Morgunblaðið - 31.03.1988, Side 34

Morgunblaðið - 31.03.1988, Side 34
■34 c MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 GÍSLI GÍSLASON FRÁ HAUGI í FLÓA „AÐEIIVIS ÞJÓIMAÐ TVEIMUR HERRUM' msreitníJlaítíí* MYNDIROGTEXTI: EMIUA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR . unnið við vefnaðan/öru í nær hálfa öld. Fyrst hjá Belgjagerðinni og síðan hjá Heildverslun Kr. Þorvalds- sonar. Þar starfar hann enn hálfan daginn við að selja gallafatnað og annan fatnað í tískuvöruverslanir. GÍSLI hrósar happi yfir að hafa „þjónað aðeins tveimur herrum'' eins og hann orðar það. Hann álítur að mikilvægt sé að gagnkvæmt traust myndist milli atvinnurekanda og starfskrafts. „Standi starfsfólkið ; við sitt getur það fyrst gert kröfur," segirhann. GÍSLI hefur gaman af félagsmálum og starfar að þeim enn. Áður fyrr var hann líka mikið i pólitíkinni. Hestamennskan er hans áhugamál og hann hefur alla tíð átt hesta. Hann skreppur á hestbak þegar færi gefst. KONU sinni, Ingibjörgu Nielsdóttur, kynntist Gísli í Belgjagerðinni, en þangað kom hún úr Vatnsdalnum / til að sauma, tvítug að aldri. Þau hafa verið gift í 44 ár og eiga fimm börn og fjórtán barnabörn. Nú hafa Ingibjörg og Gísli búið í íbúðum aldr- aðra sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur byggði í Hvassaleiti í tvö ár og líkar vel. Þeim finnst bara að fólk eigi að koma þangað fyrr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.