Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988
3
Margir falast eftir
upplýsingum um er-
lend bjórfyrirtæki
„MÉR hafa sagt menn úr sendíráðum hér að 10-20 íslendingar hafi
sóst eftir nðfnum og heimilisföngum hvers einasta bjórfyrirtækis
sem finnast f þeirra löndum. Sjálfsagt eru þvi margir með umboð
og enn fleiri með einhveijar væntingar í þá átt, sagði Höskuldur
Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar rikisins, aðspurður
um hvort margir hefðu tryggt sér umboð fyrir bjórtegundir siðustu
mánuði.
ÁTVR er ekki kunnugt um hve
margir hérlendir aðilar hafa orðið
sér úti um erlend bjórumboð að
sögn Höskuldar. „Umboð eru yfir-
leitt aldrei skráð hjá okkur. Slíkt
er einkamál framleiðendanna er-
lendis og umboðsmannsins." Hann
vildi ekkert segja til um hvaða bjór-
tegundir ÁTVR flytur inn ef bjór-
frumvarpið verður samþykkt á al-
þingi.
Höskuldur var spurður hvort
ÁTVR fengi afslátt, sem nemur
umboðslaunum, af innkaupsverði
frá framleiðendum þeirra áfengis-
tegunda sem enga umboðsmenn
hafa hérlendis. „Það er ekki alltaf
svo,“ sagði hann. „Stundum njótum
við þess en stundum veita fyrirtæk-
Nefnd
kannar
kartöflu-
kvóta
Á VEGUM Stéttarsambands
bænda er starfandi nefnd til
athugunar á framleiðslu-
stjómun í kartöflurækt. Stétt-
arsambandið skipaði nefnd-
ina að ósk fuUtrúaráðs Lands-
sambands kartöfluframleið-
enda. Ástæðan er m.a. mikil
offramleiðsla á kartöflum
nndanfarin ár, sérstaklega á
síðasta ári, þegar kartöflu-
framleiðslan var tvöfalt meiri
en innanlandsneyslan.
Páll Guðbrandsson, formaður
Landssambands kartöflufram-
leiðenda, segir að nefndin sé að
safna upplýsingum, meðal ann-
ars um það hvemig stjómun
kartöfluframleiðslunnar er hátt-
að í nágrannalöndunum. Hann
sagði að of snemmt væri að
segja um hver niðurstaðan yrði,
en starfið lofaði góðu.
in engan afslátt, það er allur gang-
ur á því. Hinu er ekki að leyna að
sumar tegundir kaupum við á hag-
kvæmara verði af því að enginn fær
umboðslaun hér. Hins vegar em
engir samningar við fyrirtækin um
það að þau taki sér ekki umboðs-
menn. Þar ræður alfarið mat fyrir-
tækjanna á því hvaða lið þau hafa
af umboðsmanni sínum. Sum fyrir-
tækin telja að umboðsmennimir
selji það vel, að í lagi sé að hafa
aðeins hærra verð, önnur telja að
umboðsmenn geti ekki orðið þeim
að neinu liði hér."
Höskuldur kvaðst ganga út frá
því sem vísu að þau fyrirtæki sem
nú framleiða bjór hérlendis, Ölgerð
Egils Skallagrímssonar og Sanitas,
muni framleiða fyrir ÁTVR ef bjór
verður leyfður en kvaðst ekki hafa
frétt af áformum annarra, svo sem
gosdrykkjaframleiðenda, þar um.
Að sögn Höskuldar gerir frum-
varpið, sem nú er til meðferðar á
alþingi, ráð fyrir að leyfí fjármála-
ráðherra þurfí til framleiðslu á
áfengu öli en hann kvaðst ekki vita
til að frágengið væri hvaðja skilyrð-
um slík leyfi verða háð.
Morgunblaðið/Sverrir
Ung starfstúlka hjá Nóa-Síríus og Hreini með nokkur kræsileg páskaegg af stærstu gerð.
Eitt páskægg á mann
LANDSMENN munu neyta um
það bil 1 páskaeggs hver á kom-
andi páskum, svipað og undan-
farin ár. Að sögn Kristins Björns-
sonar, framkvæmdastjóra Nóa-
Síríusar og Hreins, framleiðir
fyrirtæki hans stóran hluta
þeirra og er langstærstur hlutinn
egg af minnstu stærðinni.
Kristinn sagði eggin hafa hækk-
að um 15-20% í verði frá því í
fyrra. Framleiðsla þessa árs hófst
þann 4. janúar og verða eggin fram-
leidd sleitulaust fram í Dymbilviku.
Nói-Síríus hefur framleitt páska-
egg frá því um 1930. Kristinn sagði
þau lítið hafa breyst frá byijun en
þá helst til batnaðar. Innihald eggj-
Verðkönnun Verðlagsstofnunar:
Allt að 78% verðmun-
ur á páskaeggjum
Áætlað að landsmenn veiji allt að 120 milljómim til páskaeggjakaupa
ana hefði tekið lítillegum breyting-
um og tilraunir hefðu verið gerðar
með svokölluð „strumpaegg".
Kristinn var tregur til að gefa
upp hversu mörg tonn af súkkulaði
færu í landann um páska. Sagði
hann að um nokkra tugi tonna
væri að ræða. Auk Nóa-Síríus eggj-
anna eru á boðstólum egg frá Mónu
og frönsk páskaegg, með íslenskum
málsháttum og íslenskum topp.
Sagði Kristinn íslenska framleið-
endur óneitanlega vera uggandi um
sinn hag vegna innflutningsins en
þeir yrðu að bíta á jaxlinn og gera
sitt besta.
o
INNLENT
VERÐ á páskaeggjum í sjoppum er almennt hærra en verðið í mat-
vöruverslunum og er verðmunur á ódýrasta eggi og dýrasta af sömu
gerð allt að 78%. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Verðlagsstofn-
un hefur gert í 35 matvöruverslimum og 15 sjoppum á höfuðborgar-
svæðinu. I könnuninni kemur ennfremur fram að mikil verðsam-
keppni er í sölu páskaeggja í matvöruverslunum og eru þess jafn-
vel dæmi að smásöluverð i verslunum sé lægra en heildsöluverð
með söluskatti. Meðalverð á meðalstóru páskaeggi er um 500 til 600
krónur. Ef reiknað er með að 200 þúsund páskaegg séu seld á
landinu veija landsmenn um 100 til 120 milljónum til páskaeggja-
kaupa fyrir komand
framleiðendur miða við í leiðbein-
andi smásöluverði 43 til 47%. Eins
og áður segir eru þess jafnvel nokk-
ur dæmi að smásöluverð í verslun-
um sé lægra en heildsöluverð með
söluskatti.
Ef tekin eru nokkur dæmi um
niðurstöður könnunarinnar má
Ljóst er að mikil verðsamkeppni
er í sölu páskaeggja í matvöruversl-
unum. Sem dæmi má nefna að
smásöluálagning í stórmörkuðum
er að meðaltali 8% á skráð heild-
söluverð framleiðenda og smásöluá-
lagning í hverfaverslunum rúm
13%. Hins vegar er álagning sem
Fjósþak brast und-
an snjóþyngslum
Grund í Skorradal.
FJÓSÞAK á bænum Grimars-
stöðum í Andakílshreppi brast
undan snjóþunga síðastliðinn
miðvikudag. Kýrnar sem í fjós-
inu voru sluppu að mestu, þó
lenti brakið á tveim kúm, en
þær gátu losað sig sjálfar af
básunum og virðast vera að
jafna sig.
Ástæðan fyrir óhappi þessu var
að í skafbylnum á fóstudag og
laugardag hlóðst feiknar skafl á
fySs- og hlöðuþökin á Grímars-
stöðum, þar sem byggingarnar
eru tengdar saman. Snjórinn á
hlöðuþakinu seig síðan allur niður
á fjósþakið. Á miðvikudagsmorg-
un sýndist bóndanum, Þórhalli
Teitssyni, að fjósþakið væri byijað
að síga undan þunganum en þá
var kominn sólbráð og þyngdist
snjórinn við að fá vatnið í sig.
Var þá gripið til þess ráðs að
slá nokkrum aukastoðum undir
fíósþakið og jafnframt tekið til
við að moka snjónum af þakinu.
Þegar það verk var komið vel af
stað, þá brustu skyndilega þakvið-
imir og þakið féll að hluta til nið-
ur í fjósið.
Tjón þetta er töluvert og virð-
ast engar tryggingar geta bætt
tjón bóndans. Viðlagatrygging
Islands telur þetta ekki heyra
undir sína skilmála, þar sem hér
var 'ekki um snjóflóð að ræða,
heldur niðurbrot af völdum snjóa.
D.P.
nefna að verð á 100 gramma páska-
eggi frá Monu er lægst 168 krónur
en hæst 275 krónur, verðmunur á
hæsta og lægsta verði er 65%. Leið-
beinandi smásöluverð er 267 krón-
ur, meðalverð í matvömverslun-
umm 208 krónur og meðalverð í
sjoppum 254 krónur. Ef tekið er
200 gramma páskaegg frá Mónu
er lægsta verð 309 krónur, hæsta
verð 550 krónur, eða 78% verðmun-
ur. Leiðbeinandi smásöluverð er
535 krónur, meðalverð í matvöm-
verslunum er 407 krónur og meðal-
verð í sjoppum 542 krónur.
Ef tekið er 155 gramma páska-
egg frá Nóa-Síríus er lægsta verð
282 krónur, hæsta verð 448 krónur
eða 59% verðmunur. Leiðbeinandi
smásöluverð er 448 krónur, meðal-
verð í matvömverslunum 353 krón-
ur, meðalverð í sjoppum 424 krón-
ur. Á 260 gramma páskaeggi frá
Nóa-Síríus er lægsta verð 453 krón-
ur, hæsta verð 700 krónur eða 55%
verðmunur. Leiðbeinandi smásölu-
verð er 698 krónur, meðalverð í
matvömverslunum 560 krónur og
meðalverð í sjoppum 669 krónur.
Eitt fyrirtæki flytur inn erlend
páskaegg, sem aðeins fengust í
tveimur verslunum, sem könnunin
náði til. Meðalverð á þeim var 290
gramma egg á 499 krónur, 390
gramma egg á 615 krónur og 520
gramma egg á 925 krónur. Verð-
lagsstofnun kannaði verð á páska-
eggjum á nokkmm stöðum utan
Reykjavíkur. Verðið er almennt
hærra þar en á höfuðborgarsvæð-
inu. Sem dæmi má nefna að meðal-
verð á páskaeggjum á Austurlandi
var 14% til 24% hærra en á höfuð-
borgarsvæðinu.
Er að mestu
búinnað ná
mér eftir síð-
ustu veikindi
- segir Halldór Hall-
dórsson, hjarta- og
lungnaþegi
„ÉG HEF það alveg ágætt núna
og er að mestu búinn að ná
mér eftir síðustu veikindi,"
sagði HaUdór Halldórsson,
hjarta- og lungnaþegi, þegar
Morgunblaðið hafði tal af hon-
um á heimili hans fyrir utan
London.
Eins og komið hefur fram í
fréttum veiktist Halldór skyndi-
lega fyrir nokkm og var þá lagð-
ur aftur inn á Charing Cross-
sjúkrahúsið, en þá hafði hann
verið heima við um tíma eftir
aðgerðina þegar skipt var um
hjarta og lungu í honum. Við
rannsóknir kom í ljós að hann
þoldi ekki þau lyf sem honum
höfðu verið gefín og um tíma
hættu læknar alveg að gefa hon-
um þau. Síðastliðinn mánudag
var hins vegar aftur bytjað að
gefa honum lyfin, en í miklu
smærri skammti en áður.
„Ég fer tvisvar í viku í skoðun
á sjúkrahúsið og það er fylgst
vel með líðan minni," sagði Halld-
ór. „Það er óvíst enn hvort þessi
síðustu veikindi setja strik í reikn-
inginn varðandi heimkomu mína,
en það hefur hingað til verið mið-
að við að ég fengi að fara heim
í maí. Nú lifi ég að mestu eðli-
legu lífi, fer í gönguferðir og upp
á síðkastið hef ég hjólað tölu-
vert. Á þriðjudag rölti ég um
Oxford Street, sem er aðal versl-
unargatan í London, svo ég er
greinilega hinn hressasti," sagði
Halldór og hló við.
Halldór bað að lokum fyrir
kveðjur til ættingja og vina á
íslandi.