Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTÍN TEITSDÓTTIR
frá Móum,
lést 12. mars.
Útförin hefur farið fram.
Kristín Guðmundsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Unnur Andrésdóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Teitur Guömundsson,
Rúna Guðmundsdóttir,
Magnús Guðmundsson.
t
Elskuleg systir okkar,
JÓHANNA Þ. EINARSDÓTTIR,
Hverfisgötu 16,
andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 23. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristin G. Einarsdóttir,
SigurðurG. Einarsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GEORG SKÆRINGSSON,
Skólavegi 32,
Vestmannaeyjum,
sem andaðist í Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 16. mars, verður
jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, kl. 14.00 laugar-
daginn 26. mars.
Fyrir mína hönd og annarra aöstandenda.
Sigurbára Sigurðardóttir.
Olöf K. Guðbrands-
dóttir — Minning
Fædd 2. maí 1919
Dáin 21. mars 1988
Með þessum fáu orðum viljum
við koma á framfæri þakklæti okk-
ar til Lóu, eins og hún alltaf var
kölluð, fyrir um 30 ára samfylgd.
Fyrstu kynnin hófust þegar hún
tókst á hendur umsjón með heimili
föður míns, Ólafs Hólm Theodórs-
sonar. Heimilið var í sárum eftir
•fráfall húsmóðurinnar og hlutverk
hennar ekki alltaf auðvelt. Þann
12. júlí 1958 giftust Lóa og Ólafur
og lifðu í farsælu hjónabandi allt
þar til hann lést í júlí 1972. Eignuð-
ust þau einn son, Eyþór Harald,
rafmagnsverkfræðing, sem var
ungur að árum þegar faðirinn féll
frá. Með þrotlausu starfí og fyrir-
hyggju kom Lóa syninum til
mennta. Eyþór býr í Reykjavík með
Unni Kjartansdóttur og eiga þau
einn son, Kjartan Má, sem var sann-
ur augasteinn ömmunnar, en ein-
mitt í því hlutverki naut Lóa sín
hvað best. Fyrir átti Lóa eina dótt-
ir, Jóhönnu Dóru Þorgilsdóttur, sem
er hjúkrunarfræðingur og einnig
búsett hér í Reykjavík. Synir Dóru
eru Unnar Gils og Kristbjöm sem
sjá nú á eftir ömmunni sem alltaf
var vakandi yfír velferð þeirra.
Lóa fæddist 2. maí 1919 að Jörfa
í Haukadal, Dalasýslu, dóttir hjón-
anna Ingibjargar Daðadóttur og
Guðbrandar Amasonar sem þar
stunduðu búskap. Átthagamir voru
Lóu alltaf hugstæðir og þó ferðim-
ar hafí ekki verið margar þangað
síðustu árin ræddi hún þeim mun
oftar um æskuárin heima. Lóa var
ein af sex systkinum. Eftir að Lóa
flutti til Reykjavíkur, um tvitugt,
vann hún ýmis störf og lengst hef-
ur hún unnið við ræstingar á hús-
næði Eimskips. Hlýlegt heimilí
hennar í Keldulandi 17 ber vitni
um einstaka eljusemi húsmóðurinn-
ar. Lóu féll aldrei verk úr hendi og
þær em margar lopapeysumar sem
hún hefur pijónað. Nutu ættingjar
oft góðs af greiðasemi hennar og
var hún óspör á að gefa peysur sem
bám meistara sínum gott vitni.
Sama má segja um útsaum og aðr-
ar hannyrðir.
Lóa flíkaði ekki tilfínningum
sínum og hafði ekki of mörg orð
um hlutina, þó duldist það engum
sem henni kjmntust að ekki var
djúpt á hlýju hjartanu sem sló und-
ir og létt er að minnast gleði henn-
ar í góðra vina hópi. Hún stóð sem
klettur að baki bömum sínum og
vinum jafnt í gleði og sorg.
Það er okkur ljúft, nú þegar leið-
ir skilja um stundarsakir, að þakka
Lóu fyrir samfylgdina, þakka henni
fyrir öll árin sem hún hlúði með
ást og umhyggju að föður mínum,
Ólafí, en hann lét það óspart í ljós
hvað hún var honum kær og mátti
sjá að hjónaband þeirra var byggt
á traustum grunni. Lóa reyndist
okkur systkinum sem besta móðir.
Ekki síst viljum við þakka fyrir son
okkar, Ólaf Þóri, sem dvelur við
nám erlendis og getur ekki fylgt
Lóu ömmu, þakkað er fyrir allar
góðu stundimar sem hann átti hjá
henni. Ólafur ber nafn afa síns og
ekki er laust við að hann hafí notið
þess sérstaklega í hlýju og kærleik
ömmunnar.
Guð blessi Lóu og afkomendur
hennar.
„Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt."
(Vald. Briem.)
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, föstudaginn 25. mars,
kl. 13.30.
Blessuð sé minning góðrar konu.
Guðrún Ólafsdóttir og
Hersir Oddsson.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Vestmannaeyjar
Uppbygging menntunar í Vest-
mannaeyjum
Kjördæmisráð Sjálf-
stæðisflokksins í
Suðurlandskjör-
dæmi boðar til op-
ins fundar um skóla-
mál í Vestmannaeyj-
um 26. mars nk. kl.
15.30 i Hótel Þórs-
hamri.
Framsögumenn:
Birgir ísleifur Gunn-
arsson, mennta-
málaráðherra.
Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi.
Ámi Johnsen.
Að joknum framsöguræðum verða almennar umræður.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins
i Suðurlandskjördæmi.
Frá húsnæðismálanefnd
Sjálfstæðisflokksins
Hver verður framtíðar-
skipan húsnæðismála?
Fundur verður hald-
inn mánudaginn 28.
mars nk. kl. 17.00 i
Valhöll.
Rætt verður um
endurskoðun hús-
næðislaganna,
kaupleigufrumvarp-
ið o.fl.
Allt áhugafólk vel-
komið.
Geir H. Haarde, alþingismaður.
Maria E. Ingvadóttir, formaður nefndarinnar.
Seltirningar!
Munið opna húsið okkar föstudagskvöldið 25. mars kl. 21.00 á Aust-
urströnd 3.
Þá ætlum við að hittast, spjalla saman og eiga góða kvöldstund.
Veitingar.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélag Seltirninga.
Hl
Þingfulltrúar
á aukaþingi SUS
Aukaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður sett í félags-
heimilinu við Heiðarveg í Vestmannaeyjum föstudaginn 25. mars.
Dagskrá þingsins verður eftlrfarandi:
Föstudagur 25. mars:
18.15 Þingsetning. Ávörp flytja Árni Sigfússon, formaður SUS og
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
18.45 Fyrsti fundur verkefnisstjórna: Verkefnisstjórnir funda hver
, í sínu lagi. Niðurstöður starfsins i vetur kynntar fyrir áhugahóp-
um. Umræður.
21.00 Sameinglnlegur fundur. Ávörp flytja Drifa Hjartardóttir, Krist-
inn Pétursson, Ámi Johnsen og Arnbjörg Sveinsdóttir.
22.00 Kvöldvalca í félagsheimilinu - skemmtiatriði frá hverju kjördæmi.
24.00 Kvöldvöku lýkur.
Laugardagur 26. mars:
09.00 Samelginlegur fundur. Niðurstöður skoðanakönnunar, sem
Skáís gerði fyrir SUS laugardaginn 19. mars, kynntar. Verkefn-
isstjórar kynna ályktunardrög hópanna og hugmyndir um
framkvæmdaleiðir.
11.00 Annar fundur verkefnisstjórna. Lokayfirferð ályktana - rætt
um leiðir til framkvæmda.
12.30 Hádegisveröur.
14.00 Sameiginlegur fundur. Ávörp flytja Vilhjálmur Egilsson, Geir
H. Haarde, Sturla Böðvarsson, Tómas Ingi Olrich og Einar
Kr. Quðfinnsson.
15.00 Sameiginlegur fundur. Afgreiðsla ályktana.
17.00 Aimennar umræður um vinnubrögð SUS og framkvæmd
hugmynda.
20.00 Kvöldverður á veitingahúsinu Muninn i Hótel Þórshamri.
Snyrtilegur en óformlegur klæðnaður. Menn séu viðbúnir úti-
veru þar sem...
Þingslit verða að kvöldverði loknum á Stakkagerðistúni við
varðeld og flugeldaskot ef veður leyfir.
Allir sameiginlegir fundir eru haldnir f félagsheimilinu við Heiðarveg.
Fundir i verkefnishópunum eru bæði í félagsheimilinu og Hamars-
skóla.
Þingfulltrúar eru minntir á brottfarartíma frá Reykjavík með Flugleið-
um kl. 14.15 og 17.20 á föstudag, mæting hálftima fyrr. Herjólfur
fer frá Þorlákshöfn kl. 12.30 á föstudag, rúta til Þorlákshafnar legg-
ur upp frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.00.
Skráning fer fram i félagsheimilinu við Heiðarveg. Munið að kvöld-
verður á laugardagskvöldinu er innifalinn f þinggjaldi, sem er kr.
1.950,-.
Sjáumst á SUS-þingil-
Framkvæmdastjórn.
landbúnaði -
Flúðir:
Sóknarmöguleikar i
fullvinnsla í héraði -
styrkari staða til sveita
Kjördæmisráð Sjálf-
stæðisflokksins í
Suöurlandskjör-
dæmi boðar til al-
menns fundar um
möguleika i land-
búnaði, fullvinnslu
og eflingu byggðar í
sveitum. Fundurinn
verður í Félags-
heimilinu á Flúðum
mánudagskvöldið
28. mars nk. kl.
21.00.
Framsögumenn:
Kolbeinn Ingi Kristinsson, framkvæmdastjóri.
Birgir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Sigmar B. Hauksson.
Jónas Þór Jónasson, kjötiðnaðarmaður.
Eggert Haukdal, alþingismaður.
Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.
•S
Vesturland - Vesturland
Landssamband sjálfstæðiskvenna boðar til
almenns stjórnmálafundar í Hótel Borgar-
nesi laugardaginn 26. mars 1988 kl. 13.30.
Dagskrá fundarins:
Starf Landssambands sjálfstæðiskvenna:
Þórunn Gestsdóttir, formaður.
Byggðamál: Eygló Bjamadóttir, formaður
sjálfstæðisfélagsins Skjaldar, Stykkishólmi.
Sigríður A. Þórðardóttir, oddviti, Grundarfirði.
Fylgl kvenna við SJálfstœðisflokklnn: Inga
Jóna Þórðardóttir, formaður framkvæmda-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórnarfundur Landssambands sjálfstæð-
iskvenna verður haldinn fyrir hádegi á sama stað. Rútuferð frá
Reykjavfk (Valhöll) kl. 8.30.
Landssamband sjálfstæðiskvenna.