Morgunblaðið - 25.03.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 25.03.1988, Síða 1
96 SIÐURB/C 71.tbl.76. árg. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Sverrir Brauðmolar þegnir í blíðunni í borginni ígær Sovézki herrnn tekur sér stöðu í Jerevan Moskvu. Reuter. Fundur Shultz og Shevardnadze: Mðar hægt Fara viðræðurn- ar um Afganistan út um þúfur? Washington. Reuter. GEORGE Shultz og Eduard Shevardnadze, utanrikisráðherr- ar risaveldanna, náðu litlum ár- angri í helztu deilumálum ríkjanna á þriggja daga fundi sinum í Moskvu. „Við höfum nær eingöngu fengizt við erfið mál og viðkvæm. Ég veit ekki hvort okkur tekst að útkljá þau,“ sagði Shultz í gær. Átti hann við málefni Afganistans, Nicaragua og hugsanlega helm- ingsfækkun langdrægra kjamorku- flauga. Sovétmenn höfiiuðu tillögu Bandaríkjamanna um að risaveldin hættu aðstoð við afganska skæru- liða annars vegar og stjómina í Kabúl hins vegar í þijá mánuði frá þeim degi sem Sovétmenn hæfu heimflutning innrásarheija sinna. Aðstoð Sovétmanna við leppstjóm- ina í Kabúl er sagt eina óleysta ágreiningsefnið í Genfarviðræðun- um um lausn Afganistandeilunnar. Talið er að Bandaríkjamenn muni reyna að koma fram með nýja málamiðlun, en BBC-fréttastofan sagði í gærkvöldi að viðræðumar kynnu að vera að fara út um þúfur. Shultz sagði að ekkert hefði mið- að í deilunni um geimvamaáætlun Bandaríkjamanna, en ríkin ynnu þó að gerð sérstaks samnings til þess að jafna ágreining um túlkun gagn- fiaugasamningsins, svokallaðs AB- M-samkomulags, frá árinu 1972. Shevardnadze sagðist ekki geta fullyrt að samkomulag um fækkun langdrægra kjamafiauga yrði frá- gengið fyrir leiðtogafund risaveld- anna í Moskvu 29. maí til 2. júní nk. „Ef pólitlskur vilji er fyrir hendi og sérfræðingar okkar vinna vel þá ætti að vera hægt að undirrita samkoinulag um flaugamar í Moskvu," sagði hann. SOVEZKI herinn tók sér stöðu á götum Jerevan i gær og lög- reglumenn frá öðrum Sovétlýð- veldum hafa verið fluttir til borg- arinnar til þess að fylgja eftir banni við mótmælafundum, að sögn armenskra andófsmanna. Á morgun eru fyrirhugaðar meiri- háttar mótmælaaðgerðir í Jere- van en í gær bönnuðu armensk yfirvöld fjöldafundi i lýðveldinu og er ákvörðunin talin eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Skýrt var frá því í Moskvu í gærkvöldi að stjómmálaráð sovézka kommúnistaflckksins hefði samþykkt sérstaka umbótaáætlun fyrir Nagomo-Karabakh, armenska svæðið í Azerbajdzhan sem Armen- ar vilja að sameinað verði Armeníu. Lýtur áætlunin að umbótum í iðn- aði, húsnæðismálum og félagsmál- um og íbúar héraðsins fá að horfa á armenskt sjónvarp. Heitið er auk- inni útgáfu armenskra bóka í hérað- inu og armenskir minnisvarðar verða reistir að nýju, að sögn TASS-fréttastofunnar. Að sögn blaðafulltrúa yfirvalda í Armeníu verður að sækja um leyfí fyrir öllum mótmælafundum með 10 daga fyrirvara, samkvæmt nýj- um lögum, sem öðluðust gildi í gær. Þar með eru fyrirhugaðir fjölda- fundir í Jerevan, höfuðborg Arm- eníu, ólöglegir, þar sem aðstand- endur þeirra hafa ekki sótt um leyfí fyrir þeim. Menn, sem barizt hafa fyrir því að Nagomo-Karabakh í Azerbajdzhan verði sameinað Arm- eníu, hafa hvatt til fundanna á morgun. Þá rennur út frestur, sem yfirvöldum var gefinn til úrbóta, eftir að Míkhaíl Gorbatsjov lofaði að taka mál Armeníumanna til sér- stakrar athugunar. í fyrradag til- kynnti Moskvustjómin að hún yrði ekki við kröfum Armeníumanna um sameiningu Nagomo-Karabakh við Armeníu Sjá „Yfirlýsing ... “ á bls. 32. Óeirðimar á her- teknu svæðunum: Forkólfar handteknir Jerúsalem, Reuter. ÍSRAELAR sögðust i gær hafa handtekið meinta forkólfa óeirðaseggja á hernumdu svæð- unum, vesturbakka árinnar Jórd- an og Gaza. Að sögn ísraelska dómsmálaráð- herrans eru forkólfamir félagar ýmissa hryðjuverkasamtaka og skæruliðasveita Frelsisfylkingar Palestfnumanna (PLO). Róstur jukusttil muna á svæðun- um í gær og felldu hermenn tvo Palestlnumenn I Balata-flótta- mannabúðum á vesturbakkanum. Sjá „Áætlun Bandaríkjamanna um frið...“ á bls. 14. Sovétríkin: Flotaumsvif á úthöf- unum drag’ast saman London. Reuter. London, Reuter. Efnahagsvandi heima fyrir kann að hafa leitt til þess að Sovétmenn hafa dregið úr flotaumsvifum sinum á heims- höfunum, segir í nýjasta tölur blaði Jane’s Defence Weekly. Tímaritið vitnar í leyniskýrslu bandaríska flotans og segir að verulega hafi dregið úr æfingum sovéska flotans á úthöfunum. Flotinn hefur fært út kvíamar jafnt og þétt undanfama þijá ára- tugi en nú virðist sem æfingamar séu fremur haldnar nærri heima- ströndum. Flotaumsvif Sovétmanna á heimshöfunum drógust saman um 6% árið 1987 I samanburði við næsta ár á undan. Æfingum hef- ur nú fækkað stöðugt undanfarin þijú ár. Að sögn Jane’s Defence Weekly er nú svo komið að sov- éski flotinn er vart hæfur til að mæta hinum bandaríska ef til átaka kæmi. „Breytingin endur- speglar eftiahagsvanda, aukna áherslu á hlutverk flotans I tak- mörkuðum aðgerðum og kröfuna um að mæta auknum umsvifum Bandaríkjaflota nærri strönd Sov- étríkjanna," segir I vikuritinu. Ennfremur segir að kafbátar Sovétmanna búnir kjamorku- vopnum sigli ekki lengur nærri Bandaríkjunum heldur haldi sig I vaxandi mæli nærri Evrópu til að vega upp á móti útrýmingu með- al- og skammdrægra fiauga á landi I samræmi við INF-sáttmála risaveldanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.