Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988
31
Alaborg í Danmörku;
Skipasmíði
og viðgerð-
umhætt
Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunbiaðsins.
EIN stærsta skipasmíðastöð Dan-
merkur, Alborg-Værft í Álaborg,
á við gríðarlega rekstrarerfið-
leika að glima og bendir flest til
þess að fyrirtækið leggi niður
laupana.
Akveðið hefur verið að loka við-
gerðadeild fyrirtækisins og eftir því
sem segir í dönskum dagblöðum
getur einungis kraftaverk bjargað
nýsmíðadeildinni. Áfram verða
framleiddir trefjaplastsbátar og
nokkrir ketilsmiðir munu halda
vinnu sinni. Fyrir fímm árum var
fyrirtækið hið stærsta á sviði skip-
asmíða í Danmörku og voru starfs-
menn þess þá um 3.400.
Síga tók á ógæfuhliðina árið
1986 og var fyrirtækið þá sameinað
skipasmíðastöðinni í Fredrikshavn
undir nafninu Danyard. Þeir verka-
menn sem unnið hafa við viðgerðir
á skipum munu nú flytjast frá Ála-
borg til Fredrikshavn en um 400
starfsmönnum í Álaborg verður
sagt upp störfum.
Reykingar í Kína;
Verður tollur-
inn tvær millj-
ónir manns-
lífa á ári?
Peking. Reuter.
TVÆR milijónir Kínverja munu
látast árlega af völdum sjúk-
dóma, sem rekja má til reykinga,
ef stjórnvöld gripa ekki í taum-
ana með aðhaldsaðgerðum^ að
sögn fréttastof unnar Nýja Kma.
I Kína þykir fínt að reykja, og
fer fjöldi reykingafólks jafnt og
þétt vaxandi. Jafnvel böm undir
10 ára aldri reykja sígarettur, segir
fréttastofan.
Haft er eftir formanni heilbrigð-
isnefndar ríkisins, að réttast væri
að banna reykingar í bama- og
unglingaskólum. Hann segir, að
ríkið eigi enn fremur að grípa til
strangra aðhaldsaðgerða til að
draga úr reykingum almennt.
Talið er, að um 70% fullorðinna
karla í Kína reyki, og er tóbaks-
neysla hvergi meiri f heiminum.
Nálarstungumeðferð, rafmagns-
lækningar og kínverskar grasa-
lækningar getq hjálpað fólki að
sigrast á þessum ávana, sagði
fréttastofan.
Sanitas býður PEPSl, DIET PEPSI, APPELSÍN
og 7UP í 2 lítra flöskum á sérstöku hátíðaverði
Hagstæð kaupfyrhátíðirnar
...opmimvió betri
byggingavöru
verslun
Vestur á Hringbraut 120 hafa völundar á tré og járn og aörir góðir
byggingamenn unnið gott starf að undanfömu. Þeirhafa byltöllu um
og útkoman er stórglcesileg alhliða byggingavöruverslun. Þarfcest allt
sem þarf til húsbygginga og endurbóta, allt frá smcestu skrúfum til
glcesilegra uno form innréttinga.
JLVölundur
betri byggingavörur
Hringbraut 120, sími 28600
STRIK/SÍA