðslum fyrir í þeim. „Eldflaugar þessarar gerðar em ekki sérlega nákvæm- ar. Á stríðstímum myndu menn skjóta þeim að borgum í von um að þær hæfðu," sagði annar óneftidur heimildarmaður. Óttast árás írana Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Kínveija fyrir að hafa selt eld- flaugamar og sagði talsmaður bandaríkska utanríkisráðuneytis- ins að fjölgun slíkra vopna á þess- um slóðum væri áhyggjuefni. Heimildir herma að samningavið- ræður Kínveija og Saudi-Araba hafí hafíst á síðasta ári en ríkin hafa ekki stjómmálasamskipti. Saudi-Arabar munu hins vegar hafa keypt vopnin til að efla varn- ir sínar gegn hugsanlegri árás írana eða Sýrlendinga. Banda- rískir og ísraelskir sérfræðingar segja Saudi-Araba óttast flug- skeytaárásir af hálfu írana og beri því að líta á eldflaugakaupin í ljósi þessa. Á hinn bóginn er bent á að með þessu hafí slag- kraftur þess herafla sem Saudi- Arabar gætu beitt gegn ísrael aukist til muna. Umhverfismálaráðherrar Evrópubandalagsins: Bretar tálma aðgerð- ir gegn súru regni Brussel. Reuter. Umhverfismálaráðherrar Evr- ópubandalagsins hættu í gær við- ræðum sínum í Brussel vegna þess, að Bretar komu í veg fyrir ráðstafanir til að minnka meng- un frá orkuverum en hún veldur aftur „súru regni“, sem eyðilegg- ur vötn og skóga. Umhverfismálaráðherrarnir komu sér saman um meiri takmark- anir á leyfilegri mengun í vatni og lofuðu að grípa strax í taumana gagnvart framleiðslu efna, sem notuð eru í úðabrúsa og eyða ózon- laginu um jörðu. Um mengunar- reglur fyrir ný orkuver og um hreinsibúnað í gömul náðist hins vegar ekkert samkomulag og fannst mörgum að því mikil skömm því að með fundinum voru ráð- herramir formlega að ljúka Evr- ópska umhverfísvemdarárinu. Umhverfísmálaráðherra Evrópu- bandalagsins, Stanley Clinton Dav- is, sagði, að þvergirðingsháttur Breta þýddi, að bandalagið hefði tekið stórt skref aftur á bak. „Mér fínnst það vera með mestu eindæmum, að nú, þegar engu dylst lengur hvaða skaðvaldur mengunin frá orkuverunum er, skuli eitt aðild- arríkið koma algerlega í veg fyrir aðgerðir gegn henni," sagði Davis í yfírlýsingu. Caithness lávarður, aðstoðarum- hverfísmálaráðherra Breta, sagði, að ríkisstjómin væri vissulega hlynnt samkomulagi um mengunar- vamir en ætti við mikinn vanda að glíma, sem væri hátt brennisteins- innihald breskra kola. Talið er, að mengunin frá Bretlandi eigi einna mestan þátt í súra regninu í Vest- ur-Evrópu. Sagði hann, að í meng- unartillögunum væri kveðið á um hreinsibúnað í orkuverum, sem framleiddu 50 megawött og meira, Skógar í Skandinavíu hafa orðið illa úti af völdum súra regnsins. og lagði áherslu á, að breska stjóm- in væri ekki til viðræðu fyrr en búið væri að færa þessi mörk upp í 100 megawött. „Framtíð breska kolaiðnaðarins er í veði,“ sagði Caithness. Tillögum um aðgerðir til vamar ózonlaginu, sem vemdar allt líf á jörðu fyrir útfjólubláum geislum sólarljóssins, var vel tekið af öllum og verða samþykktar endanlega í júní nk. Samkvæmt þeim verður Montreal-samþykktinni frá í fyrra fylgt út í ystu æsar en í henni seg- ir, að árið 1999 skuli búið að helm- inga framleiðslu hættulegasta efn- isins, klórflúorkolefnis, sem notað er í úðabrúsa, ísskápa og sumar hreinsivörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.