Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 67 KNATTSPYRNA / ENGLAND KNATTSPYRNA Slgur&urlónsson Slguröur Jónsson sést hér borinn af leikvelli á Laugardalsvellinum, eftir gróft brot Graeme Souness. Ruddabrot í Laugardalnum aftur í sviðsljósið: Ensk blöð bjóða Sigurði peninga fyrir frásögn um Souness * „Eg hef hafnað öllum boðum og sagt að atvikið á Laugar- dalsvellinum tilhreyri fortíðinni," segir Sigurður Jónsson ENSKU blöðin Daily Mirror og DailyStar gengu fast á eftir SígurAi Jónssyni, landsliðs- manni f knattspyrnu, í gœr og buðu honum hára peningaupp- hœóir fyrir að segja f rá sam- skiptum hans við Graeme Sou- ness, framkvœmdastjóra Glas- gow Rangers. Eins og menn muna þá braut Souness fólsku- lega á Sigurði í landsleik ís- lands og Skotlands á Laugar- dalsvellinum 1985, þannig að Sigurður meiddist og var frá keppni um langan tíma. BLAK Breiðablik ogíS meistarar Breiðablik tryggði sér íslands- meistaratitilinn f blaki kvenna í gærkvöldi, með því að leggja vængbrotið lið Víkings að velli, 3:1 - 10:15, 15:11, 15:3 og 17:15. Stúdentar urðu meistarar í karla- flokki, með sigri yfir HK, 3:2 - 15:11,15:8,11:15,16:18 og 15:12. Eg hafnaði öllum boðum blað- anna og sagði blaðamönnunum að fyrir mér tilheyrði atburðurinn fortíðinni," sagði Sigurður Jónsson í viðtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Sigurður sagði að blöð í Englandi væri ákveðin í að negla Souness í eitt skipti fyrir öll, eftir ruttalegt brot hans á einum leik- manni Steaua Búkarest, Ian Rot- aru. Souness sparkaði þá á milli fóta hans. „Danski leikmaðurinn Jan Bartram féll í gildru blaðanna, því að hann sagði frá því í viðtali við danska blaðið Expressen að Souness hafi sagt við leikmenn Rangers fyrir leikinn, að þeir ættu að sparka í leikmenn Steaua. Ensku blöðin slóu þessum ummælum upp. í sjón- varpsviðtali hér í kvöld sagði Bartram að hann sjái eftir viðtalinu við danska blaðið og hann reikni með því að vera rekinn frá Glasgow Rangers," sagði Sigurður. Það er greinilegt að Souness á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Ensku blöðin rifja upp atvikið á Laugardalsvellinum í dag, án þess að Sigurður láti hafa nokkuð eftir sér um það. Páll varði vítaspyrnii í Edinborg KR gerði jafntefli, 1:1, við Hibs Páll Ólafsson, markvörður KR-liðsins, varði vítaspymu í Edinborg - þegar KR-ingar gerðu jafntefli, 1:1, gegn úrvals- deildarliðini Hibs í gærkvöldi. „Páll kastaði sér í vinstra homið og varði glæsilega,“ sagði Bjöm Amasön, aðstoðarmaður Ian Ross, þjálfara KR. „Það var rign- ing og rok hér þegar leikurinn fór fram og var leikið á gervigra- svelli. Strákamir stóðu sig vel. Hibsliðið var blandað. Með því léku sex leikmenn sem leika í aðalliði félagsins." Bjöm Rafnsson skoraði mark KR-inga, eftir skemmtilegt gegn- umbrot og jafnaði, 1:1. KR ieikur næst gegn Morton, á sunnudag- inn. Síðan gegn Queens Park og Glasgow Rangers. „Allar aðstæður em hér mjög góðar til æfinga og við höfum það Páll Ólafsson mjöggott," sagði Bjöm. KR-ingar búa rétt fyrir utan Glasgow. KNATTSPYRNA Jafntefli hjá Víkingum Víkingar gerðu í gær jafntefli gegn Leikni, 1:1, í öðmm leik Reykjavíkurmótsins. Ragnar Baldursson náði forystunni fyrir Leikni á 10. mínútu úr víta- spymu, en Andri Marteinsson jafn- aði tíu mínútum síðar. KNATTSPYRNA / ENGLAND Wilkinson vill halda Sigurði HOWARD Wilkinson, fram- kvæmdastjóri Sheffield Wed- nesday sagði í gær að hann vildi halda Sigurði Jónssyni áfram hjá fálaginu og samn- ingaviðræður stæðu nú yfir. Samningur Sigurðar rennur útfvor. Eg hef ákveðið að leika út þetta keppnistímabil, en svo er óvíst hvað ég geri,“ sagði Sigurð- ur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er án- FráBob ægður með stöðu Hennessey mína eins og er, /Englandi enda hef ég verið í byijunarliðinu síðustu leiki. Ég hef þó ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort ég verð hér áfram.“ Wilkinson á nú í samningaviðræð- um við flóra leikmenn sem hann hefur lagt mikla áherslu á að halda áfram hjá félaginu. Það em auk Sigurðar, markvörðurinn Steve Hodge og markaskoraramir Lee Chapman og Mark Cham- berlain. Sigurður hefur leikið með liðinu síðustu leiki og verður í byijunar- liðinu um næstu helgi, en þá mætir Sheffield Wednesday Nor- wich á útivelli. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Landslidsmennimir borða mat fyrir kr. 500 þús. fy rir ÓL í Seoul Áætlaður kostnaður HSÍ við undirbúning fyrir ÓL er 19.3 milljón króna „ÞAÐ er mörg verkefni fram- undan og við þurfum að leggja miklð á okkur til að endar nál saman. Áætlaður kostnaður við undirbúnlng landsliðains fyrir Ólympíu- leikana f Seoui er 19.3 milljón krónur,1* sagði Jón Hjaltalfn Magnússon, formaður Hand- knattleikssambands íslands, eftlr að sambandið fékk 3.5 mlllj. kr. frá Ólympfunefnd íslands f gær. „Þessi upphæð er 20% af áætluðum kostn- aði.“ Jón sagði að stæsti kostnaðar- liðurinn væri styrkir til leik- manna, sem verða mikið frá vinnu frá júnl, en þá hefst lokaundirbún- ingur landsliðsins, fram yfir Ólympíuleikanna. Inn f þeim lið, sem er upp á sex millj. kr., er einnig búningakaup, þjálfaralaun og matarkostnaður, er er áætlað- ur hálf miiy. kr. Landsliðið æfir fimm klukkutíma á dag þegar lokaundirbúningurinn hefst um miðjan júní. Landsliðið fer í flórar keppnisferðir, til Jap- ans, Spánar, Frakklands, A- Þýskalands og V-Þýskalands. Þá koma flórar þjóðir hingað í heim- sókn og síðan verður sex landa keppni á íslandi í ágúst. „Við höfum sett stefnuna á að vera í hópi sex efstu þjóðanna á Ólympfuleikunum í Seoul. Þangað förum við með leikreyndasta landslið heims. Landslið, sem leik- menn eru í, sem hafa leikið yfir 150 landsleiki að meðaltali," sagði Jón Hjaltalín Magnússon. Morgunblaðið/Július Skothelda skyttan Þessi vígalegi lögregluþjónn varð á vegi Morgunblaðs- manna f gær á Miklubrautinni. Menn könnuðust við fótatil- burðinn. Þegar betur var að gáð reyndist maðurinn vera hinn mikli markvarðarhrellir, Sigurður Gunnarsson, lands- v liðsmaður úr Vfkingi f hand- knattleik. Sigurður er greini- lega skotheldur f þessum klæðnaði. Hann er nú marka- hæsti leikmaður 1. deildar- keppninnar - hefur skorað 108 mörk f I. deild og á örugglega eftir að bæta við mörkum þeg- ar Vfkingar leika gegn Þór f síöasta leik sínum. _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.