Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 C 41 GÓÐ RÁÐ Allir eiga g’óð ráð að grípa til við ýmis tækifæri. Það á einnig við um mig og í dag ætla ég að deila nokkrum ráðum úr safni mínu með ykkur. + Hafíð þið reynt að blanda dálitlu af. majones í kjötfarsið þegar þið búið til kjötbollur? Það gerir bollumar afar ljúffengar. + Það er óþarfi að fleygja stál- ullinni þótt sápan sé búin úr henni. Nuddið sápu aftur í stálul- lina og svo má nota hana á ný. + Eldföst ílát, sem orðin eru dökk í botninn, er gott að hreinsa með korktappa og salti. Vætið tappann og dýfið honum í salt. Nuddið svo yfir botninn. + Hafið þið reynt að hita upp gamlar vöfflur í brauðrist? Prófið bara, þær verða næstum eins og nýjari + Ef þið ætlið að hafa eitthvað fljótlegt og ljúffengt, annað hvort í kvöldmat eða á eftir bíóferð, reynið þá þessa „sviknu" pizzu. Smyrjið formbrauðssneiðar með smjöri blönduðu tómatkrafti (purée), hrúgið rifnum osti yfir og leggið 2-3 sardínur þar ofan á. Látið inn í vel heitan ofn þar til osturinn er bráðnaður. Borðið strax. + Pylsur verða betri á bragðið ef þær eru soðnar í vatni með kjötteningi í. + Þægileg aðferð til að skilja eggjarauðu frá hvítunni er að bijóta eggið ofan í litla trekt. Hvítan rennur þá niður, en rauðan sitúr eftir. + Þegar þekja á köku með hjúp- súkkulaði er ágætt ráð að leggja súkkulaðið á heita kökuna í ofnin- um og láta það bráðna á henni smá stund. Svo er auðvelt að slétta úr því á eftir, til dæmis með pönnukökuhníf. + Látið nokkra dropa af sítrónu- safa út í suðuvatnið á kartöflun- um, við það verða þær ljósari og fallegri, sérstaklega ef þær em ekki alveg nýjar. + Þetta ætla ég að láta nægja úr góðráða-safninu mínu að sinni, en mig langar að lokum að koma á framfæri frábærri hugmynd sem ein af dyggum lesendum Dyngjunnar sendi mér um það hvemig auðvelt er að þvo hárið á eldra fólki og/eða lasburða, sem á erfitt með að beygja sig yfir vask eða baðkar. Sú sem sendi hugmyndina þvær nú hár fullorðinnar móður sinnar á eftirfarandi hátt: Móðirin leggst á gafllausan svefnbekk þannig að höfuðið er alveg við endann. Svo leggur dóttirin stórt plast undir höfuðið og lætur plastið ná niður í bala sem er við endann á svefn- bekknum. Mátulega heitu vatni er svo ausið úr fötu yfir hárið. Frá því hún fór að þvo hár móður sinnar á þennan hátt hefur þvott- urinn verið leikur einn fyrir þær báðar. Þetta fann umhyggjusöm dóttir upp til að láta móður sinni líða vel. Vona ég að aðrir geti haft gagn af þessu og færi Sigríði þakkir fyrir þetta innlegg. Óska svo henni og öllum öðmm lesendum Dyngjunnar gleðilegra páska. Með kveðju, Jómnn. EB — ísrael: Viðskiptasamn- ingar endursendir Evrópuþinginu Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins ákváðu á fundi að endursenda Evrópuþinginu í Strassborg viðskiptasamninga á milli bandalagsins og ísraels sem þingið felldi 9. mars sl. Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra V-Þýskalands, sem var í forsæti á fundi ráðherranna, sagði að Evrópuþingið yrði að axla ábyrgð á stefnu bandalagsins í Miðjarðar- hafslöndunum til jafns við aðrar stofnanir bandalagsins. Ljóst er að ráðherramir hafa áhyggjur af þvf að þingið skyldi fella fyrstu samn- inga sem það fékk til meðferðar eft- ir að nýjar starfsreglur, sem gera því kleift að hafna samningum, tóku gildi. Jafnframt er ljóst að ráðherr- amir em ekki að mælast til tafar- lausrar afgreiðslu samninganna heldur virðast þeir telja skikkanlegt að bíða átekta og sjá hvort ísraelar bæta ekki ráð sitt í umgengni við Palestínumenn á herteknu svæðun- um. Öll aðildarríki EB hafa gagnrýnt ísraelsku stjómina fyrir aðgerðir hennar gagnvart Palestínumönnum, m.a. fyrir að koma í veg fyrir að samningur um beinan aðgang pa- lestínskra afurða að mörkuðum EB nái fram að ganga. Námstefna í ferðamálum Ferðamálanefnd Vestnorden gengst fyrir námstefnu í sölu og markaðsmálum ferðaþjónustunnar dagana 14. og 15. apríl á Egilsstöðum. Framsögumenn á námstefnunni verða: Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri Kjartan Lárusson, formaður ferðamálaráðs Peter Morell Hansen, Arctic Adventure Kaupmannahöfn Dieter W. Jóhannsson, skrifstofu Ferðamálaráðs Frankfurt John Melchior, Scanscape Travel London Beat Iseli, Saga Reisen Sviss Sigfús Erlingsson, Flugleiðir Hildur Jónsdóttir, Samvinnuferðir Jakup Veyhe, ferðamálastjóri Færeyjum Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig eigi síðar en 8. apríl nk. Allar nánari upplýsingar veitir Reynir Adólfsson í símum 96-22453 og 26234. Ferðamálanefnd Ifestnorden -r ■ t simi Skátabúðin - skarar framúr. Snorrabraut 60 Igloo Hollofil fylling + 25° C — + 15° C Þyngd 2.000 gr. Verð 6.790,- Panther 3 65 lltrar Þyngd 1.800 gr. Verð 5.490,- Jaguar S 75 75 lltrar Þyngd 1.800 gr. Verð 7.490,- Everest 72 72 lltrar Þyngdi.400g Verð 3.590,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.