Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Minning: Astríður Jóhannes- dóttirá Torfalæk Fædd 23. maí 1921 Dáin 13. mars 1988 Þær voru margar minningamar frá liðnum árum er streymdu fram í huga okkar systkinanna sunnu- dagsmorguninn 13. mars sl. eftir að Jón frændi hafði hringt og til- kynnt okkur lát Ástu, móður sinnar, þann sama morgun. Hún hét Ástríður fullu nafni, en var alltaf kölluð Ásta. Það má segja að á uppvaxtar- árum okkar systkinanna hafí Torfa- lækur verið okkar annað heimili. Við munum hvorugt eftir öðru en vetrum fyrir sunnan og sumrum á Torfalæk, allt fram yfír fermingar- aldur. Frá því ég var á fýrsta ári fór mamma með mig að Torfalæk á hvetju sumri, fyrst til afa og ömmu og síðan til Ástu og Torfa. Það má eiginlega segja, að þegar Ásta giftist Torfa frænda hafí hún tekið við mér um leið, því þá þegar var vera mín á Torfalæk orðin að föstum lið í tilveru minni. Sama ár og Ásta og Torfí eignast Jóhannes, eldri son sinn, fæðist Guðmundur bróðir minn, og á hveiju sumri fór mamma norður og þegar árin liðu tók Guðmundur við af mér, var öll sumur hjá Ástu og Torfa og naut félagsskapar Jóhannesar og síðar Jóns. Níu ár eru á milli okkar systk- inanna, svo þessi dvöl okkar beggja á Torfalæk náði yfír 20 ára tíma- bil. Ekki voru foreldrar okkar með okkur allan tímann þessi sumur, heldur komu okkur í sveitina, eins og það var kallað, en komu samt alltaf í heimsókn á hveiju sumri og dvöldu þá í lengri eða skemmri tíma. Svo var reyndar um alla Torfalækj- arbræður og þeirra fjölskyldur og Sigrúnu fóstursystur þeirra bræðra og hennar fjölskyldu. Á þessum árum var mannmargt á Torfalæk. Ásta tók ung við stóru heimili. Þá voru þama afí okkar, Ingi frændi, Hanni lengi vel, Sig- rún, Imma og Lalla höfðu átt sitt heimili á Torfalæk og ýmsir fleiri komu við sögu. Systur Ástu voru einnig tíðir gestir á Torfalæk ásamt sfnum ijölskyldum og var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Ásta var einstaklega lífsglöð og félagslynd og naut þess að hafa kátt fólk í kringum sig. Enda var hláturinn hennar svo dillandi og smitandi, að allir komust í gott skap í návist hennar. Myndarskapur Ástu og dugnaður var rómaður, gestrisni einstök og þau Torfí mjög samhent í því að láta fólki líða vel hjá sér. Og það er margs að minnast frá þessum árum. Töðugjöldin á Torfalæk eru okkur systkinunum ofarlega í huga. Þá var alitaf hátíð. Kolkafjölskyld- an kom frá Blönduósi, einnig Imma og Qölskylda. Oft hittist þannig á að bræður Torfa voru staddir þar, o.fl. o.fl. Ásta lagði jafnan mikið upp úr því að hafa á borðum allt það besta sem til var, farið var í leiki, spilað á spil, sungið í eld- húsinu yfír uppþvottinum og svona mætti lengi telja. Þetta eru ógleym- Ávallt ferskt! Siikkuiaðiterta 1% bolli Kornax hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. sódaduft V*2 bolli kakó lVi bolli sykur Sett í skál. blandað saman 1 bolli mjólk Vi bolli smjörlíki 2 egg 1 tsk. vanilla Krem (sett á milli botna og ofan á) 50 g smörlíki 200 g flórsykur 3 msk. kakó 1 egg 2 msk. rjómi 1 tsk. vanilla örlitið salt Öllu hrært saman við þurrefnin. Bakist í 2 tertuformum I 30-45 minúfur við 175°C eða 283T. Þér er alveg óhætt að kenna Kornax hveitinu um ad sumar kökur hverfa alltaf fyrr en aðrar! Með góðri kökuuppskrift er aðeins hálfur sigur unninn. Kakan heppnast því aðeins að notuð sáu bestu hráefni og þar er hveitið oftast megin- uppistaðan. Á síðasta ári var fullkomin hveitimylla reist á íslandi og hafin framleiðsla á íslenska Kornax hveitinu sem malað er úr nýju, innfluttu gæðakorni. Kornax hveiti. Nýmalað og ferskt úrvals hveiti, sterkt og eggjahvíturíkt og lyftir sér vel í bakstri. Ferskleikinn fylgir hveitinu alla leið í ofninn og baksturinn bregst ekki. K0RNAX hveiti - ferskt alla leið í ofninn! anlegar stundir í minningunni. Milli allra Torfalækjarbræðra og þeirra eiginkvenna og Sigrúnar og Ragnars hefur alla tíð verið óvenju mikið og gott samband, enda Torfa- lækjarfjölskyldan tengd mjög sterk- um ættarböndum. Svo sterkum að þegar talað er um Ástu og Torfa gleymist það hreinlega að Ásta var ekki fædd og uppalin á Torfalæk, heldur á Gauksstöðum í Garði í stór- um systkinahópi. Hún var Asta á Torfalæk. Það var í júní á síðasta ári sem liðlega tvöhundruð manns af Torfa- lækjarætt (niðjar Guðmundar lang- afa okkar) kom saman á ættarmóti á Húnavöllum. Þetta var mikil og eftirmmnileg hátíð. Nokkru áður hafði Ásta gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi hér fyrir sunnan. Hennar takmark var þá að komast norður í tæka tíð fyrir ættarmót og er það okkur öllum mikils virði, að Ástu skyldi auðnast að vera með okkur á þessu sérstaklega velheppnaða ættarmóti. Að mótinu loknu var öllum boðið að koma við á ættaróð- alinu, Torfalæk. Austur-Húna- vatnssýslan skartaði sínu fegursta þessa mótsdaga og þegar komið var heim á Torfalæk beið okkar þar uppdekkað borð í garðinum hjá Jóhannesi og Ellu þar sem allir þáðu veitingar. Síðan var haldið inn á heimili Ástu og Torfa og ekki við annað komið en að þiggja þar kaffí og konfekt. Þama ríkti gamla góða stemmningin og böm okkar systk- inanna skildu betur en áður allt okkar tal um árin góðu hjá Ástu og Torfa. Fyrir þetta erum við þakklát. Þegar ég kvaddi Ástu í Landa- kotsspítala áður en hún fór heim síðast var hún að ferðbúast. Hún var svo innilega þakklát Sigríði og Jóni syni sínum fyrir þeirra stuðn- ing hér fyrir sunnan og tilhlökkun- in mikil að koma heim til Torfa og hitta Jóhannes, Ellu og bömin. Dvölin heima varð styttri en okkur grunaði, en ég veit að þetta var þeim hjónum dýrmætur tími. Torfalækjarbræður, Guðmundur og Jónas og Guðrún og þeirra fjöl- skyldur, Sigrún og Ragnar og fjöl- skylda kveðja öll Ástu með innilegu þakklæti fyrir allt sem hún var þeim. Við Guðmundur bróðir þökk- um Ástu órofa tryggð við foreldra okkar og íjölskyldur. Systkinum Ástu og þeirra flölskyldum sendum við öll innilegar samúðarkveðjur. Elsku Torfí frændi, Jóhannes og Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. i KORNGARÐI 11 124 REYKJAVÍK SÍMI 688750 Mjólkursamsalan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.