Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 41 að setja það fyrir sig hvort heldur var um hvíldardag eða virkan dag að ræða þegar kallið barst, aðalmál- ið í hans huga var að leysa vand- kvaeði annarra. Arið 1955 urðu straumhvörf í lífshlaupi Unnsteins er hann kynnt- ist Elínbjörgu Kristjánsdóttur er varð síðan lífsförunautur hans. Þau gengu í hjónaband á nýjársdag 1956. Ég minnist þess frá þessum tíma að eitt sinn var verið að spjalla við þau í léttum tón um það hvem- ig kynningu þeirra hefði borið að, þau luku upp einum rómi um það, að þar hefði orðið ást við fyrstu sýn af beggja hálfu og óhætt er að segja að sú ást og virðing hélst óslitið þar til yfir lauk hjá Unnsteini. Hjónaband þeirra bar ríkulegan ávöxt því þau eignuðust tíu mann- vænleg böm sem upp komust. Fjög- ur eru enn í föðurhúsum og það yngsta á að fermast nú um pásk- ana. Árið 1966 keyptu hjónin húsið Breiðás 5 í Garðabæ og þar hafa bömin alist upp við gott atlæti for- eldranna. Það segir sig sjálft að svo stórt heimili, sem hér um ræðir, þurfti nokkuð til að sjá því far- borða, hann var því oft langur vinnudagurinn hjá heimilisföðurn- um til að afla teknanna og ekki dró húsmóðirin af sér. Hún er völundur í höndum og útsjónarsöm, drýgði fatakaup með því að sauma sjálf á fjölskylduna ásamt því að pijóna og sauma fyrir aðra. Þó aldur Unn- steins væri ekki hár miðað við með- alaldur hér á landi þá var hann lang- þreyttur og slitinn eftir vel unnið dagsverk á lífsleiðinni. Unnsteinn fæddist ekki með silfurskeið í munni og starf hans var að mestu brauð- strit við að sjá stórri fjölskyldu far- borða. En hann var óvenju glað- sinna maður og gerði að gamni sínu og gat skopast að hinu hversdags- lega andstreymi, var honum þó ekki kæruleysi í huga því hann hafði ríkulega ábyrgðartilfinningu í fari sínu. Þessi eðliseinkunn hans að vera síkátur hafði bæði hress- andi og smitandi áhrif á þá, sem í kringum hann voru, og því var aldr- ei þrúgandi loft þar sem Unnsteinn fór, en hláturinn og gleðin í öndvegi. Um leið og ég sendi fjölskyldu Unnsteins og systkinum hans sam- úðarkveðjur og bið þann, sem öllu ræður, að halda sinni vemdarhendi yfír þeim. Þá þakka ég samfylgdina og góða kynningu og bið honum blessunar á langri og óþekktri ferð. Guðmundur Jóhannsson „Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber. Guð í alheimsgeimi Guð í sjálfum þér.“ Þetta uppáhalds vers föður okkar kom upp í hugann er ég frétti lát yngsta bróður míns, Unnsteins, óvænt og fyrirvaralaust. Ég, sem þetta rita, er elst níu systkina og er Unnsteinn fyrstur okkar að kveðja, aðeins 56 ára gamall. Næst mér að aldri er Ólöf María, þá Vil- hjálmur, Pétur, Sigurvaldi, Stein- unn, Sigurbjörg, þá Unnsteinn sem hér er kvaddur, yngst Klara. Öll höfum við systkinin gifst og eign- ast mörg böm og niðjahópur okkar er orðinn stór. Stærst var þó fram- lag Unnsteins. Hann og Elínbjörg, kona hans eignuðust 10 böm sem upp komust. Flest em þau uppkom- in en yngsti sonurinn verður fermd- ur nú um páskana. Foreldrar okkar systkina vom Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadótt- ir, frá Gauksmýri, og Guðmundur Pétursson, frá Stóm Borg en bjuggu síðan lengi á Refsteinsstöð- um í sömu sveit. Við elstu systkinin ólumst upp í Húnavatnssýslu. Eftir 21 árs búskap, er Unnsteinn var fjögurra ára, fluttu foreldrar okkar norður í Fljót, fyrst að Nefstöðum í Stíflu en seinna keyptu þau í fé- lagi við elstu syni sína, sem þá vom giftir menn, jörðina Hraun í Fljótum. Þar býr enn Pétur, bróðir okkar, ásamt fjölskyldu sinni. Um tíma bjuggu þar einnig Vilhjálmur og Sigurvaldi, bræður okkar, ásamt fjölskyldum sínum. Þar var oft glatt á hjalla enda glaðværð mikil í þess- um systkinahópi. Móðir okkar var glaðlynd og söngvin og hafði yndi af allri tónlist. Eðli hennar var að syngja eða kveða nær stöðugt við okkur. Þennan eiginleika hafði hún erft frá móður sinni, Ólöfu Sigurð- ardóttur. Sigurlaug, móðir okkar, kenndi okkur ljóð og lög sem við búum að alla æfi og hefur gengið áfram til bama okkar sem mörg em tónlistarfólk. Móðir okkar hafði yndi af að dansa og var Unnsteinn henni líkur að því leyti. Hann var kátur og glaður, hló oft hjartanlega og veitti öðmm af glaðværð sinni. Gömlu dansamir vom hans besta tómstundagaman seinni árin. Unnsteinn var þó í útliti að mörgu leyti h'kur föður okkar, sem var rólegur, fremur hlédrægur mað- ur. Hann hafði góða kímnigáfu og var smiður góður, sérstaklega á jám. Föðurbróðir okkar var hinn landsþekkti silfursmiður, Kristófer Pétursson, sem bjó síðustu ár sín á Kúludalsá rétt við Akranes. I Byggðasafninu á Akranesi má sjá dýrgripi eftir hann. Kristófer smíðaði fínlega hluti, helst víravirki og frostrósir á héluðum rúðum vom oft hans fyrirmyndir. Faðir okkar smíðaði hins vegar mikið af skeif- um, hrífum, beijatínum og fleiri hlutum til daglegra þarfa, ekki bara fyrir okkar heimili heldur fyrir sveitunga sína líka. Hann hannaði nm.a. og smíðaði dúnhreinsunarvél, sem var drifin af vatnsafli bæjar- lækjarins á Hraunum í Fljótum. Hann hafði mikið yndi af því á seinni ámm sínum að annast æðar- varpið á Hraunum og hreinsaði all- an dúninn sjálfur. Sem fyrr segir ólst Unnsteinn upp í stómm systkinahópi. Er ég hóf búskap í Súðavík ásamt manni mínum Kristjáni heitnum Stur- laugssyni, kennara, kom Unnsteinn til okkar yfír vetrartímann og gekk hjá okkur í barnaskóla. Mér fannst hann þá oft verða eins og mitt elsta bam. Seinna fluttum við hjónin og böm okkar til Siglufjarðar og bjó þá fjölskylda min enn að Hraunum. Hraun var þá fyrsti bær handan Siglufjarðarskarðs. Á þeim tíma var venjulega ófært vegna snjóa inn að Hraunum frá sláturtíð á haustin og fram í júní hvert ár. Unnsteinn og Klara, yngstu systkini mín gengu í Gagnfræða- skólann á Siglufirði og móðir okkar hélt þá heimili fyrir þau þar yfír vetrartímann. Það var henni hjart- ans mál að mennta bömin sín og varð Unnsteinn gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Siglufirði árið 1948. Ég hygg það ekki ofsagt að gagnfræðapróf hafí á þeim tíma þótt jafn mikils virði og stúdents- próf í dag. Unnsteinn lærði iðngrein sína, pípulagningar, í Reykjavík. Hann kvæntist Elínbjörgu Kristjánsdótt- ur, sem við köllum ávallt Ellu og var það gæfuspor. Þau vom sam- hent hjónin. Þau áttu saman 10 böm sem öll lifa og em hin efnile- gustu. Elstu bömin em uppkomin, sum gift og orðin foreldrar. Enn er þó hópur heima og á yngsti son- urinn að fermast á annan í páskum, sem fyrr var nefnt. Það er ekki lítið afrek að koma upp 10 bömum á íslandi. Sjálf hef ég reynslu af að fæða og ala upp sjö böm og þótti mér það ærið verk. Unnsteinn og Ela hafa heldur ekki slegið slöku við og unnið alla daga. Bömin urðu eðlilega mjög dugleg að bjarga sér. Stundum spurði ég Unnstein að því af hveiju hann ætti öll þessi böm. Þá svaraði hann alltaf brosandi: „Hún Ella vill þetta.“ Ella var líka alltaf svo glað- leg og ánægð með hópinn sinn rétt eins og þetta væri guðsgjöf. Hún er afburða saumakona og yndi hennar var að sauma á bömin. Meira að segja saumaði hún svefn- poka er þau þurftu að fara með skólanum í útilegur. Eftir að bömin fóm að komast upp vann Ella einn- ig utan heimilis og gerir enn. Faðir Ellu dvaldi hjá þeim er hann var orðinn aldraður og þurfti aðstoðar við. Tengdaböm bættust í hópinn og alltaf var pláss fyrir einn í við- bót hjá Unnsteini og Ellu. Dauðinn hefur nú kvatt dyra að Breiðási 5 í Garðabæ. Heimilisfaðir er burtkvaddur í fullu íjöri fyrir- varalaust. Hugur minn hvarflar á ný norður í Húnavatnssýslu. Þar gerðist það furðu oft að bændur á besta aldri veiktust af lungnabólgu og hurfu skyndilega frá búum sínum, konum og bömum. Þannig hvarf móðurafí okkar, Sigvaldi Þor- steinsson, um þrítugt frá ömmu okkar, Ólöfu Sigurðardóttur, og 3 ungum dætmm. Móðir okkar var ein þeirra og var þá ijögurra ára. En þrátt fyrir allt hélt lífið áfram á norðlenska sveitabænum og ekki er þess getið að söngurinn hafi hljóðnað nema um stundarsakir. Ella stendur nú eftir og þótt Unnsteinn sé farinn lifa verk hans áfram, bömin þeirra 10, makar og bamaböm. Sem betur fer er Ella ekki ein í veröldinni. Ég veit að bömin em samhent og hafa lært af foreldmm sínum að takast á við þau viðfangsefni sem að höndum ber. Fyrir hönd okkar systkinanna bið ég Guð að vera með þér, elsku Ella, og bömunum ykkar öllum. Megi minningin um glaðværan, traustan eiginmann og föður vera ykkur styrkur á sorgarstundu og vega- nesti áfram. Megi Unnsteinn bróðir minn hvílá í friði. Ég þakka honum fyrir gleð- ina og hans góðu samfylgd. Þrúður Elísabet Guðmundsdóttir samapa 1500 Þegar hugað er að bílakaupum.vakna margar spurningar, m.a. hver er tilgangur bílsins, hverjar eru aðstæðurnar o.s.frv. Hér að neðan gefur að líta nokkrar staðreyndir um Lada Samara. Sem dæmi má nefna framúrskarandi fjöðrun, hátt undir lægsta punkt, kraftmikill og sparneytinn. Sé einhverjum spurningum ósvarað, ræddu þá við sölumenn okkar, sem gefa nánari upplýs- ingar um Lada Samara og ath. að verðið er engin spurning. LADA Tannstangarstýri. Léttur í stýri. Stærri vel. 1500. Storir hliðarspeglar báðum megin. Hliðarlistar Otrúlegt farangursrými Oryggisbelti fyrir alla farþega. 1 Nytt grill. Emstok fjoðrun Hjólkoppar Opið á laugardögum frá kl. 10—16. Beinn sími í söludeild: 31236. A BIFREIDAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR h Tn I rl I Suðurlandsbraut 14. Sími 681200. Framdrifsbíll á |/r 04 Q AAA algjöru undraverði: IVri 01 O.UUUf Umbodsadilar: Bilás, Akranesi. S. 93-12622. Jóhannes Kristjánsson, Akureyri. S. 96-23630. Bílaleiga Húsavikur. S. 96-41888.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.