Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐURB/C 71.tbl.76. árg. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Sverrir Brauðmolar þegnir í blíðunni í borginni ígær Sovézki herrnn tekur sér stöðu í Jerevan Moskvu. Reuter. Fundur Shultz og Shevardnadze: Mðar hægt Fara viðræðurn- ar um Afganistan út um þúfur? Washington. Reuter. GEORGE Shultz og Eduard Shevardnadze, utanrikisráðherr- ar risaveldanna, náðu litlum ár- angri í helztu deilumálum ríkjanna á þriggja daga fundi sinum í Moskvu. „Við höfum nær eingöngu fengizt við erfið mál og viðkvæm. Ég veit ekki hvort okkur tekst að útkljá þau,“ sagði Shultz í gær. Átti hann við málefni Afganistans, Nicaragua og hugsanlega helm- ingsfækkun langdrægra kjamorku- flauga. Sovétmenn höfiiuðu tillögu Bandaríkjamanna um að risaveldin hættu aðstoð við afganska skæru- liða annars vegar og stjómina í Kabúl hins vegar í þijá mánuði frá þeim degi sem Sovétmenn hæfu heimflutning innrásarheija sinna. Aðstoð Sovétmanna við leppstjóm- ina í Kabúl er sagt eina óleysta ágreiningsefnið í Genfarviðræðun- um um lausn Afganistandeilunnar. Talið er að Bandaríkjamenn muni reyna að koma fram með nýja málamiðlun, en BBC-fréttastofan sagði í gærkvöldi að viðræðumar kynnu að vera að fara út um þúfur. Shultz sagði að ekkert hefði mið- að í deilunni um geimvamaáætlun Bandaríkjamanna, en ríkin ynnu þó að gerð sérstaks samnings til þess að jafna ágreining um túlkun gagn- fiaugasamningsins, svokallaðs AB- M-samkomulags, frá árinu 1972. Shevardnadze sagðist ekki geta fullyrt að samkomulag um fækkun langdrægra kjamafiauga yrði frá- gengið fyrir leiðtogafund risaveld- anna í Moskvu 29. maí til 2. júní nk. „Ef pólitlskur vilji er fyrir hendi og sérfræðingar okkar vinna vel þá ætti að vera hægt að undirrita samkoinulag um flaugamar í Moskvu," sagði hann. SOVEZKI herinn tók sér stöðu á götum Jerevan i gær og lög- reglumenn frá öðrum Sovétlýð- veldum hafa verið fluttir til borg- arinnar til þess að fylgja eftir banni við mótmælafundum, að sögn armenskra andófsmanna. Á morgun eru fyrirhugaðar meiri- háttar mótmælaaðgerðir í Jere- van en í gær bönnuðu armensk yfirvöld fjöldafundi i lýðveldinu og er ákvörðunin talin eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Skýrt var frá því í Moskvu í gærkvöldi að stjómmálaráð sovézka kommúnistaflckksins hefði samþykkt sérstaka umbótaáætlun fyrir Nagomo-Karabakh, armenska svæðið í Azerbajdzhan sem Armen- ar vilja að sameinað verði Armeníu. Lýtur áætlunin að umbótum í iðn- aði, húsnæðismálum og félagsmál- um og íbúar héraðsins fá að horfa á armenskt sjónvarp. Heitið er auk- inni útgáfu armenskra bóka í hérað- inu og armenskir minnisvarðar verða reistir að nýju, að sögn TASS-fréttastofunnar. Að sögn blaðafulltrúa yfirvalda í Armeníu verður að sækja um leyfí fyrir öllum mótmælafundum með 10 daga fyrirvara, samkvæmt nýj- um lögum, sem öðluðust gildi í gær. Þar með eru fyrirhugaðir fjölda- fundir í Jerevan, höfuðborg Arm- eníu, ólöglegir, þar sem aðstand- endur þeirra hafa ekki sótt um leyfí fyrir þeim. Menn, sem barizt hafa fyrir því að Nagomo-Karabakh í Azerbajdzhan verði sameinað Arm- eníu, hafa hvatt til fundanna á morgun. Þá rennur út frestur, sem yfirvöldum var gefinn til úrbóta, eftir að Míkhaíl Gorbatsjov lofaði að taka mál Armeníumanna til sér- stakrar athugunar. í fyrradag til- kynnti Moskvustjómin að hún yrði ekki við kröfum Armeníumanna um sameiningu Nagomo-Karabakh við Armeníu Sjá „Yfirlýsing ... “ á bls. 32. Óeirðimar á her- teknu svæðunum: Forkólfar handteknir Jerúsalem, Reuter. ÍSRAELAR sögðust i gær hafa handtekið meinta forkólfa óeirðaseggja á hernumdu svæð- unum, vesturbakka árinnar Jórd- an og Gaza. Að sögn ísraelska dómsmálaráð- herrans eru forkólfamir félagar ýmissa hryðjuverkasamtaka og skæruliðasveita Frelsisfylkingar Palestfnumanna (PLO). Róstur jukusttil muna á svæðun- um í gær og felldu hermenn tvo Palestlnumenn I Balata-flótta- mannabúðum á vesturbakkanum. Sjá „Áætlun Bandaríkjamanna um frið...“ á bls. 14. Sovétríkin: Flotaumsvif á úthöf- unum drag’ast saman London. Reuter. London, Reuter. Efnahagsvandi heima fyrir kann að hafa leitt til þess að Sovétmenn hafa dregið úr flotaumsvifum sinum á heims- höfunum, segir í nýjasta tölur blaði Jane’s Defence Weekly. Tímaritið vitnar í leyniskýrslu bandaríska flotans og segir að verulega hafi dregið úr æfingum sovéska flotans á úthöfunum. Flotinn hefur fært út kvíamar jafnt og þétt undanfama þijá ára- tugi en nú virðist sem æfingamar séu fremur haldnar nærri heima- ströndum. Flotaumsvif Sovétmanna á heimshöfunum drógust saman um 6% árið 1987 I samanburði við næsta ár á undan. Æfingum hef- ur nú fækkað stöðugt undanfarin þijú ár. Að sögn Jane’s Defence Weekly er nú svo komið að sov- éski flotinn er vart hæfur til að mæta hinum bandaríska ef til átaka kæmi. „Breytingin endur- speglar eftiahagsvanda, aukna áherslu á hlutverk flotans I tak- mörkuðum aðgerðum og kröfuna um að mæta auknum umsvifum Bandaríkjaflota nærri strönd Sov- étríkjanna," segir I vikuritinu. Ennfremur segir að kafbátar Sovétmanna búnir kjamorku- vopnum sigli ekki lengur nærri Bandaríkjunum heldur haldi sig I vaxandi mæli nærri Evrópu til að vega upp á móti útrýmingu með- al- og skammdrægra fiauga á landi I samræmi við INF-sáttmála risaveldanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.