Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988
67
KNATTSPYRNA / ENGLAND
KNATTSPYRNA
Slgur&urlónsson
Slguröur Jónsson sést hér borinn af leikvelli á Laugardalsvellinum, eftir
gróft brot Graeme Souness.
Ruddabrot í Laugardalnum aftur í sviðsljósið:
Ensk blöð bjóða
Sigurði peninga fyrir
frásögn um Souness
*
„Eg hef hafnað öllum boðum og sagt að atvikið á Laugar-
dalsvellinum tilhreyri fortíðinni," segir Sigurður Jónsson
ENSKU blöðin Daily Mirror og
DailyStar gengu fast á eftir
SígurAi Jónssyni, landsliðs-
manni f knattspyrnu, í gœr og
buðu honum hára peningaupp-
hœóir fyrir að segja f rá sam-
skiptum hans við Graeme Sou-
ness, framkvœmdastjóra Glas-
gow Rangers. Eins og menn
muna þá braut Souness fólsku-
lega á Sigurði í landsleik ís-
lands og Skotlands á Laugar-
dalsvellinum 1985, þannig að
Sigurður meiddist og var frá
keppni um langan tíma.
BLAK
Breiðablik
ogíS
meistarar
Breiðablik tryggði sér íslands-
meistaratitilinn f blaki kvenna
í gærkvöldi, með því að leggja
vængbrotið lið Víkings að velli, 3:1
- 10:15, 15:11, 15:3 og 17:15.
Stúdentar urðu meistarar í karla-
flokki, með sigri yfir HK, 3:2 -
15:11,15:8,11:15,16:18 og 15:12.
Eg hafnaði öllum boðum blað-
anna og sagði blaðamönnunum
að fyrir mér tilheyrði atburðurinn
fortíðinni," sagði Sigurður Jónsson
í viðtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Sigurður sagði að blöð í
Englandi væri ákveðin í að negla
Souness í eitt skipti fyrir öll, eftir
ruttalegt brot hans á einum leik-
manni Steaua Búkarest, Ian Rot-
aru. Souness sparkaði þá á milli
fóta hans.
„Danski leikmaðurinn Jan Bartram
féll í gildru blaðanna, því að hann
sagði frá því í viðtali við danska
blaðið Expressen að Souness hafi
sagt við leikmenn Rangers fyrir
leikinn, að þeir ættu að sparka í
leikmenn Steaua. Ensku blöðin slóu
þessum ummælum upp. í sjón-
varpsviðtali hér í kvöld sagði
Bartram að hann sjái eftir viðtalinu
við danska blaðið og hann reikni
með því að vera rekinn frá Glasgow
Rangers," sagði Sigurður.
Það er greinilegt að Souness á ekki
sjö dagana sæla þessa dagana.
Ensku blöðin rifja upp atvikið á
Laugardalsvellinum í dag, án þess
að Sigurður láti hafa nokkuð eftir
sér um það.
Páll varði
vítaspyrnii
í Edinborg
KR gerði jafntefli, 1:1, við Hibs
Páll Ólafsson, markvörður
KR-liðsins, varði vítaspymu
í Edinborg - þegar KR-ingar
gerðu jafntefli, 1:1, gegn úrvals-
deildarliðini Hibs í gærkvöldi.
„Páll kastaði sér í vinstra homið
og varði glæsilega,“ sagði Bjöm
Amasön, aðstoðarmaður Ian
Ross, þjálfara KR. „Það var rign-
ing og rok hér þegar leikurinn fór
fram og var leikið á gervigra-
svelli. Strákamir stóðu sig vel.
Hibsliðið var blandað. Með því
léku sex leikmenn sem leika í
aðalliði félagsins."
Bjöm Rafnsson skoraði mark
KR-inga, eftir skemmtilegt gegn-
umbrot og jafnaði, 1:1. KR ieikur
næst gegn Morton, á sunnudag-
inn. Síðan gegn Queens Park og
Glasgow Rangers.
„Allar aðstæður em hér mjög
góðar til æfinga og við höfum það
Páll Ólafsson
mjöggott," sagði Bjöm. KR-ingar
búa rétt fyrir utan Glasgow.
KNATTSPYRNA
Jafntefli hjá
Víkingum
Víkingar gerðu í gær jafntefli
gegn Leikni, 1:1, í öðmm leik
Reykjavíkurmótsins.
Ragnar Baldursson náði forystunni
fyrir Leikni á 10. mínútu úr víta-
spymu, en Andri Marteinsson jafn-
aði tíu mínútum síðar.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Wilkinson vill halda Sigurði
HOWARD Wilkinson, fram-
kvæmdastjóri Sheffield Wed-
nesday sagði í gær að hann
vildi halda Sigurði Jónssyni
áfram hjá fálaginu og samn-
ingaviðræður stæðu nú yfir.
Samningur Sigurðar rennur
útfvor.
Eg hef ákveðið að leika út þetta
keppnistímabil, en svo er
óvíst hvað ég geri,“ sagði Sigurð-
ur í samtali við Morgunblaðið í
gær. „Ég er án-
FráBob ægður með stöðu
Hennessey mína eins og er,
/Englandi enda hef ég verið
í byijunarliðinu
síðustu leiki. Ég hef þó ekki tekið
endanlega ákvörðun um hvort ég
verð hér áfram.“
Wilkinson á nú í samningaviðræð-
um við flóra leikmenn sem hann
hefur lagt mikla áherslu á að
halda áfram hjá félaginu. Það em
auk Sigurðar, markvörðurinn
Steve Hodge og markaskoraramir
Lee Chapman og Mark Cham-
berlain.
Sigurður hefur leikið með liðinu
síðustu leiki og verður í byijunar-
liðinu um næstu helgi, en þá
mætir Sheffield Wednesday Nor-
wich á útivelli.
HANDBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Landslidsmennimir borða mat fyrir
kr. 500 þús. fy rir ÓL í Seoul
Áætlaður kostnaður HSÍ við undirbúning fyrir ÓL er 19.3 milljón króna
„ÞAÐ er mörg verkefni fram-
undan og við þurfum að
leggja miklð á okkur til að
endar nál saman. Áætlaður
kostnaður við undirbúnlng
landsliðains fyrir Ólympíu-
leikana f Seoui er 19.3 milljón
krónur,1* sagði Jón Hjaltalfn
Magnússon, formaður Hand-
knattleikssambands íslands,
eftlr að sambandið fékk 3.5
mlllj. kr. frá Ólympfunefnd
íslands f gær. „Þessi upphæð
er 20% af áætluðum kostn-
aði.“
Jón sagði að stæsti kostnaðar-
liðurinn væri styrkir til leik-
manna, sem verða mikið frá vinnu
frá júnl, en þá hefst lokaundirbún-
ingur landsliðsins, fram yfir
Ólympíuleikanna. Inn f þeim lið,
sem er upp á sex millj. kr., er
einnig búningakaup, þjálfaralaun
og matarkostnaður, er er áætlað-
ur hálf miiy. kr.
Landsliðið æfir fimm klukkutíma
á dag þegar lokaundirbúningurinn
hefst um miðjan júní. Landsliðið
fer í flórar keppnisferðir, til Jap-
ans, Spánar, Frakklands, A-
Þýskalands og V-Þýskalands. Þá
koma flórar þjóðir hingað í heim-
sókn og síðan verður sex landa
keppni á íslandi í ágúst.
„Við höfum sett stefnuna á að
vera í hópi sex efstu þjóðanna á
Ólympfuleikunum í Seoul. Þangað
förum við með leikreyndasta
landslið heims. Landslið, sem leik-
menn eru í, sem hafa leikið yfir
150 landsleiki að meðaltali," sagði
Jón Hjaltalín Magnússon.
Morgunblaðið/Július
Skothelda
skyttan
Þessi vígalegi lögregluþjónn
varð á vegi Morgunblaðs-
manna f gær á Miklubrautinni.
Menn könnuðust við fótatil-
burðinn. Þegar betur var að
gáð reyndist maðurinn vera
hinn mikli markvarðarhrellir,
Sigurður Gunnarsson, lands- v
liðsmaður úr Vfkingi f hand-
knattleik. Sigurður er greini-
lega skotheldur f þessum
klæðnaði. Hann er nú marka-
hæsti leikmaður 1. deildar-
keppninnar - hefur skorað 108
mörk f I. deild og á örugglega
eftir að bæta við mörkum þeg-
ar Vfkingar leika gegn Þór f
síöasta leik sínum. _