Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 4- Óperar eru fyrir alla... Ekki bara spariklædda menningarvita Rœtt við enska h/jófy annAnthonyHose, sýningum áDon Gi\? IsZensku óperunni sveitarstjór- semstjórnar vannii Anthony Hose Ieiðbeinir söngvurunum í Don Giovanni um daginn. „Söngvarinn er hljóðfæri, sem gerir sitt besta samkvæmt eigin tilfinningu og viðmiðun. Svo er bara að vona að aðrir kunni líka að meta viðleitnina. “ Á miðöldum tí ðkaðist að riddarar Iegðu land undir fót til að iðka riddarahugsjón sína, færu milli hirða og herra og sýndu ridd- aramennsku sína í orði og á borði. Riddaralífið er fyrir bí, en nú á dög- um eru það til dæmis tónlistarmenn, sem fara á milli til að þjóna tónlistarhugsjóninni, þeirri að koma tónlist- inni á framfæri við sem flesta. Einn slíkur hef- ur gist landið undanfar- ið, enski hljómsveitar- stjórinn Anthony Hose, sem stjórnar Don Gio- vanni í íslensku ópe- runni þessar vikurnar. vemig sem á því stendur, þá eru hljómsveitar- stjórar í skop- myndum oft flau- mósa flautaþyrl- ar, fljótir að stökkva upp á nef sér og ógnar hvumpnir. Fátt er fjær sanni, þegar Hose er annars vegar. Óhvikul einbeiting skín af honum í gryfjunni, þar sem hann dregur Mozart út úr hljóðfæri sínu, hljóm- sveitinni og meðreiðarsveinunum á sviðinu, söngvurunum. Utan gryfj- unnar er hann vei máli farinn Breti, sem funar af hæglátri ákefð, þegar hann talar um tónlistina, það eina sem hann kann, segir hann sjálfur. Úr klassík í jazz og aftur til baka Hose er Lundúnabúi í húð og hár, en býr nú og starfar í Wales. Hose man ekki eftir sér öðruvísi en uppteknum af tónlist, hefur líklega hossað sér taktbundið í vagni, því faðir hans, áhugamaður um tónlist, tók að kenna þriggja ára drengsponsinu á píanó og sex ára var Hose svo sendur í tíma. ellefu ára varð pilturinn laugar- dagsnemandi í Royal College of Music, eins og áhugasamir og efni- legir krakkar geta orðið. Á tánings- árunum urðu poppið ogjazzinn ofan á, Hose var þá líka að læra á klar- inett. Átján ára varð hann regluleg- ur nemandi í Royal College, lagði stund á pianó og klarinett og ætl- aði helst að verða jazzpíanisti, þjak- aður af tilvistarfræðilegum efa- semdum um sjálfan sig, eins og ásækja stundum ungt fólk. í heimsókn til vinar i Hamborg raknaði úr hnútnum. Vinurinn hafði heyrt Hose spila með bandi í Lon- don, datt í hug að hann vildi kannski vinna sér inn aukapening í heim- sókninni og benti honum á einn af klúbbunum eins og Bítlamir gerðu fræga. Og viti menn ... í einum vantaði píanóleikara, Hose spilaði fyrir og fékk vinnuna. Fyrir aura- lausan skólastrák voru ótrúíegar upphæðir í boði og til stóð að fara í tónleikaferð með Chubby Chec- kers, ef einhver man eftir því nafni. Þá var bara eftir að fara að tjalda- baki og heilsa upp á afganginn af liðinu. En þá komu vomur í pilt- ungann, því þar voru fyrir nokkrir ótrúlega óræstarlegir náungar ... svo hann afþakkaði fjárfúlgumar og heiðurinn. Vendipunktur, Hose gerði sér ljóst að hann átti mun meiri samleið með þeim sem lögðu stund á hefðbundna, klassíska tón- list. Var þá kominn aftur þangað sem hann byijaði í upphafi. Píanó, klarinett, bassi, sembal, fiðla Hose hélt sig enn við píanóið, en skipti út klarinettinu og tók bassa í staðinn. Fann út að það væri fljót- legasta leiðin til að komast inn í hljómsveit, alltof margir á klarinett- inu. Auk þess lærði hann á semb- al. Kennarinn hans einn benti hon- um þá á óperudeildina, sem hann hafði aldrei hugleitt áður og þar tók hann sér tónsprotann í hönd. Fékk styrk til Salzburgar-ferðar og var svo undir handleiðslu Rafaels Kub- eliks í Miinchen í tvo vetur. Á þessum tíma lágu leiðir Hose og Don Giovannis saman. Kona Kubeliks, sem er söngkona, átti að syngja hlutverk Donnu Elviru í Genf undir stjóm Kubeliks. Stjóm- andinn fékk Hose til að æfa konu sína fyrir hlutverkið, fékk hann svo sem undirleikara á æfingar og sem semballeikara á sýningar, rétt eins og hann gerir hér, auk þess að stjóma. Hann hefur komið víða við, verið í Glyndeboume, Bremen, stjómað mörgum óperuuppfærslum hjá Wales National Opera, sjón- varpsóperum hjá BBC og velska sjónvarpinu. Undanfarin tíu ár hef- ur hann einnig fengist við önnur verk en óperur. Tímann hér hefur hann meðal annars notað til að bregða sér í fíðlutíma. 1976 áttu Hose og vinur hans leið um smábæinn Buxton. Þar gengu þeir fram á stórkostlegt óperuhús frá því um aldamótin, en sem hafði sett niður og var notað undir bíósýningar. Jaws gekk þama þessa dagana. Húsið kveikti upp löngun til að koma því aftur í fyrra horf og setja upp óperur... og löngunin var nógu sterk til að hrífa með sér fleiri, sem fengust til að leggja fram hálfa milljón punda. Þetta er glæsilegt hús, með gryfju fyrir sjötíu hljóðfæraleikara og á sumrin er óperuhátíð þama, sem Hose stjómar. Markmiðið er að flytja sjaldheyrðar eða óþekktar óperur. I sumar verður meðal ann- ars sett upp óperan Armide eftir Haydn og Hose hefur boðið Kristni Sigmundssyni og Gunnari Guð- bjömssyni hlutverk í þeirri upp- færslu. Á stjórnendapallinn með dags fyrirvara Hose kom hingað fyrst með dags fyrirvara haustið 1986 þegar þá vantaði skyndilega hljómsveitar- stjóra í II trovatore, og var svo beðinn að stjóma sýningunni í beinni útsendingu, sem er víst í fersku minni margra. Þó Hose geti hoppað inn í sýn- ingu með engum fyrirvara eins og héma um árið, þá er það kannski ekki óskaaðfenð hans. Forvitnilegt að heyra aðeins um hvemig sýning eins og Don Giovanni er undirbú- in... „Fyrst er að vera beðinn, ekki satt... Ég kom fyrir jól og vann þá stíft í sextán dága með söngvur- unum. Það er afar mikilvægt að geta unnið með þeim frá upphafi, svo þeir viti eftir hveiju er verið að sækjast, bæði í tónlistinni og persónusköpun. Ég tók dijúgan tíma í framburðarkennslu, því góð- ur, ítalskur framburður er nauðsyn- legur grunnur og nýtist söngvurun- um auk þess annars staðar. Fæstir í salnum skilja ítölsku, en skyggnu- textamir ýta undir að það sé farið að hlusta eftir söngtextunum, sem þurfa þá að skiljast. Við bámm líka saman bækur okkar, ég, Þórhildur leikstjóri og Una búninga- og sviðs- myndahönnuður. Hef átt mikið og gott samstarf við þær tvær. Svona sýning þrífst á góðri sam- vinnu, bæði við þá sem sjá um áður- nefnd atriði, en líka við söngvar- ana, hljómsveitina og aðra starfs- menn og allir hafa lagt sig fram. Ég kom svo hingað aftur Qórum vikum fyrir frumsýningu og þá var aftur tekið til við æfíngar. Ég vil vera sem mest yfír uppsetningunni sjálfur og fylgja henni eftir. Það er að mörgu að hyggja. Það kostar til dæmis mikla þjálfun að koma öllu fyrir þannig að áhorfendur taki ekki eftir að söngvaramir verða alltaf að fylgjast með hljómsveitar- stjóranum. Auk þess að vinna í hóp, em einstakir söngvarar alltaf teknir útúr og unnið með einum og einum. Tveimur vikum fyrir fmrnsýn- ingu fómm við svo inni í húsið, æfðum áður úti í bæ, og þá hófust hljómsveitaræfíngamar. Fyrst var hún æfð ein, en síðan bættust söngvaramir við, þó ekki á sviði, og loks var allt flutt á sviðið. Svo rann fmmsýningin upp. Eftir hana er líka haldið áfram að æfa, því sýningamar breytast og það þarf að halda þeim innan þess ramma, sem var smíðaður í upphafí. í sýningu með mörgum nýliðum eða fólki með litla reynslu er eðlilegt að sýningin þroskist og þróist. Sama á við um hljómsveitina og það er gott að fínna að sýningin tekur framfömm. Viðleitnin er allt- af í átt til fullkomnunar og það er alltaf eitthvað til að bæta. Fyrir hveija sýningu fá hljómsveitin eða söngvaramir seðla með ábending- um, sem hjálpa þeim til að halda sér við efnið." „Viðbrögð áhorfanda hafa heilmikið að segja ...“ „Viðbrögð áhorfenda hafa heil- mikið að segja á sýningu og em alltaf ólík frá sýningu til sýningar. Afar örvandi þegar þeir láta vel- þóknun sína í ljós með lófaklappi eða hlátri. Frábært að fínna við- brögð áhorfenda, sem maður veit að em ekki vanir ópemm, því við- brögð þeirra era svo hrein og bein og fordómalaus. Skyggnutextamir hjálpa áheyrendum til að njóta sýn- ingarinnar, því það er svo margt spaugilegt í textunum, sem annars færi framhjá áhorfendum. Það er heillandi viðfangsefni að koma áheyrendum í skilning um að ópemr em fyrir alla, ekki aðeins spariklædda menningarvita. Hér er engin ópemhefð, í þeim skilningi að ópemr em ekki hluti af lífinu hér, á_ sama hátt og er í Þyskalandi og á Ítalíu. Þegar ég bjó í Bremen hitti ég einu sinni mslakarl þegar ég var að fara út með ruslið. Þá var óperan sjálfsagt umræðuefni, því það fylgjast allir með henni þama. Þegar svo er ekki, em margir hræddir við ópemr, búnir að ákveða fyrirfram að ópemr séu ekki fyrir þá. Það þurfí einhveijar sérstakar forsendur til að geta notið þeirra. Mikill misskilningur, því óperar em fyrir alla og öll viðbrögð em jafn rétthá. Framvindan hér er spenn- andi. Þó húsið sé enn tæknilega ófullkomið, þá er andinn í húsinu góður, yndislegt hús. Hvað sjálfum mér viðvíkur, þá kunni ég verkið vel, þó það sé reyndar langt sfðan ég átti við það. Það er gott og gaman að koma að því aftur og rifja það upp. Þetta er stykki, sem er æsilegt að vinna við eins og gildir um öll meistara- verk. Sem stendur er ég líka með hug- ann við Armide, óperana sem ég set upp í Buxton í sumar. Ég les mér auðvitað til um verkið og ann- að, sem máli skiptir, hef haft nót- umar við hendina í um hálft ár. Fyrir mér er Mozart guðdómlegur, en Haydn og nokkrir aðrir koma fast á hæla honum. Djúp ánægja að steypa sér á kaf í þessa stórkost- legu tóniist, sem nánast enginn þekkir." Hvernig vinnurðu þig í gegnum tónlistina?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.