Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 36
86 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Flugfélag Norðurlands hf.: Heildarveltan 1987 yfir 100 milljónir Rekstrartap rúmar 5 milljónir en hagnaður af reglulegri starfsemi Heildarvelta Flugfélags Norðurlands á síðasta ári nam 105.485.795 krónum og var hagnaður af reglulegri starf- semi. Vegna sölutaps af Mitsub- ishiflugvél, sem seld var á ár- inu, varð hinsvegar tap á rekstr- inum, sem nemur 5.267.231 krónu. Aðalfundur Flugfélags Norður- lands hf. var haldinn sl. föstudag og kom þetta meðal annars fram þar. Á árinu voru fluttir samtals 24.490 farþegar, 620 tonn af vör- um og 190 tonn af pósti. Vélar félagsins flugu samtals 5.093 flugstundir og voru flugtök og lendingar samtals 14.608. Félagið stundar alla venjulega flugstarfsemi, þar með talið áætl- unarflug til ellefu ákvörðunar- staða með bækistöð á Akureyri. Grænlandsflug var sem fyrr stór liður í rekstrinum eða sem svarar 28% af heildarveltunni 1987. 101 sjúkraflug var flogið á árinu, en auk þess var fjöldi sjúklinga flutt- ur með áætlunarflugi. Flugfélag Norðurlands hf. á átta flugvélar, þijár 19 sæta Twin Otter, tvær níu sæta Chieftain, eina fimm sæta Aztec og tvær Tomahawk- kennsluflugvélar. Félagið annast sjálft allt'viðhald flugvéla sinna og reyndar margra annarra í 1.863 fermetra flugskýlum sínum á Ak- ureyrarflugvelli. Hjá félaginu starfa 23 starfsmenn í fullu starfí, þar af tíu flugmenn og sex flug- virkjar. Lagning Finna- staðavegar: Arnarfellhf bauð best ARNARFELL hf. átti lægsta tilboð í lagningu Finnastaða- vegar. Tilboð fyrirtækisins var 4,9 milljónir kr., sem er 71% af kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar sem er rúmlega 6,9 millj- ónir kr. Lengd vegarins er 3 km og á verktaki að skila veginum af sér fyrir 1. nóvember í haust. Níu verktakar buðu í lagningu Finnastaðavegar og voru allir með tilboð undir kostnaðaráætlun nema einn. Þessir buðu fyrir utan Amarfell hf.: Pétur Steingrímsson Stokkseyri 5,4 milljónir kr., Ýtan sf. 5,9 milljónir, Vegaþjónustan hf. Stokkahlöðum 6,2 milljónir, Halldór G. Baldursson 6,3 milljón- ir, Ólafur Gíslason 6,5 milljónir, Fossverk hf. 6,7 milljónir, Jarð- verk sf. 6,7 milljónir og Norður- verk hf. 10,5 milljónir kr. Morgunblaðið/RÞB Jóhann Hjartarson tekur við verðlaunafé úr hendi Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra á Akureyri. Akureyrarskákmótið: Karl vann Gúrevitsj KARL Þorsteins vann sovéska stórmeistarann Gúrevitsj í síðustu skák alþjóðlega skák- mótsins sem lauk seint í fyrra- kvöld. Skák þeirra Karls og Gúrevitsjs dróst mjög á langinn. Byrjað var að tefla lokaumferð- ina kl. 14.00 á mánudag og lauk skák þeirra ekki fyrr en upp úr kl. 23.00. Af þeim sökum dróst verðlaunaafhending um hátt í fjóra tíma. Eins og fram hefur komið hlaut Jóhann Hjartarson átta vinninga og sigur í mótinu. I öðru sæti hafn- aði sovéski stórmeistarinn Lev Pol- úgajevskíj með sjö og hálfan vinn- ing og í þriðja sætinu varð Margeie Pétursson með sjö vinninga. Þeir Míkhaíl Gúrevitsj og Jón L. Amason urðu í fjórða til fimmta sætinu með sex og hálfan vinning hvor. Jonat- han Tisdall frá Noregi og Ungveij- inn Andras Adoijan urðu I sjötta til sjöunda sæti með sex vinninga. Þeir Helgi Ólafsson og sovéski stór- meistarinn Sergei Dolmatov fengu fímm og hálfan vinning hvor. Karl Þorsteins fékk fímm vinninga og tíunda sætið og Akureyringarnir Jón Garðar Viðarsson og Olafur Kristjánsson höfnuðu í ellefta og tólfta sætinu. Jón Garðar fékk einn og hálfan vinning og Ólafur einn vinning. Golfskálinn ris- inn úr rústunum Golfskáli Golfklúbbs Akur- eyrar á Jaðri er nú risinn úr rústunum, en, eins og menn ef- laust rekur minni til, brann skál- inn aðfaranótt 25. janúar sl. Á laugardagskvöldið var haldin mikil vígsluhátíð golfara á Akur- eyri í skálanum þar sem endur- byggingu er nú lokið tæpum tveimur mánuðum eftir óhappið og er álit manna að mjög vel hafi tekist til með verkið. Kylfíngar á Akureyri byggðu við golfskálann fyrir tæpu ári, þá einn- ig á aðeins tveimur mánuðum. Þeir unnu verkið allt í sjálfboðavinnu svo það var mikil eftirsjá meðal golfara þegar félagsheimili þeirra hafði orð- ið eldi að bráð. Myndimar voru teknar sl. laugardagskvöld þegar kylfíngar fögnuðu verklokunum. Morgunblaðið/GSV Frá maraþonblústónleikum á Uppanum um helgina. Morgunblaðið/GSV Maraþonblústónleikar: 40.000 kr. söfnuðust LEIKIN var blústónlist á Uppanum við Ráðhústorg í 37 klukkustundir samtals um sl. helgi. Hátt i 50 manna hópur tónlistarmanna sá um hljómlistina við góðar undir- tektir viðstaddra og var leikurinn gerður til að safna fé til handa Skáksambandi Islands. Sextán manna hópur tónlistarmanna kom að sunnan og flestir akureyrskir tónlistármenn tróðu einnig upp. Forráðamenn maraþonhljómleik- ana höfðu gælt við þá hugmynd að hægt yrði að safna hátt i eina milljón. Þegar upp var staðið voru aðeins 40.000 krónur í kassanum. Friðrik Bjamason stóð að undir- búningi keppninnar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hljóm- leikamir hefðu tekist sérstaklega vel þó fjáröflunin hefði ekki gengið sem skyldi. „Ég veit ekki hver skýringin er á þessum litla áhuga. Kannski er fólk orðið þreytt á sífelldum söfnun- um. Við höfðum þann háttinn á að fólk gat hringt inn á meðan á tónleik- unum stóð og lagt fram áheit. Ég var viss um að fólk og fyrirtæki tækju við sér þegar skákmennimir okkar voru annars vegar. Vitað er að Skák- sambandið er fjárvana. Litlir sem engir opinberir styrkir berast og á meðan eru þetta okkar þjóðhetjur. Þeir hafa staðið sig frábærlega í gegnum árin og þarf að styðja mun betur við bakið á þeim en gert hefur verið til þessa," sagði Friðrik. Jón L. Ámason stórmeistari hóf hljómleikana með því að leika fyrstu nótumar fyrir Ingimar Eydal. Byijað var kl. 12 á hádegi á laugardegi og haldið óslitið áfram fram til kl. 1.00 aðfaranótt mánudags. Uppanum var' lokað frá kl. 3 til 6 aðfaranótt sunnu- dags, en þó fengu hljómlistarmenn- imir að blúsa þar inni þó veitingastað- urinn mætti ekki vera opinn. SIEMENS HEIMILISTÆKI í miklu úrvali. Vestur-þýsk gæðavara’. Furuvöllum 1, Reynishúsinu, 600 Akureyri. S. 96-27788. iR BILALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815. Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.