Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 __ A Tónlistarhús á Islandi - hvers vegna, hvernig, hvenær? Morgunblaðið/Þorkell Frá styrktartónleikum Samtaka um byggingu tónlistarhúss í Háskólabiói 9. janúar sl. 0 * • • eftir Armann Orn * Armannsson Hljótt hefur verið um Samtök um byggingu tónlistarhúss nú síðustu mánuði og um önnur hús deilt. Fjáröflun til hússins er þó í gangi og hönnunarvinna á fullum skrið. Undirritaður telur rétt og skylt að gera grein fyrir ýmsum atriðum varðandi fyrirhugaða byggingu, rifja upp þörfína sem við teljum að sé á henni, hvers vegna hún verður byggð og hvemig fyrir- hugað er að standa að því. Einnig þarf að leiðrétta þann misskilning að það hafi verið mistök að ná ekki samnýtingu á Borgar- leikhúsi og tónlistarhúsi eða að endurbyggja Háskólabíó. Hvers vegna? Samkvæmt Árbók Reykjavíkur- borgar var aðsókn að Laugardals- höll árið 1986 alls 26.864 manns og efast þó enginn um gildi hennar fyrir eina af þjóðaríþróttum okkar, handboltann. Erfítt er að segja til um þann fjölda sem sækir tónleika en samkvæmt spá sem Rekstrar- stofan vann 1984 fyrir Samtök um byggingu tónlistarhúss er áætlað að meðalaðsókn að tónlistarhúsi verði ekki undir 103.000 seldum sætum árlega og var þá ekki gert ráð fyrir óperúflutningi sem vænt- anlega mun allt að tvöfalda þá að- sókn. Oft er talað um að tónlist megi flytja í flestum húsum og er það rétt, en til að undirstrika hvað við er átt með tónlistarhúsi leyfi ég mér að birta kafla úr forsendum dómnefndar í norrænu arkitekta- samkeppninni um tónlistarhús á íslandi 1986, en þar segir: „Þegar dómnefnd stóð frammi fyrir því að velja teikningu fyrir tónlistarhús á íslandi, mótuðust endanlega viðhorf hennartil samhengis milli huglægra og hagkvæmra þátta. Huglægt séð bar hæst samband milli flytjenda og áheyrenda. Hvorir tveggja bera vissa ábyrgð og eiga réttmætar kröfur á hendur húsinu, sem ber að uppfylla. 1. Flytjendur: Þeir sem koma fram opinberlega ætla sér eflaust að leggja sig alla fram. Þegar um er að ræða tónlistarflutn- ing í alþjóðlegum mælikvarða er það algjör forsenda. Flytjendur gera sér grein fyrir því, að það er sama hversu frægir þeir eru, áheyrendur dæma þá af hveijum tónleikum, sem þeir flytja. Þeir eru því spennt- ir, einbeittir og ákveðnir í að standa sig. Þeir aðilar, sem vinna að tón- leikahaldi, verða að gera sitt til að flytjandinn fari inn á sviðið hvíldur og öruggur, því mega engar hindr- anir né truflanir verða á vegi hans. Hönnun tónlistarhúss hefur afger- andi áhrif á þessi atriði. Þættir eins og kuldi, raki, og aðrar óþægileg- ar, jafnvel hættulegar hindranir, trufla og angra flytjendur. Mistök í hönnun geta leitt til þess að þeim líður illa og eiga í erfiðleikum með að einbeita sér. 2. Áheyrendur: Áheyrendum þarf að búa þær að- stæður að þeir setjist í sæti sín ánægðir og eftirvæntingarfullir. Tónleikar eiga að vera fólki áhrifa- mikil og skemmtileg reynsla. Að- koma einkabíla, leigfubíla og stræt- isvagna þarf að vera auðveld og anddyri hússins glæsilegt og vekja eftirvæntingu . . . Til þess að flytj- endur og áheyrendur séu vel undir- búnir og tónleikar megi þar með ná bestum áhrifum, þarf tónlistar- hús að standast ýtrustu kröfur beggja. Byggingin þarf einnig að standa undir nafni sem alþjóðlegt tónlistar- hús á íslandi. Byggingarlist og tón- list verða þar í jafnvægi. Leitað er að tónlistarhúsi þar sem salir hafa sem fullkomnastan hljómburð og sem líkja má við öndvegis hljóð- færi. Byggingin á að verða ein af meginstoðum íslensks menning- arlífs.“ ■ Tónlistarhúsið verður fastur vinnustaður hljóðfæraleikara í Sin- fóníuhljómsveit íslands, sem aidrei hafa haft aðstöðu til þeirrar vinnu sem þeir þurfa að leggja fram þar sem þeir hafa leigt undanfarin 20 ár, þ.e. í Háskólabíói. Þegar minnst er á Háskólabíó er rétt að það komi fram að það var kannað í upphafi okkar starfs hvort það hús væri falt, en það er nauðsynlegur þáttur í starfsemi Háskólans og kom þar af leiðandi ekki til greina sem framtíðartónlistarhús. Borgarleik- húsið hefði auðveldlega mátt gera að óperuhúsi, en Leikfélag Reykjavíkur var með réttu að byggja leikhús og að athuguðu máli samrýmist sú starfsemi afar illa og gerir leikfélagið ráð fyrir að borgarleikhús verði fullnýtt með leikstarfsemi. Hljómburður spilar þar einnig hlutverk því aðrar kröfur eru gerðar til hins talaða orðs svo það njóti sín heldur en tónlistar. Sem betur fer fékk íslensk ópera inni í Gamla bíói til bráðabirgða, en þrátt fyrir að við höfum átt þar ógleymanlegar stundir og margt gott megi segja um húsið er það staðreynd, sem kannski er best að minnast sem minnst á, að húsið er alls óviðunandi t.d. frá öryggissjón- armiði m.t.t. brunavama svo ekki sé minnst á starfsaðstöðu eða þann möguleika að ná fjárhagslega við- unandi rekstrarafkomu. Forseti íslands hefur í ræðu og riti bent á að listin selji fleiri þorska en þorskurinn list og þó erfítt sé að mæla þá er það örugglega stað- reynd að menningarlíf okkar, sem hægt er að bera saman við marg- falt stærri þjóðir, gerir okkur ríkari peningalega, svo ekki sé nú minnst á andlega. Okkur er bæði sjálfsagt og skylt að gera vel við handbolt- ann og skákíþróttina, þessar þjóðar- íþróttir okkar, enda þótt þær séu lítt þekktar í okkar nágrannalönd- um, en okkur er nauðsyn að gera okkur grein fyrir að listir okkar og bókmenntir eru sambærilegar að gæðum og annarra þjóða. Ekkert okkar nágrannalanda (nema Lúx- emborg) státar ekki af fleiri en einu tónlistarhúsi. Sú þversögn stendur hér ennþá því miður að þrátt fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og mikinn áhuga vantar tónlistarhús. Hvernig? Þegar fjárvana samtök lýsa áætl- unum um húsbyggingu fyrir nær 800 milljónir er eðlilegt kannski að spurt sé hvort viðkomandi séu heil- ir á sönsum. Um það liggja svo sem engir úrskurðir fyrir en hitt er jafn- ljóst að margir eru sama sinnis og samtökin um nauðsyn verkefnisins, sem þau hafa tekið sér fyrir hend- ur. Þjóðin ætlar að gefa sjálfri sér tónlistarhús og þess vegna mun það takast. Með hæfilegri bjartsýni og raun- sæi í bland ætla samtökin að standa myndarlega að þessari brýnu fram- kvæmd og kalla til alla þá aðila, sem vilja og geta lagt sitt lóð á vogarskálina. I þeim áætlunum sem samtökin hafa gert er gert ráð fyrir að ein- staklingar og fyrirtæki leggi til um 63% af öllum byggingarkostnaði hússins og hafa raunsæja von um að það takist. Þannig ætlum við að gefa þjóð- inni og sjálfum okkur hús sem hæfír blómlegu tónlistarlífí og hefur þann ótvíræða kost að geta með skynsamlegri stjóm staðið undir rekstri sínum. Engan minnisvarða eða monthús heldur raunverulegt tónlistarhús þar sem bestu lista- menn fá loks aðstöðu til að leika við skilyrði sem hæfa getu. fciflihjolp DAGSKRA SAMHJALPAR UM PÁSKANA Skírdagun Almenn samkoma í Þríbúðum kl. 20.30. Söfnuðurinn í Kirkjulækjarkoti sér um samkomuna með söngogvitnisburðum. Stjómandi er Hinrik Þorsteinsson. Laugardagur 2. apríl: Opið „páska“-hús í Þribúðum kl. 24-17. Heitt kaffi verður á könnunni og allir hvattir til að líta inn og spjalla um daginn og veginn. Kl. 15.30. tökum við lagið og syngjum saman kóra. Páskadagur Almenn hátíðarsamkoma í Þríbúðum kl. 16.00. mikill og fjölbreyttur söngur. Bamagæsla. RæðumaðurÓli Agústsson. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42. Sjá nánar í félagslífi. Gleðilega páska. Samhjálp. Armann Örn Ármannsson „Þannig ætlum við að gefa þjóðinni og sjálf- um okkur hús sem hæf- ir blómlegu tónlistarlíf i og hefur þann ótvíræða kost að geta með skyn- samlegri stjórn staðið undir rekstri sínum. Engan minnisvarða eða monthús heldur raun- verulegt tónlistarhús þar sem bestu lista- menn fá loks aðstöðu til að leika við skilyrði sem hæfa getu.“ Fjár ætla samtökin. að afla með ýmsum hætti og ber þar hæst sölu stóla í húsið, sem þegar hefur feng- ið frábærar viðtökur, þó það átak sé rétt að byija, auk sérstaks tón- listarhússsjóðs, sem fjár verður afl- að til, ekki síst á erlendri grund. Auk þess verða (ó)hefðbundnar fjáröflunarleiðir, félagsgjöld, styrk- ir og tónleikar nýttir eftir sem áð ur. Þjóð, sem lætur sig ekki muna um að hesthúsa páskaegg fyrir 100 milljónir á páskum, ber sem betur fer ekki vonarvöl. Eftirstöðvar kostnaðar, um 37%, verða sóttar um til fjárveitinganefndar og Reykjavíkurborgar. Mikil áhersla hefur verið lögð á það, að undirbún- ingi verði sem næst lokið áður en hafíst er handa við byggingarfram- kvæmdir. Það er því miður allt of algengt að farið sé að byggja af ofurkappi áður en hönnun er komin það langt að réttlætanlegt sé, sem veldur því að aukakostnaður vegna breytinga verður óhóflegur. Þetta er svo sem ekki óþekkt fyrirbæri erlendis, en er þar frekar undan- tekning, sem hér er allt að því regla, því miður. Hvenær? Það er undir okkur öllum komið hvenær unnt verður að ljúka bygg- ingunni, en áætlanir þær sem gerð- ar hafa verið miðast við að bygging- arframkvæmdir hefjist næsta ár og verði lokið 1992. Vonandi vinnum við ekki Eurovision-keppnina fyrr! Lokaorð: Þrátt fyrir gífurlega offjárfestingu í atvinnuvegum og óarðbærar fjárfestingar skal það undirstrikað að hér er um arðbæra fjárfestingu, bæði andlega og pen- ingalega, að ræða. Það er samdóma álit flestra sem til þekkja, að á tón- leikunum í Háskólabíói 8. janúar sl., þar sem fram komu hátt á ann- að hundrað tónlistarmenn í beinni sjónvarpsútsendingu, hafí tekist að skapa sterka samkennd meðal tón- listarmanna og þjóðarinnar allrar um „að gera drauminn að veru- leika“. Leyfum tónlistinni að njóta sín og hjálpa til við að selja þorskinn. Höfundur er formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.