Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
9
HUGVEKJA
Þekkir þú
mig ekki?
eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON
3. sd. e. páska
Jóh. 14;1.-11.
Alltaf er það jafn erfitt þegar
þetta er sagt við mann: Manstu
ekki eftir mér? Og maður reynir
eins og maður frekast getur að
rifja upp andlitið, sjá eitthvað í
fasi mannsins, eitthvað sem
gæti komið manni til hjálpar.
Síðan læðist hugsunin að: Á
maður að segja ofurlítið ósatt
til að vinna tíma eða til að
hryggja ekki manninn og segja:
Það er nú svo langt síðan. Vor-
um við saman í bamaskóla —
eða fermdumst við saman ...
Nei, vomm við í gagnfræðaskó-
lanum. Ha, — ekki heldur þar.
Nei, ég kem þér alls ekki fyrir
mig.
Oftar kemur það þó fyrir að
maður kannast við manninn, en
kemur alls ekki fyrir sig nafni
hans. Það er líka erfitt, því nafn-
ið skiptir öllu í samræðum. Mað-
ur hefur ekki traust á þeim sem
ekki þekkir mann með nafni.
Og kennari sem ekki þekkir nöfn
nemenda sinna við allar aðstæð-
ur heldur ekki virðingu eða aga.
Og einnig geta þær aðstæður
komið upp, að við þekkjum
manninn og nafn hans, en lítum
framhjá viðkomandi eins og við
þekkjum hann ekki, því við höf-
um ekki getað fyrirgefið við-
komandi eða okkur sjálfum. Sé-
um við sjálf sek, þá er blygðun
okkar mikil — svo mikil, að það
sem við höfum gert þolir ekki
dagsljósið, þolir ekki að við horf-
umst í augu við þann sem spyr
okkur: Þekkir þú mig ekki?
Þannig var þó ekki ástatt fyr-
ir Filippusi, lærisveininum frá
Betsaídu, þaðan sem Símon Pét-
ur og Andrés voru, þegar Jesús
spurði hann þessarar spurning-
ar. Jesús var að flytja lærisvein-
um sínum skilnaðarræðuna og
reyna að útskýra fyrir þeim skil-
in milli lífs og dauða og sagði.
„Hjarta yðar skelfist ekki; trúið
á Guð og trúið á mig.“ Síðan
sagði hann þeim frá leiðinni sem
hann færi og kom aftur inn á
þessa stóru spurningu sem
brann í huga lærisveinanna og
sagði: „Ef þér hafið þekkt mig,
munuð þér og þekkja föður
minn. Og héðan í frá þekkið þér
hann og hafið séð hann. Filippus
segir við hann: Herra sýn þú oss
föðurinn og þá nægir oss. Jesús
segir við hann: Svo langa stund
hefí ég með yður verið, og þú,
Filippus, þekkir mig ekki?“
Jesús hafði kallað á Filippus
til fylgdar í upphafí starfs síns
og hann hafði orðið vitni að nær
öllum kraftaverkunum, verið
með honum í starfí hans frá
morgni til kvölds, heyrt ræður
hans og dæmisögur, lært bæn-
ina: Faðir vor og flutt honum
með lærisveinunum játninguna,
við Sesareu Filippí: „Þú ert hinn
smurði, sonur hins lifandi Guðs.“
Þekkir þú mig ekki? Snúum
þessari spurningu Jesú til okkar.
Við vorum kölluð til fylgdar við
hann með skírninni, frædd af
foreldrum og vandamönnum um
Jesúm, lærðum Faðir vor og
fluttum okkar játningu í ferm-
ingunni þegar við vorum spurð:
„Viltu leitast við af fremsta
megni að hafa frelsara vorn Jes-
úm Krist að leiðtoga lífs þíns?“
Svaraðir þú þessari spurningu
ekki með jái? Eða manstu nokk-
uð eftir þessari setningu úr
ávarpi prestsins til þín: „Hafið
alla ævi fagnaðarerindi frelsar-
ans og dæmi fyrir augum og
hugsið til orða hans: Hver sem
kannast við mig fyrir mönnun-
um, við hann mun ég einnig
kannast fyrir föður mínum á
himnum?“
Þekkir þú mig ekki? Þannig
hljóðar spurning hans á þessum
degi til þín. Dagurinn gæti verið
sá fyrsti í lífí þínu, einnig sá
síðasti. Spumingin hljómar hvar
sem þú ert og kemur til þín með
svo margvíslegum hætti. Þú
getur reynt að koma þér undan
með að svara, beðið um frest
og þú getur vissulega sett þig í
vamaraðstöðu og beðið um frek-
ari sannanir. Leitað til dul-
hyggju eða spíritisma, lært um
orkusvið mannsins og litina sem
umlykja okkur, lært um kraft
hugsunarinnar og reynt sjálfur
að kynnast þeim krafti. Þú getur
svo margt, en hvað sem þú ger-
ir og hvað sem þú reynir, þá
kemstu ekki fram hjá þessari
spurningu Jesú Krists: Þekkir
þú mig ekki?
Þessi spuming er samofín við
líf okkar, því hún er spuming
um fæðingu okkar og dauða,
spuming um hvaðan við koinum
og hvert við fömm. Það er alveg
sama hvaða þekkingu við geym-
um um allt annað undir sólinni,
þessi spurning hljómar allt okkar
líf, allt í kring um okkur og ef
við höfum komið okkur fram hjá
að svara, þá er það með engu
móti hægt á skilnaðarstundu.
Skilnaðarræða Jesú í Jóhann-
esarguðspjalli er ræðan til okk-
ar, kærleikur hans, útbreiddur
faðmur hans, boð um leiðsögn
og handleiðslu, boð um frið og
jafnvægi, boð um allt það sem
við leitum að og þráum. Hans
orð em flutt til okkar: „Trúir
þú ekki að ég er í föðurnum og
faðirinn í mér? Þau orð, sem ég
tala til yðar, þau tala ég ekki
af sjálfum mér; en faðirinn sem
í mér er, hann gjörir verk sín.
Trúið mér, að ég er í föðumum
og faðirinn í mér; en ef ekki,
þá trúið mér vegna sjálfra ver-
kanna.“
Brynhildur Sverrisdóttir
Margrét Hinriksdóttir
Hjá Fjárfestingarfélaginu íKringlunni
erlifandi peningamarkaður FJARFESTINGARFÉLAGIÐ
og persónuleg þjónusta. Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700
Sigrún Ólafsdóttir Stefán Jóhannsson
Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18
og laugardaga kl. 10-14
UFANDIPENINGAMARKAÐUR
IKRINGLUNNI
FJÁRMÁL
fyrirtækisins
„KOBKtruu*mw „gusHiam
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Gengi: 22. apríl 1988: Kjarabréf 2,775 - Tekjubréf 1,371 - Markbréf 1,445 - Fjölþjóðabréf 1,268