Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 55

Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 55 Morgunblaðið/BAR Eiríkur Fjalar og Sigmundur Stormfjörð áttu ljómandi góða spretti er þeir fluttu „Eurovisionbrag" Eiriks. En þáttastjómandanum Hermanni varð um og ó er hinir óvæntu gestir birtust. SJÓNVARPIÐ LIFANDI STAÐUR Sálin hans Jóns míns Í ÍL i w «■*. hljóðrita "LIVE" plötu í kvöld. Kvöld sem enginn má missa af. Aih: Umhelgarerboðið Opiðöllkvöldfrákl. 18. uppá 19rcuascrrcuascðil. Engin aðgangsc\TÍr virka LcUurnæturmalscðill daga. Fösiudagas- og ígangicftirmiðnætti. laugitrdagakvöld cr Irítl inn f>TÍr malargcsti lil kl. 21.30 ÁTOPPNUM125 ÁR / tilefni af 25 ára afmœli Grillsins, bjóðum við nœstu helgar marga af vinsœlustu réttum okkar frá upphafi. Sýnishorn: Það væri synd að segja að alvaran hafi ráðið ríkjum meðal flytjenda á meðan keppninni stóð. Söngvakeppni sjónvarpsins 1988 fór fram á mánudags- kvöld og eru úrslit hennar sjálfsagt orðin flestum kunn. Sverrir Storm- sker sigraði aðra lagasmiði með miklum yfirburðum, lét sér ekki nægja minna en fullt hús stiga. Fremur létt var yfir gestum í sjónvarpssal. A meðan lögin voru leikin báru menn saman bækur sínar og heyrðist nafn Sverris oft nefnt. Þegar sigurlagið „Þú og þeir“ var hljómaði sungu flytjendur hinna laganna með, rétt eins og úrslitin væru þegar kunn. Er flutningi laganna var að ljúka veittu nokkrir gesta athygli dular- fullum kumpánum sem voru á róli í kringum sviðið. Þeir ruddust svo skyndilega inn í miðja útsendingu og reyndust engin aðrir á ferðinni en Eiríkur Fjalar með frænda sinn Sigmund Stormfjörð í eftirdragi. Saman sungu þeir lag Eiríks sem Söngvakeppnin hafði blásið honum í bijóst og vildi Eiríkur ólmur fá að keppa í úrslitum. Þann greiða neitaði Hermann þáttastjómandi honum um. Atkvæðagreiðslan tók síðan af allan vafa. Lag Sverris fékk hæstu stigatölu hjá öllum dómnefndum og „vissi ég ekki“ lá á vörum margra, enda búið að spá Sverri sigri í skoð- anakönnunum. Því fleiri stig sem lagið fékk, því lengra virtist Sverrir sökkva ofan í sæti sitt. Hann var þó glaðbeittur er hann tók við sigurlaununum og margir urðu til að óska honum til ham- ingju. Meðal þeirra var Eyjólfur Kristjánsson, sem sagðist á stöð- ugri uppleið. í fyrra hefði hann lent í þriðja sæti, nú í öðru sæti og hver vissi hvað gerðist næst. En holskefla fjölmiðlasnápa hellti sér yfir Sverri og kom í veg fyrir frek- ari samræður þeirra félaga. Fékk sigurvegarinn Sverrir smjörþefinn af því sem koma skal í Dublin og því kannski eins gott að vera við öllu búinn. Forréttir: Bláskel „Vinagrette“. Spaghetti „ Carbonara Kjörsveppasúpa. Aðalréttir: Tournedoes Bernaise. Þrjár sterkkryddaðar grísasneiðar „Luger“. Pönnusteikt smálúðuflök „Belle Meuniere“. Lambakótilettur „Bergere“. Eftirréttir: Sherryrjómarönd. Ferskjur „ Melba “. Og að sjálfsögðu er sérréttaseðill Grillsins ífullu gildi. SÍMl: 25033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.