Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 15

Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 C 15 Verkamannaflokkurinn á Bretlandi: Átök hafin í leiðtogakjöri St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KOSNINGABARÁTTA fyrir leiðtogakjör í Verkamanna- flokknum í október næstkom- andí hófst um helgina, þegar Tony Benn og Roy Hattersley héldu báðir ræður á fundi flokksins í Skegness, rétt fyr- ir sunnan Grimsby á austur- strönd Englands. Talið er, að átökin muni styrkja Kinnock sem leiðtoga flokksins. í síðustu viku lýstu Tony Benn og Eric Heffer, sem báðir teljast til vinstri arms þingflokks Verka- mannaflokksins, því yfir, að þeir byðu sig fram til embættis leiðtoga og varaleiðtoga flokksins. Neil Kinnock og Roy Hattersley, leiðtogi og varaleiðtogi flokksins, svöruðu þegar í stað, að framboðið þjónaði engum tilgangi og legði vopn í hendur andstæðinga flokksins. S-Afríka: „Hróp á frelsi“ verður ekki sýnd Jóhannesarborg, Reuter. KVIKMYND breska leikstjórans Richards Attenboroughs „Hróp á frelsi“ verður ekki sýnd i Suður- Afriku segir í frétt blaðsins Sunday Times í Jóhannesarborg. Myndin sem var frumsýnd í Evr- ópu síðla árs í fyrra er gerð eftir tveimur bókum rithöfundarins Don- alds Woods. Hún greinir frá kynn- um hans af Stephen Biko, leiðtoga hreyfingarinnar Svört samviska. Eftir að Biko lést í fangelsi einsetti Woods sér að sanna að stjómvöld væru völd að dauða hans. Woods varð þá fyrir ofsóknum yfirvalda og eftir að hafa verið bannfærður sá hann sér þann kost vænstan árið 1977 að flýja land ásamt fjöl- skyldu sinni. Bannið er ennþá í gildi og hafa stjómvöld hótað að lögsækja dag- blöð ef þau auglýsa myndina. Blað- ið Sunday Times í Jóhannesarborg segir að Richard Attenborough, leikstjóri myndarinnar, hafi hætt við að sýna myndina í Suður-Afríku vegna hótana um að dreifíngaraðilj- ar yrðu lögsóttir. Mótaöri stefna og skýrari línur Á fundi flokksins í Skegness um helgina, sem markaði upphaf kosn- ingabaráttunnar, flutti Roy Hatt- ersley ræðu, þar sem hann sagði, að þetta kjör stæði um hugmynda- fræði flokksins og mundi móta hann það sem eftir lifði aldarinnar. Hann taldi, að þessi átök mundu skaða flokkinn lítillega, meðan á þeim stæði, en hann hefði mótaðri stefnu og skýrari línur að þeim loknum og mundi höfða meira til kjósenda. Vilja lífga við sósíalismann í f lokknum Tony Benn sagði, að framboð sitt og Heffers þjónaði því hlutverki að lífga við sósíalisma í flokknum. Hann vildi, að miklu nánari tengsl yrðu við verkalýðshreyfinguna en nú væri. Endurskoðunin á stefnu- málum flokksins, sem nú stæði yfir, ijarlægði flokkinn frá verkalýðs- hreyfingunni og væri að eyða öllum sósíalískum hugmyndum í flokkn- um. Á sunnudag hótaði hann að gera framboð gegn leiðtoga flokks- ins að árlegum viðburði. Allar skoðanakannanir fyrir síðustu kosningar sögðu, að klofn- ingur í flokknum, tengsl við verka- lýðshreyfinguna og vinstri öfga- hópa fældu fylgi frá honum. Talið er, að Benn og Heffer geti í mesta lagi fengið um 30% at- kvæða á þingi flokksins í haust. En markmið þeirra með þessu fram- boði er ekki að sigra, heldur að reyna að koma í veg fyrir að endur- skoðunin á stefnumálum flokksins gangi of langt. íhaldsflokk- urinn nýtur mests stuðnings í skoðanakönnun, sem birtist í The Observer síðastliðinn sunnu- dag, segjast 46% kjósenda munu kjósa íhaldsflokkinn, 39% Verka- mannaflokkinn, 11% Fijálslynda lýðræðisflokkinn og 1% Jafnaðar- mannaflokk Owens. Þetta er til marks um erfiðleika Verkamanna- flokkins, því að könnunin er gerð, eftir að fjármálaráðherrann lækk- aði hæsta skattþrep úr 60% í 40%, sem nýtur lítils fylgis meðal kjós- enda, og stjórnin hefur neitað að aðhafast nokkuð í heilbrigðismálum enn sem komið er. Ftest stefnumál stjórnarinnar njóta stuðnings minnihluta kjósenda, en samt nýtur íhaldsflokkurinn mests stuðnings af breskum stjómmálaflokkum. FRI I VINNUNNI - FRI I SKOLANUM - FRI I ELDHUSINU Opió laugardag Opió Skírdag Opió Páskadag. Opiö II. Páskadag dtfctr OÐINSVE viö Óóinstorg. RITVELAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.