Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGUR 25. MARZ 1988
11
Endatafl útkljáð í þögn
Hjálmar Hjálmarsson og Kári Halldór i Mutverkum sinum.
Myndin er tekin á æfingu.
Leiklist
Hávar Sigurjónsson
Gránufjelagið sýnir:
Endatafl
Höfundur: Samuel Beckett
Leikstjóri: Kári Halldór
Þýðandi: Árni Ibsen
Leikendur: Kári Halldór,
Hjálmar Hjálmarsson, Rósa
Guðný Þórsdóttir, Barði Guð-
mundsson
Ég minnist þess að alltaf með
reglulega millibili kveður einhver
leikhúsmanneskjan sér hljóðs og
telur ábúðarmiklar þagnir einn
helsta skort leikhússins nú um
stundir. Að þora að nota þagnir
í leikhúsi er mikil dirfska og því
lengri sem þær eru þess meiri er
dirfskan og listfengið. Til þess að
slíkar kúnstpásur nái tilgangi
sínum verður eitthvað að búa að
baki þagnanna; þær mega ekki
vera biðin einber eftir því að ein-
hver segi eitthvað, að ekki sé tal-
að um ef áhorfendur fyllast þeim
óþægilega grun að leikendur hafi
ekki hugmynd um hvað næst eigi
að koma. Kári Halldór leikstjóri
Endatafls er hrifihn af þögnum.
Hann kann líka með þær að fara
- mestan þartinn.
Það er þó með þagnir eins og
annað, þær verða þreytandi til
lengdar. Ég er annars tilbúinn að
fyrirgefa margt, næstum allt, fyr-
ir það augnablik í upphafi sýning-
arinnar þegar sýningarstjórinn
slökkti með því að skrúfa peruna
úr perustæðinu. Einfaldleiki og
heiðarleiki þessarar athafnar
færði mér heim sanninn um hvað
leikhús getur verið, og hvað það
á að vera. Góð tilfinning það.
Um hvað er svo Endatafl
Samúels Becketts? Jesús minn,
ég veit það ekki. En ég veit hins
vegar hvað sýningin á Endatafli
Samúels Becketts fjallar um. Hún
fjallar um mig - og þig. Hvar við
erum stödd í tilverunni á því
augnabliki sem sýningin stendur
yfir. Endatafl fjallar um þá upplif-
un sem því fyígir að vera í leik-
húsi og horfa á Endatafl! Enda-
tafl fjallar um viðleitni okkar til
að fínna tilgang í tilgangslausri
tilveru, skemmta okkur svolítið,
láta tímann líða og svo fram-
vegis. Hér verður að fara varlega,
því það er svo auðvelt að afgreiða
svona leikrit sem tilgangslausa
naflaskoðun. Svartsýni - bjart-
sýni, tilgangur - tilgangsleysi, allt
eru þetta gildar hugmyndir þegar
Endatafl á í hlut. Það er síðan
hvers og eins að ákvarða fyrir
sig, hversu mikilsverðar slíkar
vangaveltur eru.
Þetta skipti þó litlu ef sýning
Gránufélagsins væri leiðinleg. Það
er hún alls ekki. Stærstan þátt í
því að gera sýninguna að því
skemmtilega leikhúsi sem hún er,
á Hjálmar Hjálmarsson. Honum
tekst einstáklega vel að koma
gamansemi hlutverks Clov til
skila, meðferð hans á texta, blæ-
brigði og tónar er sjaldgæflega
vel gert hjá svo ungum leikara.
Leikur Hjálmars ásamt leik ann-
arra ber vandvirkni og smámuna-
semi leikstjórans glöggt vitni. Ég
segi smámunasemi því stundum
jaðrar við að nákvæmnin fari úr
hófí. Barði Guðmundsson og Rósa
Guðný Þórsdóttir gera sérlega vel
í erfíðum hutverkum Naggs og
Nell; Barði á sitt stærsta augna-
blik í sögunni af klæðskeranum,
Þar var vel unnið. Kári Halldór
fer vel með hlutverk Hamms, þó
er ekki laust við að leikur hans
sé ögn grófpússaðri en hinna;
sjálfsagt er erfitt að leikstýra
sjálfum sér af sömu nákvæmni
og öðrum.
Sýningin á Endatafli losar tvo
klukkutíma í lengd. Það er mis-
ráðið að bjóða áhorfendum upp á
sýningu af þessari lengd án hlés.
Ég þykist vita af hverju ekki er
hlé á sýningunni - engu að síður
verður þetta þung seta síðasta
hálftímann, nokkuð sem aðstand-
endur sýningarinnar hafa kallað
yfír hana blásaklausa.
Harmonikku-
tónleikar
Tánlist
Jón Ásgeirsson
Hrólfur Vagnsson harmonikku-
leikari, ásamt Elsbeth Moser harm-
onikkuleikara og Christa Eschmann
flautuleikara stóðu fyrir tónleikum
í Fríkirkjunni sl. þriðjudag og fluttu
tónlist eftir J.S. Bach, Mozart, Sol-
er, Debussy og Boéllmann af eldri
höfundum og samtímatónlist eftir
Tiensuu, Kapr, la Motte, Lundquist
og Jacopi.
Hrólfur og Elsbeth Moeer eru
góðir hljóðfæraleikarar og fluttu öll
verkin af músíkölsku næmi. Hrólfur
flutti einn verk eftir Jukka Tiensuu,
er nefnist Aufschwung, og tokköt-
una úr Gotnesku svítunni eftir
Boéllmann og sýndi að hann kann
ýmislegt fyrir sér á harmonikkuna.
Moser lék andante fyrir „mekan-
iskt“ orgel (K 616) sem er meðal
síðustu verka meistarans og gerði
það mjög fallega. Önnur verk voru
samleiksverk, ýmist á tvær nikkur
eða og flautu og harmonikku.
Þau tónverk sem fóru næst því
sem hlustendur eiga trúlega að
venjast varðandi harmonikkutónlist
voru Concerto eftir Soler og Rondo
eftir Torbjöm Lundquist en bæði
verkin voru vel leikin. Flautuleikar-
inn Christa Eschmann lék fyrsta
kaflann í h-moll flautusónötunni
eftir J.S. Bach, nokkur smálög eftir
Jan Kapr og Dieter de la Motte,
langa fantasíu eftir Wolfgang
Jacopi og Syrinx eftir Debussy, sem
hún flutti af smekkvísi og látleysi.
Tónleikunum lauk með því að
séra Gunnar Bjömsson slóst í hóp-
inn og léku þau öll annan Riercare-
þáttinn úr tónfóminni eftir Bach
er hljómaði býsna vel í þessari ein-
kennilegu hljóðfæraskipan.
Háskóla-
tónleikar
Anna Júliana Sveinsdóttir og
Lára Rafnsdóttir stóðu fyrir síðustu
háskólatónleikunum íNorræna hús-
inu sl. miðvikudag. Á efnisskránni
vom söngvérk eftir Chopin, Jónas
Tómasson og Szymanowsky. Tón-
leikamir hófust á tveimur fallegum
lögum eftir Chopin nr. 12 og 14
úr op. 74 en sönglög þessi vom flest
gefín út 1857 í Berlín, 17 talsins,
auk þriggja annarra er fundust að
höfundinum látnum. Elztu lögin em
frá 1829 ogþað síðasta samið 1847.
Fmmflutt var lag eftir Jónas Tóm-
asson við kvæðið Hvíti trúðurinn,
eftir Nínu Björk Ámadóttur. Lag
Jónasar er skýrt í formi, leikrænt
á köflum með sterkum tilvitnunum
í Stravinski. Síðasta viðfangsefnið
var lagaflokkurinn Söngvar ást-
sjúka bænakallarans, eftir Karol
Szymanowski. Söngvar þessir em
6 að tölu, ekki mjög skemmtileg
söngtónlist en sérlega áheyrileg
fyrir píanóið enda var leikur Lám
Rafnsdóttur hreint afbragð.
Anna Júlíana Sveinsdóttir á
margt að gefa sem söngkona, bæði
í túlkun og músíkalskri útfærslu
en leggur röddina allt of aftarlega
og ofgerir henni í yfirsterkri hljóm-
an. Slík þvingun raddarinnar er
óþörf, því frá náttúmnnar hendi er
röddin falleg og sánnarlega aflmik-
il, svo sem vel mátti heyra í lögun-
um eftir Chopin og í lagi Jónasar
Tómassonar.
Eins og fyrr var getið lék Lára
Rafnsdóttir mjög vel. Þetta á ekki
aðeins við um lög Szymanowskis
heldur og önnur viðfangsefni tón-
leikanna. Það er ekki oft sem getur
að heyra jafn góðan undirleik eins
og hjá Láru að þessu sinni.
G'xiatt claginn!
@lil@
LJOSMYNDAFYRIRSÆTA ELITE OG NYS LIFS
KYNNT Á HÓTEL SÖGU
FÖSTUDAGINN 25. MARS
HATIÐIN HEFST KL. 19.30 *-
KVÖLDVERÐUR KR. 2600.
DAGSKRÁ:
Pálmi Gunnarsson og Jó-
hanna Linnet
Valgeir Guðjónsson
Tískusýnlng
Ellte 88 - Trudy Tapscott
fulltrúi Elite kynnir Ijós-
myndafyrirsætu Nýs Lífs
og Elite
Hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar leikur fyr-
ir dansi
Kynnir Bryndís Valgeirs-
dóttir
PANTANIR í SÍMA 29900 - ALLA DAGA KL. 9-5
Tbe ,
TT^r