Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988
Launamál Guðjóns
rædd í stjórn SÍS
ÁGREININGUR sá sem verið hefur um launamál Guðjóns B. Ólafsson-
ar, fyrrverandi forstjóra Iceland Seafood, i stjórn hlutafélagsins, verð-
ur tekinn fyrir á stjórnarfundi í Sambandinu næstkomandi þriðjudag.
Valur Arnþórsson stjórnarformaður SÍS reiknar frekar með að stjórn-
in álykti um málið í framhaldi af samþykkt stjórnar ISC frá því í
fyrradag.
Fundur framkvæmdastjóra Sam-
bandsfrystihúsanna, sem haldinn var
í gær, lýsti yfir „ánægju sinni að
full samstaða hefur náðst í stjóm
Iceland Seafood Corporation f því
deilumáli, sem uppi hefur verið á
síðustu mánuðum." Var þetta sam-
þykkt samhljóða.
Valur Amþórsson sagði að fyrir
stjómarfund SÍS yrðu lagðar skýrsl-
þetta mál og væntanlega einnig
skýrsla Sigurðar Markússonar fram-
kvæmdastjóra sjávarafurðadeildar.
Þá bjóst hann við að samþykktir
stjómar Iceland Seafood og fundar
Sambandsfrystihúsanna yrðu einnig
kynntar. Sagði Valur að vafalítið
yrði talið eðlilegt að stjómin ályktaði
um málið vegna þess að Sambandið
ætti meirihluta hlutafjár Iceland Se-
ur endurskoðenda Sambandsins um afood.
Morgunblaðið/Yngve Olsen
Utanríkisráðherrar Norðurlanda á flugvellinum í Tromso. Talið frá
vinstri: Uffe Ellemann-Jensen, Torvald Stoltenberg, Kalevi Sorsa,
Sten Andersson og Steingrímur Hermannsson.
Utanríkisráðherrar Norðurlanda:
Mið-Austurlönd eitt
helsta mál fundarins
STEINGRÍMUR Hermannsson, utanríkisráðherra, sagði i samtali við
Morgunblaðið að á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Tromso
í gær hefði eitt af helstu málnnum verið afstaðan til ástandsins í
Mið-Austurlöndum og þá einkum málefna Palestínuaraba. Ráðherrarn-
ir hefðu fordæmt harðlega framferði ísraelsmanna undanfarið gagn-
vart Palestinuaröbum og það hefði verið mjög raunsæ ályktun. Ráð-
herrarnir hefðu verið sammála tun að halda þyrfti ráðstefnu um lausn
á Palestínumálinu. Áhersla hefði verið lögð á sjálfsákvörðunarrétt
Palestínuaraba. Þeir yrðu sjálfir
þeirra á ráðstefnunni.
Steingrímur sagði að hvalamálin
hefðu einnig verið rsedd á fundinum
og sér fyndist ríkja misskilningur hjá
Svíum, Dönum og Finnum um þau
mál. Hann hefði lagt áherslu á að
sjónarmið íslendinga yrðu samþykkt.
Utanríkisráðherrar Dana og Svía
að ákveða hveijir yrðu fulltrúar
hefðu hins vegar talið sig þurfa að
ræða þessi mál betur heima fyrir. Á
fundinum hefði t.d. einnig verið rætt
um austur-vestur-afvopnunina,
kjamorkulaus Norðurlönd, Suður-
Afríku, Mið-Ameríku og stríðið á
miili írana og íraka.
Þorbjöm
Sigurgeirs-
son próf-
essorlátinn
Þorbjörn Sigurgeirsson, próf-
essor, er látinn, á 71. aldursári.
Hann var kunnur fyrir fræði-
störf og setti meðal annars fyrst-
ur fram hugmyndir um að hefta
framrás hrauns í eldgosi með
vatnskælingu. Þorbjörn var
frumkvöðuU og yfirstjómandi
hraunkælingar í eldsumbrotun-
um sem hófust í Vestmannaeyj -
um 23. janúar 1973 og flutti er-
indi um hana m.a. i jarðfræði-
stofnun Vísindaakademíu Sov-
étríkjanna f Moskvu og í Moskvu-
háskóla 1973.
Þorbjöm fæddist þann 19. júní
árið 1917 á Orrastöðum í Austur-
Húnavatnssýslu, sonur hjónanna
Sigurgeirs Bjömssonar bónda þar
og Torfhildar Þorsteinsdóttur.
Hann lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1937 og magisterprófí í eðlisfræði
frá Hafnarháskóla 1943. Næstu
§ögur ár var hann við nám í Svíþjóð
og Bandaríkjunum. Hann var
stundakennari við Menntaskólann í
Reykjavík og Háskóla íslands
Þorhjörn Sigurgeirsson prófessor.
1947-1957 og prófessor við háskól-
ann frá 1957.
Þorbjöm var framkvæmdastjóri
Rannsóknaráðs ríkisins 1949-1957
og formaður kjamfræðanefndar ís-
lands frá stofnun 1956-1964. Þá
var hann forstöðumaður Eðlisfræði-
stofnunar HÍ frá stofnun 1958-
1966 og rannsóknarstofu í eðlis-
fræði við Raunvísindastofnun há-
skólans frá stofnun 1966-1975.
Eftir hann liggja mörg fræðirit og
greinar. Hann var mikill áhugamað-
ur um skógrækt og varði miklum
tíma til hennar.
Eftirlifandi eiginkona Þorbjöms
er Þórdís Aðalbjörg Þorvarðsdóttir
og eignuðust þau fímm syni, sem
aliir em uppkomnir.
T*gund —
gerö — |rtur
ð!S'“nV*rP,ö
^f'Wr um hveru, ,Ca' ,0nn YJ ~ ,
? * Kiukhít,)
£■ •£> tlYád nutfí,
ýjt ' J,
Ju/s? 4 ‘'Ofl'
' - - 3, Mcofdur
hraöi
~ aksluntlr" mm“ng
O . '3.44 JT. ~~~—-
J .... ............ ......-..^CSL^T^y
Morgunblaðið/Júlíus
Þessi mynd af dagfoók lögreglumannanna sýn-
ir, að radarinn var prófaður fyrir og eftir
mælingu. Þar kemur einnig fram hraði bifreið-
arinnar. tími, veður og leyfilegur hámarks-
hraði. A litiu myndinni eru lögreglumennimir
Hörður Þór Hafsteinsson og Benedikt Sveins-
son, sem höfðu hendur í hári ökuþórsins í gær
og nutu við það aðstoðar vegfaranda.
Ok á 156 km hraða eftir Kleppsvegi:
Vildi sýna hvernig „al-
vöru“ bifreið væri ekið
UNGUR ökumaður, sem ók bifreið sinni á 156 kílómetra hraða
eftir Kleppsvegi skömmu eftir hádegi i gær, gaf þá skýríngu á
glæfralegum akstrinum, að hann hefði verið að sýna ökumanni
japanskrar fólksbifreiðar hvernig „alvöru“ bifreiðum væri ekið.
Sjálfur var hann á þýskri BMW-bifreið, sem hann festi kaup á
fyrir skömmu. Hann var hins vegar sviptur ökuréttindum í gær
og ekur þvf ekki um á glæsivagninum á næstunni.
Það var kl. 13.22 f gær, að tveir
lögreglumenn, Hörður Þór Haf-
steinsson og Benedikt Sveinsson,
óku lögreglubifreið austur Klepps-
veg. Þegar þeir voru á móts við
Hrafnistu sáu þeir tvær bifreiðir
koma á móti og voru báðar greini-
lega langt yfir leyfilegum hámarks-
hraða, sem er 60 kílómetrar á
klukkustund, en mikil umferð var
um Kleppsveginn á þessum tíma.
Þama á veginum er einnig gang-
braut og biðstöð strætisvagna.
Önnur bifreiðin, grænn BMW, ók
þó greinilega öllu hraðar og þegar
lögreglumennimir tveir kveiktu á
radar mældist bifreiðin á 156 kíló-
metra hraða. Benedikt og Hörður
sneru bifreið sinni þegar við og óku
á eftir hinni. „Við gerðum vart við
okkur, en ökumaðurinn dró ekkert
úr hraðanum, heldur hélt áfram
vestur Kleppsveg," sagði Hörður.
„Þegar við vomm við ljósin við
Dalbraut sáum við að hann beygði
til vinstri suöur Laugamesveg.
Þegar við ókum inn á Laugames-
veginn var hann hins vegar hvergi
sjáanlegur og við hefðum ef til vill
aldrei náð honum, et vegfarandi
hefði ekki komið okkur til hjálpar.
Þegar við vomm komnir að gatna-
mótum Laugamesvegar og Lauga-
lækjar sáum við að maður, sem var
þar á gangstéttinni, benti okkur á
að aka inn Laugalæk. Það gerðum
við og þá sáum við bifreiðina fyrir
utan verslun þar og ökumaðurinn
var að hverfa inn um dymar. Við
fómm á eftir og náðum honum
þar.“
Maðurinn, sem er 19 ára gam-
all, var nokkuð fölur og æstur þeg-
ar lögreglan hafði hendur í hári
hans. Hann gaf þá skýringu á
akstrinum, að hann hefði viljað
sýna ökumanni Suzuki-bifreiðar
hvemig aka ætti „alvöm“ bifreið.
Þá skal þess getið, að þessi ungi
maður, sem festi kaup á bifreiðinni
fyrir skömmu, var með svokallaðan
radarvara í bifreiðinni, en hann
kom honum ekki að notum í þetta
sinn.
Eimskip kaupir tvö ekjuskip:
Verða stærstu skip-
in í íslenska flotanum
EIMSKIP hefur ákveðið að
kaupa tvö stór ekjuskip til Evr-
ópusiglinga. Skipin eru systur-
skip, byggð í Þýskalandi 1978,
og kosta samtals 800 mil^ónir
króna. Skipin eru 10.600 tonn að
burðargetu og eni þau stærstu
skip í eigu íslendinga. Þau verða
afhent I október á þessu ári.
Ákvörðun um kaup skipanna var
tekin sl. mánudag og skýrði Halldór
H. Jónsson, stjómarformaður Eim-
skips, frá henni á aðalfundi félags-
ins í gær. Sagði hann að þetta
væri mesta fjárfesting í skipum um
árabil en 1981 keypti Eimskip ekju-
skipin Álafoss og Eyrarfoss fyrir
600 milljónir að núvirði.
Skipin tvö em 172 metrar að
lengd og 21,7 metri á breidd. Geta
þau lestað 730 gámaeiningar eða
664 gámaeiningar og 230 bfla. í
skipunum em tvær aðalvélar af
MAK gerð, 5800 hestöfl hvor.
Ganghraðinn er 16,5 mflur sem er
meira en í öðmm skipum félagsins.
Stefnt er að því að 17 manna áhöfíi
verði á skipunum.
Skipin leysa af hólmi fjögur skip
sem félagið rekur á áætlunarleiðum
til Bretlands og meginlands Evrópu.
Tvö þeirra, Alafoss og Eyrarfoss,
munu he§a siglingar til Norður-
landa í stað Skógafoss og Reykja-
FYRIRTÆKIÐ Tölvukaup hf.
festi í gær kaup á rekstri, nafni
og aðstöðu Örtölvutækni hf. Að
sögn Jóns Ólafssonar i Skifunni,
stjórnarformanns Tölvukaupa,
var Örtölvutækni hf. komið til
meðferðar hjá skiptaráðanda.
Örtölvutækni hf. er meðal þekkt-
ari tölvufyrirtækja hér á landi og
m.a. einn söluaðila IBM og Hewlett
Packard á íslandi. Velta fyrirtækis-
ins hefur verið á annað hundrað
milljónir kr. og þar starfa liðlega 20
manns. Að sögn Jóns hefur allt
starfslið fyrirtækisins verið ráðið
áfram til starfa. Nýr framkvæmda-
foss sem fara í önnur verkefni. Hin
tvö skipin em leiguskip og verður
þeim skilað. Þrátt fyrrir að skipunum
fækki eykst flutningsgeta félagsins
um 30%.
stjóri Örtölvutækni hefur verið ráð-
inn Sigurður Pálsson, sem áður var
framkvæmdastjóri tölvudeildar
Skrifetofuvéla, sem jafnframt er einn
eigenda, og þriðji hluthafinn er Jón
Trausti Leifsson, sem verið hefur
forstöðumaður tæknisviðs Skrif-
stofuvéla.
„Ég lít björtum augum á framtíð
fyrirtækisins. Þama starfar mikið
af dugandi og traustu fólki sem býr
yfír einhverri mestu þekkingu sem
til er á tölvusviðinu hér á landi. Nú
liggur fyrir að hefja mikla markaðs-
sókn en þar sýnist mér helsti veik-
leiki fyrirtækisins hafa legið til
þessa,“ sagði Jón ólafsson í gær.
Tölvukaup kaupa
Örtölvutækni