Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 33

Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 33 Paul Midtlyng Morgunblaðið/Þorkell strangar prófanir og eftirlit, sem uppfyllir skilyrði „Fiskheilbrigðis- áætlunarinnar". Á íslandi þurfum við sérstaklega að gæta þess að ekki sé nýmaveiki að fínna í seiðun- um. Hins vegar eru aðstæður á ís- landi að mörgu leyti betri en til dæmis í Finnlandi og Svíþjóð. Vatn- ið hér er gott, við höfum átt mjög gott samstarf við starfsliðið á Keld- um, sem annast rannsóknir á físki, og við höfum lært mikið til dæmis af rannsóknum ykkar á nýmaveik- inni. Við sjáum líka að íslendingar fjárfesta mikið í fiskeldi og er mik- ið í mun að vel takist til. Þess vegna held ég að íslenskar fískeldisstöðvar komi vel til móts við kröfur okkar. Fiskeldið í Svíþjóð og Finnlandi mun eiga erfíðara með það, enda hafa þessar þjóðir ekki lagt mikla áherslu á útflutning. Hlutverkaskipti líkleg — Hverjar telurðu líkurnar á að íslendingar geti haldið áfram inn- flutningi laxaseiða til Noregs? „Það veltur kannski frekar á markaðsaðstæðum en heilbrigði físksins. Gæðakröfur okkar munu tæpast standa í vegi fyrir innflutn- ingi. Hins vegar er ástandið í fisk- eldi Norðmanna að breytast, við leggjum mikla áherslu á seiðaeldið núna og á næstu ámm komumst við vonandi yfír seiðaskortinn, sem verið hefur fram að þessu. Það gæti svo farið, að innan fárra ára standi stjómvöld á hinum Norður- löndunum frammi fyrir þeirri spurn- ingu, hvort þau eigi að leyfa inn- flutning á norskum hrognum og seiðum - hlutverkin gætu snúist við.“ Sáralítil hætta hér vegna þynningar á ósonlaginu - segirEQynur Sigtryggsson veðurstofustjóri „VIÐ höfum mælt ósonlagið í allmarga áratugi og niðurstöður mælinganna hafa verið birtar jafnóðum í Veðrúttunni. Af þeim mælingum er ekki að sjá að mikl- ar breytingar hafi orðið á óson- magni í loftinu hér yfir, nema það sem eðlilegt telst, vegna árs- tíðabreytinga og breytinga á milli ára. Hætta af gatinu hér er sáralitil, minni en í Norður- Noregi,“ sagði Hlynur Sigtryggs- son veðurstofustjóri, er hann var inntur eftir hættu hér af völdum þynningar ósonlagsins. Hlynur segir breytingamar sem komið hafí í ljós yfirleitt vera norð- ar eða á suðurhveli jarðar. „Nýjustu fréttir af ósongatinu yfír Suðurpólnum síðasta vetur vom að minna óson var á svæðinu en það var takmarkað og hafði ekki breiðst út. í næstu viku hittast veð- urstofustjórar á Norðurlöndum í Helsingfors og ég býst við að breyt- ingar á ósonlagi verði ræddar þar ásamt öðru. Veðurstofurnar á Norð- urlöndum hafa verið með mælingar á ósonmagni í alllangan tíma og verður hugsanlega rætt um tæki til að koma upp ósonathugunar- stöðvum," sagði Hlynur. við hér á landi. Voight komi þar við sögu er hins vegar óvíst," sagði Ágúst. Að sögn Páls er Barry Voight virtur vísindamaður og hefur hann alloft komið hingað til lands. Sér- grein hans er aflfræði bergs. Þá má nefna það að hann er bróðir kvikmyndaleikarans John Voight. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir NIGEL HAWKES Gorbatsjov gerir mikið af því að blanda geði við alþýðu manna og ræða við fólk um samfélagslega og efnahagslega endurnýjun. Sovéskur verkalýður á enn eftir að sjá einhvem árangur af henni. Umbótaáætlun Gorbatsjovs í alvarlegum erfiðleikum? ÞRÁTT fyrir tilraunir Míkhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkj- anna, til að koma á umbótum í efnahagslífinu gefa hagtölurnar heldur dapra mynd af árangrinum. Hagvöxtur fer minnkandi, smásöluverslunin hefur dregist saman og umbætumar í land- búnaði hafa ekki skilað sér enn. Perestrojka, metnaðarfull um- bótaáætlun, sem Gorbatsjov ætlar að standa og falla með, virðist vera í alvarlegum erfiðleikum. Fram að þessu hefur Sovét- mönnum gengið miklu verr en Kínveijum á fyrstu árum efna- hagsumbótanna, sem Deng Xiaop- ing gekkst fyrir seint á áttunda áratugnum. Þegar fram kom á árið 1980 og ’81 var mikið fjör hlaupið í kínverskt efnahagslíf. Matvælaframleiðslan var meiri, sumir voru famir að auðgast og neysluvamingur stóijókst í versl- unum. Þijú ár of skammur tími Ekki em samt allir hagfræðing- ar, sem fylgjast með sovéskum efnahagsmálum, svartsýnir á framhaldið. Segja þeir, að ekki sé hægt að vænta raunverulegs árangurs á þremur ámm og þótt tölumar séu ekki uppörvandi, bendi þær þó til, að eitthvað sé verið að reyna. Ef kveðinn hefði verið upp endanlegur dómur yfír Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, eftir fyrstu þijú árin, hefði hún verið dæmd óal- andi og óferjandi, segja þeir en viðurkenna þó, að enn sé ekki sjá, að stefna Gorbatsjovs hafí borið neinn ávöxt. Næstminnsti hagvöxtur eftir stríð Áætlunin fyrir árið 1987 gerði ráð fyrir, að þjóðarframleiðslan ykist um 4,1% en hún jókst hins vegar aðeins um 2,3%, sem er næstminnsti hagvöxtur í Sov- étríkjunum eftir stríð. Smásölu- verslunin hefur á þremur ámm aðeins aukist um 0,7% og ef fólks- ljölgun er höfð í huga er í raun um samdrátt að ræða. Ein ástæð- an er takmörkun á vodkasölu, sem hefur minnkað um helming á sama tíma, en augljóst er, að pen- ingarhir, sem hafa sparast við það, hafa ekki farið til kaupa á neinu öðm. Gorbatsjov hefur sagt, að ár- angur Perestrojka verði metinn eftir tvennu: Eftir auknum hag- vexti og meiri og betri vöm. Ef þetta em prófgreinarnar virðist hann ætla að falla. Starfsmenn PlanEcon, stofnunar í Washing- ton, sem fylgst hefur með sovésk- um efnahagsmálum, segja raunar, að reyndir hagfræðingar í Aust- ur-E3viúpu hefðu getað bent Gor- batsjov á, að þetta tvennt færi ekki saman, ekki á fyrstu stigum efnahagsumbótanna. „Hvenær kom það hins vegar fyrir síðast, að Sovétmenn vildu læra af reynslu annarra," spyija þeir. Mistök Gorbatsjovs? Sovéskir hagfræðingar, sem nýlega tóku þátt í ráðstefnu, sem haldin var í Ditchley Park í Ox- fordshire í Englandi, komu með margar og ólíkar skýringar á ár- angursleysinu hingað til. Ein var sú, að Gorbatsjov hefðu orðið á mikil mistök með því að leggja ekki meiri áherslu á landbúnaðinn eins og Deng gerði í Kína. Um- bætur í landbúnaði hefðu skilað sér fyrr með auknu matvælafram- boði og það hefði aftur auðveldað verkafólki að sætta sig við meiri aga á vinnustað, minni kaupauka meðan verið væri að bæta gæði vörunnar og við biðraðimar eftir vodkanu. Umbætumar í Kína hófust með auknu fíjálsræði í landbúnaði og auknu markaðsfrelsi, sem jók ekki aðeins matvælaframleiðsluna, heldur gerði suma bændur ríka á kínverskan mælikvarða. Á sama tíma skar Deng niður útgjöldin til vamarmála, sem voru þá 14% áf þjóðarframleiðslu, og notaði peningana til að kaupa neyslu- vaming. Bændumir höfðu þá eitt- hvað að kaupa fyrir andvirðið og það ýtti undir enn frekari um- bótaáhuga. Þátttakendur á ráð- stefnunni í Ditchley voru þó sam- mála um, að Gorbatsjov ætti ekki kost á því síðastnefnda. Hann getur aðeins dregið úr útgjöldum til vamarmála í kjölfar afvopnunarsamninga við Vestur- lönd en þeir taka sinn tíma. Þang- að til þarf hann á fjármagni að halda tíl að endumýja að mörgu leyti úreltan iðnaðinn. Úreltur idnaður Einn kosturinn er sá, sem fram kom hjá sovéska hagfræðingnum Nikolaj Shmelov, að taka meiri lán á Vesturlöndum. Telur hann, að Sovétríkin geti aukið skuldir sínar um 35-50 milljarða dollara án þess, að nein hætta sé á ferðum. Ef Perestrojka mistækist væri hins vegar illt í efni: Snemma á Jegor Lígatsjov, hugmynda- fræðingur flokksins. Hann bíður síns tíma. næsta áratug væri skuldin þá komin í 75-90 milljarða dollara og engin leið að endurgreiða hana. Þetta er einmitt reynsla annarra Austur-Evrópuríkja og ekki að undra þótt Gorbatsjov vilji ekki hætta á hana. Hitt er þó alveg ljóst, að komi ekki til nýtt íjár- magn verður endumýjun iðnaðar- ins mjög hæg, jafnvel þótt ráða- mönnunum bregðist aldrei boga- listin í ákvörðunum sínum. Breytingamar, sem nú eiga sér stað, mæða fyrst og fremst á sov- éskum verkalýð án þess, að nokk- uð virðist koma í staðinn. Mennta- mönnunum líkar vafalaust vel við Perestrojku enda hleypur Glasn- ost, opnari umræða, á eftir en almenningur lætur það sig litlu varða. Hvaða kosti á Gorbatsjov? Ef Perestrojka mistekst, hvað verður þá um Gorbatsjov? Ekki er víst, að hann láti af völdum. Eins líklegt er, að hann leggi bara alvarlegar umbætur á hilluna rétt eins og Brezhnev gerði um miðjan sjöunda áratuginn og láti fallast í faðma við miðstýrðan sofanda- háttinn. Flestir sérfræðingar telja þó, að Gorbatsjov hafi lagt svo mikið undir, að hann eigi ekki annarra kosta völ en fara frá ef umbæ- tumar mistakast og þá mun ann- ar og afturhaldssamari maður taka við. Sá, sem stendur í gættinni og bíður eftir þeirri niðurstöðu, heitir Jegor Lígatsjov, fulltrúi aftur- haldsins í stjómmálaráðinu. Höfundur er fréttamaður við fréttaþjónustu Observer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.