Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 46
46 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Þorbjörg Daníelsdóttir Ef Kristur er ekki upprisinn er trú okkar ekki annað en endileysa. En Kristur er upprisinn! Hvaða þýðingn hefur upprisan? Hvaða þýðingu hefur upprisan fyrir fólkið, sem vaknar á páskadagsmorgun, fólk, sem vaknar til mismunandi heimilislífs, mismunandi tilfinninga, á mismunandi lífsreynzlu og vinnur mismunandi störf á virkum dögum? Ég batt á mig skóna í sólskininu á föstudaginn í hinni vikunni og stikaði út til að taka fólk tali af handahófi og fá að birta niðurstöðu svaranna nafnlaust en með vildarkveðjum og páskaóskum frá þeim, sem svöruðu, til ykkar, kæru lesendur. Svörin komu mér á óvart, gleðilega á óvart. í fyrsta lagi fannst mér það gleðilegt hvað þau tóku spumingunni vel, bæði ungt fólk og eldra og hugleiddi hana og svaraði af íhygli. í öðru lagi hafði ég ekki búizt við að svo mörg þeirra segðust staðfastlega trúa upprisuboðskapnum. Niðurstaða þessarar stuttu könnunar minnar var sú að flestir, sem ég spurði, trúðu á upprisuna sem kraft Guðs, sem reisti Jesúm frá dauðum. Það sannar þeim að ástvinir þeirra, sem eru dán- ir, lifi með Guði. Það fyllir þau ómetanlegu öryggi í daglegu lífi. Annan kraft upprisunnar höfðu þau síður hugleitt. Þau töldu þó að sá kraftur bæri þau uppi og að þau ættu að gera sér betri grein fyrir því. Sum þeirra fóru reglulega í kirkju og störfuðu í söfnuðunum, önnur fóru næstum aldr- ei í kirkju. Svo fékk ég tvo viðmælendur til að hugleiða það með okkur hvers virði þau telja upprisuna. Hvers virði er upprisan mér? Séra Stína Gísla- dóttír svarar Séra Stina Gísladóttir er nývígður prestur, sem þjónar sem farprestur á Blönduósi. Sem aðrir prestar stendur hún í starfí sinu andspænis margvis- legum aðstæðum sóknarbarna sinna, sem oft knýja fram spumingar um kristna trú. — Upprisa táknar fyrir mér þetta tvennt: 1. Jesús er upprisinn frá dauðum og 2. í krafti upprisu sinnar mim hann reisa alla lærisveina sína upp til eilífs lífs með sér. Hvaða máli skiptir þetta svo fyrir mig í daglegu lífi? Það gefur lífi mínu tilgang • Með því að treysta orðum Jesú og vænta þess að hann muni að loknu jarðlífinu reisa mig upp til eilífs lífs með sér, gefur það lífinu markmið og innihald, sem Guð sjálfur hefur sett því í upphafi sköpunar. Lífið verður þjónusta við þann Guð, sem ber svo mikla umhyggju fyrir mér. Það styrkir í mótlæti Daglegt líf er ekki eintómur dans á rósum, heldur líka sorg og þjáning, þrældómur og bar- átta, andleg og líkamleg. Jesús hughreysti lærisveina sína áður en hann var handtekinn og kross- festur og sagði: „Hafi þeir ofsótt mig, munu þeir iíka ofsækja yð- ur.“ Jesús leið og þjáðist án þess að kvarta. Því skyldum við þá kvarta, ef hann er með og leiðir okkur öruggt að markinu, til hins fúllkomna lífs í upprisunni? Það gefur von i dauða Hvort sem við stöndum við dánarbeð ástvinar eða vinar, eða við vitum, að dauði okkar er nærri, þá breytir það öllu að vita, að dauðinn er innganga í hið nýja, fullkomna líf, sem Jesús leiðir okkur inn í. Hinn upprisni frelsari mun reisa okkur upp með sér, skapa okkur að nýju og gjöra alla hluti nýja. Upprisutrúin er samfélag Upprisa Jesú frá dauðum er gjundvöllur kristinnar trúar. Væri Séra Stína Gísladóttir. Jesús ekki upprisinn, væri engan boðskap að flytja. Það var uppris- an, sem breytti öllu. Þegar fréttin barst, að Jesús væri ekki lengur í gröfinni, heldur upprisinn og lif- andi, var gleðifregnin fljót að ber- ast. Menn komu saman til að fagna og lofa Guð. Vegna þess að Jesús lifir, er enn predikaður gleðiboðskapurinn um hann, og enn er til samfélag kristinnar kirkju, sem heldur páskahátíð. Sérhver sunnudagur er gleðidag- ur vegna upprisunnar. Lærisvein- ar Jesú eiga samfélag í kirkjunni um alla jörð, samfélag við hinn upprisna frelsara, og samfélag við alla þá, sem á undan eru gengn- ir. Það er samfélag heilagra, sam- félag á himni og á jörðu! Upprisan veitir gleði og von „Lærisveinamir urðu glaðir, er þeir sáu Drottin.“ Mér þykir eink- ar vænt um þessa setningu úr Jóhannesarguðspjalli. Ástæðan er sú, að ég reyni þetta sama í trúar- samfélaginu við Jesú. Þessa gleði getum við ekki veitt hvert öðru nema nota sömu aðferð og læri- sveinamir fyrstu. Þeir fóru með vini sína til Jesú. Lærisveinn Jesú er sá sem vel- ur það að vera með Jesú, hlusta á hann, læra af honum, hlýða honum og treysta. Trúarvissuna getur enginn maður höndlað í eig- in krafti. Hún er gjöf Guðs til þess manns, sem gerist lærisveinn Jesú. Barlómur í stað páskagleði Spjallað við Jónas Þórisson kristniboða Jónas Þórisson hefur verið kristniboði í Eþíópíu í 15 ár og er nýlega fluttur heim með fjöl- skyldu sinni. Ég taldi að ykkur kynni að finnast athyglisvert að heyra um skoðun hans á upprisukraftinum í íslenzku þjóðlífí. — Nú höfum við búið í 1 ár í umhverfi, þar sem vandamál ann- arra eru meginmálið. Við höfðum nóg fyrir okkur að leggja og vor- um ánægð með það, sem við höfð- um. Hér erum við hins vegar pressuð inn í samfélag, þar sem ytri kjör skipta mestu og mönnum er talin trú um að lífið sé ekkert annað. Segðu okkur þá hvað annað lífið er. Lífið hefur eilíft gildi. Gildis- matið er ekki bara bundið við það ytra, að eignast nýjan bíl, fá hærri laun, tryggja framtíð bam- anna með menntun og eignum. Þegar ég flutti heim aftur fannst mér allt kúgað af þessum kröfum. í fjölmiðlunum er sffellt verið að tala um kaup og kjör og kröfur. Ég er ekki í vafa um að óréttlætið í þessum málum er mikið. En þetta sífellda tal, sem glymur í eyrum okkar jafht og þétt, gerir okkur síóánægð. Allt það, sem við eigum, ætti að gera okkur ánægð og hvetja okkur til fómfýsi. En ekkert kemst að nema barlómur. Bömin okkar mótast svo líka af þessu. Til þess að uppfylla allar þessar kröftir vinnum við og vinn- um, svo mikið að við höfum ekki nokkurn tíma til að staldra við og hugleiða hið eilífi gildi lifsins, engan tíma til að taka á móti þvl og láta það móta afstöðu okkar. í Eþíópíu hefur lífið miklu meiri andlega vídd. Hið andlega hefur miklu meiri áhrif í daglegu lífi þar en hér heima. Hvað eigum við þá að gera? Við eigum að staldra við þann boðskap að Kristur hefur ekki bara liðið á krossi heidur sigrað Jónas Þórisson kristniboði. dauðann og gefið öllum, sem á hann trúa, eilíft líf. Því í jjósi eilífðarinnar með Kristi verður lífið allt annað. Trúin á hinn dána og upprisna Krist, sem dó fyrir okkur, breytir Iífi okkar. Fyrir mörgum eru páskarnir liðnir án þess að þau hafi gefið sér tíma til að hugleiða hvers vegna við höldum páska. Ef páskaboðskapurinn hefur ekkert sannleiksgildi eru páskarnir ekki þess virði að taka þá alvarlega. Þeir eru líka teknir æ minna alvar- lega. Áður tíðkaðist það að gefa rúm fyrir kirkjuhald á páskadög- unum. Þá hefðu ekki verið haldin skíðamót á páskadag. Nú víkur kristnihaldið hins vegar fyrir öðru. Þetta biýtur niður trú einstakl- ingsins. Lang mestur hluti íslend- inga tilheyrir kirkjunni og það á að taka tillit til þess. Enginn neyð- ir aðra til að fara í kirkju. Fólk á að ráða því ^jálft hvernig það ver tíma sínum. En margir fara á mis við svo mikið af því að annað er sett í fyrirrúm fyrir það að fara þangað, sem orð Guðs er boðað og gleðjast þar með öðrum. Kirkjurnar ættu að vera fullar á páskunum því kristin trú stendur og fellur með þeim boðskap, sem þá er boðaður. Því ef Kristur er ekki upprisinn er prédikun okkar og trú ónýt, eins og Páll segir. Biblíu- lestur vikunnar Sunnudagur: Mark. 16.1—7: Jesús er upp- risinn. Mánudagur. 1. Kor. 5.7—8: Höldum hátíð. Þriðjudagun Sálm. 118.14—24: Ég mun lifa. Miðvikudagur: Matt. 28.1—8: Farið og segið. Flmmtudagur: l.Kor. 15.1-8:... aðKrist- ur sé upprisinn. Föstudagur Jes. 25.6—9: ... og hafi afmáð dauðann Laugardagur 1. Kor. 15.12-20: Ef... Biblíulestrarnir eru úr messutextum páskadagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.