Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 51
Ella, Jón og Sigríður og börnin ykkar öll, „Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn sem lifa.“ * 1 Blessuð sé minning Astríðar Jó- hannesdóttur á Torfalæk. Ingibjörg Björnsdóttir Á haustdögum 1940 hleypti heimdraganum ung stúlka frá Gauksstöðum í Garði. Nafn hennar var Ástríður Jóhannesdóttir, í dag- legu tali kölluð Ásta. Ferðinni var heitið norður í land að Blönduósi, þar sem hún ætlaði að stunda nám vetrarlangt við húsmæðraskólann. Dvölin varð í það sinn ekki lengri og Ásta sneri aftur heim í föður- garð næsta vor. En þennan vetur tengdist hún fyrstu böndum við ungan Húnvetning, Torfa Jónsson á Torfalæk, sem allar frekar fram- tíðaráætlanir snerust síðan um. Þau Torfi gengu í hjónaband 1944 og bjuggu á Torfalæk samfellt í 44 - ár. Þannig varð ferðin, sem upp- hófst í Garðinum endur fyrir löngu, lengri en fyrirhugað hafði verið. Hún varð upphafið að hamingju- ríkri ævi og starfi, sem lauk með fráfalli Ástu þann 12. marz sl., en í dag verður hún jarðsett á Blöndu- ósi. Ásta fæddist á Gauksstöðum þann 23. maí 1921. Foreldrar henn- ar voru Helga Þorsteinsdóttir, ætt- uð frá Meiðastöðum í Garði og Jó- hannes Jónsson frá Gauksstöðum. Var Ásta hin sjötta í röðinni fjórtán bama þeirra. Það var blómlegt mannlíf á Gauksstöðum í þá daga og þurfti stór húsakynni til að allir kæmust vel fyrir. Reisulegur bærinn var byggður nánast á sjávarkambinum og örstutt frá vörinni þaðan, sem róið var á opnum bátum. Þá, eins og nú, byggðist afkoma manna í Garðinum eins og raunar á Suður- nesjum öllum, á sjónum og það var róið hvenær sem gaf og von var til að fá fisk. Neðar í túninu á Gauks- stöðum voru myndarleg fiskverkun- arhús og stakkstæði til þurrkunar á saltfiski. Áfast við bæinn var fjós og hlaða, því að Jóhannes á Gauks- stöðum var sannkallaður útvegs- bóndi. Stutt var til næstu nágranna í Garðinum, jafnvel í þá daga og nær- eða fjarskyldir ættingjar á öðrum hverjum bæ. Þetta var í hnotskum það um- hverfi, sem Ásta ólst upp við og sem mótaði hana. Sem smástrákur átti ég því láni að fagna að kynnast vel þessu frændfólki mínu, því að Helga á Gauksstöðum var föðursystir mín og tók mig í fóstur í tvö sumur. Dvöl mín þar stendur mér enn ljós- lifandi fyrir sjónum. Allar stundir var eitthvað að gerast í starfi eða leik, iðandi líf, og mér fínnst nú, að þessi tápmikla fjölskylda hafi ekki verið í ró og unað sér hvíldar nema um blánóttina. Ég minnist þess varla að hafa verið samvistum við lífsglaðara og hláturmildara fólk en frændfólk mitt á Gauksstöðum. Þó var lífið þar ekki alltaf dans á rósum. Það leiðir af sjálfu sér, að í svo stómm bamahópi hlaut það að koma í hlut elstu dætranna að hjálpa til við heimilisstörfin og upp- eldi yngri bamanna. Það hlutverk MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 51 ræktu þau Ásta og systur hennar frábærlega vel. Hjartahlýju og um- hyggju þeirra og móður þeirra fékk ég, aðkomustrákurinn, einnig að njóta og ég stend í ævarandi þakk- arskuld fyrir það. Ásta hafði til bmnns að bera alla bestu kosti Gauksstaðafjöl- skyldunnar. Hún var fríð og glæsi- leg svo að til þess var tekið, glað- lynd, hláturmild og blíðlynd. Þannig man ég eftir henni frá því í gamla daga í Garðinum, og ég fékk sönn- un fyrir því, að sú minning var sönn, en ekki bara hillingar. Það leið langur tími, líklega einir þrír áratugir, án þess að leiðir okkar Astu lægju saman. Ég vissi, að hún bjó í hamingjusömu hjónabandi á glæsilegu stórbúi meðal Húnvetn- inga. Þegar við hittumst loks að nýju, og mig minnir, að það hafi verið heima hjá þeim Torfa á Torfa- læk, hafði hún að vísu elst eins og lög gera ráð fyrir. Hún hafði ekki gengið heil til skógar um nokkuð langt skeið, og það hafði líka sett nokkuð mark sitt á hana. En það var aðeins á yfirborðinu. Innifyrir bjó sama fallega stúlkan, sömu skæm augun, brosið og hláturinn skammt undan og bjartsýnin á sínum stað. Svo lítið hafði hún í rauninni breyst. Atvikin höguðu því þannig til, að heimsóknir mínar að Torfalæk urðu tíðari eftir þetta, bæði vegna sameiginlegra verkefna okkar Torfa og þó fyrst og fremst vegna vináttu- og frændsemistengsla, sem stofnað var til að nýju. Það var stórkostlegt að sjá, hversu vel var búið á Torfalæk og snyrtimennska ríkjandi utan dyra sem innan. Þar hafði fjölskyldan öll lagt hönd á plóginn, foreldrar, synirnir Jóhannes og Jón, og tengdafólk. Ásta varð fljótt rótgróin í Húnaþingi og ekki spillti fyrir, að systur hennar tvær, Sveinbjörg og Dídí, höfðu um langt árabil verið giftar og búsettar í nágrenni Torfa- lækjar. Og síðar bættist bróðir þeirra, Einar, í þann hóp. En þótt Asta væri hamingjusöm og ánægð, þar sem hún var, bar hún alltaf sterkar taugar til heimaslóðanna í Garðinum, og hún naut þess að riíja upp minningar þaðan. Nú er ferðin á enda og Ásta horfin, en eftir lifir minningin um hugljúfa konu. Vini okkar, Torfa, og fjölskyldu hans, svo og öllum ættingjum Ástu er vottuð dýpsta samúð. Ingvi Þorsteinsson Haustið 1940 settust tvær systur af Suðumesjum á skólabekk í Kvennaskólanum á Blönduósi, og stuttu síðar kom þangað þriðja syst- irin. Þá voru gæfuspor stigin. Syst- umar þtjár frá Gauksstöðum í Garði staðfestust fyrir norðan og urðu allar myndarlegar húsfreyjur í Húnaþingi. Þær eignuðust gjörvi- legan hóp afkomenda og hafa sum- ir þeirra þegar reynst máttarstólpar í atvinnu- og félagsmálum. Mörgum ámm seinna fluttist einnig einn bræðra þeirra norður til Blönduóss, eignaðist þar húnvetnska konu og hefur'reynst hagleiksmaður í verk- um sínum. Nú er ein systranna fallin frá. Ástríður á Torfalæk, sem andaðist 13. þ.m., verður til moldar borin í dag frá Blönduóskirkju. Asta á Torfalæk, eins og hún var jafnan nefnd' af vinum sínum og nágrönnum, var dóttir Jóhannesar útvegsbónda Jónssonar á Gauks- stöðum í Garði og konu hans Helgu Þorsteinsdóttur. Hún starfaði nokk- uð á Blönduósi eftir að skólavist hennar lauk í Kvennaskólanum þar. En vorið 1944 verða tímamót í lífí hennar. Þá giftist hún Torfa Jóns- syni á Torfalæk, sem þegar gerðist athafnasamur bóndi og síðar sveit- arhöfðingi. Torfalækjarheimilið hefur löng- um verið í fremstu röð myndar- heimila í héraðinu. Þannig er það mér fyrir bamsminni frá tíð for- eldra Torfa, Jóns Guðmundssonar og Ingibjargar Bjömsdóttur. Sú stórmerka kona lést árið 1940 og þarf ekki getum að því að leiða, að heimilið var ekki hið sama eftir fráfall hennar. Nýja húsfreyjan kom því að Torfalæk við aðstæður, sem mér finnst að nú sé hægt að segja að hafi beinlínis kallað á hana, enda var þá sem ný gæfusól rynni upp yfír heimilið. Þá fóra í hönd miklir framfaratímar. Ungi bóndinn á Torfalæk stóð árlega í stórræðum, en Ásta lá ekki á liði sínu. Hún skipaði sinn sess með sóma og reyndist mikil húsmóðir. Snyrti- mennska og reglusemi var alla tíð til fyrirmyndar og raunar hvort sem litið var innan bæjar eða utan. Hún var rausnarleg kona, sem gott var að heimsækja, enda tók hún á móti gestum sínum og þeirra hjóna með alúð og gleði. Húsakynni á Torfa- læk era rúmgóð og fallega búin, þannig að hvort hæfði öðra, hús- freyja og heimili, sem mér fannst jafnan sem ein samofin heild. Ásta naut virðingar og vináttu fjölmargra samferðamanna sinna, þó ekki síst þeirra sexn þekktu hana best, t.d. þeirra sem unnu um lengri eða skemmri tíma á Torfalæk. Þetta fólk heyrði ég iðulega fara sérstök- um viðurkenningarorðum um hús- móður sína og var þó ekki kastað rýrð á hlut bóndans, enda vora þau hjón einstaklega samhent. Böm og unglingar vora sumar eftir sumar á Torfalæk og munu ýmis þeirra hafa bundið tryggð við heimilið til lengri tíma. Telja má einstakt hve Ásta sýndi Ingimundi heitnum, bróður Torfa, mikla hlýju og nær- gætni. Hann dvaldi hjá þeim hjón- um til dauðadags og var sá af þeim Torfalækjarbræðram sem þarfnað- ist þess að eiga forsjá og skjól. Hann talaði líka oft fallega um Ástu sína. Ásta starfaði töluvert í samtök- um kvenfélaganna í sýslunni, t.d. í mörg ár í orlofsnefnd húsmæðra. Hún var víða aufúsugestur. Hún var fríð kona og gjörvilega að yfir- bragði, fijálsmannleg í framgöngu og viðmót hennar einkenndist af hlýju og hreinskiptni. Þau hjónin eignuðust tvo sonu, sem báðir era atgervismenn, eins og þeir eiga kyn til. Sá eldri er Jóhannes búfræðikandidat, bóndi á Torfalæk II, kvæntur Elínu Sigur- laugu Sigurðardóttur frá ísafírði og eiga þau fimm böm. Jóhannes er formaður Búnaðarsambands A-Hún. og formaður stjómar Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins. Yngri sonurinn er Jón íslenskufræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Kristinsdóttur og eiga þau einn son. Jón er starfsmaður Lands- bókasafnsins og útgáfufélagsins Svart á hvítu. Ásta hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða, áður en nýr sjúkdómur bættist við sem skyndi- lega varð ekki við ráðið. Þrátt fyrir það tókst henni að sinna svo um heimili sitt fram undir hið síðasta, að þar sást enginn misbrestur á. Unga stúlkan af Suðumesjum, sem fluttist norður í Húnavatnssýslu og festi þar rætur, skilaði sínu dags- verki. Við nágrannar hennar eram þakklátir fyrir þetta dagsverk, við eram þakklátir fyrir vináttu hennar og góðvild og við eram þakklátir fyrir það hvemig hún átti þátt í að byggja upp nýja framtíð. Við biðjum henni fararheilla til nýrra heim- kynna. Við Helga flytjum Torfa, sonum þeirra, tengdadætram, bamaböm- um og öðra venslafólki einlægar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson Það var á haustdögum 1959, að leið mín lá norður í Húnaþing þar sem ég tók við skólastjóm grann- skólans á Blönduósi og við hjónin ásamt sonum okkar áttum síðan heimili í nær níu ár. Þau störf sem þar biðu mín hafa jafnan verið umdeild í þjóðfélaginu og því ekki óeðlilegt að þeir sem þau vinna séu næmari fyrir við- horfi næsta manns en hinir, sem standa Ijær afskiptum náungans. Það var á þessum áram sem ég kynntist heimilinu á Torfalæk. Þau kynni urðu okkur aðkomufólkinu mikils virði og rriinningamar frá þeim dögum hafa ekki fymst sem fundir. En þar er nú brotið blað. Ástríður Jóhannesdóttir, húsfreyjan sem stjómaði heimilinu á þeim árum, sem ég kynntist því, er dáin. Ásta var dóttir Jóhannesar Jóns- sonar útvegsbónda á Gauksstöðum í Garði syðra og konu hans Helgu Þorsteinsdóttur. Ung stúlka fór Ásta til náms í kvennaskólann á Blönduósi, sem þá var virt mennta- stofnun og sótt víða að. Á skólaár- unum kynntist hún Torfa Jónssyni á Torfalæk. Þau komu sér saman um að styðja hvort annað á lífsveg- inum, gengu í hjónaband og hún fluttist til hans heim að Torfalæk og lifði þar síðan ævina alla með sínum ágæta manni. Hann lifir nú þessi erfiðu þáttaskil. Það er flestum nokkurt átak að koma í nýtt umhverfi og sam- hæfast breyttum lífsháttum, skipta þá miklu máli þær eðliseigindir sem einstaklingurinn er búinn. Unga húsfreyjan á Torfalæk hef- ur án efa mátt að mörgu hyggja í sinni nýju stöðu fyrstu fótmálin svo ólíkt sem líf og landshættir era á Suðurnesjum og í Húnaþingi, þar sem nú átti að verða hennar heima. En það kom fljótt í ljós að það vafð- ist ekki fyrir henni að bregðast við þeim vanda sem best mátti fara, enda mun hún hafa haft góða heim- anfylgju frá grónu myndarheimili foreldra sinna. Býli þeirra Torfa Jónssonar og Ástu Jóhannesdóttur varð eitt hið myndarlegasta og best setna í Húnaþingi og yfir því hlýr blær heimilishyggju sem gerir hvern dag góðan. Sem ég fyrr sagði urðu kynnin af Torfalækjarheimilinu okkur mik- ils virði og ljós þráður í stuttum lífsveg okkar í Húnaþingi. Tillits- semi hjónanna þar og raunsæ af- staða til starfs okkar olli því að við kynntumst þeim meira en flestum öðram í byggðinni. Synir þeirra, Jóhannes og Jón, dvöldu á heifhili okkar yfir skólatímann tvo vetur og kannski sögðu kynnin af þessum ágætu drengjuiri okkur meira um heimili þeirra og uppfóstur en orð eða almennt rygti, ekki síst um móðurina. Áratuga kynni mín af æskufólki á grannskóíaaldri hafa gefið mér þá lífssýn að börnin flytji ómeðvitað með sér hugblæ heimilisins til skól- ans og út í umhverfíð. Það var mikils virði fyrir konuna mína, sem kom þarna öllum ókunn- ug, að mæti skilningsríku og hlýju viðmóti húsfreyjunnar á Torfalæk. Þetta sýndi hún á margan hátt en þó kannski ótvíræðast þegar þau hjón sendu okkur syni sína til heim- ilisvistar. Þá varðmóðir að trúa annarri móður, sem hún treysti, fyrir drengjunum sínum. Ég kynntist Torfalækjarheimil- inu og húsfreyjunni þar aðeins tæp- an áratug en síðan hef ég talið hana í fremstu röð þeirra kvenna sem ég til þekki. Um afskipti henn- ar af málum utan heimilishyggjunn- ar veit ég ekki neitt, ef til vill hafa þau einhver verið en í huga mínum skiptir það engu höfuðmáli. Ég lít á umsýslu heimilis og barna sem göfugasta og þýðingarmesta starf hverrar móður og skyldi jafnan í fyrirúmi sitja, það mun þjóðinni fyrir bestu. Nú er Suðumesjastúlkan, sem um áratugaskeið var húsfreyja á einu mesta myndarheimili Húna- þings, horfin á vit hins óþekkta. Við brottför sína gat hún hugró litið til baka yfir gengin spor og skyggnst út til framtíðarinnar. Yfir býlinu á Torfalæk er birta þess besta í íslensku þjóðlífi. Trúin á gróandann. Þar býr nú annar sonur- inn, Jóhannes, með sinni góðu konu, Elínu Sigurðardóttur. Þar vaxa upp bamabömin, efnilegt fólk og lof- andi. Hinn sonurinn, Jón, helgar störf sín íslenskri tungu. Hér er því " vel fyrir ölluséð og ljóst að vel hef- ur verið að verki staðið. Torfi, Jóhannes, Ella, Jón og þið öll hin. Ég samhryggist ykkur. Þið haið misst mikið, en þið áttuðlíka mikið. Það tvennt hlýtur að fara saman. Torfi. Ég veit að í vor finnst þér fjallavindurin sunnan af heiðinni ekki jafn hlýr og áður og kaldinn inn Húnaflóann naprari. En ef litið er til himins á heiðum degi era háloftin björt og skuggalaus. Þorsteinn Matthíasson t Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÓSK EINARSDÓTTIR, Meðalholti 4, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 24. mars. Fyrir hönd annarra vandamanna, Einar Sigurbjartur Jónsson, Amalía Jóna Jónsdóttir, Óskar Harry Jónsson, Njörður Marel Jónsson, Dagmar Guðbjörg Jónsdóttir. t Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóöir og amma, ÓLÖF KRISTBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR, Keldulandi 17, Reykjavik, sem andaöist mánudaginn 21. mars síöastliðinn, verður jarðsung- in frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. mars kl. 13.30. Jóhanna Dóra Þorgilsdóttir, Eyþór Haraldur Ólafsson, Unnur Kjartansdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Hersir Oddsson, Einar Ólafsson, Guðrún Stefánsdóttir, Agnar Ólafsson, Erla Ásmundsdóttir og barnabörn. t Eiginkona min, SÓLRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR, Hringbraut 89, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Pótur Benediktsson. Lokað Skrifstofa BSRB er lokuð frá kl. 14.00 í dag vegna jarð- arfarar VILBORGAR EINARSDÓTTUR, Ijósmóður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.