Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 31

Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 31
ooof Á V rf> cf’ Tf» A rtTT'í’X/f^rj Ctl(i A.T£!lATTr\Ýf/VM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 (lf 31 Jíli>rttuttí>Jtt&Ífe UÓSMVNDIR: RAGNAR AXELSSON TEXTI: ÁRNI JOHNSEN Á TAIMNASTÖÐUM UNDIR INGÓLFSFJALLI ENGINN asi, enginn hávaði. Hægt og hljótt líður tíminn áfram eins og dagur sém dett- ur af degi, spor af spori. Fyrrum hljóp Sig- urður bóndi léttur á fæti sem goluþytur í leitum, nú heftir ellin sporleiki. Þau gera gott úr lífsins melódí, Halldóra og Sigurð- ur, skepnuhald erliðin tíð, enTryggur gamli er enn á sínum stað. HALLDÓRA HINRIKSDÓTTIR OG SIGURÐUR ÞÓRÐARSON í ÖLFUSI KYRRÐ OGRÓ F INNST þér ekki að hús taki misjafnlega á móti manni, eins og fólk? spurði Sigurður bóndi. Ég játaði því, hafði orðað að hús þeirra Halldóru tæki á móti manni eins og manneskja og væri bjart, hlýtt og rúmgott og byði góðan anda. TANNASTAÐIR undir Ingólfsfjalli urðu frægir á sínum tíma þegar kvikmyndin Siðasti bærinn í dalnum var tek- in þar með tröllum og öllu tilheyrandi í fyrstu talkvik- mynd Lofts. Burstabær með náttúruumgjörð sem er engu lík, bakhjarlinn Ingólfsfjall, en austanvíddin að fram- an með fegursta fjallahring um austurátt hálfa að Eyja- fjallajökli. SIGURÐUR fæddist á Tannastöðum fyrir 78 árum og hefur átt þar heima alla sína tíð. Halldóra er Austur- Skaftfellingur. í gegnum tíðina hefurverið blandaður búskaþur á þessum rómaða þæ, í kringum hundrað rollur og nokkrar kýr, en nú líður fyrsti vetur þeirra hjóna án þess að gefið sé á garðann. Sigurður varð fyrir áfalli og vinnuþrekiðvar úti, en Halldóra hugsarvel um hann, þau hallast hvort að öðru eins og burstirnar á bænum, blómin íhlíðinni. Lengurerekki tekiðsnarp- lega í skóflu, en fimlega farið með staf um hlöð og eld- húsverkin hjá Halldóru eru eins og eilífðin sjálf, allt er á sínum stað og ilmurinn eftir því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.