Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988
Hlýleg fermingargjöf.
Ullarteppi
\
Rammagerðin,
Hafnarstrœti 19 / Kringlunni
HMLoftidðum / Hótel Esju
Minnum á tískusýningarncir í Kringhmni föstudag kl. 17 og laugardag kl. 14.
Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Islandsmalstaramlr Jón Rsgnsrsson og Rúnar Jónsson vió ond-
ursmiósóan Ford Escort keppnlsbfl slnn, sn þelr vsróa ÖArum
orflólr I sumar.
BILAIÞROTTIR / RALLAKSTUR
„Dansar varla
jafn létl og í fyrra
Fyrsta rallkeppni ársins hefst í dag
U
BARÁTTAN um íslandsmeist-
aratitilinn f rallakstri varð
mörgum dýrkeypt á liðnu ári,
nokkrir bílar misstu af lestinni
eftir að ökumenn þeirra höfðu
fómað öllu fyrír árangur í mót-
um áreins. Rallökumenn taka
aftur til hendinni f fyrstu rall-
keppni áreins sem hefst f dag
kl. 18.00 við Tommaborgara á
Lækjartorgi í Reykjavík. Munu
þeir œða sáríeiðir á Reykjanes-
skaga við Straumsvfk og við
Laugardalsvöllinn.
Það er ekki aðeins stundaður
knattleikur þessa helgi í Laug-
ardal, rallökumenn munu þeysa þar
um á laugardag frá kl. 14.46 og
■^■i^B aka krókótta leið
Gunnlaugur meðfram Laugar-
Rögnvaldsson dalshöllinni og
sknfar knattspymuvöllun-
um. Verður þessi
leið sú síðasta í keppninni og gæti
ráðið úrslitum, ef jafnræði verður
með ökumönnum. „Ég mun aka af
svipaðri grimmd og í fyrra, en býst
ekki við sama árangri, það væri
óraunhæft," sagði íslandsmeistar-
inn Jón Ragnarsson í samtali við
Morgunblaðið. Hann vann fjögur
mót af sex í fyrra, en varð einu
sinni í öðru sæti og varð örugeur
SVEFNPOKAR
Lágm.
hitaþol Samsetning
Fylling Þyngd
Verö
TROLLHETTA l -10°C ® 1050 g (600 g) 1,6 (0,8) 4.920
1 -15°C (t§P • 1225 g 1,9 5.950
I -20°C m 1375g 2,1 6.400
tt -3crc (J m 1575g 2,4 8.720
^4
1@ unuFi
Glæsibæ - Sími 82922
<\
tf
íslandsmeistari með syni sínum
Rúnari. Þeir óku Ford Escort RS,
sama bíl og þeir aka í ár.
„Það er nánast búið að skipta um
allt í bflnum, yfirfara vélina,
gírkassann, skipta um stýrismask-
ínu, dempara, bremsur, hásingu —
allt sem skiptir máli. Leiðirnar
verða sjálfsagt þungar vegna bleytu
og Porsche Jóns S. Halidórssonar
verður erfíður. Svo býst ég við
miklu af Guðmundi Jónssyni á Niss-
an og Steingrímur Ingason á Nissan
gæti líka reynst góður, sérstaklega
ef það verður snjór. Ég vona að ég
geti bætt mig frá í fyrra, verð í
slagnum á fullu í sumar en maður
dansar þetta varla jafnlétt og í
fyrra," sagði Jón. „Ég tek þessu
af meiri alvöru núna en í fyrra,“
sagði Jón S. Halldórsson, sem aka
mun nýjum Porsche 911. Hann lenti
í ýmiskonar ógöngum í fyrra, kút-
velti m.a. í Ljómarallinu. „Nýi
bfllinn er öflugri og allur betri.
Hann hefur kraftmeiri vél, betra
grip, betri bremsur og svo eru öku-
mennimir reynslunni ríkari. Við
ætlum að reyna að keppa í öllum
mótum til íslandsmeistara. Við
reynum að sjálfsögðu að vinna, til
þess erum við að þessu og ættura
með öflugri bfl að geta ekið af
meiri skynsemi," sagði Jón.
Guðmundur Jónsson á Nissan 240
RS vann síðustu keppni liðins árs
og verður örugglega í toppbarátt-
unni í sumar. „Tommarallið er bara
upphitun fyrir sumarið,“ sagði
hann. „Ég þori ekki að keyra eins
og ég get í fyrstu keppni, það væri
stórhættulegt því æfínguna skortir.
Jón Ragnarsson verður fljótur, hef-
ur góðan bfl og mikla rejmslu. Við
sjáum hvað setur en ætlum að auka
vélarkraftinn til að eiga betri mögu-
leika í íslandsmeistarakeppninni.
En það hefur reynst fallvalt að spá
sér góðum árangri, við látum bfca
verkin tala."
En það verður ekki bara slagur pm
fyrstu sætin. Flokkur óbreyttra btla
var ekki síður spennandi í fyrra.
Tveir skæðir ökumenn á fjórhjóla-
drifsbflum verða í þessum flokki í
ár, Óskar Ólafsson á Subaru og
Ámi Sæmundsson á Majda 363.
„Maður stekkur ekkert upp í svona
bfl og skilar árangri," sagði Óskar
sem ekur glænýjum Subaru. „Þetta
er sterkur bfll og hentar vel í flolfk
óbreyttra bfla. Eg hætti ekki á neitt
í fyrétu keppninni, en vonast bara
eftir mikilli snjókomu, það hentar
Qórhjóladrifínu," sagði Oskar.
Tommarallinu lýkur kl. 17.00 við
Tommaborgara á Grensásvegi á
laugardag, en kvöldið áður verður
næturstopp á sama stað kl. 22.00.
Tæplega 20 bflar leggja af stað í
þessa fyrstu keppni, sem er undan-
fari gróskumikils tímabils rallöku-
manna.